Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978. . eru kvennaráðin Leikfélag Keflavtkur sýnir Herbergi 213 eftir Jökul JakobsSon. Leikstjóri: Þórunn Siguröardóttir. Leiklistarlíf stendur nú með miklum blóma á Suðurnesjum og segja fróðir menn, að sú starfsemi hafi fyrst tekið við sér, eftir aö búið var að loka fyrir kanasjónvarpiö þar syðra, og sýnir þetta glögglega hvíllkt þjóðþrifaverk sú lokun hefur verið. En nóg um það. Nú hefur Leikfélag Keflavíkur tekið til flutnings leikritið Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson, en það var áður sýnt fyrir um það bil fjórum árum i kjallara Þjóðleikhússins. Það leynir sér ekki, að verkið er mjög í ætt við önnur leikrit sama höfundar frá þessum tíma, svo sem Dóminó og Klukkustrengi. Hér er enn á ferð aðkomumaður, „gestkomandi í bænum”, sem flækist inn i hversdags- leika íslenzks smábæjarlífs og kemur hlutunum á hreyfingu, ekki sizt tilfinningalifi kvenþjóðarinnar. En í þessu verki fara þó leikar þannig að komumaður sogast inn í hringiðuna og verður að taka við og leika til enda hlutverk nýlátins vinar síns gagnvart þeim kvenpeningi: eiginkonu, móður, systur, dóttur og viðhaldi, sem hann, eins og hver annar kristinn borgari, verður að hafa i kringum sig til að geta lifað — og dáið. Og leikurinn sýnir, hvernig karlmaðurinn koðnar niður i hópi þessara ástriku kvenna sinna, sem ekki lirnia bliðulátum fyrr en allur móður og mergur er úr hon- um soginn og allar hinar háleitu og karlmannlegu hugsjónir sem bærðust í brjósti hans, svo sent sú að skrifa grein um áburðardreifingu úr flugvélum, eru vængstýfðar V nissanafnið fram- kvæmd. Svört kómedía? I hugleiðingum sinum um verkið i leikskrá varpar leikstjórinn, Þórunn Sigurðardóttir, fram þeirri spurningu, undir hvaða tegund leikrita Herbergi 213 skuli flokkast og verður þar margt uppi á teningnum, svo sem: „Saka- málaleikrit? Gamanleikrit? Alvarlegt sálfræðidrama? Absúrd nútímaleikrit? Svört kómedía? Kannski allt þetta?” Verkið er raunar ekki sérlega hreinræktað, en ef beitt er útilokunar- aðferð er trúlegt að böndin berist að endanum að titlinum „svört kómedía” fremur en öðrum, en hinsvegar er í verkinu að finna margt það sem gefur tilefni til táknsæislegs skilnings og það jafnvel i anda. absúrdisma, t.a.m. er alls ekki Ijóst, að hve miklu leyti aðalpersónan er „hann sjálfur” og að hve miklu leyti óskadraumur eða einhvers konar „annað ég”, og sjálfs- henging þessarar persónu i lokin leiðir óneitanlega hugann að þeim sálar- dauða, sem flestir hafa dáið i sínu hversdagslífi, löngu áður en maðurinn með Ijáinn sækir þá heim. Og -megi kannski lesa úr verkinu þá almennu speki, að menn geri í líft sínu lítið annað en að leika hlutverk sem þeim er skammtað af öðrum, leynir sér þó ekki, að þeir lífshættir sem móta per- sónurnar í þessu verki eru bundnir við efnað borgarafólk, þannig að næmir menn gætu þótzt heyra í þvi „þjóðfélagslegan undirtón”. Ef við semsagt veðjum á það, að verkið sé einskonar „kómedía”, er það að vísu í dökkum litum og með alls- kyns undirtónum og tákngildum, hljótum við um leið að ætlast til þess að flutningur þess einkennist öðru fremur af hraða og hreyfingu. En það er ekki laust við, að eitthvað vanti á þetta tvennt i sýningunni, þótt uppstillingar séu margar ágætar. Orðræðurnar i leiknum eru yfirleitt hnittnar og snjallar, en þurfa hinsveg- ar að ganga nokkuö hratt fyrir sig til aönjótasín. Köttur og mús Persónur leiksins greinast i tvo and- stæða hópa, ef hópa skyldi kalla, þar sem eru konurnar fimm annarsvegar, en karlpersónan hinsvegar, og menn sjá í hendi sér, að sú viðureign sem fram fer milli téðra aðila verður ójafn leikur. Um fyrri hópinn gildir það, að hann verður að skoðast út frá þeirri hlið sem snýr að hinni burtkölluðu og endurheimtu miðju, karlmanninum, þannig að skýrt sé dreginn fram sá þáttur sem hver um sig á i skipbroú hans og héðanför, eigi sýningin að vera hnitmiðuð, en einnig þarf að koma til skila sambandsleysi þeirra kvennanna innbyrðis og einangrun hverrar í sínu. Vandinn í túlkun felst sjálfsagt i því að finna hina réttu miðju milli manneskju og grínfígúru og þótti undirrituðum Ingibjörg Haf- liðadóttir, sem lék móðurina, rata þá leið einna bezt og verða eftirminnileg- ust. Eiginkonan, Jenný Lárusdóttir, gekk hins vegar lengra i átt til grínfíg- úru, enda má og segja, að hlutverkið „bjóði upp á” slikt, „fina borgarafrú- in” er orðin nokkuð þvæld, jú, það er eins og maður haft rekizt á hana í öðr- um leikritum áður, án þess að hún taki teljandi breytingum. Hinar kvenper- sónurnar þrjár, systirin (Marta Har- aldsdóttir), dóttirin (Hjördís Árnadótt- ir) og viðhaldið (Rósamunda Rúnars- dóttir) eru lauslegar dregnar, en verða þó lifandi í sýningunni, hver á sinn hátt. En þungamiðja leiksins er auðvitað karlpersónan, sem Steinar Geirdal leikur, og þróun hennar eða öllu heldur niðurkoðnun, sem nær há- marki með hengingunni frægu i bláa herberginu. Hvað sem líður raunveru- leika eða samsemd þessarar persónu — og þótt tíminn i leiknum sé fugl sem hnitar hringi fremur en fugl sem flýg- ur burt beint af augum, eins og Ómar Khajam vill hafa það, er ástæða til þess að ætla, að mismunur eigi að vera á Alberti-Pétri-?? í upphafi leiksins og leikslok, þannig að heimsmennska og sjálfstraust víki fyrir algeru bjargar- leysi, því varla kemur maður, sem hefur lagt Suður-Ameríku eða hvað það nú var að fótum sér, inn í leikinn eins og hann sé kominn beint úr ís- lenzkum afdal. 1 sýningunni vantaði nokkuð upp á þetta, hverjum sem það er að kenna, og einkum í byrjun orkaði þessi dánu- maður sem helzt til auðfengin bráð kvenfólksins, þótt hann sýndi spretti er á leið. En þetta dró nokkuð úr spennu sýningar, sem í heild var mjög vönduð og skemmtileg, enda var leik- endum, leikstjóra og höfundi óspart klappað lof i lófa að lokinni frumsýn- ingu, en sá síðastnefndi birtist þar í Stapanum nokkuð óvænt — og er ekki meira Vit í því, að hann sýni sig hér meðal vor en að hann sé að bogra yftr þvottavélum suður í Kaupinhöfn? Kristján Árnason Leiklist W >2 KRISTJÁN ÁRNASON Heimilisfaðirinn (Steinar Geirdal) nýtur frístunda sinna í skauti fjölskv Idunnar. Hver vildi ekki vera í hans sporum? MALLÓ! Sendum í póstkröfu um land allt Vandað ,\\ íslenskt sófasett % \ á ótrúlega lágu verði Staðgreiðsluverð aðeins HuS9agn|d|j kr. 222.300 ° Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Bátskel með tveimur fannst eftir næturleit Lítill opinn bátur, sem á voru tveir menn, fannst á fimmta tímanum í gær- morgun 5 mílur NV af Gróttu. Hafði verið svipazt um eftir honum frá því á sunnudagskvöld. Mennirnir tveir ætluðu í siglingu hér inn um Eyjar en um sjöleytið var tekið að óttast um þá. í Ijós kom að vél hafði bilað hjá þeim, en þeir gátu á engan hátt gert vart við sig, þótt bátar sigldu hjá skammt frá. Var ekkert um borð sem hægt var að nota til merkis um hættu, ekki blys, ekki vasaljós og ekki eldspýta svo kveikja mætti í olíubornum tvisti. Sagði Hannes Hafstein í morgun að ástæða væri til að vekja athygli bátseigenda á nauðsyn neyðarmerkja um boð og eins að bátar séu málaðir i skærum litum sem vel sést til, en ekki hvitir og bláir eins og þessi, sem varla sést á sjó. Það voru róðrarbátar sem fundu týndu bátskelina. Dró vb. Guðbjörg hana til móts við björgunarbát SVFl. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.