Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 24
* Hörð átök yfirvofandi ímarz: Skæru- og skyndiverkföll verða að líkindum viðbrögð launþegasamtakanna við efna- hagsaðgerðum rikisstjórnarinn- ar. Opinberir starfsmenn mega ekki löglega fara í verkfall en talið er að þeir muni í sam- vinnu við Alþýðusambandið Olögleg verkföll og þingrof? grípa til ólöglegra verkfalls- aðgerða. Gætu þá orðið skyndileg verkföll á ýmsum stöðum á vixl og skamman tima í senn. Alþýðusambandið hyggst ekki biða þess að samningar renni löglega út heldur hefja aðgerðir strax hinn 1. marz. Forystumenn. launþegasam- takanna telja þessar aðgerðir réttlætast af því að rikisstjórn- in gengst fyrir riftun samninga, meðal annars aðeins þriggja mánaða gamalla samninga við opinbera starfsmenn., Kunnugir töldu sennilegast I gær að rikisstjórnin mundi, þegar komið væri I slíkan glundroða, rjúfa þing og efna til nýrra kosninga í aprillok. HH. J frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 17. FEB. 1978 Pesetum stolið i Blesu- Milljóna- tjón í Kópavogi AMMONIAKGEYMIR SPRAKK í TÆTLUR grófinni Brotizt var inn í mannlaust hús í Blesugróf um miðjan dagi fyrra- dag.Var húsið mannlaust um tima og á meðan bar þjófinn að garði. Þjófurinn hafði á brott með sér út og einnig var hann fundvís á gjaldeyri sem í húsinu var. Var þar um nokkur hundruð peseta að ræða og hafði þjófurinn þá alla lá brott með sér. -ASt. Loðnaná Eskifirði: Verksmiðjan gengureins og góð heimil- isklukka Loðnubræðslan á Eskifirði byrjaði að bræða sl. föstudag. I dag er byrjað að keyra hinar nýju vélar á fullu. Stanzlaus loðnubræðsla var i alla nótt og allan dag því niu skip liggja hér við bryggjuna og biða eftir löndun. Ég reikna með að i kvöld verði búið að landa hér um 14 þúsund tonnum af loðnu. Hólmatindur kom hingað í morgun með u.þ.b. 50 tonn eftir vikuútivist. Norðaustan hraglandi er hér í dág og smá snjókoma. 13. febrúar Regína/abj. Heimsf rægur rokk- söngvari í Reykjavík: „Mesta mildin er auðvitað að enginn var hér á ferli,“ sagði Björg Árnadóttir, verkstjóri í frystihúsinu Hvammi í Kópavogi en þar varð gifurleg sprenging í fyrrinótt er ammoníakketill sprakk með miklum gný og þrýstingi. Ketillinn var I frystitækjasal hússins og var þrýstingurinn svo mikill að þykkur veggur inn í vinnslusal lét undan og myndaðist þar stórt gat, eins og sjá má á myndinni. Þá hafa orðið miklar skemmdir á loftinu yfir tækjasalnum og vinnslusalnum, auk þess sem rúður brotnuðu um allt frysti-. húsið. Enn er ekki búið að fullkanna skemmdir á birgðum í frystiklefum en er fréttamenn DB bar að staðnum í gærmorgun var ekki hægt að komast inn I frystiklefa vegna ammoníakgass. Starfsmenn frystihússins Hvamms í Kópavogi vinna að þvi að hreinsa tll eftir sprenginguna. Eins og sjá má hefur þrýsting- urinn verið geysimikill enda myndaðist gríðarstórt gat inn í vinnslusalinn. DB-mynd Hörður. -HP. KRAFA UM AFSÖGN SÓLNESS VEGNA GJALDEYRISMÁLSINS „Það þarf ekki að vera brot á íslenzkum lögum að eiga banka- reikning erlendis. Ég tel ekki ástæðu til að fjalla um þessi mál fyrr en niðurstöður gjald- eyriseftirlits og skattrann- sóknarstjóra liggja fyrir,“ er það eina, sem Geir Hallgríms- son, forsætisráðherra, vill segja um þær upplýsingar, sem birzt hafa I DB um peningaeign Jóns G. Sólness í útlöndum. Þjóðvilj- inn hafði þetta eftir forsætis- ráðherra í gærmorgun. Þjóðviljinn gerir það að ský- lausri kröfu, að Jón G. Sólnes sýni fram á, að hann hafi haft leyfi til að eiga peninga á er- lendum banka, en segi af sér þingmennsku ella. Það sem fram hefur komið í þessu máli undanfarna daga er, að í Finansbanken í Danmörku voru þar til í ágúst 77 tveir reikningar, í eigu Jóns G. Sól- ness og konu hans, samtals nær átta milljónir króna. Sólnes- fjölskyldan segir að peningarn- ir hafi verið í eigu Júlíusar Sól ness, verkfræðiprófessors við Háskólann, en Júlíus bjó og starfaði í Danmörku i 12-13 ár. Július sagði í samtali við DB, að þessi háttur hefði verið hafður á svo að hægt væri að taka peningana út hvenær sem var, í hvaða gjaldeyri sem var, og flutt þá hvert sem var. Það hefði hann ekki mátt, frekar en „hver annar Dani“, en hins vegar gátu útlendir eigendur reikningsins notað hann að vild. 1 ágúst voru þessir peningar fluttir heim og þeim skipt í banka. Ekki er staðfest að öll- um peningunum hafi verið skipt, né heldur í hvaða banka. Enginn hefur enn staðfest, að reikningarnir hafi verið til með vitund og vilja Seðlabank- ans, sem samkvæmt lögum skal vita af reikningum Islendinga erlendis. Á viðtali Jóns G. Sól- ness í Dagblaðinu f fyrradag mátti skilja, að það væri rétt tilgáta að peningarnir í Finansbanken hefðu verið þar án vitundar gjaldeyrisyfirvalda hér. Ekkert hefur komið fram um hvaðan þessir peningar eru um- fram að Júlíus Sólnes segir þá vera afrakstur af lífi sínu og starfi í Danmörku. Iðnaðar- ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti mótmælt því, að Jón Sólnes hafi haft óeðlileg afskipti af vélakaupum til Kröflu, en að því hefur verið látið liggja, að um væri að ræða þóknun til Jóns frá Mitsubitshi í Japan. -ÓV Satte politiker bestikkelse ind i Finansbanken? REYKJAVIK — RB.: Skandalen omkring island- ske statsborgeres ulovlige konti i danske banker har taget en ny vending med be- skyldninger mod en islandsk politiker for at have en kon- to i Finansbanken — oven i k0be med antydninger af, at pengene stammer fra be- stikkelse. Politikeren er Jon G. Sol- nes, der er medlem af al- tinget, det islandske parla- ment, og formand for »Kraf- Iaudvalget«, et altings-ud- valg, som skal f0re tilsyn med opf0relsen af et geoter- misk kraftværk i det nord- lige Island. I en artikei i et Reykjavik- dagblad hævder journalisten Vilmundur Gylfason, at Sol- stSende pS dels Solncs’ eg< konto, dels hans kones ■ konto nr. 66503-07 med et i destáende pá 84.747 kr. < konto nr. 66503-56 med et i destáende pá 81.359 kr. If0lge islandsk lov er d forbudt islandske statsborg re at have konti i udenlan ske banker, bortset fra sæ lige tilfælde. Gylíason hævder, at d japanske selskab Mitsubits fik ordren til turbiner 1 Krafla-kraftværket, selv o det islandske energidepart ment havde anbefalet en a den l0sning, og antyder, ordren er kommet i stand kraft af bestikkelse, der • indsat pá Solnes’ konto i E nansbanken. »Det er en skandale,« ski ver Gylfason, »at en alting Danska blaðið B.T. birti frétt um penlngaeign Sóiness i Finansbanken á laugardaginn. Frétt B.T. kom frá fréttamanni Ritzau-fréttastofunnar hér- lendis og byggðist á grein Vil- rnundar Gylfasonar í DB dag- inn áður. Harpo syngur um helgina Tilbreytingin í tónlistarlífi helgarinnar er tvfmælalaust hingaðkoma sænska rokksöngvar- ans Harpos og hljómsveitar hans. Harpo syngur i Sigtúni í hálfan annan tíma á sunnudags- og mánudagskvöld. Rótarar Harpos og hljóðstjórar koma til landsins á morgun, laugardag, og hefja undirbúning hljómleikanna í Sigtúni. í þetta sinn eru ekki flutt til landsins mörg tonn af hljóðfærum, heldur verður notazt við þau tæki, sem til eru innanlands. Harpo átti upphaflega að koma til Islands fyrir hálfum mánuði, en við það var hætt á siðustu stundu þegar lendingartíma áætlanaflugs frá London var breytt, þannig að sænski rokkar- inn og liðsmenn hans hefðu lent í Keflavík hálftíma áður en hljóm- leikarnir áttu að hefjast. 1 þetta sinn kemur Harpo með nægum fyrirvara, að sögn Amunda Amundasonar, sem heldur hljóm- leikana. Aðgöngumiðar kosta 3000 krónur hvort kvöldið sem er. Aldurstakmark á mánudag er 13 ár. -ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.