Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978. Formaður Framsóknar- félags Reyðarfjarðar: Einar Baldursson skrifar: Tilefni þess, að ég sting niður penna er það fjaðrafok, sem orðið hefur út af ráðningu rekstrarstjóra að Vegagerð rikisins á Reyðarfirði. Nokkrar greinar hafa verið skrifaðar í blöð um þetta, og bera þær allar keim hver af annarri, enda mjög fámennur hópur, sem að þessum ólátum stendur. Þessar greinar hafa ýmist verið 1 slúður- eða kjaftasögustíl og því tæpast svaraverðar. En svo kom bomban, kaupmaðurinn okkar, Gunnar Hjaltason, geystist fram á rit- völlinn með ritsmíð í Dag- blaðinu fimmtud. 9. febr. siðastliðinn. Að bestu manna yfirsýn fannst mönnum, að nú væri mælirinn fullur og við svo búið mætti eigi sitja, Þar veður kaupmaðurinn elginn, eins og hans er vani og eys úr skálum reiði sinnar yfir þingmenn Framsóknarfl. 1 Austurlandskjördæmi og fram- sóknarmenn almennt. Ég átti nú tæpast von á því að Gunnar Hjaltason færi að lýsa sálar- Forieikurinn að vegageröar- deilunni gamall klofningur i Framsóknarfélaginu ástandi sínu fyrir alþjóð. Ég hélt að G.H. væri fær um að ræða málin á hærra plani en ritsmíð hans ber vitni. Ég ætla ekki að ræða títt nefnda stöðuveitingu. Ég er henni sammála, og treysti ráðherra fullkomlega til að ráða hæfasta umsækjandann í starfið. Ég ætla aðeins að leiðrétta þær rangtúlkanir og þann misskilning, sem kemur fram i grein G.H. Tala ég þar fyrir munn þeirra mörgu Reyðfirðinga, bæði fram- sóknarmanna og annarra, sem hafa hvatt mig til þess að svara þessum áróðri og skítkasti. Forleikurinn að þessum ólát- um er gamall klofningur í Framsóknarfélaginu, þar sem tekist var á um menn en ekki málefni. Síðan sameinast fram- sóknarmenn aftur í einu félagi. En þá er þar ákveðinn hópur manna sem ekki unir sínu hlut- skipti. Þessi hópur hefur átt drjúgan þátt í stefnumótum hreppsmála. Þessi stefna hefur, svo aftur leitt til stöðnunar. Hér hefur íbúum ekki fjölgað svo nokkru nemi í mörg ár. Héðan hverfa heilu árgangarn- ir vegna þess að engin ný at- vinnutækifæri skapast. Því til staðfestingar vil ég benda á að þeir árgangar sem eru að koma inn i skólann núna eru helmingi færri en þeir, sem eru að útskrifast. Þessu ástandi vilja Reyðfirðingar breyta og munu því í komandi kosningum óska eftir nýju blóði í hrepps- nefnd. Þetta gera þeir menn sér ljóst, sem ganga hvað harðast fram i því að sundra fraipsóknarmönnum nú. En eins og menn hafa eflaust veitt athygli, þá hefur það verið rauði þráðurinn í gegnum þess skrif, að hér væri allt í uppnámi meðal framsóknar- manna. Þetta á ekki við nokkur rök að styðjast. Ég vil í því sambandi minna á vel sóttan aðalfund Framsóknarfélagsins tveim dögum eftir að þessi stöðuveiting átti sér stað. Þar var m.a. samþykkt án mótat- kvæða að félagið byði fram lista við sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Það hefur ekki skeð í 20 ár. Þessi stöðuveiting er því aðeins notuð sem átylla að sundra félaginu aftur, en það er nú þegar dæmt til að mistakast. Kaupmaðurinn byrjar á því að segja að hann tali fyrir munn flestra Reyðfirðinga. Þar skjátlast honum algjörlega, því hann er aðeins talsmaður mjög fámenns hóps. Reyðfirðingar almennt hafa megnustu andúð á þeim vinnubrögðum, sem þessi hópur hefur beitt, enda hæfa þau ekki siðmenntuðu fólki. Þá veltir kaupmaðurinn því fyrir sér hvaða reglum ætti að fara eftir í slikum tilvikum, sem þessu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að sá sem vinnur hjá fyrirtækinu eigi skilyrðislausan rétt á öllum þeim stöðum, sm hærra eru I stiganum, burtséð frá hæfni viðkomandi eða eðli starfsins. Hví skyldi umdæmisfræðingur þá byrja á því að brjóta þessa reglu, með því að mæla með þeim sem . svo til enga verkstjórareynslu hafði? Eru þetta ekki sterk rök? G.H. heldur áfram. „Ætli þér hitnaði ekki í hamsi, ef kippt væri inn af götunni einhverjum, sem aldrei hefði fyrirtækið augum litið. Þetta skeði hér“ Ekki eru nú öfgarnar litlar. Þess skal getið til leiðréttingar að umræddur rekstrarstjóri vann í fjögur sumur við vega- gerð hjá V.R. Þá hefur hann einnig starfað í 15 ár sem undirverktaki hjá V.R. Ætli hann hafi aldrei fyirtækið augum litið? „Það hvarflar að manni, segir Gunnar, hvort við búum í lýðræðisþjóðfélagi eða ei, þegar svona er að málum staðið." Ég ætla þá ekki að hafa þessi orð öllu fleiri. Það var aldrei ætlunin að fara út í blaðaskrif, en þar sem ekkert lát virtist vera á áróðrinum, þótti rétt að koma vissum upplýsingum á framfæri. Einar Baldursson, formaður Framsóknarfélags Reyðarfj. (Bréfið er lítið eitt stytt. DB). Snjókeðjur * Raddir lesenda Hringiðísíma 27022 eðaskrilið Fleiri konur á þing en karlmenn séu ekki niðri í pottum kvenna sinna Jóhann Þórólfsson skrifar: Eins- ,og allir vita liður nú óðum að kosningum og vil ég skora á allt kvenfólk í landinu að gefa sig meira að stjórn- málum heldur en hingað til hef- ur átt sér stað. Til þess að það beri góðan árangur 'tel ég að kvenfélögin í landinu ættu að ríða á vaðið og taka höndum saman og krefjast þess af full- trúum flokkanna að minnst ein kona úr hverjum lands- fjórðungi yrði í öruggu sæti við næstu kosningar. A ég þá við að þær bættust við þær konur sem nú eru á þingi. Þótt ég sé karl- maður get ég ekki betur séð en þetta sé sanngirniskrafa þar sem helmingur þjóðarinnar er kvenfólk og stendur sig sízt verr en við karlmennirnir. á ýmsum sviðum í þjóðfélaginu. Svo mikið er víst að konur gætu aldrei sofið fastar gagnvart þjóðmálum en núverandi ríkis- stjórn. Gaman væri að sjá ráðherra leysa heimilisstörfin eins vel af hendi og konur og alveg eins mætti trúa þeim fyrir að leysa þann vanda sem nú steðjar að þjóðfélaginu, fengju þær umboð til þess. Með þetta í huga skora ég á allar konur f landinu að taka nú höndum saman og taka meiri þátt i opin- berum störfum þjóðfélagsins heldur en hingað til. Að mínu viti eru þær konur, sem nú sitja á þingi, góðir fulltrúar þjóðar fleiri. Sýnið hvað í ykkur býr. Látið til skarar skríða í næstu kosningum og þá sjáum við -hverju þið fáið áorkað í því sem hér er minnst á. Ég vil aðeins bæta því við að við karlmenn tökum ekki nærri nógu mikið tillit til kven- þjóðarinnar, hvorki á einu eða öðru sviði. Finnst mér því tími til kominn að þær rumski við karlmönnunum og þá ekki hvað sizt á stjórnmálasviðinu. Lág- markið er 4 konur á þing til viðbótar þeim sem fyrir eru. Um leið og ég sendi beztu kveðju til allra kvenna á landinu, hvar i flokki sem þær standa, hvet ég þær til þess að halda fund um þessi mál nú þegar. Einnig vil ég benda á að karlmenn eiga alls ekki að vera með nefið niðri í pottunum hjá konum í sambandi við matar- gerð eins og ég þekki mörg dæmi um. Við þá sem það gera eiga konur að segja: takið þá bara við eldhússtörfunum. Ég er hræddur um að við værum lítil peð á taflborði lífsins ef við hefðum ekki kon- ur okkur við hlið. Einnig veit ég mörg dæmi þess að karl- menn berji konur sfnar. Ég segi og skrifa að þeir menn, sem það gera, eiga hreint og beint að vera undir lás og slá. Lesendur góðir, ég skal svo ekki þreyta ykkur á lengri hug- vekju. Jóhann Þórólfsson. Vetrarvörur Shell! Sterkt vopn í baráttunni við Vótur konung Startgas ísvari fyrir blöndunga Sætaáklaeði í flesta bíla Rakaþerrir / / Ljóskastarar í bíla/ Tjöruhreinsiefni (seyðir fyrir rúðusprautur Margar gerðir / // ; af luktum / / /Lásaolía, hindrar isingu í bílaskrám ' og vasaljósum / /// Silikon á þéttilistana Gluggahreinsiefn Frostlogsmælir Rafgeymar, flestar gerðír (sbræðir fyrir bílrúður nióskoflur, 2 gerðir Hleöslutæki, 4 og 7 amper Geymasambönd Startkaplar Dráttartóg Fjölmargar gerðir af gúmmímottum (ssköfur, margar gerðir Dekkbroddar, skyndikeðjur, 3 gerðir Fást á bensinstöðvum Shell Olíufélagið Skeljungur hf Shell Smávörudeild Sími 81722

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.