Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRlL 1978. t íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttEr Rúmlega 65 þúsund á Ibrox erRangers vann stórsigur Rúmlega 65 þúsund manns mættu á Ibroz t. Rangers mætti skozkum landsliðsmönnum i 40 manna HM-hópi. Lcikurinn var ágóðaleikur John Greig en hann hefur um áraraðir leikið með Rangers og marga landsleiki með Skotlandi. Rangers vann stóran sigur, 5—0, og Greig skoraði sjálfur tvö af mörkum liðsins. Russel skoraði og tvivegis og Derek Johnstonc eitt mark en hann er nú talinn liklegastur til að verða valinn leikmaður ársins i Skotlandi. Celtie vann stóran sigur i gærkvöld á neðsta liðinu í úrvalsdeildinni skozku, Clydebank, 5—2. í dag eiga um 30 áhangendur Celtic að koma fyrir dómstóla í Skotlandi vegna óláta er urðu á Rugb.v Park i Edinborg — leikvel i Hib.i*nian. Celtic mætti þá Hibernian og beið ósieur, 4—2. 37 milljaróa velta í norsku getraunum t 33. leikviku getrauna tókst engum að fá 12 eða 11 rétta leiki, bezti árangur var 10 réttir, og fyrir 34 raðir koma kr. 31.000 á hverja röð. Vinningur fyrir 9 rétta féll niður, þar sem raðafjöldi var svo mikill, að vinn- ingsupphæðin féll niður fyrir lágmarkið, kr. 1.000 og var vinningsupphæð 2. vinnings jafnað á raðir með 10 rétta. Nýlega sendu Norsku getraunirnar (Norsk Tipping) frá sér rcikningsyfirlit fyrir árið 1977. Heildarvelta fyrirtækisins í 52 leikvikum nam 37.3 milljörðum ísl. kr. og var það aukning frá árinu áður um 14.8%. Mesta vikusala var rúmur milljarður, en meðalviku- sala var 717 milljónir. Mesta veltan jafngildir 270 kr. á hvern ibúa Norcgs, samanborið við beztu vikuna hér, kr. 10 á hvern tsiending. Meðalþátttökugjald fyr- ir hvern „innveginn” getraunaseðil í Noregi var 384 kr., en hér er samsvarandi gjald 263 kr. Norska ríkið seilist ekki til neinnar skattheimtu af getraunum eins og er i Danmörku, en hagnaði er skipt milli iþróttamála og vfsindastarfsemi að jöfnu. Hagn- aður á siðasta ári nam tæpum 13 milljörðum kr. og komu því i hlut iþróttastarfs Norðmanna tæpiega 6 1/2 milljarður króna. Bastia leikur á Korsíku Franska liðið Bastia frá Korsíku hefur nú ákveðið að leika heimaleik sinn gegn PSV Eindhoven í Korsiku en ekki á meginlandinu, í Marseilles þar sem 50 þúsund manns hefðu fylgzt með viðureigninni i stað aðeins 10 þúsund á Korsíku. „Við völdum Korsíku vegna áhangenda okkar þrátt fyrir að félagið hefði getað þénað stórpening með því að leika á Marseilles. En verzlun og túrismi munu hagnast á þessu,” sagði Furiani, forseti Bastia. PSV — þegar í úrslitum UEFA-keppninnar og hol- lenzkur meistari — beið i fyrsta sinn lægri hlut i hol- lenzku deildakeppninni f vetur. Raunar ofur eðlilegt — á miðvikudag tryggði PSV sér sæti f úrslitum UEFA- keppninnar á kostnað Barcelona. Ósigur, raunar sama og gerðist hjá FC Brugge í Belgiu. Haarlem sigraði PSV 1-0. Fréttin um ósigur fyllti siður hol- lenzku blaðanna en AZ ’67 vann öruggan sigur á Twente Enchede, 4-1. t Amsterdam áttust við Ajax og Sparta frá Rotterdam, jafntefli varð, 0-0. Þá léku í Rotterdam, Feyenoord og FC Amsterdam, þar varð og jafntefli, 1-1. Staða efstu liða i Hollandi er nú: PSV Eindhoven Ajax AZ ’67 Twente Sparta 32 20 11 1 71-18 52 32 18 9 5 78-33 45 32 18 8 6 68—30 44 32 18 8 6 60—27 44 32 14 12 6 51-28 40 ValurogVíkingurí úrslitum 1. flokks Úrslitakeppni yngri flokkanna í handknattleik fer fram nú um helgina — á Akureyri og i Hafnarfirði. Ekki er alveg Ijóst enn hvaða lið mætast í öllum flokkum en i 1. flokki mætast Valur og Vikingur á sunnudag — likt og i meistaraflokki þar sem tslánds- meistaratign er i húfi. í 2. flokki karla eru Þróttur, FH og Þór frá Akur- eyri i úrslitum. FH á og lið í 3. flokki en þar leika FH- ingar við Viking og KA. KR, KA og Þróttur leika í 4. flokki og í 5. flokki leika Valur, Fram og Þór. t kvennaflokki eru Haukar og Þór i úrslitum f 3. flokki og Fram og Völsungur i 2. flokki cftir að Víkingur hafði verið á þröskuldi úrslitakeppni en vegna mistaka glatað möguleikum sinum. Stefán Gunnarsson hefur brotizt i gegn — og brotið gróflega á honum. DB-mynd Hörður. Meistarar Vals ruddu væng brotnu liði Fram úr vegi! — uppgjör Vals og Víkings í Laugardalshöll á morgun eftir 27-19 sigur meistara Vals gegn Fram tslandsmeisturum Vals hefur nú nán- ast tekizt hið ómögulega, að vinna upp forustu Vfkings i íslandsmótinu i hand- knattleik. Langt er siðan jafn mikil spenna hefur ríkt í islandsmótinu — Haukar misstu af lestinni í sínum siðasta leik og eftir hroðalega byrjun meistara Vals eygja þeir nú möguleika á að verja titil sinn. Valur mætir Viking í lokaupp- gjöri Reykjavikurrisanna í handknatt- leik á miðvikudag — þá nægir Víking jafntefli svo meistaratign náist — Val hins vegar ekkert nema sigur. Víkingur hefur nú hlotið 19 stig í 13 leikjum og 1 Valur 18 stig i jafnmörgum leikjum. Valur ruddi Fram auðveldlega úr vegi i Laugardalshöll i gærkvöld — með stór- sigri, 27-19. Frammistaða Valsmanna var þrátt fyrir það siður en svo sannfær- andi — þá sjaldan leikmenn Fram náðu að sýna mótspyrnu virtist Valsliðið i vandræðum. Sannleikurinn er að Fram lék einn af sínum lakari leikjum i vetur. Óþekkjanlegt lið frá því er gerði jafntefli við Víking á dögunum. Á köflum nánast sem um byrjendur væri að ræða i iþrótt- inni — knötturinn engu líkari en eld- knetti er leikmenn handléku hann og misstu hann. Valsliðið verður ekki dæmt af viður- eigninni við Fram — til þess var and- stæðingurinn allt of slakur. Ótrúlegt hvað Fram hefur sýnt misjafna leiki i vetur. Annað veifið leikur liðið mark- Newcastle féll í 2. deild — beið lægri hlut gegn Aston Villa — Enska liðið gegn Brasilíu valið Newcastle United féll i gærkvöld í 2. deild — beið lægri hlut á Vllla Park, sem þýðir að félagið er nú endanlega fallið. Gordon Gowans og And.v Gray sökktu Newcastle en liðið er nú fallið ásamt Leicester. Þrjú lið falla í 2. deild — og nú er hörð barátta milli West Ham, QPR. Úlfanna og Chelsea um að forðast fall þóstaða Úlfanna sé nú mjög alvarleg. Úrslit leikja i gærkvöld: Aston Villa-Newcastle 2—0 4. deild: Southport-Wimbledon 0—5 Ron Greenwood valdi í gær enska landsliðið sem mætir Brasiliumönnum á Wembley á morgun. Liðið er mjög breytt frá viðureign Englendinga I Munchen gegn heimsmeisturum V- Þjóðverja. Þannig leikur Joe Corrigan sinn annan landsleik þar sem leikmenn Liverpool oe Nottingham Forest verða ekki með — félögin leika í deildinni. Joe Corrigan lék í New York gegn Italíu i 3—2 sigri, þá í síðari hálfleik er ítalir leiddu 2—0. Enska landsliðið er skipað: frá markverði til vinstri útherja: Joe Corrigan, Manchester City, Mick Mills Ipswich, Dave Watson Manchester City, Brian Greenhoff Manchester . United, Trevor Cherry Leeds, Kevin Keegan Hamburger SV, Tony Currie, Leeds, Steve Coppel Manchester United, Trevor Francis Birmingham, Bob Latchford Everton og Peter Barnes ManchesterCity. Ron Greenwood valdi Alan Hudson og Trevor Brooking en Hudson fékk hálsbólgu og Brooking er meiddur. Þá varð Stuart Pearson að boða forföll vegna meiðsla. í stað þessara þriggja komu þeir Tony Currie, sem nú leikur að nýju með enska landsliðinu og Mike Channon, Manchester City og hinn ungi John Deehan frá Aston Villa. Liðið er mikið breytt frá I Munchen þannig eru sex þeirra er léku gegn V- Þjóðverjum ekki með — og munar þar mestu um leikmenn Liverpool. vissan og beittan handknattleik en þess á milli, sem raunar kemur oftar fyrir, er nánast eins og um byrjendur sé að ræða. Leikmenn er hafa engan áhuga á verk- efni sínu. Dómurinn fellur á morgun i Laugardalshöll — hvert sé bezta hand- knattleikslið tslands — Víkingur eða Valur, stórveldin I íslenzkum handknatt- leik. Það var fljótlega Ijóst hvert stefndi í viðureign fyrrum erfðafjendanna í Höll- inni í gærkvöld. Valsmenn komust i 5-2 en leikmenn Fram náðu öðrum af góðu sprettum sinum, jöfnuðu 5-5. Siðan var eins og stungið væri á blöðru — allt loft var úr leikmönnum Fram og Valur breytti stöðunni í 11-6. Staðan í leikhléi var 11-7 Val i vil. Síðari góði kafli Fram var í byrjun siðari hálfleiks er Valsmenn gerðu sig seka um slæmar einfaldar villur og Fram náði að minnka muninn í aðeins eitt mark, 11-12. Aftur var eins og allur vindur væri úr leikmönnum Fram, þeir virtust þreyttir, greinilega mæddust ýmsir leikmanna Fram óeðlilega rétt eins og þeir væru ekki þjálfun. Valur tók leikinn í sinar hendur — 18-12 sást á markatöflunni, síðan 24-14 en Vals- menn slökuðu nokkuð á — létu ekki kné fylgja kviði og sigruðu með níu mörk- um, 27-19. Valsmenn slökuðu á er ljóst var hvert stefndi. Þannig bar óvenjulitið á Jóni Karlssyni — greinilegt var, að hann tók lifinu með ró. Stórleikurinn við Víking á morgun greinilega ofar I huga. Bjarni Guðmundsson tók Arnar Guðlaugsson úr umferð lengst af, mjög vel, auk þess sem hann var drjúgur í sókninni og þá í hraðaupphlaupum. Brynjar Kvaran varði mark Vals allan tímann og stóð sig vel — varði meðal annars tvö viti frá Arnari i upphaft. Þá var Jón Pétur drjúgur með góðum mörkum. Um lið Fram er bezt að fara sem fæst- um orðum — liðið var aðeins skugginn af þvi sem við vitum að það getur. Greinilegt að leikmenn voru eitthvað miður sín — ekki með á nótunum. Leik- urinn var ekki siður mikilvægur Fram því liðið er enn ekki laust úr fallhættu. Fram hefur hlotið 12 stig ásamt ÍR, FH og allar líkur á að KR hljóti 12 stig vinni KR Ármann. FH og lR leika í Hafnar- firði í kvöld og geta því forðað sér af hættusvæði 1. deildar. Sjöunda lið 1. deildar leikur við næst efsta lið 2. deildar og eftir ágætan leik KR gegn Haukum getur allt gerzt. Mörjj Vals skoruðu — Bjarni Guð- mundsson 7, Jón Pétur Jónsson 6, Jón Karlsson 4, Gísli Blöndal 3, Stefán Gunnarsson og Þorbjörn Guðmundsson 2 og þeir Þorbjörn Jensson, Steindór Gunnarsson og Karl Jónsson skoruðu eitt mark hver. Hjá Fram var Gústaf Björnsson at- kvæðamestur með 7 mörk, þeir Magnús Sigurðsson og Jens Jensson skoruðu 3 mörk, Sigurbergur Sigsteinsson, Pétur Jóhannsson 2 og Atli Hilmarsson og Amar Guðlaugsson eitt mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjáns- son og Gunnlaugur Hjálmarsson — i heild einkenndi festa og öryggi dóm- gæzlu þeirra. H Hails Staðan 11. deild íslandsmótsins er nú: Víkingur 13 7 5 1 284—246 19 Valur 13 8 2 3 274—245 18 Haukar 14 7 4 3 285-255 18 ÍR 13 4 4 5 266—255 12 FH 13 5 2 6 269—280 12 Fram 14 4 4 6 286—311 12 KR 13 4 2 7 250-255 10 Ármann 13 2 1 10 239—286 5 í kvöld fer fram einn leikur — FH og ÍR berjast í fallbaráttunni en öll lið utan þrjú efstu, Víkingur, Valur og Haukar, eiga á hættu að falla — Ármann þegar fallinn. Reykjavíkur- kálafelli Stórsvig Reykjavíkurmótsins fór fram i Skálafelli í flokkum 13 ára og eldri á laugardag. Ekki tókst að fá öll úrslitin en Reykja- vikurmeistarar urðu þessi: Bjarni Þórðarson KR i karlaflokki. Svava Viggósdóttir KR i kvennaflokki. Bryndis Pétursdóttir, Á i flokki stúlkna 13—15 ára. Árni Þór Árnason Á piltar 15—16 ára. Haukur Bjarnason KR drengir 13—14 ára. Iþróttir Iþróttir iþróttir íþró 11 i r Sigurður Sveinsson, hinn snjalli leikmaður Þróttar — leikið einn a- landsleik en kom raunar aldrei inn á í þeim leik. „Liðin komu mjög vel undirbúin til NM. Þannig komu Svíar beint frá Þýzkalandi þar sem þeir sigruðu þýzka unglinglandsliðið með 5 mörkum. Við lékum tvo leiki fyrir NM og þeir töpuð- ust báðir en vörnin var mikið að lagast i þeim síðari. Strákarnir voru því bjartsýnir er þeir léku sinn fyrsta leik — gegn Svíum Við komumst i 2—0 en síðan kom hvað ég kalla liðsbrot, sem ég tel stafa af íþróttir DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRlL 1978. Jóhann lngi Gunnarsson — hinn ungi þjálfari unglingalandsliðsins — hann hefur náð athyglisverðum árangri með yngri lið íslands. DB-mynd Hörður. Mörk íslenzka liðsins skoruðu: Sigurður Gunnarsson, Víkingi 18 en hann var þriðji markhæsti maður mótsins ásamt Hanson frá Svíþjóð. Sigurður Sveinsson, Þrótti 13 Atli Hilmarsson, Fram 13 Árni Hermannsson, Fram 13 Stefán Halldórsson, HK 4 Kristinn Ólafsson, HK 4 Magnús Guðfinnsson, Víking 3 Þráinn Ásmundsson, Ármanni 2 Sigurður Björgvinsson, ÍBK 2 Einar Vilhjálmsson, Ármanni 1 Jón Hróbiartsson 1 íslenzka unglingalandsliðið er hreppti silfur á NM í Noregi. Sigurður Björg- ýnsson var valinn bezti varnarleikmaður mótsins en Sigurður Gunnarsson bezti sóknarmaður islenzka liðsins. DB-mynd Bjarnleifur. Silfurí Noregi! Nú verdum við að halda um þennan kjarna fyrir HM u-21 árs, segir Jóhann Ingi, þjálfari íslenzka unglingalandsliðsins Ég tel betra að lofa ekki um of fyrir- fram en reyna þess í stað að gera meira —frammistaðan í NM var að vissu leyti uppreisn eftir HM i Danmörku. Sigurinn gegn mjög sterku dönsku liði ákaflega ánægjulegur og hefnd eftir ófarirnar i Danmörku,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari unglingalands- liðsins eftir komuna frá Noregi þar sem íslenzka liðið deildi efsta sætinu ásamt Svium en varð að sjá á eftir gullinu vegna óhagstæðs markahlutfalls. „Úrslitin í Noregi sanna að efniviður er vissulega fyrir hendi í íslenzkum handknattleik.Strákarnir ' hafa með árangri sínum sannað að við eigum framtíð, meðal hinna beztu, aðeins ef haldið er rétt á málum. Við verðum að snúa blaðinu við, leggja mejri áherzlu á unglingastarfið. Innan tveggja ára fer fram HM undir 21 árs og við eigum að stefna að því að vera með þann kjarna er myndaðist í kring um NM þar,” sagði Jóhann lngi ennfremur en hann sá um þjálfun liðsins ásamt Steindóri Gunnarssyni, línu- manninum snjalla úr Val. „Steindór var ómetanlega styrkur í þjálfuninni og tók línumerinina í gegn,” sagði Jóhann. „Við völdum hóp i desember og hófum þá stífar æfingar um jólin. Við æfum eftir lotukerfinu og þau tel ég þarna hafa sannað ágæti sitt. Við vorum saman 10 daga um jólin.æföum þar tyivegis á dag. Fyrir hádegi stífar æfing- ar og siðan var leikið um k völdið. Eftir HM í Danmörku var æft að Varmá þrjá daga I einu, það er föstudaga, laugar- daga og sunnudaga. Endanlegt val liðsins fór síðan fram um miðjan marz — mánuði fyrir NM. Um páskana var keyrt stíft rétt eins og um jólin. Árangurinn kom í Ijós I Noregi. Sann- leikurinn er að ég gerði mér vonir um 3. sætið, ef vel gengi annað sætið,” sagði Jóhann ennfremur. Það stóðst — 2. sætið varð staðreynd. íslenzku leik- mennirnir komu á óvart — enginn þeirra hafði áður leikið úrvalsleiki nema Finnar náðu að minnka muninn í 21— 20 áður en Sigurður Sveinsson tryggði íslenzkan sigur, 22—20. Þetta var á síðasta degi, — tveir leikir fyrst gegn Finnum og þá Dönum. Við sáum Dani vinna öruggan sigur á Svium. Danir lögðu mikla áherzlu á lið sitt, sem var nánast kópía af danska HM-liðinu. Þeir voru gífurlega sterkir og léku Svia grátt — mun betri en Sviar og sigruðu 13—9. Danir voru því bjart- sýnir fyrir leikinn gegn okkur. NM- titillinn í höfn meðsigri gegn íslandi. Og raunar virtist stefna í öruggan sigur Dana,’ þeir komust í 10—5 og staðan I leikhléi var 13—10. Við breytt um um taktík I leikhléi, komum meir út móti. Þetta gaf árangur, fiskuðum knöttinn tvívegis og minnkuðum muninn í eitt mark, 13—12. Síðan jafnaði Sigurður Gunnarsson 15—15 um miðjan síðari hálfleik — og sýndi þá mjög góðan leik. Þrívegis lyfti hann sér hátt yfir vörn Dana og skoraði með þrumuskotum, og við náðum forustu 17—15. Og sigur vannst, 21 —19, annað sætið. Þessi árangur sannar að við eigum góðum kjarna á að skipa. Sigurður Björgvinsson var kjörinn bezti varnar- maður mótsins — sjaldgæfur heiður i islenskum handknattleik. Þá var Sigurður Gunnarsson kjörinn bezti sóknarleikmaður mótsins. Gífurlegt efni sem eftir 1—2 ár verður íslenzkur lands- liðsmaður ef hann heldur áfram á sömu braut — en óagaður. Árni Hermannsson var annar leikmaður er kom mjög vel út. Sigurður Sveinsson var tekinn úr umferð alla leikina en tókst þrátt fyrir það að skora 13 mörk. Nú er að halda rétt á spilunum — og leggja mun meiri áherzlu á unglingastarfið en hingað til,” sagði Jóhann Ingi Gunnars- son hinn ungi þjálfari íslenzka unglinga- landsliðsins er hreppti silfur i Noregi. Með honum í stjórn unglinganefndar voru þeir Hákon Bjarnason og Þor- varður Áki Eiriksson er var fararstjóri. litlum aga í íslenzkum handknattleik — fyrirbrigði sem við þekkjum alltof vel. Leikmenn fóru að skjóta I tima og ótíma. Ekki farið eftir því sem fyrir var lagt. Árangurinn var því líka skellur gegnSvíum, 14—24. Strákarnir voru þvi mjög ákveðnir gegn Norðmönnum og sýndu mjög góðan leik. Allt small saman, leikfléttur gengu upp. Vörnin var mjög sterk og markvarzlan góð. Þetta skóp góðan sigur, 18—15 en Norðmenn gerðu ein- mitt jafntefli gegn Dönum. Þá kom að leiknum við Finna — islenzka liðið komst í sjö rr.örk ýfir i leikhléi og svo tiu mörk í byrjun siðari hálfleiks, 17—7. Þá hins vegar gömul saga og ný — skot í tíma og ótíma og UaAiII'CIIOÍiI drlriV — ogstórsvigsmótÁrmanns VCUUl9|l(llll IdCllldl ClUlli fórframíbhðskaparveðri Stórsvigsmót Ármanns fór fram í Blá- fjöllum á sunnudag. Til leiks voru skráð- ir 204 keppendur en 147 mættu. Kepp- endur voru allir frá Reykjavík, nema Valur Jónatansson frá Isafirði sem varð nr. 3 í karlaflokki og þrir keppendur frá Akureyri, sem gerðu heldur betur skurk í röðum Reykvíkinga, einkum Erling Ingvason sem sigraði með yfirburðum í flokki drengja 11 — 12 ára. Til allrar hamingju rættist ekki spá veðurfræðing- anna og var veður mjög gott til keppni í Bláfjöllum og fjöldi fólks á skíðum. Nokkuð bar á þvi að keppendur væru truflaðir i keppninni vegna gáleysis ann- arra skíðamanna. Byrjað var kl. 11.30 og lauk mótinu um sjöleytið. Verðlaun voru veitt að loknu mótinu við Ármannsskálann. Mótsstjóri var Halldór Sigfússon, en Guðmund Södrin lagði alls 14 brautir. - Þorri Stórsvigsmót Ármanns DRENGIR 10 ÁRA OG YNGRI 1. Kríslján Valdimarsson, ÍR..........59.31 2. Sveinn Rúnarsson, KR...............60.35 3. Þröstur Amórsson, Á................62.00 4. Ragnar Eiríksson, KR...............62.01 5. Amór Ámason, KR....................62.05 16lukukeppni DRENGIR 11-12 ÁRA: 1. Eriing Ingvason, Ak................62.52 2. Ásmundur Þórðarson, KR.............66.68 3. Ingólfur Gíslason, Ak..............66.86 4. BakJvin Valdimarsson, Á.............68.65 5. Haukur Þorsteinsson, Á.............68.80 22 luku keppni af 22 mættum STÚLKUR 11-12 ÁRA 1. Dýrierf Guðmundsdóttir, Á..........64.83 2. Þórdís Jónsdóttir, KR..............66.16 3. Tinna Traustadóttir, Á.............66.81 4. Helga Stefónsdóttir, ÍR............68.82 5. Rósa Jóhannsdóttir, KR.............70.36 12 kiku keppni af 13 skráðum til leiks. STÚLKUR 10 ÁRA OG YNGRI: 1. Bryndís Ýr Viggósd., KR............57.69 2. Guðrún J. Magnúsd., Ak.............58.39 3. Kristín Ólafsdóttir, KR............59.21 11 luku keppni af 12 sem mættu. KARLAFLOKKUR 20 kepptu og 16 luku keppni. 1. Helgi Geirharðsson, Á. . .. 52.38 53.09 105.47 . 2. Kristinn Sigurðsson, Á ... 54.20 53.32 107.52 3. Valur Jónatansson, ísaf.. . 54.99 52.91 107.90 4. Ámi Sigurösson, Á.....57.25 54.60 111.85 5. Guðjón Ingi Sverrisson, Á. 57.29 54.60 111.89 KVENNAFLOKKUR 3 kepptu og luku allar. 1. Nina Helgadóttir, ÍR..58.12 58.61 116.73 2. Svava Viggósdóttir, KR.. . 58.90 58.13 117.03 3. Hrafnhildur Helgad., A ... . 66.43 67.30 133.73 PILTAR 15-16 ÁRA 18 kepptu og luku 13 keppni. 1. Ámi Þór Ámason, Á .... 55.60 55.89 111.49 2. Einar Útfsson, Á 56.61 57.10 113.71 3. Trausti Sigurðsson, Á . . . 36.92 56.88 113.80 4. Ríkharð Sigurðsson, Á . . 55.82 58.71 114.53 5. Guðmundur Bjömsson, Á 56.54 58.28 114.82 STÚLKUR 13-15 ÁRA 11 kepptu og luku 7 keppni. 1. Bryndis Pétursd., Á 60.25 60.92 121.17 2. Bjöm Harðardóttir, Á .. . 59.95 61.39 121.34 3. Guðrún Bjömsd., Vik.l... 61.74 62.71 124.45 4. Ingibjörg Ýr Pálmad., Á. . 62.55 62.28 124.83 5. Þórunn Egilsd., Á 63.16 63.52 126.68 DRENGIR 13-14 ÁRA 33 kepptu og kiku 27 keppni. 1. Hafliði Bárður Harðars., Á 57.17 58.76 115.93 2. Haukur Bjamason, KR . 55.66 61.15 116.81 3. Theodór Snorrason, Á... 58.19 59.92 118.11 Ámi Guðlaugsson, Á 59.08 59.55 118.63 5. Kristinn Guðmundsson, Á 59.01 59.64 118.65 Árni Þór Árnason — sigurvegari í stórsvigi drengja en hann sigraði einnig í Reykja* víkurmeistaramótinu. DB-mvnd Þorri. \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.