Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 — 82. TBL: RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.— AÐALSÍMI 27022. Útskipunarbannið bindur skjótan enda á beztu aflahrotu í mörgár: NÆR 8001FISKIÐNAÐI í EYJUM VERÐUR SAGT UPP frystihúsin neyðast tii að stöðva vertíðina Búast má við að 700 til 800 starfs- mönnum í frystiiðnaðinum í Vest- mannaeyjum verði sagt upp störfum nú um helgina í kjölfar þess að frysti- húsin geta ekki tekið á móti fiski nema til laugardags. Geta þau ekki tekið við lengur sökum plássleysis í frysti- geymslum i kjölfar útflutningsbanns- ins. Mun vertiðin þá stöðvast um ófyrirsjáanlegan tíma, en nú stendur yfir einhver bezta aflahrota Eyjabáta i mörg ár og berast daglega á land 300 til 500 tonn. Við þetta bætist að fleiri hundruð sjómanna verða atvinnulausir því aðeins stærstu bátarnir geta veitt til að sigla með aflann út á markað. Stefán Runólfsson. forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, stað- festi þetta í morgun og sagði leitt til þess að vita að loks þegar veður og fiskleysi væru ekki til trafala fyrir góðri afkomu gripu mennimir sjálfir inn í. Miðað við að hætta að taka á móti afla á laugardaginn kemur bjóst hann við að vinna entist i húsunum framundir mánaðamói. G.S. Skattrannsókn kannar söluskattsskil: Undandráttur eins fyrir- tækis nemur 35-40 millj. „Undandrátturá söluskatti mjögalmennur,” segir skattrannsóknarstjóri Rannsókn er nú gerð hjá skattyfir- völdum á a.m.k. tímabundnu undan- skoti á söluskattsskilum er nema um 40 milljónum króna hjá fyrirtækinu Nesco hf., sem rekur innflutnings- og smásöluverzlun. Fyrirtækið selur mjög mikið með af- borgunarskilmálum. Þrátt fyrir slika tilhögun ber seljanda vöru að skila söluskatti af vörunni á næsta sölu- skattsgjalddaga eftir sölu, enda þótt hluti verðsins sé greiddur með afborg- unum. Tekur þvi rannsóknin ekki aðeins til skiladráttar á söluskatti heldur rangrar túlkunar á reglum sem um söluskattsskil gilda. Þegar ljóst var að ekki var fylgt ský- lausum reglum um söluskattsskil nokkru fyrir sl. áramót lét fyrirtæki þetta af uppteknum hætti, samkvæmt heimildum sem DB telur öruggar. Er nú unnið að þvi að gera dæmið upp þannig að full skil verði gerð. Garðar Valdimarsson skattrann- sóknastjóri sagði i simtali við frétta- mann DB í morgun. að embætti sitt hefði að undanförnu unnið að könnun á söluskaitsskilum fjölda fyrirtækja undanfarin tvö ár. „Undandráltur á söluskatli er mjög almennur og skiptir tugum miljóna, þannig að undandreg- in velta skiptir hundruðum milljóna." sagði skattrannsóknarstjóri. Hann færðist eindregið undan þvi að ræða þetta tiltekna mál. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DB er hvergi um að ræða jafn háar upphæðir og hjá Nesco hf. - ÓV/BS LANDIÐ BAÐAÐ SÓLSKINI í DAG þegar sólin er búin að verma umhverfið með geislum sínum. Borgarbúar nota líka tækifærið á sólskinsdögum eins og I dag og í gær, þvo rykið af bílum sínum, ferðast um á farartækjum sinum stórum og smáum. eða það sem betra er. fara í göngutúr. 1 gær var hitinn i Reykjavik 11 stig, en i Borgarfirðinum komst hitinn i 13 stig. 1 dag má reikna meðsvipuðu veðri. Myndirnar: Ungur Kópavogsbúi á ferð á þrihjólinu sinu, vel varinn í um- ferðinni. Minni myndin sýnir rykugan bíl skipta um svip eftir rækilegan þvott á þvottaplani. DB-mynd R. Th. Sig. „Það er alls staðar fallegt, ef vel veiðist”, segir gamalt máltæki. Alveg eins má segja að alls staðar sé fallegt í björtu og góðu veðri. Og þá er lika svo ósköp auðvelt að vakna á morgnana. Endurbætt skattafrumvarp komið fram: Stjórnarandstaðan gagnrýnir hart meðferð málsins „Mér finnst atveg fráleitt hvcrnig að þessu hefur verið staðið. Talað hefur verið um á hverju ári kjörtíma- bils stjórnarinnar að breyta skattalög- um og svo er þctta frumvarp lagt fram þegar aðeins hálfur mánuður er eftir af þinginu," sagði Geir Gunnarsson al- þingismaður (AB) i viðtali við DB I morgun. Aðrir stjórnarandstæðingar lóku í sama streng um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kom fram i gær. Geir Gunnarsson hafði ekki enn séð frumvarpið sjálft. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagðist ótt- ast að ríkisstjómin væri bara að sýna frumvarpið en ætlaði sér ekki að láta Ijúka vinnu við það nú. 50-60 stjórn- arfrumvörp væru enn óafgreidd og ætlunin væri að Ijúka þingi upp úr mánaðamótum. Ekki yrði unnt að af- greiða skattafrumvarp nema flestöllu öðru yrði ýtt til hliðar. Slik afgreiðsla væri viðs fjarri þvi sem menn teldu mögulegt. Magnús Torfi Ólafsson. for- maður Samtakanna. sagði i gær að mjög óraunsætt væri að ætla að af- greiða skattafrumvörp á tveim vikum. Matthias Á. Mathiesen fjármála- ráðherra segist hins vegar ætlá að láta afgreiða skattafrumvarpið og frum- varp um staðgreiðslu, sem taki gildi I. janúar 1979, á þessu þingi. Skattalækkun Skattafrumvarpið gerir ráö fyrir skattalækkun um einn milljarð. miðað við að meðaltekjur hækki um 35% milli 1977 og 1978. Tekjuskattur muni að meðaltali lækka um 7%, um 5% hjá hjónum en 11% hjá ein- hleypum. Þó munu hjón tapa á breyi ingunni. ef tekjur þeirra samanlagt eru yfir 4 milljónir og tekjur konu yfir 2 milljónir. Hjón verða skattlögð hvort um sig og hafa bæði persónuafslátt. Ef afslátturinn nýtist ekki færist hann yfir á hitt hjónanna. Frádráttarliðum fækkar. en frádráttur, svo sem vextir, verður nokkuð svipaður og nú. Sölu- hagnaður allra eigna verður skatl- skyldur án tillits til eignarhaldstíma. Fyrningu skal reikna af endurmetnu stofnverði fyrnanlegra eigna. - HH < < < <

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.