Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978.
17
Heimsf rægur brúðuleikhúsmaður í Reyk ja vík:
SÝNINGAR BANNADAR
YNGRIEN15 ÁRA!
—sýningarnarof
viðkvæmar
fyrirutan-
aðkomandi
truflunum
Einn þekktasti brúðuleikhúsmaður
heimsins í dag er væntanlegur til
Reykjavíkur um næstu helgi. Hann
heitir Albrecht Roser og er 56 ára gam-
all. Að stríði loknu tók Roser, sem er
Þjóðverji, að fást við ýmsar listgreinar,
meðal annars að skera út leikbrúður.
Varð hann þá svo hugfanginn af leik-
brúðunum að eftir það var leikbrúðu-
gerð hans aðalgrein. Með trúðnum
Gústaf hélt Roser út á eigin brautir og
hefur siðan áunnið sér miklar vinsældir
og frægð.
Fyrir Roser er leikbrúðan tæknilega
háþróað, listrænt og ofurviðkvæmt
tæki. Atriðin verða til hægt og hægt, I
andstöðu við flýti og hraðá nútímans.
Samanstendur sýningin af skopstælingu
og látbragðsleik og er ekki háð neinu sér-
stöku tungumáli.
Leikbrúður hafa allajafna verið
skemmtun smáfólksins. Nú bregður svo
við að einvörðungu fullorðnir eru vel-
komnir á sýningarnar. Börn innan 15
ára fá ekki aðgang. Ástteðan er sú að
sýningin er talin svo viðkvæm fyrir trufl-
unum. Hingað kemur Albrecht Roser á
vegum Goethestofnunarinnar, þýzka
bókasafnsins og Leikbrúðulands. Aðeins
ein sýning verður haldin. Hún verður í
hátíðasal Hagaskóla og hefst kl. 20
sunnudaginn 23. april nk.
- JBP
Amma gamla —i-ein leikbrúðan hans Rosers.
Bretar kanna landið fyrir
sjónvarpsþætti
ÚT í ÓVISSUNA
Á SKJÁINN
Þrír Bretar voru hér á landi i vik-
unni sem leið til þess að kanna að-
stæður fyrir myndatöku á sjónvarps-
þáttum eftir sögunni Út i óvissuna
eftir Desmond Bagley. Þeir k.oma svo
aftur í sumar með allt sitt hafurtask og
verða hér í einar fimm til sex vikur við
myndatöku. Enn einn leiðangur
verður svo gerður út með haustinu.
Eins og þeir vita sem lesið hafa Út í
óvissuna gerist sagan bæði á íslandi og
í Skotlandi. Sá hlutinn sem er látinn
gerast á íslandi verður tekinn bæði í
Reykjavík og norður i Þingeyjarsýslu,
nánar til tekið við Mývatn og i Ás-
byrgi. Bretarnir voru þar fyrir norðan í
vikunni sem leið að lita á staðhætti og
að sögn Sveins Sæmundssonar blaða-
fulltrúa Flugleiða leizt þeim vel á allt
saman.
Upphaflega var áætlað að taka
kvikmynd eftir sögunni og átti þá
Desmond Bagley sjálfur að vera með í
för. En hann veiktist svo ekki varð af
neinu. Nú er hann að vísu kominn til
heilsu og býr í Sviss en af einhverjum
ástæðum var hætt við kvikmyndina. í
staðinn verða gerðir þrír sjónvarps-
þættir. Það er BBC sem fyrir þeim
stendur og voru Bretarnir þrír á
vegum þeirrarstofnunar.
- DS
Örugg og nýtískuleg
kven- og
karlmannsúr
á mjög hagstæðu
verði.
Kynnið yður
Ótrúlegt en satt!
í sparaksturskeppni BÍKR fór Chevrolet Nova, 8 cyl. 305 cu.in.
sjálfskiptur, 39,56 km á 5 ltr. af bensíni, sem jafngildir 12,64 ltr. eyðslu á
100 km. og varð nr. 2 í sínum flokki.
Þetta dæmi sannar fullkomlega að tæknimönnum G.M. hefur tekist að
gera þennan stóra bíl ótrúlega sparneytinn.
Nú er ’78 árgerðin komin og er enn á sama hagstæða verðinu.
Oft var þörf en nú er nauðsyn að tryggja sér bíl strax fyrir næstu
hækkun. Chevrolet Nova-mest seldi ameríski bíllinn á íslandi.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900
CHEVROLET
NOVA