Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978. AncKlát Ingibjörg Edda Edmundsdóttir, sem lézt 8. febrúar sl., var fædd i | Reykjavfk 7. janúar 1945. For- eldrar hennar voru Sólveig Búa- dóttir kennari og- Edmund O. Gates læknir sem nú er látinn. Edda varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavfk vorið 1965. Hún lagði stund á meinatækni en hóf sfðan nám í enskum bók- menntum og listasögu við Edinborgarháskóla haustið 1966. Lauk hún þar prófi árið 1969 og stundaði sfðan framhaldsnám f listasögu við Tuftsháskólann f Boston 1970-1971. Lauk hún loka- prófi í þeirri grein frá háskóla í Mýnnesota eftir nám þar veturinn 1975-1976. Edda kenndi ensku og listasögu við Menntaskólann í Reykjavík, Menntaskólann við Hamrahlfð og einnig listasögu við Háskóla fslands. í ársbyrjun 1967 giftist hún Jóni Öttari Ragnars- syni matvælaefnafræðingi og eignuðust þau eina dóttur. Soffía Sigurjónsdóttir sem lézt 9. febrúar sl. var fædd f Garðinum 2. nóvember 1902, dóttir hjónanna Steinþóru Þorsteinsdóttur og Sigurjóns Arnlaugssonar for- manns og verkstjóra. Hún ólst upp f Garðinum en fluttist sfðan með fjölskyldu sinni til Hafnar- fjarðar en þar bjó hún alla tíð siðan. Hinn 26. júní 1925 giftist hún Kristni Þorsteinssyni og] eignuðust þau fjögur börn. Einn, sonur þeirra, . Hörður loft- skeytamaður, fórst með togaran- um Júlí 8. febrúar 1959. Garðar Eymundsson, sem lézt af slysförum 7. febrúar sl., var fæddur á Isafirði 4. júlf 1931, sonur hjónanna Rannveigar Benediktsdóttur og Eymundar Torfasonar. Garðar stundaði sjómennsku frá unga aldri. Árið 1956 fluttist hann til Hafnar- fjarðar og átti þar heima til ársins 1972, er hann fluttist f Garðabæ. Hann kvæntist árið 1957 eftirlif- andi konu sinni Salóme Sigfús- dóttur og eignuðust þau einn son. Massur é sunnudag. Árbnjarprestakall: Barnasamkoma I Árbæjar- skóla kl. 10.30. f.h. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 e.h. Séra Guðmundur Þorsteinsson. Bra< Ahol tsprestakal I: Barnasamkoma í ölduselsskóla kl. 10.30 f.h. laugardag. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Messa kl. 2 e.h. í BreiðHoltsskóla. Séra Lárus Halldórsson. Bústaflakirkja: Barnasamkoma kl. 11 f.h. Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Altarisganga, barna- gæzla. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur. Digranesprestakall: Barnasamkoma I safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11 f.h. Guðsþjónusta I Kópavogskirkju kl. 11 f.h. Séra Þorbergur Kristjánsson. Fella- og Hólaprestakall: Barnasamkoma í Fellaskóia kl. 11 f.h. Guðsþjónusta I safnaðar- heimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Séra Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11 f.h. Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Altarisganga. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f.h. Lesmessank. þriðjudag kl. 10.30 f.h., beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Landspitalinn: Messa kl. 10 f.h. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2 e.h. Séra Arngrímur Jónsson. Síðdegisguðsþjónusta og fyrirbænir kl. 5 sd. Séra Tómas Sveinsson. Kársnesprestakall: Barnasamkoma i Kársnes- skóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta I Kópavogs- kirkju kl. 2 e.h. Séra Árni Pálsson. Koflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Munið skólabílinn, sem fer um bæinn. Guðs- þjónusta kl. 2 e.h. Safnaðarfélagið heldur fund að lokinni guðsþjónustu I Kirkjulundi. Rætf verður um trúmál og stjórnmál. Sóknar- prestur. Laugameskirkja: Barnaguðsþjúnusta kl. 11 f.h. Messa kl. 2 e.h. Altarisganga. Æskulýðs- samkoma kl. 20.30. Séra J^nas Gíslason dósent talar. Þröstur Eiríksson og Laufey Oddsdóttir segja nokkur orð. Æskulýðskór KFUM og K syngur. Sóknarprestur. Mosfollsprestakall: Lágafellskirkja: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 2 e.h. Séra Birgir Asgeirsson. Neskirkja: Barnasamkoina kl. 10.30 f.h. Séra Frank M. Halldórsson. Barnaguðsþjónusta kl. 5 sd. Séra Guðmundur óskar Ólafsson. Kirkjustarf Hallgrímskirkja: Um föstuna fara fram kv'öldbænir og lestur Passíusálma kl.,6.15 e.h., mánudaga, þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Þjóðhátíðarsjóður AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM Á ÁRINU 1978. Samkvæmt skipulagsskrá sjóósins, nr. 361 30. septeni- ber 1977, er tilgangur sjóðsins „að veita st.vrki til stofn- ana og annarra aðila er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta iands og menningar, sem núverandi k.vnslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjöðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminja- safns. Að öðru le.vti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi vjð megintilgang hans og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa sem getið er i liðum a) og b). Við það skal miðað að st.vrkir úr sjóðnum verði við- bótarframlag til þeirra verkefna, sem st.vrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að fyrstu úthlutun á fyrri hlutatþessa árs. Umsöknarfrestur er til 20. april 1978. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar- stræti 10 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 20500. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR. FYRIRLESTUR í MENNINGARSTOFNUN BANDARÍKJANNA Bandaríski sagnfræðingur dr. W. Turrentirn Jackson, prófessor við Californíuháskóla í Davis, heldur fyrirlestur I Menningarstofnun Bandarikjanna að Neshaga 16. Mun hann ræða um The American West — Myth and Reality. Aöalfundir AÐALFUNDUR KR fyrir árið 1978 verður haldinn í húsi Slysa- varnafélags Islanas við Grandagarð fimmtu- daginn 23. febrúar kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. AÐALFUNDUR Kvanfólags Broiöholts verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar nk. og hefst hann kl. 20.30 f anddyri Breiðholtsskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Fjölmennið á fundinn og mætið tfmanlega. AÐALFUNDUR FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn þriðjudaginn 21. febr. kl. 20.30 f Súlnasal Hótel Sögu. Venjuleg aðal- fundarstörf. Félagsskírteini 1977 þarf að sýna við innganginn. Stjórn Ferðafélag Islands ÍÞRÓTTAFÉLAGID FYLKIR heldur aðalfund þriðjudaginn 28. feb. kl. 20 í félagsheimilinu. Dagskrá venjuleg aðalfund- arstörf, lagabreytingar og önnur mál. liilli VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRUN Áríðandi félagsfundur verður haldinn í Austurbæjarbfói næstkomandi föstudag kl. 17.00. Fundarefni: Uppsögn kaupgjalds- ákvæða samninganna. Verkamenn eru hvatt- ir til þess að koma beint af vinnustöðum á fundinn. i Sfjórnmáldfundir ISAFJORÐUR Lokafundur í félagsmálanámskeiði Fram- sóknarfélags Isfirðinga verður haldinn á skrifstofu flokksins laugardaginn 18. febr. kl. 16.00. Kvikmyndiir KVIKMYNDA í MÍR-SALNU SÝNlNG á laugardag. Spánarnxyndin! Grenada eftir Roman Karmen verðUr sýnd kl. 15.00 á laugardag. — Allir velko'njni^ MENNINGARSTOFNUN BANDARÍKJANNA hefur f vetur haft kvikmyndasýningar, þar sem hver mánuður er tileinkaður sérstöku efni. I febrúar verða sýndar kvikmyndir tengdar tækni og vfsindum. Margar mjög góðar heimildarmyndir eru á dagskrá t.d. The Laser a Light Fantastic, Age of Man in Space, Earth Resources, The Human Brain, Predictable Disaster, The Tiny World o.fl. Myndirnar verðá sýndar alla þriðjudaga kl. 17,30 og 20.30. Aðgangur er ókeypis. Frekari upplýsingar eru veittar I Ameríska bóka- safninu sfmi 19900. FERÐIR í BLÁFJÖLL Þegar veður leyfir eru lyftur f Bláfjöllum opnar sem hér segir: Mánudaga og föstudaga kl. 13-19, laugardaga og sunnudaga kl. 10-18, þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga kl. 13-22. Ferðir f Bláfjöll og aftur heim: Mánudaga og föstudaga I Bláfjöll kl. 13.30, f bæinn kl. 18. Laugardaga og sunnudaga f Bláfjöll kl. 10 og 13.30, f bæinn kl. 16 og 18. Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í Bláfjöll kl. 13.30, í bæinn kl. 22. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS 18.-19. fabrúar kl. 07 Þóramörk. Hin'árlega vetrarferð f Þórsmörk verður um næstu helgi. Farið verður kl. 07 á laugardag og komið til baka á sunnúdagskvöld. Farnar verða gönguferðir um Mörkina og komið að Seljalandsfossi á heimleið. Fararstjóri: Þor- steinn Bjarnar. Nánari upplýsingar og far- miðasala f skrifstofunni Öldugötu 3. ÚTIVISTARFERÐIR Laugard. 18/2. ÁrshátíA Útivistar verður i Skiðaskálanum Hveradölum á laugardagskvöld. Matur og skemmtiatriði. Brottför kl. 18 frá BSl. Þátt- taka tilkynnist á skrifstofuna Lækjarg. 6, sfmi 14606. Sunnud. 19/2. kl. 13: Selvatn og víðar, létt gönguferð eða skíðaferð um Miðdalsheiði. Fararstj. Einar og Kristján Verð. 1000 kr., frftt f. börn m. fullorðnum. Farið frá BSl bensínsölu. Skemmtifundír H^^mmmmmmmmmmmmmmmmm . MÆÐRAFÉLAGIÐ heldur skemmtifund að Hallveigarstöðum laugardaginn 18. febrúar kl. 8. Matur og skemmtiatriði. Féagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. MÆÐRAFÉLAGSKONUR Af óviðráðanlegum ástæðum verður skemmtifundurinn sem vera átti 25. febr. færður til laugardagsins 18. febr. Árshétfdir SKAFTFELLINGAMÓT verður haldið að Hótel Borg föstudaginn 17. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Ræðumaður kvöldsins Guðmundur Jóhann- esson, Vfk. önnur skemmtiatriði kórsöngur og fl. Aðgöngumiðasala og borðapantanir að Hótel Borg sunnudaginn 12. febrúar frá kl. 16.00—19.00 ÁRSHÁTÍÐ ÚTIVISTAR verður f Skfðaskálanum Hveradölum á laugardagskvöld. Matur og skemmtiatriði. Brottför kl. 18 frá BSl. Þátttaka tilkynnist á skrifstofuna Lækjarg. 6, sími 14606. SKAGFIRÐINGAMÓTIÐ 1978 verður að Hótel sögu, Súlnasal, föstudaginn 24. febrúar og hefst kl. 19.30 með borðhaldi. | ÁRSHÁTÍD ! Útivistar verður f Skíðaskálanum 18/2. 'Pantið tímanlega. i BINGÓ í HÁTÍÐARSAL ÁRBÆJARSKÓLA Fjáröflunarnefnd Arbæjarsafnaðar efnir til fjölskyldubingós til styrktar safnaðarheim- ilisbyggingunni nk. mánudagskvöld 20. feb. kl. 20.30 f hátfðarsal Árbæjarskóla. Skemmtistaflir borgarinnar eru opnir til kl. 1 e.m. i kvöld, föstudag. Glnsibssr: Gaukar. Hótel Borg: Lokað einkasamkvæmi. Hótel Saga: Lokað einkasamkvæmi. Ingólfscafé: Gömlu dansarmr. Klúbburinn: Haukar, Kasion og diskótek. Leikhúskjallarinn: Skuggar. Lindarbær: Gömlu dansarnir. Óflal: Diskótek. Sosar: Diskótek. Sigtún: Hljómsveitin Brimkló. Skiphóll: Lokað einkasamkvæmi. Tónabær: Diskótek. Aldurstakmark fædd 1963. Aðgangseyrir 700 kr. MUNIÐ NAFN- SKÍRTEININ. Þórscafó: Galdrakarlar og diskótek. Spari- klasflnaflur. Skemmtistaflir borgarinnar eru opnir til kl. 2 e.m. á laugardagskvöld og til kl. 1. e.m. sunnu dagskvöld. Glwsibnr: Gaukar leika bæði kvöldin. Hótel Borg: Laguardagur: Lokað einkasam kvæmi. Sunnudagur: Hljómsveit Guðmundai Ingólfssonar. Hótel Saga: Laugardagur: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur. Sunnudag: Sunnu- skemmtikvöld með mat. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. ingólfscafé: Gömlu dansarnir. Klúbburinn: Laugardagur: Haukar, Deildar- bungubræður og diskótek. Sunnudagur: Hljómsveit og diskótek. Leikhúskjallarinn: Skuggar. Lindarbwr: Gömlu dansarnir. Óflal: Diskótek. Sesar: Diskótek. Sigtún: Laugardagur: Hljómsveitin Brimkló. Sunnudagur: HARPO — HLJÓMLEIKAR ALDURSTAKMARK 18 ÁRA. MUNIÐ NAFN SKÍRTEININ. Skiphóll: Dóminik. Tónabwr: Diskótek. Aldurstakmark fædd 1963. Aðgangseyrir 700 kr. MUNIÐ NAFN- SKÍRTEININ. Þorscafó: Galdrakarlar og diskótek. SPARI KLÆÐNAÐUR. Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika á skemmtikvöldi f félagsheimilinu Festi f Grindavfk laugardaginn 18. febrúar nk. Sína árlegu tónleika heldur lúðrasveitin f Háskóla- bfói 4. marz nk. kl. 14. einnig verða haldnir tónleikar 11. marz f Stykkishólmi. Einleikarar á tónleikum sveitarinnar eru Englendingurinn Brian Carlile, sem leikur á j túpu. og Norðmaðurinn Arrje Björkei sem 1 leikur á trompet. Stjórnandi lúðrasveitar- innar er Snæbjörn Jónsson en formaður er j Eirfkur Rósberg. I lúðrasveitinni eru 34 hljóðfæraleikarar og meðal þeirra eru nokkr- j ir unglingar úr unglingadeild sveitarinnar. ÉLLA BÁRÐARSON Á M0KKA EUa Bárðarson. sem er fædd i Finnlandi en búsett á íslandi. sýnir núna á Mokkakaffi nokkrar m.vndir sem hún hefur gert úr ís- lenzkum steinum og fjörugróðri. AIIs eru myndirnar 32 og unnar á síðustu átta árum. Sýningin er opin frá 5. febrúar kl. 14-22 daglega. KJARVALSSTAÐIR Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval er. opin alla daga nema mánudaga. Laugardaga og surínudaga er opið frá kl. 14-22. þriðjudaga — föstudaga er opið frá kl. 16-22. Aðgangur og sýningarskrá ókeypis. SÝNING í SAFNAHÚSINU VIÐ HVERFISGÖTU Líkan af þjóðarbókhlöðu. er Guðlaugur Jörundsson gerði eftir teikningu arktitekt- anna Manfreðs Vilhjálmssonar og Þorvalds S. Þorvarðarsonar, verður til sýnis f anddyri Safnahússins við Hverfisgötu ásamt ljós- myndum af því og teikningum bókhlöðunnar. Sýningin mun standa í Safnahúsinu til 18. feb. og er opin virka daga frá kl. 9-19 nema laugardaga frá kl. 9-16. Sýningin mun sfðan verða sett upp í Háskóla- bókasafni og standa þar frá 20. feb. —3. marz. Iþróttír ÍÞRÓTTIR UM HLEGINA íslandsmótið í körfuknattleik. Laugardagur. AkrwiM. UMFS-Tindastóll, 3. deild karla kl. 13. SnwfaH-UMFB, 2. deild karla kl. 14.30. Snwfall-UMFS, 4. fl. karla kl. 16. Njarflvfk: UMFN-Hörður, 4. fl. karla kl. 13. UMFN-KR, 1. deild karla kl. 14. fBK-UÍA, 3. deild karla kl. 15.30. UMFN-iBK. 2. fl. karla kl. 17. Akurayrí: Þór-Valur, 1. deild karla kl. 15.30 tslandsmótið i handknattleik Vestmannaeyjar: Þór Vm-FH, 2. fl. kvenna kl. 13.30. Þór Vm-lA. 3. deild karla kl. 14.05. Mosfellssveit: UMFA-FH, 3. fl. karla kl. 14. UMFA-Leiknir, 4. fl. karla kl. 14.35. UMFA-UMFN, 3. deild karla kl. 15. Laugardalshöll: IR-Ármann, 2. fl. kvenna kl. 15.30. k Víkingur-Haukar, 1. deild kvenna kl. 16.05. Ármann-KR, 1. deild kvenna kl. 17.05. Fylkir-Þór, Ak., 2. deild karla kl. 18.05. Sunnudagur íslandsmótið í körfuknattleik. Hagaskóli: KR-Þór, m. fl. kvenna kl. 13.30. ÍR-Ármann, 1. deild karla kl. 15. Léttir-UÍA, 3. deild karla kl. 16.30. Fram-ÍR, 4. fl. karla kl. 19. Valur-UMFN, 1. fl. karla kl. 20. Fram-ÍR, 2. fl. karla kl. 21.30. Seltjamames: Hörflur-ÍBK, 4. fl. karla kl. 20. Esja-Tindastóll, 3. deild karla kl. 21.30. tslandsmótið í handknattleik Ve stman naeyjar: Týr Vm-ÍA, 3. deild karl-a kl. 13.30. Seltjamames. Sunnudagur Grótta-Haukar, 3. fl. karla kl. 14.30. Grótta-Stjamam 2. deild karla kl. 15. Laugardalshöll ÍR-Leiknir 3. fl. kvenna kl. 14. Valur-Fytkir^. fl. kvenna kl. 14. KR-ÍA 3. fl. kvenna kl. 14.25. Fram-Fylkir 5, fl. karla kl. 14.25. Þróttur-KR, 5. fl. karla kl. 14.50 Víkingur-Stjamam, 5. fl. karla kl. 14.50 Leiknir-HK, 5. fl. karla kl. 15.15. Valur-ÍR, 5. fl. karla kl. 15.15. Ármann-Grótta, 5. fl. karla kl. 15.40 Þróttur-Stjaman, 4. fl. karla kl. 15.40. Fylkir-ír, 4. fl. karla kl. 16.05. Valur-Ármann, 4. fl. karla kl. 16.05. KR-UMFA, 4. fl. karla kl. 16.30. Fram-Grótta, 4. fl. karla kl. 16.30. Leiknir-HK, 4. fl. karla kl. 16.55. Njarflvík: ÍBK-UMFN, 3. fl. kvenna kl. 13. UMFG-Stjaman, 3. fl. kvenna kl. 13.25. UMFN-Víkingur, 2. fl. kvenna kl. 13.50. UMFG-Valur, 2. fl. kvenna kl. 14.25. ÍBK-Stjaman, 2. fl. kvenna kl. 15. UMFN-ÍBK, 5. fl. karla kl. 15.35. UMFN-ÍBK, 2. deild kvenna kl. 16. Garflabwr: HK-Þór, 2. deild karla kl. 15. UBK-ÍA, 1. fl. karla kl. 16.25. UBK-Þróttur, 2. fl. karla kl. 17. HK-Grótta, 2. fl. karla kl. 17.45. Stjaman-Þróttur, 3. fl. karla kl. 18.30. HK-Ármann, 3. fl. karla kl. 19.05. UBK-Leiknir, 3. fl. karla kl. 19.40. UBK-Þróttur, 2. deild kvenna kl. 20.15. Laugardalshöll: Fylkir- HK, 2. deild kvenna kl. 19. ÍR-FH. 1. deild karla kl. 20. KR-Ármann, 1. deild karla kl. 21.15. 66. SKJALDARGLÍMA ÁRMANNS fer fram í Vogaskóla sunnudaginn 19. febrúar 1978 kl. 16. Þátttakendur eru úr þrem Reykjavíkur- félögum, Ármanni, KRog Víkverjum. Meóal þátttakenda eru Guðmundur Freyr Halldórsson, skjaldarhafi, Guðmundur ólafs- son, Hjálmur Sigurðsson og Gunnar Ingvars- son. SKÍÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR Kennsla I skíðagöngu hefst nk. sunnudags- morgun kl. 10 við Sklðaskálann í Hveradölum Kennari verður Ágúst Björnsson frá Skíða- félagi Reykjavíkur. Skráning á námskeiðið er I slma 12371 Ellen Sigvhatsson Amtmanns- stíg 2, eða á æfingastað. MEISTARAMÓT TAFLFÉLAGS SELTJARNARNESS hefst mánudaginn 20. feb. kl. 20 I Valhúsa- skóla. Teflt verður I tveimur flokkum, eldri flokki, 15 ára og eldri, og unglingaflokki, 14 ára (fædd 1964) og yngri. Eldri flokkur teflir á mánudag kl. 7,30. miðvikudag kl. 7,30 og laugardag kl. 2. Unglingaflokkur teflir á þriðjudag kl. 7 og sunnudag kl. 2. Þátttaka tilkynnist I Valhúsaskóla á laugardag frá kl. 2-5 I síma 20007. SYSTRAFÉLAGIÐ ALFA hefur fataúthlutun á mánudag, 20. feb., að Ingólfsstræti 19 frá kl. 2—4 e.h. Gjafir GJÖF TIL KRABBA- MEINSFÉLAGS ÍSLANDS Guðrún Hannesdóttir, Vallartröð 6 Keflavík, færði Krabbameinsfélagi Islands þrjátiu þúsund króna gjöf til minningar um föður sinn, Hannes heitinn Glslason, á hundrað ára afmælisdegi hans, en hann var fæddur 7. feb. 1888. Guðrún hefur áður minnzt afmælisdags föður síns með því að færa krabbameins- félaginu góðar gjafir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.