Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 9
PABÍI Keykjavik Hafnarstræti 15. Síml 18533 Akureyri Hafnarstræti 85, sími 19889. Ávallt eitthvað nýlt! DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1978. NYKOMIÐ MIKID ÚRVAL AFBUXUM Hraðbrautin gegnum bæinn eitt stðru vandamálanna veituna, þá þarf að leita allra úr- ræða til að nýta hana sem bezt i þágu létts iðnaðar. Félagsmál, fþróttahúsmál, kirkjubyggingar- mál, þessti þarf öllu að gefa gaum. í hafnarmálum mætti ýmislegt betur fara, en við ráðum þar litlu, þar sem um landshöfn er að ræða. Nú, samstarf sveitafélaganna á Suðurnesjum hefur borið ríkuleg- an ávöxt og má auka svo lengi sem hagsmunir Ibúanna eru tryggðir og þjónustan minnkar ekki.“ Hilmar Þórarinsson, rafvirkja- meistari og framkvæmdastjóri Rafmagnsverktaka Keflavíkur hf., sagðist leggja aðaláherzluna á gatnamálin. Hitaveitufram- kvæmdunum, sem tafið hefðu lagningu varanlegs slitlags, væri svo til lokið. Knýjandi nauðsyn væri því á að leggja á göturnar malbik, — ekki endingarlitla oliumöl. „Verkefnin mega ekki vera of mörg i einu, — hafa færri á sínum snærum og ljúka við þau í stað þess að vera að vasast f mörgu og koma engu frá.“ Hilmari fannst, eins og fleirum, syrta í álinn f atvinnulffinu. Skipulagsbreytingar í rekstri út- gerðar og fiskvinnslu væru því aðkallandi. Einingar þyrftu að stækka, úr skúrafyrirkomulaginu í stór fiskiðjuver, — um þær gætu margir smáir sameinast og slíkan rekstur sagðist Hilmar styðja. „Sjávarútvegurinn er og verður undirstöðuatvinnuvegur Islend- inga, — og þar sem við ráðum nú loksins yfir öllum okkar fiski- miðum þá verðum við að leggja áherslu á.að fullvinna það sem á land berst." Fimmti frambjóðandinn var eins og áður kom fram erlendis er okkur bar að garði, en hann heitir Hreinn Óskarsson, húsa- smíðameistari og framkvæmda- stjóri Meistarafélags byggingar- manna á Suðurnesjum. Hreinn hefur látið málefni iðnaðarmanna á Suðurnesjum mjög til sín taka, sérstaklega varðandi menntun og menntunaraðstöðu, bæði þeirra sem hefja nám og svo hinna sem eldri eru og gjarnan vilja auka við þekkingu sina og fylgjast með tímanum. Hreinn fylgist vel með því sem er að gerast í heimi iðnaðarins og einmitt þess vegna er hann staddur á iðnkynningu i Hannover í Þýzkalandi. - emm Margirlitir Einnigmikió úrval af mörgum öörumsniöum „Ég tel nauðsynlegt að fara eftir deiliskipulaginu frá 1968,“ sagði Guðjón Helgason, skipa- og húsasmiður, „þar sem áætlað er að þjóðbrautin verði lögð fyrir ofan byggðarlagið. Tíð og ógn- vekjandi slys á Reykjanesbraut- inni í gegnum Njarðvíkurnar krefjast þess. A ég þar við vegar- kaflann frá Grænásafleggjara og til Keflavíkur. Götuvitarnir á horni Reykjanesbrautar og Borg- arvegs hafa ekki komið að því gagni sem vonazt var til að forðast slysin. Bæjaryfirvöld verða því að finna róttækari leiðir í umferðar- málum, leggja gángbrautir, girða veginn af og minnka ökuhraðann með því að steypa hryggi á tveim- ur til þremur stöðum á umrædd- um kafla. I öðrum málum vil ég að bæjaryfirvöld setji þeim fyrir- tækjum sem fást við byggingar fjölbýlishúsa þaér reglur að þau skili þeim fullfrágengnum að utan ásamt lóð. Til þessa hefur mikið á skort í þeim efnum." „Næst hjarta mínu eru vegna starfsins æskulýðs- og skólamál- in,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, sem annazt hefur kennslu í 20 ár, þar af sex í Njarðvíkunum. „En þótt margt hafi gott verið gert á þeim vettvangi undanfarin ár er ýmislegt ógert. Æskulýðsfulltrúi var hér starfandi, en nú er hug- myndin að færa allt inn f skólana, sem er mjög varhugavert, nema góð skipulagning og fjármagn komi til, — að öðrum kosti er hætta á að æskulýðsmálin verði laus í reipunum. Svo ég drepi á fleira, þá eru atvinnuvegirnir mjög einskorðaðir við fiskveiðar og fiskvinnslu, svo að mjög er aðkallandi að finna leiðir til að auka á fjölbreytnina; hef ég þá ekki sízt í huga fullorðið fólk með skerta starfsorku. Nú og þrátt fyrir dagheimili og gæzluvöll, þá vantar alveg opin leiksvæði fyrir börn, þar sem þau geta leikið sér, ef svo ber undir, alveg frjáls." „Varðandi málefni Njarðvíkur er mér efst í huga sú óheilla- þróun, sem orðið hefur i atvinnu- málum bæjarins." Fyrir svörum er Eðvald Bóasson, húsasmiður og einn af eigendum fyrirtækisins Hús og innréttingar. „Fisk- iðnaðarfyrirtæki og útgerð eru óðum að draga saman seglin eða hætta alveg og mörg fyrirtæki í öðrum greinum eru illa á vegi stödd. Ég tel að þarna verði bæjarfélagið og íbúarnir að mynda sterka samstöðu, atvinnu- lega, ásamt þeim einkarekstri sem vel er stjórnað og á því fylli- lega rétt á sér. Hvað varðar hita- Fimm keppa um þrjú efstu sæt- in í prófkjöri Alþýðuflokksins í Njarðvíkunum sem fram fer á sunnudaginn, 19. febrúar, f litla salnum í Stapa. Kjörgengir eru þeir sem náð hafa 18 ára aldri og eru óflokksbundnir i öðrum _ stjórnmálaflokkum, og eru niður-' stöður prófkjörsins bindandi. Við hittum fjóra af þeim fimm sem gefa kost á sér að máli, hinn fimmti var erlendis, og spurðum þá hvaða mál væru þyngst á met- unum hjá bæjarfélaginu. Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Njarðvík við bæjarstjórnarkosning- arnar í Njarðvík vorið 1978. Prófkjörið fer fram sunnu- daginn 19. febrúar kl. 10 f.h. — 22 e.h. í Stapa litla sal. Kjörgengi hafa allir þeir sem orðnir eru 18 ára. eru búsettir í Njarðvík og eru ekki flokksbundnir í iiðrum stjórnmálaflokkum. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi. KJÖRSEÐILL 1. sæti 2. sæti 3. sæti Eðvald Bóasson, Hlíðarvegi 58 | ■ Erna Guðmundsdóttir, Holtsgötu 34 Guðjón Helgason, Illíðarvegi 11 Hilmar Þórarinsson, Klapparstig 5 Hreinn Óskarsson, Hólagötu 3 Setja skal X í viðkomandi reiti, aðeins skal kosinn einn maður í hvert sæti. Ekki má kjósa sama mann í fleiri en eitt sæti. Merkja skal við 3 nöfn, annars er seðillinn ógildur. Ekki má merkja í svarta reiti. Prófkjör Alþýðuflokksins íNjarðvíkum á sunnudag:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.