Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRIJAR 1978. DZTWIsOF | Lyf tara dekk LYFTARADEKK, afgreidd samdægurs, allar stærðir /lUSTURBAKKI HF Skeifan 3A. Símar 38944°30107 ÞESSIBEDFORD-BILL ER TIL SOLUf skemmdur eftirbruna. Tilboð óskast ísíma 72587 dkeypb þjonusta Dagblaðsins Viljir þú seija bílinn þinn þá auglýstu hann hér í smáauglýsingum Dagblaðsins fyrir venjulegt gjald. Um leið færð þú öll nauðsynleg eyðublöð viðvíkjandi sölunni (þ.á.m. afsalseyðublað) af- hent ókeypis í afgreiðslu Dagblaðsins að Þver- holti 2. Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar um hvers gæta þarf við frágang sölugagna. Smáauglýsingar WtEBIAnSINS I Bílaviðskipti i Þverholti 2 sími 2 70 22 Snjórinn plagar Bandaríkjamenn Ekkert lát virðist ætla að verða á snjókomunni í Banda- ríkjunum. Þúsundir bíleigenda sitja nú strandaðir á þjóðvegum vegna blindbyls sem skall á í gær. Mikið rok fylgdi i kjölfarið svo vfða skóf í skafla þannig að ófært varð. New York varð verst úti í gær en þar er jafnfallinn snjór, 32 cm, sem vindurinn hefur feykt f háa skafla. Bilstjórar létu bíla sina ganga til þess að halda á sér hita og Ijóst var að margir yrðu fljótlega bensín- lausir. Þjóðvarðliðið var kallað út og komið var með sjúkrahús á hjólum, til þess að hlynna að því fólki sem ekki var hægt að koma á sjúkrahús vegna ófærð- arinnar. Sjúkrabílar með drif á öllum hiólum voru notaðir, þar sem venjulegir sjúkrabílar komust ekki leiðar sinnar. Margir fóru á járnbrautar- stöðvarnar en komust þá að því lestir komust lítið áfram og óreglulega. Þótt ástandið hafi verið einna verst í New York var það þó víða slæmt, allt frá Virginia til Boston. Snjökoma hefur verið óvenjumikil i Kandarik.junum i vetur og oft skapazt neyðarástand vegna hennar. I kjölfar snjóanna fylgja síöan mikil flóð og teppast þá vegir ekki síður en í snjónum. Mynd þessi sýnir leigubílstjóra í New York. og er hún táknræn fyrir ástandið sem hefur verið þar vestra. ísraelskur herforingi í Bandaríkjunum: TYNDILEYNISKJOLUM ER HANN ÁT HAMBORGARANN fsraelskur herforingi í San Diego í Kaliforníu týndi skjala- lösku sinni fullri af leyniskjölum er hann stoppaði til þess að fá sér hamborgara. Leyniskjöldin fundust 12 tím- um síðar i bílageymslu neðanjarðar. jiar sem þeim hafði verið dreift víða. Herforinginn saknaði hins vegar reiknivélar sinnar auk 2300 dollara í reiðufé. Að sögn lögreglunnar var her- foringinn, Adam Yekouti, fimmtugur að aldri, á námskeiði við Stanford háskólann í Banda- ríkjunum, en hafði lokið því og hugði á heimferð. Hamborgarasalinn sagði lög- reglunni að hann hefði séð grannan mann í dökkum frakka ganga á braut rpeð skjalatöskuna skömmu eftir að herforinginn hafði sporðrennt hamborgaran- um. ANNAR BERMUDA- ÞRÍHYRNINGUR f jórar f lugvélar hafa farizt á sama stað á einni viku í Nevada Fjórar flugvélar hafá farizt á einni viku á svæði nálægt Nevada í Las Vegas. Flugmenn kalla svæði þetta Sagebrush þrí- hyrninginn og líkja honum við Bermuda þríhyrninginn illræmda í Atlantshafinu, þar sem flug- vélar og skip hafa týnzt með dularfullum hætti. Á þessari einu viku hafa fjórir flugstjórar bandaríska flug- hersins látizt á þessu svæði í Nevada. Þeir fórust með tveimur Skymastervélum, sem eru hernaðarútgáfa af tveggja hreyfla Cessna vélum. Fimm aðrir flug- menn flughersins slösuðust er leitarþyrla hrapaði og lítil leitar- flugvél týndist. ÓBLÍÐAR MÓTTÖKUR YNGISMEYJANNA Óboðinn gestur, sem brauzt inn í kvennaskóla nokkurn í Jóhannesarborg að næturlagi, fekk óblíðari móttökur en hann átti von á. Stúlkurnar á heimavistinni hröktu kappann út að glugga vist- arinnar með tennisspöðum og til þess að komast undan meyjunum varö hann að s.ökkva út um gluggann. Næturgesturinn sagði síðar að stúlkurnar gætu ekki verið vissar í hverju hann hefði verið, en ein hinna bardagaglöðu meyja fullyrti þó að hann hefði verið nærbuxnalaus og með stórt nef.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.