Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978. BIAÐW frfálst, Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rhstjóri: Jónas Kristjónsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttín Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atíi Steinarsson. Handrit Ásgrimur Pélsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttír, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lér. Ljósmyndir Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hðrður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. SkrHstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjoldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson Drerfingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Sföumúla 12. Afgreiðsla Þverhohi 2. Áskriftír, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðal- sfmi blaðsins 27022 (10 Ifnuij. Áskrift 1700 kr. á mánuði innanlands. í lausasöiu 90 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagblaðfð hf. Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hiimir hf. Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Tvöfaltkaup sogar atgervið Laun íslendinga eru um það bil hálf laun Dana, Norðmanna og Svía. Hér eru lágmarkslaun um 125.000 krónur á mánuði, en 250.000 krónur í Danmörku. Hópar, sem hér fá 250.000 krónur á mánuði, fá þar 500.000 krónur. Um miðjan síðasta áratug voru íslendingar með einna bezt lífskjör í heimi. Eftir óstjórn tveggja ríkisstjórna, annarrar til vinstri og hinnar til hægri, er nú svo komið, að flestar þjóðir Vestur-Evrópu að þjóðum Miðjarðarhafsins undanskildum, hafa náð betri lífs- kjörum en íslendingar. Skýringa á þessu er að leita í rangri atvinnustefnu stjórnvalda. Þau haga sér eins og við eigum ennþá eins konar stóriðju í fiskveiðunum. Það áttum við einu sinni, þegar íslenzk skip fluttu að landi meiri og dýrari afla á hvern sjómann en þekktist annars staðar í heiminum. Þetta var áður en síldin hrundi og þorskurinn fór halloka. Nú hefur kostnaður margfaldazt í hlutfalli við afköst í fiskveiðum okkar. Allt of stór floti skarkar í hnignandi fiskstofnum, með tilsvarandi sóun á stofnfé, olíu, rekstrarvörum og kaupgreiðslum. Fiskveiðarnar eru ekki lengur sú stóriðja, sem geti haldið uppi þjóðfélaginu. Áður var arðsemi fiskveiðanna dreift um allt þjóðfélagið með rangri gengisskráningu. Þá lifðu íslendingar eins og kóngar og þóttust meira að segja hafa efni á dýrasta sporti í heimi, rányrkju í landbúnaði við jaðar freðmýrabeltis norðurhjarans. Þetta sport hefur farið svo úr böndum, að enginn arðsemisgjafi í landinu getur lengur staðið undir því. Viðþetta bætist svo, að iðnaður hefur átt afarerfitt uppdráttar hér á landi, einkum vegna hins algera for- gangs landbúnaðar og sjávarútvegs að fjármagni til uppbyggingar og rekstrar. Iðnaðurinn er því alveg ófær um að taka við hlutverki fiskveiðanna sem auðsupp- sprett^i íslendinga. Síðasta vinstri stjórn og núverandi hægri stjórn flutu báðar sofandi að feigðarósi. Ekkert bendir til þess, að forustumenn neins stjórnmálaflokks átti sig á skelfingu ástandsins. Stöðugt er verið að kaupa ný fiskiskip, sem rýra afköst og arðsemi hinna, sem fyrir eru. Stöðugt er verið að hækka styrki landbúnaðarins og er nú svo komið, að sá ómagi bryður 10% allra ríkisútgjalda. Að vísu má segja að þjóðin hafi það gott miðað við fyrri ár. Við sjáum það á miklum innflutningi bíla og annarrar lúxusvöru. Við sjáum það á því, að hér er ekkert atvinnuleysi. Af hverju skyldum við þá ekki una glöð við okkar? Vandinn er sá, að hálf þjóðin veit um helmingi betri lífskjör nágrannanna. Margir íslendingar hafa yfir að ráða vísindalegri eða tæknilegri þekkingu eða verk- mennt, sem gera þá frambærilega á erlendum vinnu- markaði. íslendingar eru duglegir að eðlisfari og eiga auðvelt með að fá sér vinnu í nágrannalöndunum, þótt þar ríki atvinnuleysi. Þeir, sem af þeim hafa reynslu, taka þá gjarnan fram yfir aðra, þegar ráðið er til starfa. Ef stefna ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu í atvinnu- málum leiðir til alvarlegs atgervisflótta til þeirra landa, sem bjóða tvöfalt kaup, rambar sjálft þjóðfélagið á barmi glötunar. Alvarlegt vandamál víða um heim: MISNOTKUN L0G- LEGRA LYFJA — Vandamál Betty Ford fv. forsetafrúar Bandaríkjanna hefurbeint athyglinniaðþessu vandamáli, sem er sérstaklega algengt meðal kvenna Yfirlýsing Betty Ford fv. forsetafiTj- ar Bandaríkjanna á dögunum um að hún hafi orðið fórr.arlamb ávana- neyzlu kvalastillandi lyfja hefur beint athyglinni að vaxandi vandamáli meðal bandarískra kvenna. Samkvæmt upplýsingum dr. Roberts Duponts formanns stofnunar alríkisins sem fjallar um misnotkun lyfja ofnota milljónir Bandarikja- manna, sérstaklega konur ýmis lyf, sem fengin eru samkvæmt lyfseðli lækna. Má i þvi sambandi nefna amfetamin og svefnlyf,- sem notuð eru til þess að leysa raunveruleg eða ímynduð vandamál. Lyfjagjöf sem í upphafi er hjálp verður vanamyndun. AUGLYSINGAR, LÝÐSKRUM OG HÁVAÐI Mikið er búið að ganga á I kosning- um i vetur þó meira sé framundan. Auglýsingaskrum hefur í annan tíma ekki verið meira varðandi frambjóð- endur og væntanlegar kosningar til sveitarstjórna og Alþingis. Þvi spyrja menn sjálfa sig og aðra: Hvernig á að haga atkvæði sinu I vor, eftir hverju kýs fólk? Mikillar og vaxandi óánægju hefur gætt með störf og stefnuleysi nú- verandi stjórnarflokka. Getuleysi þeirra hefur þó verið mest gagnrýnt og á það jafnt við um einstaka ráðherra sem stjórnina I heild. Yfirborðs- mennskan ríkir öllu ofar og slegið á frest mánuð eftir mánuð að taka á höfuðmálunum. Þetta eru vissulega staðreyndir sem blasa við fólki. Óg menn spyrja aftur. Breytir það ein- hverju ef skipt verður um stjórn? Álit margra er, að stjórn þeirra flokka sem nú situr sé að mörgu leyti sú óheppi- legasta samsetning ríkisstjórnar sem litið samfélag getur haft. Helstu rökin fyrir þvi eru að þeir hagsmunahópar sem mestu ráða innan þessara flokka megi ekki jafnframt ráða yfir ríkis- fyrirtækjunum því þá hafi þeir algera einokunaraðstöðu vegna þess, að þeir ráði öllu einkafjármagni einnig. Ríkisrekstur Þrátt fyrir mikinn hávaða um ríkis- rekstur, báknið burt og allt slíkt sýnir það sig að núverandi stjórnarflokkar vilja ekki slá af i þeim efnum og er ERU STJORNVOLD AÐ LEGGJA ATVINNULÍF SUÐURNESJAMANNA IRUST? Ársskýrsla Framkvæmda- stofnunar 1977 Nýlega er komin út ársskýrsla Framkvæmdastofnunarinnar fyrir árið 1977, en í henni er margan fróð- leik að finna. Skýrslan staðfestir ræki- lega hvað hroðalega stjórnvöld mis- muna þegnunum eftir búsetu. A Suðurnesjum er mannfjöldi nánast sá sami og í Austurlandskjördæmi, rúm' 12000. í skýrslunni kemur m.a. fram að á Suðurnesjum eru 16% mannára í fiskvinnslu 1975 (lengra ná skýrslur ekki) og við fiskveiðar einnig 16% mannára. Austurlandskjördæmi skilar sama ár 11 % mannára i fiskvinnslu og 10% við veiðar. Árið 1977 skila Suðurnesjamenn 34% af saltfiskfram- leiðslunni og 16.2% af freðfisk- framleiðslu landsmanna, á meðan Austurlandskjördæmi skilar 11.5% af saltfiski og 11 % af freðfiskframleiðsl- unni. Vanrækt mjólkurkýr Lengst af hefur fiskvinnsla á Suöur- nesjum verið I fremstu röð með arð- semi og þar með átt stærri þátt I upp-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.