Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 18
18
GARÐYRKJA
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978.
HVAÐ Á AÐ GERA
í GARÐINUM
(
APRÍL?
Nú er kominn aprílmánuður og vorið á að vera byrjað fyrir alvöru, þótt enn geti komið hret. Þar sem húsdýraáburður
hefur verið borinn á grasblettinn þarf að mylja áburðinn og jafna úr honum. Annars þarf að raka mosa og sinu upp úr gras-
rótinni og bera á blandaðan grasáburð.
Gætið þess vel að dreifa vel úr honum því annars geta komið brunablettir.
Seint i apríl eða í kringum 20. er heppilegt að láta kartöflurnar til spirunar. Nokkru fyrr má láta kartöflur í mjólkurfernur
með mold í, og þeim má planta út undir plast um leið og jörð er orðin klakalaus.
Smálaukarnir eru farnir að blómstra í garðinum og heppilegur tími til þess að gefa þeim smáskammt af áburði. Bezt er að
nota garðáburð eða upplausn af substral eða maxicrop. Nú er aðalvaxtartími laukanna og þeir þurfa að taka á sig næringu
til næsta árs blómgunar.
Nú er sá timi sem islenzka vetrarblómið er upp á sitt bezta. Þeir sem hafa yndi af náttúruskoðun ættu að fara í smáfjall-
göngu eða aka suður að Kleifarvatni. Þar er mikið af vetrarblóminu i klettunum en látið ekki freistast til að slíta það upp og
flytja það heim í garðinn. Eins og eyrarrósin er það fegurst i sínu rétta umhverfi.
Nú má sá ýmsum sumarblómum beint í garðinn, t.d. strandlevköj eða strandrós, eins og það blóm heitir á íslenzku,
draumsóley og brúðarslæðu.
Einnig má sá beint ýmsum grænmetistegundum, eins og gulrótum, steinselju og matbaunum.
Ef ekki er þegar búið að klippalimgerðið skulið þið ekki draga það lengur og nota gildustu sprotana í græðlinga.
Eigið grænmeti smakkast alltaf bezt
Matjurtagarði skal velja stað þar sem
sólar nýtur bezt. Ef ekki er nægilegl
skjól getur verið" gott að planta röð af
ribsi eða sólberjarunnum fyrir verstu
vindáttirnar. Stöngulber þurfa hins
vegar að veraískjóli.
Berjarunnar þurfa mikinn áburð til að
skila góðum arði. Þeir eru gróðursettir
með a.m.k. eins metra millibili. Á um
metersbreiðu bili báðum megin við röð-
ina skal grafa niður þykkt lag af hús-
dýraáburði.
Þegar runnarnir fara að stækka
verður erfiðara að stinga upp milli
þeirra. Nægja verður þá að losa moldina
með gaffli og mylja áburðinn vandlega.
Ef húsdýraáburður fæst ekki verður að
nota tilbúinn áburð, annað hvort bland-
aðan garðáburð eða brennisteinssúrt
kali og þrífosfat borinn eins snemma á
og hægt er og siðan viðbótarskammt af
kjarna og aftur eftir að berin eru byrjuð
að myndast. Varast ber að áburðurinn
lendi á laufguðum blöðunum.
Á hverjum vetri ætti að fjarlægja
jarðlægar greinar til að auðvelda hirð-
ingu og um leið grisja runnana með þvi
að taka fáeinar af elztu greinunum
burtu. Nauðsynlegt er að úða gegn blað-
lús.
Afklipptar greinar má nota fyrir
græðlinga með því að klippa þær i ca 15
cm langa búta og stinga þeim I beð með
vel mulinni mold með 10 cm millibili.
Stráð er lagi af grófum sandi yfir. Það
heldur moldinni rakari, og hún verður
einnig hlýrri. Sandurinn tefur fyrir ill-
gresi og er auðveldara að halda beðinu
hreinu.
Rabarbarinn er bezt kominn á enda
eða í jaðri garðsins. Hann er plássfrekur,
ekki veitir af 1 metra á milli hnausa.
Hann þarf lika mikinn áburð. Auk hús-
dýraáburðar, sem grafa skal niður á vor-
in, borgar sig að gefa aukaskammt
nokkrum sinnum yfir vaxtartímann.
Það má vera garðáburður, kjarni eða
hrærður húsdýraáburður.
Blómstöngla skal skera burtu jafn-
óðum. Skipting hnausanna og gróður-
setning á að fara fram á vorin. Hætt er
við að hnausamir vilji rotna á veturna ef
gróðursett er að hausti.
Ranarbarablöðum og öðrum úrgangi
skal dreifa milli raða eða I kring um
hnausana, ef það er ekki notað i safn-
hauginn.
Það kæfir illgresi og myndar áburð og
er þannig of mikið verðmæti til þess að
láta í öskutunnuna. Enda ekki vel séð af
hreinsunardeildinni að öskutunnur séu
yfirfullar af úrgangi úr garðinum. Sama
gildir um grasið af blettinum. Það
hverfur fljótt i safnhaugnum.
Gulræturnar fyrstar
Með því fyrsta sem hægt er að sá til á
vorin eru gulrætur. Ef notaður er hús-
dýraáburður skal grafa hann niður að
hausti. Verður hann þá alveg mjúkur
við vorvinnsluna. Sé jarðvegurinn leir-
borinn skal blanda hann vel viðraðri
mulinni mómold og grófum sandi. Hætt
er við að gulrætur verði greinóttar í þétt-
um, leirbornum jarðvegi.
Hafa skal 25—35 cm milli raða og
grisja þannig að 2—3 cm verði milli
plantna.
Radísum eða hreókum má einnig sá
snemma í svipaðan jarðveg. Oftast er
dreifsáð en gæta skal þess að sá ekki of
þétt, ca I l/2cmmillifræjaermátulegt.
Hreðkur eru snemmsprottnar, þurfa
aðeins 4—6 vikur. Þær spretta einnig
fljótt úr sér. Þess vegna er betra að sá
hálfsmánaðarlega fram eftir sumri,
frekaren miklu i einu.
Þær hreðkur sem fyrst er sáð til,
sleppa oftast við kálmaðkinn, sem ann-
ars er hvimleiður gestur. Nokkuð má
halda honum í skefjum með DDT dufti,
gesarol.
Salat þarf frjóan jarðveg til að verða
stökkt og ljúffengt. Annars er hætt við
að blöðin verði seig og leðurkennd.
Víðast hvar er því sáð alltof þétt.
Bezta aðferðin er að sá einni lítilli röð og
dreifplanta síðan með 15—20 cm milli-
bili. Það má líka sá í stóran blómapott
inni og planta út.
Spinat er auðræktað. Sáð í röðum,
ekki of þétt og ekki of miklu í einu, þar
sem það vex fljótt úr sér. Spinatið á að
nota áður en fræstönglar koma.
Blaðbeður eru lítið ræktaðar hér en
þrifast sæmilega. Þær eru með breiðum,
hvítum blaðstönglum sem má nota eins
og aspargus, spergil. Blöðin eru notuð
eins og spínat. Blaðbeður þarf áburðar-
rika mold. Millibil á milli plantna á að
vera 10—15 cm.
Rauðrófur, sem eru náskyldar, eru
ræktaðar á sama hátt. Til þess að flýta
fyrir má sá i jiffy-potta í vermireit og
planta síðan út.
Steinselju á aö sá snemma eða á svip-
uðum tíma og gulrótunum. Steinselja er
einhver c-vítaminauðugasta jurt sem við
höfum og ætti að rækta og nota hana
meira en gert er og ekki einungis til
skrauts. Til eru I búsáhaldaverzlunum
litlar grænmetiskvarnir tilvaldar til þess
að hafa á hverju matarborði og saxa
steinselju út á matinn jafnóðum. Þá fer
minnst af vítamíninu til spillis.
Jarðarberjum skal planta út á vorin
um leið og vöxturinn byrjar. Ef hægt er,
skal nota húsdýraáburð. Þegar plönturn-
Verzlun
Verzlun
Verzlun
I
Hátalarar
f sérflokki
Ef þú vilt smiða
kassana sjálfur,
höfum við hátalara-
sett, litil og stór
frá SEAS:
Mini, 203, 303,
503 og Disco.
Einnig höfum við
ósamsetta kassa,
tilsniðna og spón-
lagða.
SAMEIND,
Grettisgötu 46,
sími 21366.
Húsbyggjendur, byggingaverktakar:
Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjallí.
Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu
skilmála.
Loftorka sf
■f Dalshrauni 8 Hafnarfirði,' simi 50877.
Fjölbreytt URVAL
skrifborðsstóla.
Nytsamar fermingargjafir.
Framleiðandi:
Stáliðjan Kópavogi
KRÓM HÚSGÖGN
Smiðjuvegi 5 Kópavogi. Sími 43211
IL Gardínubrautir
jgf|]§| Langholtsvegi 128 Simi 85605
■jfl Eigum fyrirliggjandi allar gerðir af
■ff viðarfylltum gardínubrautum, 1-4
brauta,meðplast-eða viðar-
|j|l|jig köppum, einnig ömmustangir,
smíðajárnsstangirogallttil
gardínuuppsetningar
(jm'rfinia
SJIIBIH SKIIHÚM
IsluzlilHwit iiHnlnrk
§
RAMJ
STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af
stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað.
SVERRIR HALLGRÍMSSON
Smiöastofa h/i Jrönuhrauni 5. Simi 51745.
Ferguson litsjónvarps-
tækin. Amerískir inn-
línumyndlampar. Amer-
ískir transistorar og
díóður.
ORRI HJALTASON
Hagamel 8, simi 16139.
DRÁTTARBEIZLI — KERRUR
Vorum að taka upp 10" tommu hjólastell
fyrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna.
Höfum i lager allar stœröir af hjólastellum
og alla hluti í karrur, sömuleiðis allar gerðir
af kerrum og vögnum.
ÞÓRARINN KRISTINSSON
Klapparstig 8. Simi 28616 (Haima 72087)
MOTOROLA
Altematorar i bíla og báta, 6/12/24/32 volta.
Platinulausar transistorkveikjur í flesta bíla.
Haukur & Ólafur hf.
Ármúla 32. Sími 37700.
ALTERNATORAR
6/12/24 volt í flesta bíla og báta.
VERÐ FRÁ 13.500.
Amerisk úrvalsvara.| — Póstsendum.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Rafmagnsvörur i bíla og báta.
BÍLARAFHF. -S^im