Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRlL 1978. Af hverju mega hestar ekki ferðast á milli landa eins og menn? „Hvers vegna má ekki fara með hestinn sinn til útlanda og koma með hann aftur?” spyr Hjörleifur Kristinsson, Gilsbakka, Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, fyrir nokkru f brcfi til Sigurðar Sigurðarsonar dýra- læknir. 1 greinargerð með spurningunni segir hann orðrétt: Ég var nýlega að horfa á mót íslenskra hesta erlendis og fór þá að hugleiða hvort ísland væri eina landið í Evrópu sem gæti ekki sent þangað hest og hann ætti aft- urkvæmt. Vegna læknavísinda er nú hægt með talsverðu öryggi að ferðast hvert í heim sem er og koma aftur án þess að taka hættulega sjúkdóma eða bera þá með sér heim. Gildir þetta aðeins um menn? Sigurður sendi blaðinu spuminguna og svar sitt við henni þar sem hann telur marga vera að velta þessu sama fyrir sér og svarið geta orðið til fróðleiks öðrum en aðeins Hjörleifi. SVAR: Hér á landi eru smitsjúkdómar í hrossum svo til óþekktir, sem betur fer. Hross hér á landi hafa verið einangruð i 1000 ár og laus við smit- álag. Það er þvi víst, að mótstaða í stofninum er engin eða mjög lítil gegn ýmsum álvarlegum sjúkdómum og kvillum, sem landlægir eru erlendis. Fjölmargir sjúkdómavaldar: veirur, bakteríur, sveppir, sníkjudýr (lýs, maurar, innyflaormar, lungnaormar, hrossasullaveiki, skorkvikindalirfur) hafa aldrei fundist á íslandi. Annað kastið eru að finnast nýir smitsjúkdómar erlendis og er þá í fyrstu engin þekking eða litil um smit- leiðir og varnaraðgerðir. Á þessu hafa margir hestaeigendur brennt sig fyrr og síðar og gilda þvi strangar reglur um mót af þessu tagi sem þú sást sagt frá, þótt ytri mynd þess sýni samkomu lausa við aðhald og afskiptasemi af þessu tagi. Þrátt fyrir reglurnar og aðhaldið verða „slys”. Nýir smitsjúkdómar berast með hestum til heimalandsins. Mér eru minnisstæðir faraldrar m.a. hrossainflúensu, sem bárust til Noregs meðan ég var þar við nám. Ýmislegt var þó stöðvað þar i sóttkví. Norðmenn hafa mjög strangar reglur við slika flutninga landa á milli, mun strangari en sumir aðrir og eru þó margir sjúkdómar í hestum þar í landi þeir sönju og i mörgum löndum Evrópu. Sumir smitsjúkdómar í hrossum eru svo skæðir, að hætta getur fylgt reiðtygjum og reiðfötum þeirra, sem mótin stunda, og hefur verið haft eftirlit með þvi hérlendis, aö slíkur búnaður væri sótthreinsaður við heimkomuna. Sjálfsagt fer eitthvað af sliku fram hjá eftirliti og má vænta „slysa” hér, þegar skilningur manna á varúðarráðstöfunum og vilji til að fara eftir þeim dofnar. Allar horfur eru á þvi aðslikt verði fyrr en siöar. Fræðsla til almennings um þessi efni er nauðsyn, en erfið fáum dýra- læknum. Við eigum enga sóttkví fyrir hross og aöstaða til rannsókna á smit- andihrossasjúkdómumog baráttugegn þeim er litil sem engin hér ð landi, enda hefur ekki þurft á slíku að halda nema vegna prófa á vissum sjúk- dómum í hrossum sem flutt eru utan. Enginn veit þó til þess, að þeir sjúkdómar, sem prófað er fyrir, hafi fundist hérlendis. Heilbrigðisyfirvöld í löndum þeim, sem héðan kaupa hross, krefjast þó þess að prófin séu gjörð vegna eigin öryggis. Rannsóknar- aðstaða og starfslið. sérmenntað og Brcfritari lýsir undrun sinni á að fólk megi flandra út um allan heim þrátt fyrir pestir og sóttir út um allt, en annað gildi um hesta, jafnvel þótt þeir séu bólusettir í bak og fyrir. — DB-mynd: Sv. Þorm. skipulagt, til að fást við faraldra, ef upp kæmu í kjölfar innflutnings er þó margfalt öflugra í flestum öðrum löndum en Islandi. Við innflutning á dýrum er alltaf tekin áhætta hversu viðtækar rann- sóknir sem gerðar eru og hversu öflugt sem eftirlitið er fyrir og eftir inn- flutning. Vegna þess að hross okkar eru af einangruninni viðkvæmari fyrir sjúkdómum en önnur kyn kemur það oft fyrir, að islensk hross, sem flutt hafa verið til útlanda, hafi sýkst þar, þrátt fyrir bólusetningar og önnur varnarráð, enda eru engar bólusetn- ingar fullkomlega öruggar til varnar. Við búum við þá ómetanlegu sér- stöðu að eiga hrossastofn, sem er svo til laus við smitsjúkdóma. Af þeim sökum eru engar hömlur á flutningi hrossa innan lands,.eins og þær sem gilda um flutninga á sauðfé, geitum og nautgripum. Hægt er að skrifa lista með tugum sjúkdómsvalda sem aldrei hafa fundist hér en gera usla eða hafa fundist i ná- grannalöndum okkar, meginlandi Evrópu, Bandaríkjunum og raunar hvar sem borið cr niður. Þessir sjúkdómsvaldar gætu borist heim með hrossum, sem leyft væri að flytja til landsins aftur eftir veru erlendis og myndu öruggustu, þekktar sótt- varnarreglur ekki geta tekið fyrir þá hættu. Það væri hörmulegt að flytja til landsins nýjan sjúkdóm í búfé. Við höfum um áratuga skeið sopið seyðið af ógætilegum ráðstöfunum af því tagi samanber karakúlsjúkdómana í sauð- fé: Votamæði, þurramæði, visnu og garnaveiki. Við verðum að ganga út frá þvi að margir smitsjúkdómar séu enn óþekktir og þar af leiðandi verður illa við komið vörnum gegn þeim. Þetta veldur hinni hörðu afstöðu til hrossaflutninga úr landi og til landsins. Um sjúkdóma I fólki gegnir öðru máli. t fyrsta lagi myndu frjálsræðis- hetjurnar góðu illa þola skerðingu á ferðafrelsi, þótt það kynni stöku sinnum að vera æskilegt, ef litið er eingöngu á málin frá sóttvarnarsjónar- miði. í öðru lagi er heilsugæsla fólks yfirleitt margfalt öflugri en heilsugæsla dýra og þar þarf lítt að spara til þess að öryggis verði sem fullkomnast, eins og sjálfsagt er raunar. Stöðugt samband við útlönd og snerting við smitvalda er sífelld. Mótstaða fólks gegn smitsjúkdómum er því meiri. Þrátt fyrir þetta berast hingað far- sóttir iðulega svo sem kunnugt er og stundum fer illa. Frá sýningu Kvartmiluklúbbsins i Laugardalshöll um páskana. V VAXANDIBÍLAMENNING BÆTIR UMHVERFIÐ Bílaáhugamaður hríngdi: Svona af tilefni stóru bilasýningar- innar langaöi mig aðeins til að benda á að sýningar Kvartmíluklúbbsins og Fornbílaklúbbsins hafa að mínu mati orðið til að auka bílamenningu hér. Hún var í lágmarki. Sýningar þessar hafa orðið til að opna augu fólks fyrir varðveizlu gamalla bila sem sögulegra minja og jafnframt til að glæða áhuga manna fyrir smekklegu litavali á bilum sinum og smekklegum skreytingum, ef um er að ræða. Ekki verður litið fram hjá þvi að þetta er liður i að fegra umhverfi okkar, ekki sizt með tilliti til hversu mikið er orðið af bílum. Því fagna ég að Bílgreinasambandið hyggst halda sýningar annað hvert ár framvegis og vona um leið að Kvartmílu- og Forn- bílaklúbbarnir haldi áfram á markaðri braut. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.