Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1978. ... Fimm milljónirí verðlaun fyr- ir skipulagið í Mosfellssveit LÖGÐ VERÐIÁHERZLA Á ÚTISVÆÐIN. VIÐ VIUUM HAFA ÞAÐ ÖÐRUVÍSIEN AÐRIR, SEGIR ODDVITINN Teigahverfi er næst, en fjær Holtahverfi og Tangahverfi. „Hreppurinn er víölendur og landslagið margbreytilegt og þess vegna gera hreppsbúar sér kannski örlítið öðruvísi hug- myndir um hvernig skipulag þeir vilja en aðrir,“ sagði Jón M. Guðmundsson oddviti Mos- fellshrepps er hann kynnti út- boð á samkeppni um skipulag f Mosfellssveit. „Fólk í þéttbýli notfærir sér i auknum mæli útivistarsvæði og í Mosfellssveit eru slík svæði mörg og hentug bæði fyrir gangandi og ríðandi fólk. Má nefna fellin, heiðarnar og Leir- voginn, þar sem fjarar mjög langt út,“ sagði Jón. Verðlaunin sem í boði eru í samkeppninni eru vegleg, fjmm milljónir króna, og verða fyrstu verðlaun 2,5 milljónir. Tillögunum skal skila fyrir 17. maí næstkomandi. Allir Islendingar og einnig út- lendingar sem starfa hér á landi hafa rétt til þátttöku í keppninni. öll gögn varðandi hana fást hjá Ölafí Jenssyni framkvæmdastjóra að Kjartansgötu 2 í Reykjavík gegn 10 þúsund kr. skila- tryggingu. Er hann trúnaðar- maður dómnefndarinnar. I dómnefndinni eiga sæti Aðalsteinn Júlíusson vita- og hafnarmálastjóri frá skipulags- stjórn ríkisins og er hann for- maður nefndarinnar, arkitektarnir Helgi Hjálmars- son og Gylfi Guðjónsson frá Arkitektafélaginu, Jón M. Guðmundsson oddviti . og Magnús Sigsteinsson formaður skipulagsnefndar hreppsins. Varamenn eru Sæberg Þórðar- son og Anna S. Gunnarsdóttir. Einnig starfa með nefndinni Jón Baldvinsson sveitarstjóri, Magnús Ólafsson byggingar- fulltrúi, Róbert Pétursson arkitekt og Zóphonías Pálsson skipulagsstjóri. MIKIL FÓLKSFJÖLGUN Fólksfjölgun í Mosfellssveit hefur verið gifurlega mikil á undanförnum árum. Á árunum frá 1970-76 fjölgaði ibúum um 100%, en 1. des. 1976 voru íbúarnir nærri tvö þúsund. — Núverandi þéttbýliskjarni í hreppnum er byggður sam- kvæmt bráðabirgðaskipulagi og taldi þvf bæði hreppsnefnd og skipulagsnefnd hreppsins að rétt væri að efna til samkeppni um nýtt aðalskipulag fyrir hreppinn. Mosfellshreppur hefur öll skilyrði til þess að verða eins konar „draurna" byggð. Þar eru skilyrði til útivistar með mikl- um ágætum, gamlar og nýjar reiðgötur eru um dali og fell. Einnig er hin mikla fjara f Leirvognum tilvalinn staður bæði til útreiðatúra og einnig til þess að vaða í volgum sjón- ura á sólbjörtum dögum. Leir- vogsá er ein af betri laxveiðiám og telja kunnugir að Varmáin myndi fyllast af fiski ef Ala- fossverksmiðjan hætti að láta frárennslið frá verksmiðjunni beint í hana. Er það raunar mjög furðulegt að verk- smiðjunni skuli ekki hafa verið gert að skyldu fyrir löngu síðan að ganga betur frá frá- rennslinu. En Mosfellshreppur, sem er eitt af minnstu sveitar- félögunum á Suðvesturlandi, hafði forgöngu í umhverfis- verndarmálum og lét gera rot- þró fyrir þéttasta íbúða- kjarnann, Holtahverfið. Hitaveita er komin í flest ef ekki öll hús í hreppnum en til skamms tima bar á kaldavatns- skorti. En nú hefur verið ráðin bót á því og hreppsbúar hafa ágætt vatn, sem að vísu verður aldrei almennilega kalt. Forráðamenn hreppsins vilja sporna við því að Mosfellssveit verði að svefnbæ frá Reykjavik og vilja þvi stuðla að léttum iðnaði í sveitinni. Ráðgert er iðnaðarhverfi norðanviðHamra- hlíðina, fyrir ofan íbúðar- hverfið í Hliðartúni. Verður þá lagður vegur beint af Vestur- landsvegi og upp í iðnaðar- hverfið. Nú þegar hefur ein lítil trésmiðja tekið til starfa þar, en að vfsu í bráðabirgða- húsnæði. I sveitinni eru eins og kunnugt er tvö stór iðnfyrir- tæki, Álafoss og Reykjalundur.' Vinna á fimmta hundrað manns hjá þeim fyrirtækjum. Mikil ásókn hefur verið í byggingarlóðir í Mosfellssveit. I vor er ráðgert að úthluta 50 einbýlishúsalóðum þar. Lóða- gjöld í hreppnum eru svipuð og í Reykjavík en fasteignamat á húsum er Iægra en þar. -A.Bj. Ef eldur kviknarað nóttu til: HVAÐ Á AÐ GERA - EF MENN VAKNA? Flestallir eldar sem verulega hættulegir verða og valda mestu tjóni koma upp að nóttu til. En ekki er þar með sagt að upptakanna að eldinum sé ekki að leita strax að degi til. I heimahúsum getur eldur kraumað í bólstuðum húsgögnum í marga klukkutíma áður en hann brýzt út af fullum krafti. Mjög auðvelt er að kveikja slíka elda. Ekki þarf annað en að^missa glóð úr sígarettu og þá er voðinn vís. Fólkið fer svó að sofa þegar sjónvarpinu er lokið og vaknar ekki aftur fyrr en seint og um síðir, ef það þá vaknar. Sumir gera það ekki. En hvað getur fólk gert ef það nú vaknar og öll íbúðin er orðin full af reyk og undankomuleiðir eru lokaðar eða tepptar? Bezt er að hafa fyrirfram gert áætlun um þessa hluti. Strax og börnin eru orðin það stór að geta gert sér grein fyrir þessum hlutum á að hafa þau með í áætluninni. Hún getur falið í sér skipulag um und- ankomu út um glugga ef leiðin að dyrunum er ógreið. Lokið þó á- vallt herberginu sem útgöngu- glugginn er á áður en hann er Börnin eiga að vera með í áætlun um björgun úr eldsvoða strax og þau hafa vit til. opnaður þvi eldurinn blossar upp nái hann sér f það aukna súrefni sem þá kemur inn. Ef glugginn er ofar en jarðhæð má henda út samanbundnum lökum og síga niður eftir þeim. Ef börnin eru of lítil til þess að geta klifrað sjálf er bezt að binda þau á bak sér. Ákveðinn staður á að vera fyrir utan húsið sem allir hittast á svo ganga megi úr skugga um hvort allir eru heilir á húfi. Er áætlun um björgun úr elds- voða til heima hjá þér? Sögulegum minjum f rá SVFÍ stolið úr sýningarglugga Aðfaranótt laugard. var brotin rúða i sýningarglugga í Karnabæ í Austurstræti þar sem Slysa- varnafélag íslands hafði sýningu á ýmsum björgunartækjum í tilefni hálfrar aldar afmælis síns. Úr glugganum var stolið gömlum línuriffli og tveimur merkja- byssum. Þessi áhöld geta ekki með nokkru móti orðið neinum að gagni en eru aftur á móti sögulegar minjar fyrir Slysa- varnafélagið. Sagði Hannes Haf- stein hjá SVFl að sérstaklega væri eftirsjá í línurifflinum, því slíka riffla er fyrir löngu hætt að framleiða. Ef einhverjir verða varir við þessa gripi eru þeir beðnir að láta Slysavarnafélagið eða lögreglu tafarlaust vita. -A.Bj. Austurbæjarbfó brást við hart og MAÐURINN Á ÞAKINU ER K0MINN — byrjað verðurað sýna myndina þegar útvarpssagan erbúin Maður uppi á þaki nefnist miðdegissaga útvarpsins um þess- ar mundir og var hún kynnt nokkuð í blaðinu á mánudaginn var. Þá var líka getið um kvik- mynd sem gerð hefur verið eftir þeirri sögu og var því yjað að kvikmyndahúsum eða sjónvarpi að reyna að fá hana til sýningar hér á landi. Nú hefur Austur- bæjarbíó fengið myndina og hefjast sýningar á henni um það leyti sem lestri sögunnar lýkur. Myndin „Maður uppi á þaki“ er gerð af Bo Widerberg og er hún ein.stærsta og viðamesta mynd, sem Svíar hafa lengi gert. Hingað kemur myndin frá Danmörku þar sem hún gekk í þrjá mánuði og þykir það mjög gott. Enda er myndin sögð afar spennandi og skemmtileg og er ekki að efa það ef Widerberg hefur náð anda höfunda sögunnar, þeirra Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Maður uppi á þaki er þriðja kvikmyndin sem gerð var eftir sögum þeirra. Hin fyrsta var Rósanna sem gerð var eftir sögunni Morðið á ferjunni sem kom út hér á landi fyrir jólin. Þá mynd hefur hins vegar ekki verið hægt að sjá hér á landi. Eins og í öllum sögum Sjöwall og Wahlöö er það leynilöggan Martin Beck sem leikur aðalhlut- verkið. Martin þessi er alger and- stæða við ofurmenni þau sem oft- ast hafa verið gerð úr leyni- löggum. Hann er með magasár og reykir eins og strompur. Oftast gengur honum hægt að leysa málin í byrjun, en hefur það þó alltaf af að lokum. Stígandinn er því hægur til að byrja með en eykst eftir því sem á líður. -DS. Áhrifamiklir atburðir í Maður uppi á þaki. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.