Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1978. FLEIRIEN VESTFIRÐINGAR STUNDA SMÁFISKADRÁP Á VESTFJ ARÐARMIÐU M svar við grein gamals Vestfirðings G. Hagalín Guðmundsson skrifar: í Dagblaðinu 1. febrúar sl. eru tvær stuttar svargreinar við þorskhjónaáhyggjum Magnús- ar Guðmundssonar sjómanns á Patreksfirði. Önnur greinin birtist undir nafninu fyrrum Vestfirðingur og ætla ég að gera henni örstutt skil. Þú segir gamli Vestfirðingur, að nú sé svo komið að við Vest- firðingar verðum að halda þvi fram að þegar 12 til 15 ára þorskur fáist í net töpum við milijónum á hverjum fiski. Hættan sé nær okkur sjálfum, þar sem botnsköfur okkar skafi upp ógrynni af ókynþroska fiski. Nú ætla ég ekki að deila um það hversu mörgum milljónum við töpum á þorskhjónunum hans Magnús- ar Guðmundssonar, né heldur hversu mikið af ókynþroska fiski botnsköfur okkar Vest- firðinga veiða. Heldur ætla ég að spyrja þig fyrrum Vestfirðingur hvort þú ætlir að gera þig að fífli með því að halda því fram að þær 11 botnsköfur (skuttogarar), sem við Vestfirðingar eigum og þar af stundar einn þeirra línu- veiðar aðallega, séu að stofna ókynþroska fiski í hættu á Vestfjarðamiðum. Nei, maður minn, það skaltu vita að fleiri skip en skip Vest- firðinga sækja á Vestfjarðamið. Og þætti mér þjóðráð að þú kynntir þér betur hverjir sækja á Vestfjarðamið áður en þú rýkur með slíkt kjaftæði í blöðin. Þér þætti kannski rétt að ekki mættu fleiri en 11 togarar stunda þar veiðar árið um kring? Og þá gengju þau byggðarlög sem þar ættu land að sjó væntanlega fyrir með veiðileyfi. Nei, ef þú ætlar að halda Raddir lesenda áfram að blaðra tóma vitleysu skaltu áfram að skrifa nafn- laust. Ég held að við Vest- firðingar megum teljast heppnir að vera lausir við þig frá Vestfjörðum. G. Hagalín Guðmundsson Hrauni, Ingjaldssandi Önundarfirði. HVE KALT ER KALT? — það fer meðal annars eftir vindhraða og rakastigi Roy Rogers enn á lífiI Lesandi DB hringdi og hafði mikinn áhuga á uþplýsingum um hvorl hin gamla kúreka- hetja kvikmyndanna. Rov Rogers. v'æri enn á lífi. Samkvæmt frásögnum banda- rísks dagblaðs þá er kappinn enn á lífi en var reyndar lagður inn á sjúkrahús fvrir nokkru. Atti að skera hann upp vegna hjartveiki. Hefur DB ekki haft fregnir af hvernig Rov hefur reitt af á sjúkrahúsi nú. Sam- kvæmt handbókum ætti aldur- inn ekki að há honum. en hann er 66 ára. Kona sem sagðist vera mjög áhugasöm um veðrið hringdi og ræddi um veðurfregnir Veður- stofunnar. Landinu er skipt í átta veðurspásvæði sem heita: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland, Norðausturland, Austfirðir og Suðausturland. Flesta staði landsins er hægt að staðsetja nokkurn veginn á ein- hverju þessara spásvæða svo óyggjandi sé, nema einn, og það er höfuðborgin. „Mér finnst ekki liggja alveg ljóst fyrir hvort Reykjavík til- heyrir Suðvesturlandi eða Faxaflóa," sagði konan sem hringdi. Hún sagði ennfremur: „Auðvitað veit ég hvar Reykjavík er á jarðkringlunni en ekki hvoru spásvæðinu hún tilheyrir. Hvers vegna má ekki segja í veðurfréttunum: Reykjavik og nágrenni? Það er reyndar gert í spánni sem lesin er upp í símsvara Veðurstofunnar. En þar sem rúmur helmingur landsmanna býr á þessu svokallaða Stór- Reykjavikursvæði finnst mér ekki úr vegi að þeir fái svona sérstaka spá fyrir sig í almenn- um veðurfregnum. Eins finnst mér alltaf dálítið kúnstugt þegar verið er að tala um vindinn. Af hverju þarf það endilega að heita að von sé á stinningsgoiu eða kalda, hvass- viðri, stormi eða roki o.s.frv.? Hver veit hvaða munur er á hvassviðri, stormi og roki? Al- þjóðleg veðurfræðiheiti og mælitákn eru til fyrir vind og vindhraða sem er vindstig eða hraði vindsins mældur í hnút- um. Á flugmannamáli er t.d. yfirleitt alltaf talað um hnúta! Hvergi erlendis heyrast eins ónákvæmar Iýsingar á veður- hæð og vindstigum og hér á landi, fyrir nú utan að hita- stigið úti gefur ekki til kynna hvað raunverulega er kalt nema greint sé frá vindhraðan- um. Við þekkjum þetta öll. Það getur verið að skýrt hafi verið frá því að úti sé tveggja stiga frost og fólk telur þá að ekki sé mjög kalt. En svo bætast kann- ski við 7 eða 8 vindstig og þá verður kuldinn úti fyrir marg- falt meiri en þessi +2 stig gefa hugmynd um! Eins getur verið að úti sé 16 stiga frpst en logn eða ekki nema 2-3 vindstig- Þá er ekki nærri eins kalt og búast mætti við í svo miklu frosti. Það hefur áður verið skrifað um þessi atriði á lesendasíðu DB. Var þá rætt við veðurstofu- stjóra og hann spurður hvers vegna Veðurstofan tæki ekki tillit til vindhraðans í sínum spám. Svaraði hann því til að engar algildar reglur væru til um hvernig reikna ætti slikt út enda værí engin ástæða til slíks þar sem landsmenn kynnu að klæða sig! Nú er veðurfar að vísu breytilegra á íslandi en í flest- um öðrum löndum en varla þó svo að okkar færu veðurfræð- ingar geti ekki reiknað út þess- ar margumræddu kuldagráður! Að endingu vil ég þakka veðurfræðingunum fyrir ágæt- is veðurspár á undanförnum ár- um." DB ræddi við Guömund Haf- steinsson veðurfræðing og spurði hann um álit veður- fræðinga á spám um svokallaö- ar kuldagráður. Taldi Guðmundur að spá um kuldagráður mundi hafa frem- ur lítið raunhæft gildi. Ef gera ætti það með einhverri ná- kvæmni vrði að spá fvrir urn hita á hverjum tíma og væri það m.jög erfitt hér á landi. Auk þess væri þessi kulda- gráðustigi fremur grófur og ónákvæmur og ekki tekið tillit til ýmissa atriða sem skiptu máli, svo sem loftraka. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur vildi vekja athygli á að sá vindst.vrkleiki sem gefinn \>æri upp í veður- fregnum væri ekki stvrkleik- inn í verstu hrinunum heldur meðalvindhraði. Væri hann fundinn út sem meðalhraði á tíu minútna tímabili. Þessi tafla um veðurhæð, vindstig, heiti á veðurfari og hvernig það lýsir sér er úr kennslubók í veðurfræði eftir Markús Á. Einarsson veður- fræðing. Tafla um veðurhæð og vindhraða Veðurhæð vindstig Heiti Hraói hnútar Áhrif á landi 0 Logn minna en 1 Logn, reyk leggur beint upp. 1 Andvari 1-3 Vindstefnu má sjá á reyk, en flögg hreyfast ekki. 2 Kul 4-6 Vindblær finnst á andliti. Skrjáfar i laufi. Lítil flögg bærast 3 Gola 7-10 Lauf og smágreinar titra. Breiðir úr léttum flöggum. 4 Stinningsgola (Blástur) 11-16 Laust ryk og pappirssneplar taka að fjúka. Litlar trjágreinar bærast. 5 Kaldi 17-21 Litil lauftré taka að sveigjast Freyðandi bárur á stöðuvötnum. 6 Stinnings- kaldi (Strekkingur) 22-27 Stórar greinar svigna Hvin i síma- línum. Erfitt að nota regnhlífar. 7 Allhvass vindur ‘ (Allhvasst) 28-33 Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga móti vindi. 8 Hvassviðri 34-40 Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. (Menn ,,baksa” á móti vindi). 9 Stormur 41-47 Lítilsháttar skemmdir á mannvirkj- um (þakhellur fara aó fjúka). Varla hægt að ráða sér á bersvæði 10 Rok 48-55 Fremur sjaldgæft i innsveitum. Tré rifna upp með rótum, talsverðar skemmdir á mannvirkjum. 11 Ofsaveður 56-63 Sjaldgæft í innsveitum, miklar skemmdir á mannvirkjum. 12 Fárviðri 64 og meira.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.