Dagblaðið - 18.04.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRtL 1978.
Færeyingar sóttu grimmtí ódýra íslenzka dilkakjötið:
Sala á dilkakjöti tíl
Færeyinga stöðvuð eystra
13
— Allt útflutningskjötið er uppurið og verðið fyrir það alltaf jafnóhagstætt
„Sala á dilkakjöti til færeyskra báta á
Austfjarðahöfnumn hefur veriö
stöðvuð, en komur þeirra til kjöttöku
þar voru orðnar ærið tíðar,” sagði
Sveinn Tryggvason er DB spurði hann
hvað hæft væri 1 orðrómi um hugsanleg-
an skort á dilkjakjöti er á liður sumarið.
Ég vildi að meira væri hæft I
þeimorðrómisem ykkur hefur borizt til
eyrna en raun er á. Þó salan til færeysku
bátanna hafi verið stöðvuð eru t.d. 200
tonn fyrirliggjandi á Reyðarfirði, þar
sem aðalkjöttakan hefur farið fram.
Verðið sem Færeyingar borga er hins
vegar óhagstætL aðeins rúmlega 9 kr.
danskar (eöa tæplega helmingur skila-
verðs til bænda).”
Sveinn sagði að I fyrrahaust hefði
verið ákveðið að halda 8500 tonnum
dilkakjöts til sölu á innanlandsmarkaði.
Heildarframleiðslan var milli 12 og 13
þúsund tonn.
Búið er að taka frá um 4000 tonn til
útflutnings og er meginhluti þess þegar
farinn til kaupenda. Er þar um að ræða
um 2550 tonn til Noregs, 650 tonn til
Sviþjóðar, um 500 tonn til Færeyja og
2—300 tonn til Danmerkur.
Sveinn kvað Norðmenn greiða bezta
verðið eða 11 krónur norskar (rúml. 520
krónur) við móttöku og siðan uppbót
þegar sölu er lokið sem nemur 1—2
krónum norskum (50-90 kr. isl.). Tveir
söluaðilar sjá um sölu ísl. dilkakjöts I
Noregi, Norges Kjöt og Fleske Centar
og samtök kjötsala og eru söluhlutföll
þeirra 65% og 35%.
Sveinn kvað sc!u til annarra landa
en aö framan eru upp talin vart eiga sér
stað og harla óliklegt að fleiri
Evrópulönd bættust I kaupendatölu á
ísl. kjöti. Vestur-Evrópulönd væru
hlaðin offramleiðslu á búvörum og þvi
hefði hann ekki trú á sölu að neinu ráði
t.d. til Þýzkalands. Um sölu til Hollands
sagði Sveinn að hún væri útilokuð þar til
hollenzkur dýnalæknir hefði gert úttekt
á sláturhúsum hér. Tilraunasala til
Hollands hefði að mestu — að þvi er
hann vissi bezt — hafnað í fríhöfn þar I
landi og að lokum að mestu i íslenzkum
skipum. Magnið hefði ekki verið mikið,
eitthvað um 90 skrokkar.
Um innanlandssöluna á dilkakjöti
sagði Sveinn að hún næmi 5-600 tonn-
um á mánuði og það magn væri til allt til
nýrrar sláturtíðar og vel það.
Jón H. Bergs forstjóri Sláturfélags
Suðurlands tók I sama streng. Enginn
hætta ætti að vera á kjötskorti. Hins
vegar léti Sláturfélagið ekki meira til út-
flutnings en orðið er. Til útlanda hefðu
aðeins farið um 200 tonn eða 6—8% af
kjötmagni hjá félaginu. Á innanlands-
markaði selur SS 150—170 tonn á
mánuði og það magn er fyrir hendi til
hausts.
-ASt.
Góðar gjafir til
Hrafnistu í Hafnarfirði
Nýlega komu félgar úr Kiwanis-
klúbbnum Elliða í Reykjavík færandi
hendi til Hrafnistu í Hafnar-
firði og færðu heilsugæzlusjóði heim-
ilisins góðar gjafir. Annars vegar
hreyfanlegt tæki til súrefnisgjafar í
neyðartilfellum og hins vegar hita-
kassa til notkunar í heilsurækt heim-
ilisins. Formaður Elliða, Þorsteinn
Sigurðsson afhenti gjafirnar.
Pétur Sigurðsson formaður Sjó-
mannadagsráðs tók á móti gjöfunum
ásamt Sigriði Jónsdóttur forstöðukonu
og var gefendum þakkað.
Undanfarið hafa ýmsir aðrir hugsað
hlýlega til Hrafnistu i Hafnarfirði og
sent gjafir. Kvenfélagið Hrund I
Hafnarfirði færði heimilinu prjónavél
og Sjálfstæðiskvennafélagið Vor-
boðinn saumavél. Oliver Steinn bók-
sali I Hafnarfirði færði bókasafninu
dýrmæta gjöf nýrra bóka til minn-
ingar um föður sinn og bróður.
- A.Bj.
Pétur Sigurðsson formaður Sjómanna-
dagsráðs (til hægri).
Frá afltendingu tækjanna frá Kiwanis-
klúbbnum Elliða. Frá vinstri: Sæmundur
Sæmundsson, Sigmundur Tómasson,
Sigmundur S. Stefánsson, Þorvaldur
Kjartansson, Þorsteinn Sigurðsson for-
seti Eiliða, Bragi Örn Ingólfsson, Sigrlð-
ur Jónsdóttir forstöðukona og Pétur
Sigurðsson formaður Sjómannadags-
ráðs.
Slysavarnafélagið með happdrætti
„fyrir karlana”
„Slysavarnafélagið er þjóðarfélag og
þess vegna viljum við biðja ykkur að
vera með okkur í þessu máli þannig að
sem mestu fé verði safnað,” sagði
Gunnar Friðriksson forseti Slysavarna-
félags íslands.
Slysavarnafélagið hefur sett af stað
happdrætti í tilefni 50 ára afmælisins
sem það hélt upp á fyrr á árinu. Með þvi
fé sem næst inn er ætlunin að bæta að-
stöðuna í slysavarnaskýlunum eða sælu-
húsunum eins og þau eru almennt köll-
uð. „Það verður vist að segjast eins og
er,” sagði Gunnar, að umgengnin um
þessi skýli er ekki eins góð og skyldi.
Menn telja þetta eins og hverja aðra
gististaði og finna jafnvel að því í gesta-
bókum að viðutgjörningur hafi ekki
verið semskyldi.”
Gunnar sagði happdrættið fyrst og
fremst vera gert með karlmennina i
félaginu í huga. Konurnar væru svo
duglegar við sjálfboðastörf að ekkert
happdrætti þyrfti lil þess að halda þeim
gangandi.
Hörður Friðbjamarson hefur verið
skipaður formaður hamxlrættisnefndar
og sagði hann að öll sala færi fram hendi
úr hendi en gíróseðlar yrðu ekki sendir
út. Menn mega þá búast við að sjá menn
i gulum stökkum til dæmis við útgöngu-
dyr samkvæmishúsa, með happdrættis-
miða Slysavarnafélagsins til sölu.
- DS
Skjót viðbrögð
Þaö er hvimleitt aö þurfa aö
bíöa lengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
'RAFAFL
Skólavörðustig 19. Reykjavík
Simar 2 1700 2 8022
Gunnar Frióriksson og Höröur Frið-
bjarnarson á fundi með blaðamönnum.
DB-mynd Hörður.
MBIAÐIÐ
Irjálst, nháð daghlað
GRIKKLAND
Dagflug á þriðjudögum. Nýr og heillandi sumar-
leifisstaður íslendinga. Yfir 1000 farþegar fóru
þangaö á síðasta ári þegar Sunna hóf fyrsta
íslenska farþegaflugiö til Grikklands og hafa
margir þeirra pantað í ár. Þér getið valið um dvöl í
frægasta tískubaðstrandarbænum Glyfada í
nágrenni Aþenu, þér getið dvalið þar á íbúðar-
hótelinu Oasis, bestu íbúðum á öllu Aþenu-
svæðinu með hótelgarði og tveimur sundlaugum,
rétt við lúxusvillu Onassis-fjölskyldunnar, góðum
hótelum, eða rólegu grísku umhverfi, Vouliagmeni,
26 km frá Aþenu.
Einnig glæsileg hótel og íbúðir á eyjunum fögru,
Rhodos og Korfu aö ógleymdri ævintýrasiglingu
með 17. þús. lesta skemmtiferðaskipi til eyjanna
Rhodos, Krítar og Korfu, auk viðkomu í Júgóslavíu
og Feneyjum. Reyndir íslenskir fararstjórar Sunnu
og íslensk skrifstofa.
SVNIU
BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 16400 - 12070 - 25060 - 29322