Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1978 11 X Samstarf Carters Bandarík.iaforsta og Mondales varaforseta hefur verirt með miklum ágætum og i sameiningu eru þeir að gera embætti varaforsetans áhrifameira en verið hefur. vegna nálægðarinnar við for- setann. Það er ekki óvenjulegt að Mondale og forsetinn eyði mörgum klukkustundum saman daglega og skrifstofa forsetans stendur honum opin hvenær sem er og hvaða fundir sem eru á vegum forsetans. Cartar lagði áherzlu á það á fyrsta ári sinu í embætti að snæða með fjölskyldu sinni einu sinni á dag. Þau skipti sem hann hefur brotið þessa reglu. hefur hann yfirleitt snætt með Mondale og fjölskyldu hans, annaðhvort í'Hvíta húsinu eða á heimili varaforsetans. r ÞEKKIR VANDAMÁL FYRRI VARAFORSETA Mondale er vel kunnugur þeim vandamálum sem varafor- seti á við að stríða. Árið 1964 settist hann í sæti Hubcits Humphreys i öldungadeildinni þegar Humphrey tók við vara- forsetaembættinu. Humphrey hafði áður verið pólitískur ráð- gjafi og leiðbeinandi Mondales og hann gat því vel fylgzt með þeirri kvöl sem Humphrey tók út er hann gegndi varaforseta- embættinu í tíð Johnsons for- seta. „Sú reynsla ásamt með reynslu hans sjálfs eftir fyrsta árið í embætti þýðir það að í framtíðinni verður gert ráð fyrir því að forsetar noti vara- forseta sína á jákvæðari og nyt- samari hátt í franjtíðinni," var haft eftir blaðafulltrúa varafor- setans A1 Eisele. „Þeir eru að leggja drög að nýju varaforseta- embætti,1- bætti blaðafulltrú- inn við um samstarf þeirra Carters og Mondale. Mondale hefur nýlega sagt um samstarf sitt við Carter að það yrði stöðugt meira og næði yfir viðara svið. Þegar líða tekur á þetta ár má búast við því að ferðalög Mondales varaforseta aukist að mun því þá hefst kosningabar- áttan vegna væntanlegra þing- kosninga fyrir alvöru en þar mun varaforsetinn verða í fremstu víglínu til þess að berjast fyrir sigri sinna manna. Mondale laraforseti koni hingað lil lands í l'vrra. skiimniu ellir að hann tók við emha'tti. Þessi Keflavíkiirflugvelli. mynd var lekin við það la’kilaui á - * LOGBOÐIÐ GAFNAFAR OG FRAMTÍÐ ÆSKUNNAR Mörgum sem hugsa um þjóð- félagsmál finnst það skrýtið hvað kjarni hlutanna er oft Iangt frá opinberum umræðu- vettvangi. Stöðugt virðist vera tilhneig- ing til þess að leiða hjá sér þau mál sem eru mikilvægust. Þetta á ekki síst við um þau málefni sem snúa að framtíðinni. Á seinni árum eru vandamál þjóðfélagsins oftast Jeyst á yfir- borðskenndan hátt. í stað þess að takast á við verkefnin og levsa þau innan þess ramma er fyrir liggur er nú æ oftar flúið frá raunveruleikanum og úr- lausnir færðar yfir á framtíð- ina. Efnahagsmál eru hins vegar ekki til umræðu í þessari grein. Þess má þó geta að þær skuld- bindingar sem næsta kynslóð á að leysa verða stöðugt risavaxn- ari. Með hverju ári hlaðast upp milljarðar og milljarðatugir sem afkomendur okkar eiga að standa undir og greiða í náinni framtíð. Það eru þessir ^afkomendur okkar sem nú verður reynt að draga inn í umræðurnar. FRÆÐSLUMÁL í UPPNÁMI Það er áleitin spurning hvað bíður þeirra sem nú slíta barns- skóm. Fljótt á litið virðist það eina sem bíður örugglega vera það að leysa þann vanda sem stjórnvöld þessara áratuga hafa skapað. Málið er þó langt frá því að vera svona einfalt. Undirbúningur þessa æsku- fólks undir lífið og framtiðina fer nú að mestu fram í grunn- skólum og framhaldsskólum landsins. Eftir margra ára undirbún- ing og vangaveltur ýmissa aðila voru grunnskólalög að lokum samin og lögð undir umfjöllun og dóm alþingis. í þessu tilfelli, eins og þegar um aðra lagasetn- ingu er að ræða, er það þessi samkunda 60 manna sem á síðasta orðið. Niðri við Austur- völl eru alþingismenn að ræða og afgreiða mikinn lagabálk um meðferð og uppeldi æskunnar á V MN viðkvæmasta mótunartíma hennar. Ekki verður neitt ljótt sagt um alþingismenn í þessari grein. Það væri hins vegar áhugaverð hugmynd að taka saman i lestrarbók framhalds- skóla valda kafla úr umræðum alþingis um grunnskólafrum- varpið. Með þessu fengju nem- endur góða yfirsýn yfir hugar- ástand og hjartalag þeirra sem mynda pýramída stjórnkerfis- ins. Hvað sem þessu liður verður þvi ekki neitað að lög verða að vera um uppeldi æskunnar á því sviði sem snýr að ríkinu. Þessi. lög hafa nú verið samin og samþykkt og það er margt gott um þau að segja. Að vísu var þessi lagasetning svo lengi á leiðinni að þróun þjóðfélagsins sigldi á meðan fram úr þeim. Á stórum svæð- um eru þau þess vegna komin út fyrir þann raunveruleika sem þau áttu að glíma við. Það versta er þó sennilega það að þessi lög enda á blind- götu. Það er ekki einungis að þau séu meira og minna ófram- kvæmanleg víðast á landinu vegna ytri aðstæðná heldur tekur ekkert við að grunnskól- anum loknum. Lög um fram- haldsskóla eru ekki ennþá komin í gegnum alþingi. Vegna þessa standa fræðslumál nú meðal annars í algeru uppnámi. í SLÁTURHÚSIÐ En segjum nú að hvor tveggja þessi lög kæmust í gagnið og að þau væru í sjálfu sér góð, þá hefur samt eitt gleymst. Það hefur gleymst að breyta þjóðfélaginu I það form að fræðslulögin gætu haft veru- leg raunhæf tengsl við veru- leikann. Til þess að reyna að skýra þetta er rétt að drepa á hina raunverulegu stöðu og mögu- leika uppvaxandi kynslóðar. Það má skipta unglingum og börnum í grunnskóla í tvo höfuðflokka eftir því mati sem á þau er lagt. Annars vegar eru þeir sem eru „gáfaðir". Hins vegar hinir sem eru „heimskir". Það má segja að þeir nemendur sem eru „gáfaðir" hafi viss forrétt- indi. Þetta eru svipuð forrétt- indi og lömb hafa sem ekki er slátrað að hausti fyrsta sumars. Þessir nemendur eru settir á. Kjaliarinn Hrafn Sæmundsson Það eru þó engir grænir hagar sem bíða þeirra. Vegna þess að ekki eru einu sinni til lög um framhaldsskóla, hvað þá önnur ytri skilyrði, svífur þetta fólk nú í lausu lofti. Stór hluti þess liggur undir stöðugum hótun- um um að verða slátrað hvenær sem er. Þetta unga fólk fær þá tilfinningu að þjóðfélagið og skólakerfið sýni því meiri og minni fjandskap eins og það væri illgresi sem helst þyrfti að uppræta. Hinir nemendurnir, sem eru „heimskir", eru strax settir í sláturhúsið. Þessi hópur fær nær enga möguleika til að þroskast og sýna framför síðar. Gáfnafar er eitt af þeim hug- tökum sem orka einna mest tví- mælis. Lögboðið gáfnafar á íslandi er skilgreint I greindarvísitölu sem miðuð er við meltingu námsefnis í skólakerfinu. Sá sem getur etið og melt þetta námsefni hrátt eða soðið er „gáfaður". Allir hinir sem hafa einhver önnur sjónarmið eða andlega möguleika eru „heimskir". Hér skal sérstaklega tekið fram til að útiloka misskilning að þeirri gagnrýni sem hér hefur verið höfð uppi er ekki beint gegn kennurum landsins. í flestum tilfellum munu þeir skilja þessi vandamál betur en lagasmiðir og sérfræðingar kerfisins. Kennarar eru settir út á eyðieyju með nemendum sinum. Þeir eru að verulegu Ieyti slitnir úr tengslum við raunveruleikann utan skóla- veggjanna. Sérstaklega á þetta við um það stig skólagöngu sem áður var kennt við gagnfræða- skóla, þann tíma sem mest um- brot eiga sér stað í sál og líkama ttnglinganna. Á þessu stigi eru kennarar auk þess settir í þann vanda að vera þvingaðir til að halda sig við lögboðið gáfnafar greindarvísttölu til þess að forða sem flestum nemendum frá sláturhúsinu. Þarna er álíka ómannúðlegum aðferðum beitt við kennara og nemendur. ÞAÐ SEM UNGA FÓLKIÐ VEIT EKKI En hvort sem nemandi er „gáfaður" eða „heimskur" þá eru ekki bjartar framtíðar- horfur fyrir hann. Ef nemandinn er heppinn og lifir af skólakerfið án þess að lenda á geðveikrahæli eða upp- tökuheimili stendur hann að lokum í dyrum skólans og horfir út í járngráan veruleik- ann. Það barn sem ekki gat sofið fyrir tilhlökkun fyrir fyrsta skóladag hefur verið að smá- deyja síðan. Á hverju ári hefur einhver hluti barnsins dáið. Forvitnin hefur stöðúgt minnkað. Það er ekki lengur leikur að læra. Nú er námið að stórum hluta böl. Auðvitað þroskast einstakl- ingurinn. Annað stríðir á móti lögmálum náttúrunnar. En þjóðfélagið hefur litið við þenn- an einstakling að tala. Raunveruleg lífsgleði sem ætti að vera þessum aldrei eiginleg hefur breyst í tilgangs- lausa sókrr eftir vafasömum hlutum. Þetta fólk hefur aldrei fengið að takast á við raunveru- leg og heillandi verkefni. Það hefur sjaldan fengið tækifæri til að Ijúka vinnudegi þrevtt og ánægt. Til þesa fólks genr þjóð- félagið nú miskunnarlausar og ósanngjarnar kröfur. Stór hluti eldri k.vnslóðar, sem undan- farin ár hefur verið sljó i neyslukapphlaupinu eins og skynlausar skepnur, ofsækir nú þá æsku sem mótast hefur al- gerlega í þessu þjóðfélagslega æði. Þegar þetta unga fólk, sem komið er i gegnum skólakerfið eða er í því, safnast í ráðaleysi sínu saman á hallærisplönum landsins er ekki aðeins lögregl- unni sigað á það heldur flestum fjölmiðlum lika. Þetta er þyngra en tárum taki. En þetta unga fólk veit ekki ennþá hvað bíður þess í fram- tíðinni. Það veit ekki að á það verða lagðar drápsklyfjar til að greiða upp skuldir og ýmsa óráðsíu sem stofnað hefur verið til. Það verður að greiða með manndómsárum sinum fyrir af- leiðingar þess neysluæðis sem verst hefur leikið það í upp- vextinum. Þetta fólk veit ekki heldur að stór hluti þess mun ekki fá starf við hæfi vegna þess að þjóðfélagið hefur ekki verið búið undir að taka við því á vinnumarkað. Og það er margt fleira sem þetta unga fólk veit ekki um. Hrafn Sæmundsson prentari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.