Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 1
frjálst, úháð dagUað 4. ARG. — FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 — 41. TBL. RITSTJÖhN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022. —— Ríkisstjórnin „bakkai* með óbeinu skattana Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra kvaddi sér hljóðs, þegar þingfundur hófst í efri deild í gær, og las upp yfir- lýsingu frá rikisstjórninni. Þar var „bakkað“ fyrir launþega- samtökunum í einu atriði frum- varps stjórnarinnar um efna- hagsmál. Sú grein, þriðja grein, sem segir að óbeinir skattar skuli teknir úr vísitölunni um næstu áramót, verður nú felld úr frumvarpinu. Forsætisráðherra sagði með- al annars: „Fulltrúar launþegasamtaka hafa af ýmsum ástæðum lýst ákveðinni andstöðu við þetta ákvæði. Skoðun og rök ríkis- stjórnarinnar fyrir þessari til- lögu eru skýr og þarf ekki að endurtaka þau. Núverandi vísi- töluákvæði hafa óæskileg áhrif á stefnuna f skattamálum, auk þeirrar hættu á hækkun kaup- gjalds og verðlags sem þau fela í sér. Það er athyglisvert að nær allir, sem til máls hafa tekið i umræðum um þetta mál, telja vísitölukerfið meingallað. Ríkisstjórnin telur því rétt að taka vísitöluákvæði í kjara- samningum til allsherjarendur- skoðunar og þar með vísitölu- grúndvöllinn og vill vinna að þessu máli að höfðu samráði við samtökin á vinnumarkaðinum, þannig að ný skipan gæti komið til framkvæmda frá upphafi næsta árs. I samráði við ríkisstjórnina hefur meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar lagt til að þriðj^ grein frumvarpsins um ráðstafanir í efnahagsmálum verði felld burt og vill ríkis- stjórnin með því sýna að hún er reiðubúin til samráðs um fram- tiðarskipan þessa mikilvæga málstaðar f ár...“ Er Geir Hallgrímsson hafði lokið máli sínu tók Halldór Asgrímsson (F), formaður nefndarinnar, til máls og rök- studdi nánar ákvörðun meiri- hlutans en í honum eru auk Halldórs þeir Jón Helgason (F), Axel Jónsson (S), Jón G. Sólnes (S) og Albert Guð- mundsson (S). Miklar umræður spunnust um mál þetta á Alþingi, sem ekki er rúm að greina frá hér, en greint er frá viðbrögðum verkalýðsleiðtoga annars staðar hér í blaðinu. - HP Blaðaleysi — blaðamenn í annað verkfallið í 80 ára sögu Blaðamannafélags íslands „Hver skollinn, allur harðfiskurinn búinn,“ sagði Bragi Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi og formaður launamálanefndar Blaðamannafélagsins, þegar hann kom fyrstur manna á samninga- fund hjá rikissáttasemjara í Tollstöðinni klukkan þrjú f gær. I stuttu máli sagt var lítið samningahljóð í mönnum og flestir virtust búa sig undir verk- fall sem átti að skeila yfir á miðnætti síðastliðnu. öll dag- blöðin koma út í dag en verkfallið nær til fleiri fjölmiðla en þeirra. Blaðamenn á Alþýðublaðinu, Dagblaðinu, Morgunblaðinu, Tímanum, Vísi, Þjóðviljanum, Vikunni, Æskunni, Akureyrar- blöðunum Degi, Norðurlandi, Alþýðumanninum, íslendingi og hjá tímaritum Frjáls framtaks leggja niður störf. Blaðamenn hófu verkfallsvörzlu klukkan átta í morgun og um miðjan dag í gær töldu talsmenn útgefenda og blaðamanna litlar líkur til samninga en sögðust vona hið bezta. Vegna fréttar í DB í gær er rétt að taka fram að Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Tímans sór af sér öll tilboð til- starfsmanna Tímans eða Blaða- prents um ókeypis sólarlanda- ferðir. Hins vegar tók fram- kvæmdastjórinn fram að hann væri nú sem ávallt áður að liðsinna öllu góðu fólki varðandi utanferðir sem annað eftir beztu getu. -ÖG. n Tveir fulltrúar við sáttatilraun- irnar hjá sáttasemjara í gærdag, Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Timans, og Bragi Guðmundsson, ritstjórnarfuiltrúi Vísis (til vinstri). Það ber mikið á milli þessara aðila en efiaust treysta flestir því að fljótt semjist þannig að dagblöðin haldi áfram striki sínu. — DB-mynd Ragnar Th. Sig. Lögbrot löggjafans — sjá föstudags- kjallara Vilmundar Gylfasonar á bls. 10 og 11 Heimsfrægur rokk- söngvari í Reykjavík — baksíða Ammoraak- geymirsprakk — þykkirveggir kurluðust— baksíða Þetta undanhald breytir ekki hinu minnsta Jónsson „Þetta breytir ekki hinu minnsta um fyrirhugaðar aðgerðir okkar,“ sagði Björn Jónsson, förseti Alþýðusam- bandsins, um ákvörðun rikis- stjórnarinnar að falla frá frum- varpsgreininni um óbeinu skattana. „Þótt þessi grein fari út stendur eftir sú gífurlega kjara- skerðing allt samningstímabilið, fram til 1. des., sem frumvarpið felur í sér. Við lítum á þetta sem visst und- anhald vegna mikillar andstöðu og einingar í okkar röðum,“ sagði Björn. Hann sagði að þessi afstaða túlkaði afstöðu ASÍ, BSRB og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Fulltrúar úr stjórnum þessara samtaka hefðu þegar rætt þetta undanhald og verið á einu máli um að það breytti engu. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.