Dagblaðið - 10.03.1978, Page 28
Yfirvinnubann neðarlega
á lista en leynd hvflir
yf ir ef ri sætunum
„Yfirvinnubann er neðarlega
á listanum yfir hugsanlegar að-
gerðir í næsta mánuði, er samn-
ingar losna, það er heil sería
þar fyrir ofan sem of snemmt
er að segja um fyrir fundinn,
enda á hann að vera „brain-
storming“ eða hugmyndabanki
og umræðugrundvöllur fyrir
hugmyndirnar," sagði Guð-
;mundur J. Guðmundsson fyrir
• miðstjórnarfund ASÍ í gærdag.
Þá náði blaðið stuttlega tali
af Éðvarð Sigurðssyni, sem
einnig sagði erfitt að tjá sig
fyrir fundinn, en tók i sama
streng hvað yfirvinnubannið
áhrærði. Einnig sagði hann of
snemmt að spá neitt fyrir um
verkföll áður en samningavið-
ræður væru komnar af stað.
Mæting var svo góð að bæta þurfti við borði. Snorri Jonsson
varaforseti ASÍ og Haukur Már Haraldsson blaðafulltrúi hjálpast
að. DB-mynd: R.Th.
Er hann var spurður hvort
fleiri félög en VR hygðust gera
kröfur umfram að samningarn-’
ir frá í fyrra yrðu áfram í gildi
sagðist hann ekki búast við því
enda hefði VR nokkra sérstöðu
í sínu máli.
- G.S.
Guðmundur J. Guðmundsson
skerpir hugsunina á neftóbaki
fvrir fundinn, enda átti fundur-
inn að verða „ hrai.nstorming“
eins og hann komst að orði.
DB-mvnd: R.Th.
Aðgerðir
ASÍ
eftirað
samningar
losna
1. aprfl:
Hlý og gróf vor-
rigning—ogsólríkt
vorveðurídag
Það er deginum ljósara að
það er vor í lofti. Eflaust eiga
landsmenn þó enn eftir að
finna fyrir harðýðgi Vetrar
konungs en þó verða það vart
langvarandi hörkur. Það lifnar
yfir borgarlífinu — og hér er
bílstjóri á bílastöð í Re.vkjavík,
sem kennir sig við borgina, á
sprettinum út í bíl sinn til að
sinna viðskiptavini sem bíður. í
gærkvöldi gerði stórfellda vor-
rigningu, hlýja og grófa, en í
dag má búast við að létt verði
yfir, a.m.k. suðvestanlands.
DB-m.vnd Hörður.
„Ætla mér að nýta eyjarnar
eins og hver annar bóndi”
- segirSímon Kjærnested, endurskoðandi
„Eg verð að viðurkenna að ég
hef aldrei í Skáleyjar komið ogi
veit ekki hvernig þar er umhorfs
nema af upplýsingum," sagði
Símon Kjærnested endurskoð-
andi í viðtali við DB í gær
Tilboðið hljóðaði upp á um 15
milljónir og eignin sem um ræðir
er hálfar Skáleyjar. A aðale.vnni
eru tvö hús og er búið allt árið í
öðru þeirra. Eyjarnar sem þessi
tvö býli eiga eru samtals milli 130
og 140 og er æðarvarp í nær öllum
auk þess sem mikill selur er við
þær.
Er DB spurði Slmon hvað hann
h.vgðist gera við eignina sagði
hann: „Eg ætla mér að nýta hana
eins og hver annar bóndi.“ Ekki
h.vggst hann þó hætta endurskoð-
un heldur sitja eyjarnar á móti
öðrum.
Flateyjarhreppur á forkaups-
rétt að eigninni en eftir því sem
DB komst næst í gær mun ekki
vera fyrirhugað að nota þann rétt.
- G.S.
Srfálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978
Tryggingabætur
skertar
Hver lifiraf
73.136
krónum?
Hámarksbætur einstaklings
eru nú 73.136 krónur á mánuði
eftir hækkun á bótum almanna-
trygginga 1. marz. Skerðing
verðbóta, sem samþykkt var á
Alþingi fyrir skömmu, nær einnig
til bótanna. Þannig hækka allar
bætur aðrar en tekjutrygging og
heimilisuppbót um 5,5 prósent í
stað 11 prósenta, en
tekjutryggingin hækkar um 7,5
prósent í stað 11.
Ríkissjóður mun spara sér
nærri milljarð króna í ár vegna
þess að hækkunin varð minni en
til stóð. Sú hækkun, sem verður,
eykur útgjöld lífeyristrygginga
um milljarð á árinu.
Grunnlífeyrir einstaklinga
verður nú 38.609 krónur. og
tekjutryggingin 34.527, svo að
hámarksbætur verða 73.136
krónur. Hámarksbætur hjóna
verða 127.863 krónur. Barnalíf-
eyrir verður 19.756 krónur og
heimilisuppbót 12.900 krónur.HH.
Slysaútköllin
yfirgnæfðu
Þrjú slys urðu á fimm til sjö
mínútna bili í Kópavogi í morgun.
Öhappaaldan hófst með því að
kona sem var ein á ferð í bíl lenti
á staur á móts við húsið
Hrauntungu 1. Bifreiðin var
illa útleikin eftir áreksturinn og
varð að fjarlægja hana með
kranabíl. Konan hlaut meiðsli en
ekki alvarleg.
Á fáum mínútum eftir þetta
slys urðu tveir árekstrar á
Nýbýlavegi. Sá fyrri við Skelja-
brekku og hinn við mót
Birkigrundar. Þar varð ekki um
slys að ræða á fólki. -ASt.
Slysið í Kópavogi í morgun.
Ökumaðurinn var að kasta
sígarettu út um glugga og fipaðist
aksturinn. DB-myndir Sv. Þorm.
Nýr maður
í hreppsnef nd
Talningu í prófkjöri sjálf-
stæðismanna á Höfn í Hornafirði
er lokið, en 293 greiddu atkvæði.
Aðeins 247 seðlar reyndust gildir,
einhver ruglingur virðist hafa
komið á vegna þess að fram-
sóknarmenn eru einnig með próf-
kjör í gangi á staðnum. Láta þeir
merkja við fjóra, en sjálfstæðis-
menn létu merkja við sjö. Hefur
þetta riðlazt eitthvað.
Niðurstaðan varð sú, að Vignir
Þorbjörnsson varð efstur með 236
atkvæði, Albert Eymundsson varð
annar með 197 atkvæði, Arni
Stefánsson þriðji með 172, Unn-
steinn Guðmundsson fjórði með
154 og Ingólfur Waage fimmti
með 155.
Sjálfstæðismenn hafa þrjá
menn í hreppsnefnd og fram-
sóknarmenn þrjá. Alþýðubanda-
lagið er með einn mann.
- HP