Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978. 3 Vi Varhugavert að leggjast inn á Kleppsspítalann — sérstakur „Kleppsstimpill” getur fy Igt þér alltaf síðan Einn sárreiður skrifar: Hingað til hefur maður alltaf heyrt áróður fyrir því að Kleppsspítalinn sé aðeins sjúkrahús en ekki neinn sér- stakur geðveikraspítali og því ekkert athugavert að leggjast þar inn. Sem kunnugt er leggj- ast drykkjumenn þar stundum inn um tíma til að vinna bug á böli sínu og tekst það mörgum. Þetta eru gjarnan heilbrigðir menn að öðru leyti en hvað drykkjusýkina áhrærir, eða áhrærði hjá þeim læknuðu. Síðan eru þeir útskrifaðir sem alheilir og halda áfram út í atvinnulífið. En þaó er bara ekki alveg svo einalt. Einn kunningi minn, sem talinn var á að leggjast á Klepp fyrir mörgum árum til að vinna bug á drykkjusýki sinni og tókst það, var beðinn um vottorð um andlegt heil- brigði vegna atvinnuumsóknar fyrir skömmu. Fór hann til heimilislæknis síns þeirra erinda en þá brá svo við að hann sagðist ekki treysta sér til að gefa vottorðið þar sem Draumurum heilakaup „E“ hringdi: Þótt maður eigi erfitt með svefn á þessum síðustu og verstu efnahagsráðstöfunartím- um tókst mér að festa blund i nótt. Þá dreymdi mig að ég færi í liffærabanka til að fá mér nýjan heila enda hafði minn rýrnað mikið. Þeir buðu mér heila úr lækni, 35-40 ára gömlum, á hundrað þúsund. Ég gat líka fengið heila úr trésmið á fimm hundruð þúsund og loks buðu þeir upp á þingmannsheila fyrir fimm milljónir. Eg spurði hvers vegna þing- mannsheilinn væri svona dýr. Jú. sögðu þeir, hann er ónotaður. Sr. Birgi þökkuð góð frammistaða í sjónvarpi 9388-0080 hringdi: Ég vil þakka sr. Birgi hans góða framlag í þættinum í sjón- varpinu á mánudagskvöldið 13. febrúar. Það er gleðilegt að heyra að ekki eru allir orðnir svo úrkynjaðir að fagna slíkum sóðaskap sem einkennir kvik- myndagerðarlist 1 dag. Mikið skelfing held ég að þeir listamenn séu brenglaðir á sálu sinni sem geta látið slíkan óþverra frá sér fara. Ég vil því minna Thor Vilhjálmsson á að þótt hann hafi gaman af klámi eru ekki allir sem líkjast honum. Með þökk fyrir birtinguna. Raddir lesenda eru einnig ábls.4 viðkomandi hefði eitt sinn lagzt inn á Klepp og það gæti ekki hafa skeð nema eitthvað hafi bjátað á. Þátt fyrir útskýringar mannsins og möguleika læknis- ins á að athuga nánar við sam- starfsmenn sína á Kleppi hvers kyns var á sínum tíma var engu um breytt, vottorðið fékkst ekki. í ljósi þessa er í fyllstu alvöru athugandi hvort ekki á að vara fólk við i lengstu lög á að láta telja sig á að leggjast á Klepp, svo framarlega sem fólk er enn sjálfrátt gerða sinna og hefur ekki verið svipt þjóð- félagsréttindum sínum. Sú var einmitt staða umrædds manns hér í bréfinu. Er sambandslevsi milli Kleppsspítala og heimilislækna? cfajörfo MiíLfjgÍgt \ 3^ ,r 'Z Björk Guðmundsdóttir er aðeins 11 ára Reykvíkingur. Hún syngur, hún spilar og hún semur lög. Nú hefur hún sungið á plötu tneð aðstoð nokkurra af þekktustu popptónlistarmönnínn landsins. Þetta er einstök plata sem á án efa eftir að veita œskufólki á hvaða aldri sem er mikla áncegju. GÓÐA SKEMMTUN! FALKIN N r, ~—n' Spurning dagsins ^ .... Saknarþú mjólkurbúðanna gömlu? Guðmundur Sigurðsson skrif- stofustjóri Meitlinum hf, Þorláks- höfn: Ég þekkti það nú ekki enda bý ég í Þorlákshöfn og þar fáum við mjólkurvörur í tveim verzlunum. Sigrún Baldursdóttir skrifstofu- maður: Vissulega geri ég það. Mér finnst eitthvað hafa tapazt úr bæjarlífinu. Sveinn Sveinsson, starfar hjá Húsasmiðjunni hf. Nei, það get ég ekki sagt, enda notaði ég þær litið. Ingibjörg Kristjánsdóttir húsmóðir: Ég gerði það i fyrstu en maður venst öllu. Hafdís Hafsteinsdóttir húsmóðir Þorlákshöfn.: Nei, ekki geri ég það og þegar ég bjó f Reykjavlk þótti mér anzi langt að fara. Bryndís Magnúsdóttir húsmóðir: Nei, alls ekki. Mér finnst nóg af verzlunum, sem.selja mjólk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.