Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 10
Útgefandi DagblaftiA hf
Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritatjóri: Jónas Kristjánsson
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Palsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurðssön, Dóra Stefónsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson,
Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannssón, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M.
Halldórsson.
Ritsjjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11
Aðalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Askrift 1700 kr. á mánuði innanlands.
(lausasölu 90 kr. eintakið.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Armúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf, Síðurtjula 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19.
Pólitísku verkfalli hafnaö
Verkalýðsforingjar og ríkis-
stjórn sjá nú svart á hvítu, að
þjóðin hafnar lögleysu þeirra.
Niðurstöður skoðanakönnunar
Dagblað'sins sýndu óyggjandi, að
um þaö bil tveir af hverjum þrem-
ur landsmönnum eru andvígir
verkfallsaðgerðunum 1. og 2. marz. Jafnframt
hafnar mikill meirihluti fólks ólögum ríkis-
stjórnarinnar.
Ríkisstjórnin framdi lögleysu með því að
breyta gerðum kjarasamningum, þótt með nýj-
um lögum væri. Ráðherrar ógiltu rúmlega
þriggja mánaða gamlar undirskriftir á kjara-
samningum við opinbera starfsmenn og nánast
viðurkenndu, að þeir hefðu skrifað undir vit-
andi vits um, að ekki yrði staðið við samning-
ana. Stjórnarliðar segja beinlínis, að ljóst hafi
verið frá upphafi, að, ekki yrði unnt að' fram-
fylgja samningunum. Þetta kallar fólk svik og
lögleysu, þótt stjórnarmeirihlutinn á Alþingi
samþykkti svikin með nýjum lögum.
En fólk fordæmir að sama skapi viðbrögð
forystumanna launþegasamtakanna, sem svör-
uðu þessari lögleysu með annarri. Foringjarnir
efndu til ólöglegs verkfalls í stað þess að bíða
næstu mánaðamóta, þegar verkföll geta orðið
lögleg. Almenningur, jafnt fólkið í launþega-
félögunum sem aðrir, skildi, að hér var um
pólitískt verkfall að ræða. Launþegar standa
saman um kröfuna um endurheimt verðbót-
anna, sem ríkisstjórnin tók af þeim, en tals-
verður meirihluti þeirra hafnaði fyrirmælum
foringjanna um ólöglegar aðgerðir.
Því fengust aðeins um tuttugu og fimm þús-
und launþegar til að leggja niður vinnu í
byrjun marz af milli sextíu og sextíu og fimm
þúsundum, sem eru í launþegasamtökunum,
sem stóðu að aðgerðunum. Margir létu aðeins
undan hörku foringja sinna og fóru tilneyddir í
verkfall, þegar á þá var gengið. Verkalýðsfor-
ingjarnir sitja því eftir með sárt ennið'. Fólkið
hafnaði forystu þeirra. Víðast kom fram, að
almenningur lætur hvorki þessa foringja né
aðra teyma sig út í vitleysu.
í fyrsta lagi kaus fólk frekar að bíða löglegs
verkfalls en styðja ólöglegt pólitískt verkfall.
Ennfremur töldu menn verkfallið tilgangslítið,
eins og komið hefur í ljós. Ríkisstjórnin hefur
fremur styrkzt við þessar fyrstu aðgerðir laun-
þegasamtakanna.
Launþegar eru yfirgnæfandi meirihlpti
þjóöarinnar. Skoðanakönnun Dagblaðsins
gefur mynd af viðhorfum allra landsmanna,
launþega sem annarra. Það þarf ekki að koma
neinum á óvart, að tveir af hverjum þremur,
svipað hjá körlum og konum, voru andvígir
verkföllunum. Andstaðán gegn þeim var
heldur minni á Reykjavíkursvæðinu en úti á
landi, en einnig á höfuðborgarsvæðinu var
yfirgnæfandi meirihluti á móti verkföllunum.
Mestu skiptir, aó verkalýðsforingjarnir læri
af þessu. Andstaðán við' kjaraskerðingu ríkis-
stjórnarinnar er mikil og fólk reiðúbúið til
margs til að hnekkja henni. En almenningur
hafnar þeirri röksemdafærslu, að lögleysu
eigi að svara meðjlögleysu.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978.
Stóraukin hervæðing
f ramundan í Japan
—Japan gegnir lykil-
hlutverki í hernaðar
áætlun Bandaríkja-
manna á Kyrrahafi
Líklegt er að framundan sé
sá tími í Japan, að Japanir
verði að hverfa frá núverandi
ástandi í landvarnarmálum og
byrja að hervæðast þannig að
hernaðarstyrkur styðji við
efnahagsveldi þeirra.
Þessi mál eru nú mjög á
döfinni vegna áætlana
japönsku ríkisstjórnarinnar að
kaupa nýjar gerðir af herflug-
vélum frá Bandaríkjunum.
Umræðurnar standa aðallega
um skilgreiningu ríkisstjórnar
Takeo Fukuda á reglum þeim
sem hafa verið í gildi um her i
Japan frá stríðslokum. Ríkis-
stjórnin vill túlka þær reglur
mjög frjálslega þannig að auka
megi hernaðarstyrk Japana til
landvarna mjög á næstu árum.
En margir óttast að það kapp
sem nú er lagt á hernaðar-
uppbygginguna kunni að leiða
til svipaðs ástands í hernaðar-
málum og varð á fjórða ára-
tugnum.
EFNAH AGSUPPBY GGING
BYGGÐÁ
HíRNAÐARFRAMLEIÐSLU
Mörg af helztu dagblöðum í
Japan hafa bent á það í forystu-
greinum að málið gæti tekið
hættulega stefnu. Baráttan um
auknar landvarnir er einkum
háð af fólki innan japansks
iðnaðar og það fólk heldur því
fram að hægt sé að leysa mörg
af vandamálum þjóðarinnar
með auknum hernaðarút-
gjöldum, m.a. hve mikid safnast
fyrir af erlendum gjaldeyri.
„Ég held að sagan endurtaki
sig ekki,“ sagði leiðarahöfund-
ur dagblaðsins Ashai Simbun,
Toyozo Tanaka. ,,En það sem
Japanir gerðu á fjórða áratugn-
um er kreppan var i
algleymingi, var að byggja upp
efnahaginn með hernaðarfram-
leiðslu."
Það sem hefur ýtt undir þess-
ar deilur er aukin óopinber
gagnrýni Bandaríkjamanna í
Japanskir hermenn, eða
varnarliðsmenn eins og þeir
eru kaiiaðir.
Pólitískt brúðuleikhús
— og prúðuleikarar
Dagblaðið hefur orðið vett-
vangur margra, sem skrifað
hafa um samskipti íslands og
Bandaríkjanna frá stríðslok-
um.
Aron Guðbrandsson, Geir R.
Andersen, Guðjón Petersen,
Kristján Pétursson og Sigurður
Sigurðsson hafa nýlega ritað
greinar um þessi mál frá ýms-
um sjónarhornum.
Skoðanir þessara mætu
manna eru í sjálfu sér mikið
þing. Þær eru í senn fræðandi
og dapurlegar.
Víða gætir slíkrar ævintýra-
mennsku, sem áður fyrr var
aðeins að finna í hasarbókum
um James Bond. í einni slíkri
bók var gerð hörð hríð að Fort
Knox, gullforðabúri Banda-
ríkjamanna, en íslenzkir stjórn-
vitringar og gullrassar gera
þann ævintýraheim að hreinum
barnaskap.
Af staðreyndum, sem kunnar
hafa verið um hríð, þá er erfitt
að skilja, hvernig Aron og Geir
R. geta imyndað sér, að þeir séu
að fjalla um varnar- og öryggis-
mál Islendinga, þó að þeir vilji
pressa út úr Sámi frænda aukin
efnahagsleg hlunnindi.
...M0NEY...M0NEY...
MONEY...
Aron vill hvorki selja né gefa
landið. Hann er sjálfsagt
glöggur kaupsýslumaður, enda
er honum gjarnt að líta á sam-
skipti íslendinga og Banda-
ríkjamanna eins og hér sé um
að ræða lítið og illa rekið fyrir-
tæki: Hagnaðurinn er hvergi
sjáanlegur og í augum Arons er
fjármagnsskortur eina gilda
skýringin á ástandinu.
Aron sér, að bandarískar
varnir hér i aldarfjórðung hafa
ekki verið burðugri en svo, að
hægt hefði verið að drepa
helming íslenzku þjðarinnar
eins og flugur.
En skýring Arons er hins
vegar athyglisverðari. Jú, það
er nefnilega fjármagnsskortur-
inn sem gerir þessa sláturtíð
hugsanlega en ekki staðreyndin
í þágu hverra varnarkerfið er
rekið hér.
Aron tilheyrir þeirri kynslóð,
sem átti þá manngildishugsjón
að láta ekki hafa af sér.
Aronskan á því bæði rætur í
uppeldi hans og atvinnu.
Sjáifsagt kann aronskan að
vera gjaldgeng hjá litlu fyrir-
tæki en þegar framtíð og sjálf-
stæði heillar þjóðar er i húfi,
hljóta fleiri atriði en hagkvæm
peningaviðskipti að vera tekin
með í reikninginn.
WASHINGTON TALAR
Nýlega viðurkenndi opinber
embættismaður í Washington,
sem allir Islendingar vissu af
eigin raun, að svona varnar-
samningur er einskis virði fyrir
viðsemjendur Bandaríkjastjórn
ar. Varnarsamningurinn er ein-
ungis löggilding á bandarískri
hersetu hér á landi. Áuðvitað
er bandaríski herinn hér til
þess eins að gæta bandarískra
hagsmuna.
PÓLITÍSKT BRÚÐULEIKHÚS
I síðari Tieimsstyrjöldinni
voru Bandaríkjamenn búnir að
fá áhuga á tslandi sem herstöð.
Á þeim tíma var það grund-
vallaratriði í bandarískri utan-
ríkisstefnu að makka ekki við
þjóðir á nýlendustigi.
Þegar íslendingar losnuðu
undan Dönum, voru Banda-
ríkjamenn fljótir að viður-
kenna lýðveldisstofnunina, af
því að þeir höfðu sjálfir auga-
stað á tslandi.
Bandarískir stjórnmálamenn
kynntu sér ástandið hérna I
innanlandsmálum og voru
fljótir að koma sér upp póli-
tísku brúðuleikhúsi.
Síðan kipptu bandarískir
stjórnarherrar í spottana,
þegar íslendingar áttu að biðja
Bandaríkjastjórn um vernd.
Diplómatísk fínpússning á svo-
kölluðum varnarsamningi
breytir þar litlu.
YFIRRÁÐ Á
ÚTSÖLUVERÐI
Það er mikill misskilningur,
að Bandaríkjamenn dæli holt
og bolt dollurum í eina þjóð.
Bandaríkjamenn fjármagna
kunningja sína, er þeir vernda
bandaríska hagsmuni. Banda-
ríkjamenn púkka upp á smáhóp
innan einnar þjóðar til þess að
tryggja sér eigin yfirráð.
í Suður-Ameríku hafa
Bandarfkjamenn ýmist fjár-
magnað her, lögreglu, einstaka
starfshópa eða ættir, sem síðan
gæta bandarískra hagsmuna.
Af þeim sökum eru það frem-
ur broslegir tilburðir nokkurra
tslendinga, ef þeir halda í al-
vöru, að hægt sé að vaða ofan í
vasa Sáms frænda í nafni is-
lenzku þjóðarinnar; taka af
honum hattinn, slíta af honum
axlaböndin og buxurnar, þegar
þess er jú einusinni gætt, að
Bandaríkjamenn hafa þegar
tryggt sér yfirráð yfir tslandi
og notagildi þess með minnst-
um tilkostnaði til eilífðarnóns.
EINS OG ÁSTANDIÐ ER...
Eins og ástandið er í dag, þá
eru bandariskir hagsmunir