Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRlL 1978. „ÞAÐ ER EKKILÍFSNAUDSYN- LEfiT FYRIR USTINA AÐ lirnA I FIAIIII — Húnlifirhittaf,segirFlosi Ldlr I m1 LELwí Ólafssonleikritahöfundur „Leikritið er skrifað fyrir afbrigðileg an leikhóp, það er með æskilegl en af- brigðilegt kynjahlutfall, þvi það eru sjö konur og einn karl I hópnum," sagði Flosi Ólafsson leikari, leikstjóri og leik- ritahöfundur í samtali við DB. Þessa dagana er verið að æfa nýtt leikrit eftir hann sem frumsýnt verður á föstudag I Lindarbæ af 4. bekk H. í Leiklistarskóla Islands, sem útskrifast I vor. „Mér þótti henta að láta leikinn ger- ast i hænsnahúsi þvi þar er kynjahlut- fallið svipað. Þá kom mér i hug gamalt ævintýri eftir H.C. Andersen, „Það er alveg áreiðanlegt”, en eins og allir muna fjallar það um þegar ein hæna reytti af sér eina fjöður og þegar þetta fór að fréttast út um bæinn var það fljótt að breytast I meðferð slúðursins eða róg- maskínunnar og breyttist úr einni fjöður i fimm dauðar hænur sem höfðu reytt af sér allar fjaðrirnar af einskærri ást til hanans. í þessu leikriti vitum við eiginlega ekki hvenær það eru hænurnar og hvenær það er mannfuglinn sem er að fleyta slúðrinu áfram. Það er I raun og veru slúörið og almannarómurinn sem fleytir söguþræðinum áfram i þessu leik- riti.” — Er þetta gamanleikur eða harm- leikur? „Þetta er eiginlega „tragikomedia". Þetta er skrifað fyrir nemendur sem eru að útskrifast og ég reyndi að gera þeim eins erfitt um vik og ég mögulega gat. Þau fá virkilega að spreyta sig á sem flestu, eða ég vona það að minnsta kosti, sem leikhúsið hefur upp á að bjóða. Það er bæði söngur og leikur, látbragðsleik- ur, og alls konar hreyfilist. Leikritið endar ekki allt of vel, vegna þess að þeir sem lenda í kjaftinum á al- mannarómnum fara ekki allt of vel út úr því eins og dæmin sanna. Leikritið fjallar öðrum þræði um þá sem verða fyrir barðinu á rógvélinni og einnig að talsverðu leyti um hvernig nauðsynlegt virðist vera að seðja lang- hungraðan almannaróm sem iðar i skinninu eftir að hafa eitthvað milli tannanna til þess að munnfjatla,” sagði Flosi. Tónlistin í leiknum er eftir Leif Þórar- insson, Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- Flosi Ólafsson höfundur leikritsins, Leifur Þórarinsson sem gert Hcfur tónlistina og leikstjórinn Þórhildur Þor- leifsdóttir. DB-myndir Ragnar Th. Leikurinn gerist í hænsnahúsi því þar er kynjahlutfallið svipað og i 4. bekk, sagði Flosi höfundur leikritsins. stjóri og Messíana Tómasdóttir gerði leiktjöldin. Nemendurnir i 4. bekk H sem koma fram í sýningunni eru: Elva Gisladóttir, Edda Björgvinsdóttir, Helga Thorberg, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingólfur Sigurðs- son, Guðrún Þórðardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Lilja Þorvaldsdóttir. Flosi hefur áður skrifað leikrit, bæði sem sýnd hafa verið á leiksviði og sömu- leiðis hefur hann skrifað fyrir útvarp og sjónvarp. Hann er fastráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið og er núna að æfa i tveimur leikritum, itölskum gamanleik. sem frumsýndur verður á næstunni og nýju leikriti eftir Jökul Jakobsson. Það yerður sýnt á listahátið I sumar og siðan tekið upp i Þjóðleikhúsinu i haust. ^ - A.Bj. Nýju gjaldi smurtá búvöruveröið Búvöruverð á að hækka með þvi að leggja eitt prósent „jöfnunargjald" ofan á heildsöluverð landbúnaðarafurða. Þetta felst í stjórnarfrumvarpi, sem kom fram í vikunni. Gjaldið er á lagt, til þess að ekki þurfi að hækka vexti, sem bændur greiða af lánum frá Stofnlána- deild. Framlagbænda til Stofnlánadeildar- innar nægir ekki til að jafna metin þar, og stefnir I vaxandi rekstrarhalla hjá deildinni vegna vaxta og gengismunar. Vextir hafa verið mjög lágir á lánum deildarinnar, svo að talað er um, að fjár- magn sé „niðurgreitt". Jafnframt segir I greinargerð frumvarpsins, að þetta þýði frekari niðurgreiðslu á búvöruverði, því að vaxtakostnaður bænda, sem tekinn er með i verðlagsgrundvöll búvara, verði lægri en ella. Þessu þurfi að breyta. Nýja gjaldið á að teljast hluti af vinnslu- og dreifingarkostnaði búvara og koma fram í búvöruverði en ekki i verði til bænda. Það á að gefa 250 milljónir á ári miðað við verðlag i ár. - HH BREIÐHOLT - KÓPAVOGUR Látið kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stöðinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjólfur Fanndal SÍMI 43430 Ráðstefna um verkmenntunarmál: Það veiður að læra til verklegra starfa ekki síður en bóklegra „Það hefur löngum viljað brenna við að fólk láti i þaö skina að ekki þurfi að leggja hart að sér við að læra „til handarinnar”. En við viljum benda á að 'iðnskólarnir eiga ekki að taka við botnfallinu i þjóðfélaginu. Það þarf ekki siöur að læra til verklegra starfa en bóklegra. Meðal annars til þess að eyða jtessum misskilningi efnir Sam- band iðnskóla á Islandi til ráðstefnu um verkmenntun og stöðu hennar í menntakerfinu,” sögðu Skjöldur Vatnar Björnsson iðnskólakennari og Þórarinn B. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri sambandsins I samtali' við DB. Ráðstefnan verður haldin i Iðnskól- anum i Reykjavík föstudaginn 21. apríl. Þór Sandholt skólastjóri og for- maöur Sambands iðnskóla á tslandi setur ráðstefnuna kl. 9.30 og siðan flytur Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ávarp. Einstökum málefnum sem tekin verða fyrir verður fylgt úr hlaði með stuttum framsöguerindum. Frummæl- endur eru þessir: Jón Sætran kennari, Óskar Guðmundsson framkvæmda- stjóri Iðnfræðsluráðs, Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri I menntamála- ráðuneytinu, Sveinn Sigurðsson að- stoðarskólastjóri, Karl Stefánsson kennari, Guðmundur Sveinsson skóla- meistari, Sigurður Kristinsson for- maður Landssambands iðnaðar- manna, Jónas Sigurðsson frá Iðn- nemasambandi Islands, fulltrúar nem- enda ýmissa skóla, Jóhann S. Hannes- son kennari, Ólafur Proppé kennari, Jón Böðvarsson skólameistari, ölvir Karlsson bóndi, Kristinn V. Jóhanns- son skólastjóri og Ólafur Ásgeirsson skólameistari. Er ráðstefnunni ætlað að vekja al- menna athygli á stöðu verkmenntunar í kerfinu og finna ráð til þess að auka hana og bæta þannig að hún vely meiri áhuga hjá ungmennum þegar þau velja sér framtíðarstarf. Til ráðstefnunnar er boðið öllum þeim sem hafa áhuga eða hagsmuna að gæta og eru væntanlegir þátttak- endur beðnir að tilkynna þátttöku sína I síma Sambands iðnskóla á Íslandi, 12670. Að ráðstefnunni standa bæði fjöl- brautaskólarnir og iðnskólamir I landinu. „Því hefur verið haldið fram að verknám sé dýrara en bóknám,” sagði Þórarinn B. Gunnarsson. „En við höfum ekki lagt áherzlu á að gera verkmenntun arðbæra, en verkmenntun getur orðið það strax á öðru ári. Á ráðstefnunni verðurm.a. lögð áherzla á þetta atriði og kannað hvort kostnaðurinn sé I raun og veru svomikill.” • A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.