Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978. Austur-þýski luxuxbíllinn EFTIRSOTTASTA BIFREIÐIN AUSTAN TJALDS Margra mánaðaafgreiðslufresturtilijölmargra landa Sterkasti f ólksbílinn á markaðinum Sýningarbíll á staðnum TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi við Sogaveg — Simar 8-45-10 £r 8-45-11 Hann er byggður á grind, með þriggja hestafla tvigengisvél (gamla Saab-vélin). Gormar á öllum hjólum og billinn þvi dúnmjúkur. Eiginleikar bilsins i lausamöl og á holóttum vegi eru frábærir. Væntanlegir i marz bæði Sedan og Station, sem er mjög rúmgóður og bjartur. Verð — miðað við gengi i dag: Sedan kr. 1.395.000 — til öryrkja 1.025.000, Station kr. 1.545.000 — til öryrkja 1.145.000. Leikbrúðuland byrjar sýningará sunnudag: Brúðuleikhús er ekki síður fyrir fullorðna Sýningar Leikbrúðulands eru fyrir löngu orðnar fastur liður í skemmtanalífi yngstu kyn- slóðarinnar í höfuðborginni. Nú um helgina verður frumsýning á fjórum nýjum brúðuleikþáttum. Fyrsti þátturinn er um lítinn strák sem dreymir um að ferðast til annarra stjarna. Annar er byggðurá kvæði Davíðs Stefáns- sonar um litlu Gunnu og litla Jón. Þriðji er eftir Arne Mykie, þekktan brúðuleikhúsmann frá ’Noregi og fjallar um dreka s.em rænir prinsessu og hetjuna _sem bjargar prinsessunni, aðallega ætlaður fyrir yngstu kynslóðina. Síðasti þátturinn er byggður á Grimmsævintýrinu um Eineygu, Tvíeygu og Þríeygu. — Nýr liðs- maður kemur fram í sýningum Leikbrúðulands að þessu sinni en það er gíraffinn Girfinnur Gír- mundsson, kallaður Gíri. Er hann kynnir á sýningunni. Þau, sem unnið hafa að leik- sýningunum eru Erna Guðmars- dóttir, Guðmundur Guðmunds- son, Hallveig Thorlacius, Hólm- fríður Pálsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Kristján Árna- son, Helga Steffensen og Guðrún Helgadóttir. Ýmsir þekktir leikarar hafa ljáð sýningunni raddir sínar en það eru: Bríet Héðinsdóttir, Baldvin Halldórs- son, Guðrún Asmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Þórunn Magnea Þetta er sjötta árið sem Leik- brúðuland hefur fastar sýningar að Fríkirkjuvegi 11. Nú eru rétt tíu ár síðan Leikbrúðuland var stofnað. I Leikbrúðulandi eru: Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Sýningar verða á hverjum sunnudegi að Frikirkjuvegi 11 kl. 3. Svarað er í síma Æskuýðsráðs frá kl. 1 sýningardagana. Allt er á huldu um uppruna brúðuleikhúss. Talið er ljóst aó lengi framan af hafi það verið nátengt trúariðkunum. Talið er sennilegt að vagga brúðu- leikhússins hafi staðið í Asíu, en þó er ekki víst að allar leikbrúður séu upprunnar þar. Grikkir stunduðu leikbrúðulistina fyrstir í Evrópu og þaðan barst hún með Rómverjum norður um álfuna. Fyrstu leikbrúðurnar voru hreyfanlegar guðalíkneskjur og var oft leikið inni í kirkjunum. Þegar fram liðu stundir voru brúðuleikhúsin flutt úr kirkjun- um og út á torgin fyrir framan þær. Brúðuleikhús á Islandi á sér ekki langa sögu miðað við ýmsar aðrar þjóðir. Brúðuleikhúsið á auknum vinsældum að fagna hér á landi. Enn sem komið er er það þó aðallega yngsta kynslóðin sem sækir brúðuleikhús, þó fullorðnir virðist ekki síður skemmta sér á sýningum hjá Leikbrúðulandi. -A.Bi. Nýju leikbrúðurnar hjá Leikbrúðulandi minna óneitanlega pínuiitið á brúður úr Prúðu leikurunum. Þær eru líka málaðar með sjálflýsandi málningu og gera feikilega lukku hjá yngstu kynslóðinni. „Gamaldags” hurðir Nýjar hurðir með gamaldags útliti. Breytum gömlu hurðunum í „gamaldags" með fulningum að yðar óskum. Munstur og viðarlíki 42 tegundlr • Sýnishorn á staðnum. Brúnást egiLstoðum FDRMCD 5F Skipholt 25 —-~Rsykjavík — Sími 24499 ' Nafnnr. 2367-2057. Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Símar 43466 & 43805 í SKIPTUM GLÆSILEG 4. herbergja íbúð við Asparfell. Sta'rð 124 ferm. Góðar ge.vmslur. Stórir skápar. Þvottahús á ha'ð- inni. Oskað er eftir skiptum á einbýlishúsi. Vmsir staðir koma til g.reina. * MJÖG góð 5 herbergja sérhæð við Melgerði í Kópavogi í skiptum fvrir gott einbýlishús, má vera gamalt og þá hæð og ris.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.