Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 3
 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRlL 1978. Mosfellssveit Mosfellingur skrifaði: Nú get ég ekki setið auðum höndum lengur og verð að skrifa um það fyrir- bæri sem heitir hundahald í Mosfells- sveit. Eins og margir vita og allir verða varir við, sem eiga heima í þéttbýlis- kjarnanum í Mosfellssveit, er hunda- hald leyfilegt þar. Er það bundið ýmsum skilyrðum, svo sem að ekki mega þeir ganga lausir og á að hafa eftirlit með þeim. Einnig verða eigendur að greiða ákveðna upphæð fyrir hundaleyfi árlega. Allt er þetta gott og blessað, nema hvað hundaeigendur og viðkomandi yfir- völd virðast ekki hafa nokkurn áhuga á að framfylgja settum reglum. í fyrsta lagi er ekkert eftirlit með þvi hvort hundur er skráður eður ei og allir eða flestir virðast þeir ganga lausir. Er nú svo komið að fólk sem hefur ímugust á hundum og börn óvön þeim eða hrædd við þá eiga erfitt með að komast á milli húsa án þess að mæta tveimur, þremur hundum. Ef menn- voga sér út í betri fötunum þarf oft að senda þau í hreinsun eftir gönguferðina því varla bregst að maður mæti nokkrum stykkjum sem flaðra upp um mann, sem hunda er gjarnan vani. Þá er ekki laust við að það fari um mann þegar maður mætir ókunnugum hundi á stærð við meðalkálf, sem sýnir svo tennurnar og urrar ef maður vogar sér að mótmæla vinahótum þeirra. Svo ekur lögreglan (sem kemur alla leið úr Hafnarfirði til eftirlits- ferða) um hverfin með geltandi hunda- skara á eftir sér án þess að aðhafast nokkuð. Alvarlegast í þessu er að mörg dæmi eru um að hundar biti eða glefsi í börn og er nú mál að linni. Vil ég hér með skora á viðkomandi yfirvöld að fylgja nú eftir lögum um hundahald i Mosfellssveit. Eins og derið gefur til kynna er þessi hundur ekki i vanhirðu enda horfir hann rólegum yfirveguðum augunum tii tíðarinnar. fram- Verkamaður í Dagsbrún kom: Ég vil koma þeirri fyrirspurn á framfæri við forstjóra Tryggingastofn- unar ríkisins hvort rétt er að þegar tveir alþingismenn og reyndar fleiri háttsettir embættismenn fóru á Freeport sjúkahúsið í New York hafi þeir þegið farareyri hjá almanna- tryggingum svo sem aðrir sem á þetta sjúkrahús fara. Vil ég fá að vita hversu mikið alþingismennirnir fengu til ferðarinnar. Mín skoðun er afdráttarlaust sú, að slikir hátekjumenn, sem þar að auki njóta lengri jóla-, páska- og sumarleyfa en nokkur annar í landinu og það á fullum launum, þurfi ekki á slíkum al- mannabótum að halda. Öðru gegnir um menn sem þurfa að taka sér ólaunuð leyfi frá störfum til fararinnar. Þaðan af síður finnst mér þessir hátekjumenn geti leyft sér þetta með tilliti til að um leið eru þeir með lagasetningu og öðrum aðgerðum að rýra enn hlut þeirra lægstlaunuðu. Þetta er of langt gengið. Vil ég taka fram að ég hef síður en svo á móti að háir scm lágir leiti sér lækninga þarna ytra, ef þeir geta ekki ráðið við drykkjusýki sína sjálfir eða fengið lækningu hér heima. Að lokum vil ég taka fram að það er mín skoðun og margra annarra að Tryggingastofnunin sé fyrst og fremst hugsuð til að hjálpa þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu og þvt vil ég líta á framferði þingmannanna sem misnotkun. Það má sjálfsagt segja að þeir hafi einhvern lagalegan rétt til þessa en ekki siðferðilegan. Raddir lesenda Hundareglur hundsaðarí Mis- notk Mannfjöldinn stcndur í löngum biðröðum í nepjunni og bíður eftir að fá að berja stálgráa vígvélina frekar augum. DB-mynd: Sv. Þorm. Er þetta kannski virðingarvottur? Friðarsinni hringdi: Það vakti furðu mina og reyndar margra fleiri, þegar hingað kom bandarískt skriðdrekaflutningaskip á dögunum og almenningi var boðið upp á að skoða það á ákveðnum tima. Ekki datt mér í hug að nokkur hefði áhuga á að skoða þessa stálgráu vígvél og hló að þessari tilkynningu. — En hvað kom á daginn? Er mér varð ekið niður á höfn í góðviðrisbíltúr með börnin sá ég mikið tilstand á einni bryggjunni og vakti það forvitni mína. Kom á daginn að þar var mikil mannþröng sem beið í biðröð af þeirri stærðinni sem ekki hefur sézt siðan á kreppuárunum. Mér er spurn, er þetta einhver virðingarvottur við herveldin, því sama sagan endurtók sig þegar danskt herskip kom hér nokkru siðar? Alla vega skoðar fólk þessa gripi ekki til að gleðja fegurðarskyn sitt. Kaupmaðurinní verzlunarmiðstöðinni um ruslið á bakvið: Erffitt samstarf við sorp- hreinsunarmenn Sigurður Söebech kaupmaður í verzlunarmiðstöðinni Miðbæ við Háa- leitisbraut hringdi: Vegna lesendabréfs í DB sl. föstudag um sóðaskap við sorptunnur á bakvið verzlunarhúsið, vil ég taka fram að myndin lýgur þar iengu um (myndin, sem birtist með bréfinu) og . þetta er vandamál hjá okkur. Málið er þannig að við höfum átt í erfiðleikum með að fá sorphreinsunar- mennina til að hreinsa tunnurnar eðlilega og reglulega. Eitt sinn reynd- um við að fara í hart með þetta en þá lögðu þeir fæð á okkur og hreinsuðu ekki í nokkrar vikur svo við urðum að sjá um það sjálfir með ærnum tilkostnaði. Síðan segjast þeir ekki losa tunnur ef eitthvað stendur upp úr þeim.sem aldrei er nema pappír eða pappi. Þannig fáum við stundum ekki nema hálfa hreinsun og auk þess stopula. Við höfum reynt að leita til borgar- yfirvalda vegna þessa og er mér skylt að taka fram að Sveinbjörn Hann: esson, sem þó er ekki yfirmaður þess- arar deildar, hefur komið umbótum til leiðar en aftur sækir í sama horfið. Stundum hafa sorphreinsunar- mennirnir látið orð að því liggja að við ættum sjálfir að eignast sorphreins- unarbíl. BakUi venbnnftstavarianr SÓDASKAPUR! J 3 Hver heldur þú að verði útkoman í alþingis- kosningunum? Gísli Sigurtryggvason bílstjóri: Það er ekki gott að segja. Framsóknar- og sjálf- stæðismenn tapa einhverju, þá græða hinir sem þvi nemur. Karl Sveinsson bilstjóri: Stjórninni er óhætt að tapa talsverðu því þeir eiga ekki annaðskilið. Stefán Pálsson lögmaður: Ég held að það verði lítil breyting á eins og venju- lega. Ólafur Kristjánsson, vinnur á Teikni- stofu landbúnaðarins: Ég vil ekki tjá mig um það en vonandi heldur stjómin ekki velli. Benedikt Steingrimsson, vinnur hjá Orkustofnun: Ég reikna með að stjórnar- flokkarnir haldi velli. Alda Björnsdóttir verzlunarmaður: Stjórnin heldurörugglega ekki velli. Vi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.