Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978.
■7
Styrkurúr
Málfrelsis-
sjóði handa
dæmdum
íVL-máli
Guðsteinn Þengilsson
læknir hefur fengið 321.550
krónur úr Málfrelsissjóði
til aðstanda straum af
kostna^T hæstaréttarmáls
VL-manna gegn honum.
Málið reis út af grein sem
Guðsteinn skrifaði í Þjóð-
viljann 29. janúar 1974 um
undirskriftasöfnun Varins
lands. Var Guðsteinn
dæmdur í undirrétti og
Hæstarétti til að greiða sekt
og málskostnað. 26. janúar
sl. var húseign hans í Kópa-
vogi boðin upp á nauðungar-
uppboði. Var því uppboði
frestað fram á næsta mánu-
dag, 20. febrúar.
í umfjöllun sinni um
aðstoðarbeiðni Guðsteins til
sjóðsstjórnar var gerð álykt-
un, þar sem látin var í ljós
sú túlkun á „grundvallar-
ákvæði 72. greinar stjórnar-
skrárinnar um tjáningar-
frelsi beri jafnan að gæta
þess, að almennum umræð-
um um opinber málefni séu
ekki settar of þröngar
skorður og að tekið sé tiilit
tií þess hverju sinni,
hvernig skoðanir skiptast og
hvaða umræðuvenjur
tíðkast.
Það er álit sjóðsstjórnar,
að málalok þau, sem orðið
hafa á máli Guðsteins, séu til
þess fallin að letja menn að
taka þátt í umræðum um al-
varleg deilumál, er hafa al-
menna samfélagslega skír-
skotun og að sú aðstoð af
hendi Málfrelsissjóðs sem
Guðsteinn leitar eftir, falli
því undir það hlutverk, sem
sjóðnum er ætlað.“
-ÖV
BEZTU KAUP ÁRSINS
Eigum fyrirliggjandi nokkra bíia af
gerðinni 160 Hardtop SSS árgerð
1977 á sérstak/ega góðu verði
Bíllinn er einn af topp-bílum verksmiðjanna og hafa verið eftirsóttir
1 Rally-keppnir — enda unnið í mörgum slíkum — undir
skráningunni DATSUN BL 710 —
Áætlað verð kr. 2.775.000 með ryðvörn, beltum og fleiru.
INGVAR HELCASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-11
SPARID BENZÍN OG KAUPIÐ