Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 2
2 / DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978. „Jón Múli og Pétur em ordnir hlutar af tilverunnr Ingibjörg Jónsdóttir hringdi: Minnsta kosti er ég og starfssystur mínar algjörlega á annarri skoðun en ungi maður- inn sem skrifaði í lesendadálk- ana hjá ykkur í DB á mánu- daginn var. Okkur finnast þeir Jón Múli og Pétur vera hálf- . gerðir dýrlingar og gætum ekki hugsað okkur að neinn 'gæti komið í staðinn fyrir þá. Við gerum líka ráð fyrir að fleiri séu á sama máli. Hitt er svo aftur annað mál að fólk verður að fá að hafa leyfi til þess að gera sínar at- hugasemdir en mér er ekki nokkur ieið á að koma auga á að aörir geti skilað þessu hlut- verki betur. Þeir eru orðnir góðir vinir manns í gegnum árin og eigin- lega varla hægt að hugsa sér tilveruna án þeirra. Auðvitað má lengi deila um lagaval og kannski mætti það stundum vera e.t.v. eitthvað fjölbreytt- ara. En ég hef ekki trú á að það væri hægt að velja svo lög í morgunútvarp að ekki geti ein- hver fundið að því. „Jón og Pétur eru heimilisvinir" Húsmóðir hrlngdi: Satt að segja var ég eigin- lega mjög móðguð er ég las lesendabréfið frá Ágústi um morgunþulina í útvarpinu. Ég er „bara“ húsmóðir og ein heima alla morgna og hlusta því alltaf á morgunútvarpið. Mér finnst hreinlega eins og þeir Jón Múli og Pétur séu aðj tala við mig persónulega. Þeir eru orðnir heimilisvinir hjá mér. Við, kötturinn minn og ég, getum ekki hugsað okkur að vera án þeirra. Maður er stundum dálítið latur að vakna en ef maður nær að kveikja á útvarpinu skulu' þeir sannarlega koma manni á lappir. Ég kann vel við að heyra veðurlýsingar frá Skúlagötu- strönd. Agúst er liklega ger- sneyddur allri kímni því mér finnast Jón Múli og Pétur.vinir mínir, eiga hana til í ríkum mæli. Ágúst skilur þá lfklega ekki! Raddir lesenda Lastaöu ei frektþað margir lofa Haraldur Blöndal skrifar: MOLDVIÐRI Heldur fúkyrt moldviðris- skrif birtust f DB sfðasta mánu- dag. Þar var um að ræða greinarstúf eftir Agúst Guð- mundsson er fjallaði um þá út- varpsþuli Jón Múla og Pétur Pétursson. Fyrrgreindur Á.G. fann þeim félögum flest til for- áttu. Morgunútvarp I þeirra umsjá afskrifar'hann sem hrút- leiðinlegt og málfari beggja finnur hann flest til foráttu. Um Jón Múla: „..orðin dragast út úr honum eins og hann sé hálfsofandi, svo ekki sé nú minnst á öll hléin, sem myndast á milli orða og setn- inga hjá honum." Beggja skömm: ,,..það er eins og þeir séu að lesa fyrir þá sjálfa einhvérn kafla úr hund- leiðinlegri bók, sem þeir verða að lesa á hverjum morgni á sem lengstum tíma.“ KJAFTAKVÖRN í ÞULARSTOFU? Heldur skýst A.G. þegar hann vænir Jon Múla um að tuða og tafsa við lesturinn. Þar er skemmst frá að segja að Jón Múli hefur gert sér sérstakt far um vandað málfar og litríkt. Hefur hann þar verið mörgum útvarpsmanni ekki sfður en al- menningi þörf fyrirmynd. Nóg er flatneskjan fyrir. Ekki tel ég Pétur Pétursson fremur undir þá sök seldan, að allt skrúfist út úr honum í einum böggli. Nær væri að vorkenna þulum Ríkis- útvarpsins þá þurrmóskulegu lesningu, tilkynningar og ámóta bókmenntir, sem þeim er ætlað að gera frambærilegt. Sannast sagna er mér ekki ljóst hvers konar kjaftakvörn Á.G. hyggst setja f þularstofu Rfkis- útvarpsins, en skemmst er að minnast hver örlög slfkra kvarna hafa einatt orðið. GRUNDAR DÖMA ALDREI HANN Lagaval beggja telur hann furðulegt og lagaval Jóns Múla er „fyrir neðan allar hellur f flestum tilvikum“. Einkum er þar vfsað í jazz og þungar sin- fóníur í morgunútvarpi. Ekki deilir A.G. á þessa tegund tón- listar að öðru leyti en þvf, að vilja útskúfa henni úr morgun- útvarpinu. Tekst honum þó ekki að fara þar með rétt mál. Þungar sinfónfur eru ekki í morgunútvarpi heldur á svo- nefndum morguntónleikum. Hins vegar heyrast af og til stutt léttklassisk verk f morgunútvarpi, án þess þjóðin hafi þar beðið varanlegt sálar- tjón. Þá tel ég tæpast goðgá þó jazzopus hljómi í morgunsárið af og til. Hvað ættum við að banna til viðbótar? íslenzk sönglög, harmónikkutónlist eða dægurtónlist við erlenda texta? ÓMAKLEG ÁRÁS OG AÐDRÓTTUN í morgunútvarpi vill A.G. hafa skemmtilega menn, „sem kynna á þægilegan hátt skemmtileg lög sem höfða til allra aldursflokka,“ og til þess telur hann Jón Múla og Pétur Pétursson þurfa að hverfa úr morgunútvarpi. Á.G. segist telja báða þulina hafa „þokkalega greind, en af og frá að það komi fram hjá þeim í þularstarfi þeirra." Það er bæði skömm og skft- mennska af versta tagi að við- hafa slík ummæli um alsak- lausa menn, sem gera ekki ann- að en að vinna sitt starf. Mold- viðrisskrif af því tagi, sem Á.G. gerir sig sekan um eru hneyksli. En um hann mun gilda, að hver verður að fljúga eins og hann er fiðraður. Það dettur enginn um orðin hans, var sagt um orðvara menn í eina tíð. Ekki verður það sagt um Á.G. En honum mun fara sem fleirum, sem ætla að slá sig til riddara með slíkum vinnu- brögðum og hugsun, að ráða- gerðin ríður á undan en rass- höggið eftir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.