Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.02.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 07.02.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1978. 3 Hland og sóöaskapur í listahátíöarkvikmynd Spurning dagsins HEFUR ÞÚ SALTKJÖT OG BAUNIR Á SPRENGIDAGINN? — áhorfandinn entist í 20 kvalafullar mínútur Jóhannes Lúðviksson skrifar: Ég var svo óheppinn að álpast inn á eina kvikmynd sem nú er sýnd á vegum lista- hátíðar, þá síðustu sem ég ætla að sjá sem er bendluð við þennan „menningarviðburð". Eftir að hafa horft á þessa mynd, sem nefndist Sweet Movie, í 20 kvalafullar minútur gekk ég út. A þessum 20 minútum höfðu eftirtaldir atburðir gerzt í samhengisleysi: Maður skoðaði upp í kynfærin á nokkrum stúlkum; annar með gullreður meig yfir kvenmann; enn annar meig fjálglega, skók tólið og henti handfylli af þvagi í átt til stúlku, sem hann lagði hug á, síðan nauðgaði hann henni — og þá gekk ég á dyr. Vera má að einhverjir snobb- arar sjái allt í nýju Ijósi eftir að hafa horft á þennan hland- Það iæðist óneitanlega að austur, en mikið eiga þeir manni sá grunur, að for- menn bágt. vigismenn listahátíðar, sem eiga það til að bregða á glens, séu að gera grin að fólki. Fyrir þeirra hönd vona ég að svo sé. SAMÞYKKH) TILLÖGU UM TVÖFÖLD HÁMARKSLAUN —■ ráðherrum veröi ekið í rútu til vinnu Sigríður Vigfúsdóttir húsmóðir: Já, það geri ég alltaf. Eg hef ;ul- rófur með og gulrætur ef ég fa> þær. Steinunn Bergsteinsdóttir textil- hönnuður: .1 á. já. Eg hef saltkjöt og baunir, það tilheyrir. Svo eru auðvitað rófur með ef þær fást. Það gerði heldur ekkert til þótt ráðherrar reyndu að ferðast með strætisvögnum, varla yrði heimsendir af því. Margsinnis væri búið að reyna að fella þessa vesælu krónu sem við eigum en það hefði þær afleiðingar einar að enginn vildi orðið sjá haná. Sjálfur sagðist Arni vera búinn að sjá að hann gæti haft nóg að gera allan daginn við að tína upp álkrónur á götum úti þar sem þær fjúka eins og hvert annað rusl og enginn nennir að beygja sig eftir þeim. Árna fannst einnig alveg fáránlegt að ráðherrar fengju bíl með miklum afslætti og síðan styrk til að aka honum. Þeir gætu rétt kostað sína bíla eins og annað fólk og ef þeir þyrftu að fara eitthvað í bein- um erindagjörðum fyrir ríkið væri hægt að hafa um það sér- staka samninga hverju sinni. Arni nefndi sem dæmi að hann ynni hjá ríkisfyrirtæki fyrir utan bæinn og væri öllum mönnum sem ynnu þar ekið í sérstakri rútu til og frá vinnu. Slfkt fyrirkomulag mætti vera á hjá ráðherrum líka. Það næði' engri átt að vera að borga fyrir þá rándýrt bensín sem þeir eyddu í snatt í eigin þágu en ekki almennings. Arni Jóhannsson verkamaður í Dagsbrún hringdi. Vildi hann koma á framfæri megnri óánægju með gengisfellingu þá sem nú ætti að fara að koma á einu sinni enn. Hann taldi að fara ætti allt aðra leið til þess ,að bæta efnahag landsins. Arni sagði að sér fyndist að alþingísmenn ættu I hvaða flokki sem þeir væru og hvort heldur þeir eru ráðherrar eða óbreyttir, að fylkja sér um til- lögu sem Stefán Jónsson lagði fram í fyrra um að enginn mætti hafa meiri laun en sem svarar tvöföldum verkamanna- launum. Ef verkamenn gætu lifað á sínum launum ætti öðrum það ekki að vera vorkunn. Árni sagðist hafa verið sjó- maður í mörg ár og á öllum fiskiskipum væri hlutunum komið þannig fyrir að skipstjóri fengi tvo hluti á móti hverjum einum sem háseti fengi. Jafnvel þó þetta væri ekki réttlátlegasta skipting sem til er sé hún samt betri en að sumir fái margföld laun annarra. Og fyrst duglegustu sjómenn í heimi gætu komið sér saman um að hafa hlutina svona ættu aðrir að geta það líka. Árni sagðiað siðustu að fyrst þingmenn ætluðu almenningi að lifa af 105 þúsundum á mánuði fyrir dagvinnu sína, en það hafa menn í frystihúsum svo dæmi séu nefnd, þá gætu þeir sjálfir dregið saman seglin og hætt að glotta út í annað í sjónvarpssal hreinir um hendur og með lina vöðva af iðjuleysi. Menn sem eru búnir að vera ráðherrar í sjö ára óða- verðbólgu gera varla mikið til að bæta úr henni á þrem til fjórum mánuðum, allra sizt með aðgerðum sem væri búið að sýna að væru algerlega úr- eltar. sem vekja athygli! komið og skoðið í Skeifunn 8 Brynhildur Sigtryggsdóttir sjúkraliðanemi: Já. alltaf hreint. Þetta er gamall vani og góður. Bezt er að hafa rófur með. Svanhvít Sigurjónsdóttir hús- móðir og Sigrún Sigurjónsdóttir: Já. við höfum alltaf saltkjöt og baunir. Þetta er svo holl og góð fæða að allir verða stálslegnir af því að borða hana. Guðmundur Valur Sigurðsson klæðskeri: Já, já. Annað kemur ekki til greina. Asta Sæmundsdóttir kennari: Já, ég reikna með því. Eg er vön því frá barnæsku að hafa saltkjöt og baunir á sprengidaginn.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.