Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 24
Lenti í umferðarslvsi fyrir 5 mánuðum: MAN SARAUTK) EFTIR SÍDUSTU10-15 ÁRUM „Ég er mikið að hressast en mig vantar enn talsvert upp á minnið. Satt bezt að segja man ég sáralítið hvað hefur gerzt sfðustu 10-15 árin.“ Þetta eru orð Arnþórs Jóns- sonar frá Möðrudal, sem um mánaðamótin júli/ágúst sl. slasaðist alvarlega í umferðar- slysi á Seyðisfirði. Af þessum orðum er augljóst að þótt menn séu færðir af gjörgæzludeild og jafnvel sendir heim eiga þeir stundum lengi í slysum. Arnþór höfuðkúpubrotnaði í slysinu á Seyðisfirði og lá í tvo mánuði á Borgarspítalanum í Reykjavík. „Eftir þeim tíma man ég ekkert — nema allra síðustu dögunum,“ sagði Arnþór í spjalli við blaðamann DB. „Ég fór austur í Hveragerði — á dvalarheimilið As — til endur- hæfingar, í byrjun október og man eftir síðustu dögunum áður.“ Arnþór man ekkert eftir því að hafa verið á Seyðisfirði. „Ég bara veit það — ég meina, ég hef verið að fá launaseðlana mína þaðan. Eitthvað hef ég verið að gera, maður, hjá einu fyrirtæki vann ég mér inn 600 þús. á stuttum tíma! Ég veit heldur ekki hvers vegna ég fór þangað. Eg hef undanfarin ár verið í virkjununum stóru — en því er ekki að heilsa að á Seyðisfirði sé nokkur stórvirkj- un í gangi eða byggingu. Mér hefur heldur ekki verið sagt hvers vegna ég fór eða hvað ég gerði, enda verð ég náttúrlega að rifja þetta upp sjálfur. Þetta er að koma smám saman. Ég man til dæmis eftir ýmsum smáatvikum úr barnæsku." Arnþór sagðist telja að sér yrði það til mikillar hjálpar og endurhæfingar að fara að vinna. „Eitthvað smávegis til að byrja með,“ sagði hann, „maður verður að komast í meira sam- band við lífið 1 kringum sig; til að ná betri heilsu — og endurheimta minnið." ÓV Arnþór Jónsson: Hvað var ég að gera á Seyðisfirði? DB-mynd: HV. „Það er ekki saltið sem leysir upp steyptu vegina heldur nagla- dekkin," sagði Jón Rögnvaldsson yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins í samtali við DB. Vegfarendur hafa tekið eftir því að á Keflavíkurveginum, sem er steyptur að langmestu leyti hafa myndazt hjólför sem vatn liggur í. Hefur komið fram sú tilgáta, að það sé saltið sem smám saman vinni á veginum. „Við notum einmitt salt á steyptu vegina en sandberum hins vegar þá vegi sem eru með olíumalarslitlagi. Talið er að saltið leysi olíumölina upp. Viðhald á steyptum vegum er mjög erfitt og dýrt. Illmögulegt er að laga steypta vegi nema með því að hella yfir þá nýju slitlagi af sementi eða oliumöl", sagði Jón Rögnyaldsson. A.Bj. H Greinilega má sjá hjólförin í Miklubrautinni sem myndast fyrst og fremst vegna negldra hjólbarða. DB-mynd Arni Páll. frfálst, úháð daghiað ÞRIÐJUDAGUR 7. FEB. 1978. Prófkjör sjálfstæðismanna til borgarstjórnar: Skila verður framboðum fyrir klukkan sex á morgun Sjálfstæðismenn í Reykjavfk hafa kosið kjörnefnd sína vegna borgarstjórnarkosninga í vor og prófkjör vegna þess. Fulltrúaráð flokksins kaus átta menn og hlutu eftirtaldir kosningu: Bjarni Guðbrandsson pípu- lagningameistari, 409 atkvæði, Þorvaldur Þorvaldsson bifreiða- stjóri, 395 atkvæði, Hannes Þ. Sigurðsson fulltrúi, 394 atkvæði, Brynjólfur Bjarnason fram- kvæmdastjóri, 340 atkvæði, Anna Borg framkvæmdastjóri, 326 at- kvæði Hinrik Bjarnason fram- kvæmdastjóri, 319 atkvæði, Sig- urður Angantýsson rafvirki, 305 atkvæði, og Skafti Harðarson skrifstofumaður 280 atkvæði. Stjórnir sjálfstæðisfélaganna I Reykjavík skipa sjö manns I við- bót í kjörnefndina. Framboð til prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninga verða að hafa borizt fyrir klukkan 18.00 á mið- vikudag. I kosningunum til kjörnefndar kusu 507 af tæplega 1400 manna fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÓG Vísað úr flugvél á Kastrup Ungum handknattleiksáhuga- manni var vísað úr flugvél Flug- leiða, sem var að leggja uþp frá Kastrupflugveili við Kaupmanna- höfn í gærdag. Hann var talinn of ölvaður til að leggja upp í ferðalagið, en slíkt mun vera and- stætt öryggisreglum, sem gilda um flugferðir. -JBP- Fasteignasala kærð fyrir peningagjafir konar happdrætti að ræða. Undirrituðum er ekki kunnugt um að umrædd fasteignasala hafi löggilta heimild til slíks, en ef svo er virðist sú heimild ekki vera opinber. Má því ætla að auglýsing þessi og happ- drættisstarfsemi brjóti í bága við lög nr. 84/1933 um varnir gegn óréttmætum verzlunar- háttum." Skal brot á tilteknum greinum þeirra laga sæta opinberri ákæru, segir í bréfinu, og minnt er á þá skyldu ópinberra aðila að stemma stigu við slíkri ólög- legri starfsemi. „Við erum meira og minna búnir að bíða eftir þessari kæru,“ sagði sölumaður á fast- Fasteignasalan Afdrep f Reykjavík hefur verið kærð til ríkissaksóknara fyrir órétt- mæta verzlunarhætti. Mun em- bættið taka afstöðu til málsins á næstu dögum, að.því er Þórður Björnsson ríkissaksóknari sagði I samtali við fréttamann blaðsins. Það er Róbert Arni Hreiðarsson lögfræðingur sem skrifað hefur rfkissaksóknara bréf og vakið athygli hans á auglýsingum fasteignasölunnar í Vfsi að undanförnu. I þeim hefur tuttugasta hverjnm kaupanda verið heitið 200 þúsund krónum að gjöf. í bréfi Róberts Árna segir m.a.: „Hér er um einhvers - heitir 20. hverjum viðskiptavini 200þúsund krónum eignasölunni, þegar DB leitaði þangað vegna málsins. „Það er einfaldlega upi það að ræða hér, að við erum að reyna að örva viðskiptin hjá okkur. Við teljum okkur ekki vera að brjóta nein lög — og ég vil i þvf sambandi benda á áskrifenda happdrætti slðdegisblaðanna, peningagjafir f Tropicana- fernum og fleira, sem viðgengizt hefur óátalið." Sölumaðurinn sagði að ekki væri verið að fegra söluvöruna á nokkurn hátt, enda væri slfkt bannað. Hann bætti þvf við, að þyrfti happdrættisleyfi til starfsemi af þessu tagi, þá yrði þess aflað. -ÓV. Konurnaríspiliðá skákmótinu Jana Hartsson, alþjóðlegur kvenskákmeistari, sem dvelst hér á landi með stórmeistaranum Anthony Miles verður gestur á Skákþingi Reykjavíkur sem ákveðið var í gærkvöldi að halda jafnhliða Reykjavfkurmótinu mikla. Hefst kvennakeppnin á föstudaginn klukkan sex. Fremstu skákkonur íslands taka þátt í mótinu, Guðlaug Þor- steinsdóttir Norðurlandameistari, Ólöf Þráinsdóttir íslandsmeistari, Birna Norðdal o. fl. Jana Hartsson er tékknesk að uppruna. Hún er nú helzta skák- kona á Bretlandi. -ASt. Krafla: KEYRDU VÉLARNAR í NÓTT 0G í M0RGUN — framleiðslanum fimm megavött Gunnar sagði að þrfr japanskir sérfræðingar og þrir bandarískir væru á staðnum og fylgdust þeir með tilraunum þessum. Aður hefur komið fram að gufumagn er ekki nægilegt í þeim holum sem notaðar er.u núna og tengdar hafa verið gufuveitunni. Ekki hefur fengizt fjárveiting til frekari borana við Kröflu. HP „Við vorum með vélarnar f gangi í nótt og fram á morguninn, en munum setja aftur f gang núna fyrir hádegið," sagði Gunnar Ingi, staðarverkfræðingur við Kröflu, f viðtali við Dagblaðið f morgun. „Við erum aðallega að gera próf- anir, eiginleg rafmagnsfram- leiðsla er ekki hafin — ætli við höfum ekki framleitt svona fjögur til fimm megavött í nótt.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.