Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978. Skátar með mikla sumarhátíð: Reyna að k'fga við stein- dauðan miðbæ Reykjavíkur Skátar hyggjast leggja sitt af mörk- um á sumardaginn fyrsta til þess að koma lífi I hinn steindauða miðbæ Reykjavikur. Þar á að halda mikið tivolí eða karnival með erlendu sniði en islenzku fólki. Aðalskemmtikraftarnir á hátiðinni verða fólkið sem sækir hana. Reyna á að fá menn til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að skemmta sér I stað þess að þiggja allt af öðrum. Tjöld og pallar verða settir upp og hægt verður að skjóta pílum, henda boltum I tómar dósir, fara til spákonu, taka þátt I veðreiðum, hlusta á lúðrasveitir og Tóta trúð. Auk þessa ganga svo nemendur Leiklistarskólans um götur í trúðsbúningi og skemmta fólki. Poppmúsíkinni verður einnig gert hált undir höfði því að á Hallærisplan- inu leikur hljómsveitin Oktabus. Lúðrasveitir leika nú samt meira þvi þær verða einar fimm og leika til skipt- is á palli I Pósthússtræti. Af þessum fimm lúðrasveitum verða þrjár skipað- ar börni'm. Mörg tjöld verða sett upp I Austur- stræti þar sem bæði verða svokallaðir lívolípóstar með hinum ýmsu leikjum og veitingar seldar. 1 alla tivolípósiana gildir sérstök mynt sem nefnd er sumarkróna og kostar 50 krónur. Er ekki hægt að verzla fyrir aðra peninga. Skátafélag Reykjavíkur stendur fyrir hátíðinni og sögðu forráðamenn þess að þrátt fyrir að ýmsum kynni að finn- ast 50 krónur hátt verð fyrir að skjóta niður dósir væri engin hætta á því að gróði yrði af hátíðinni. Skátarnir kosta hátiðina að nær öllu leyti sjálfir og er það nokkuð dýrt þar sém öll tjöldin þurfti að sauma sérstak- lega. Hvert þeirra kostaði um 100 þús- und krónur. En þau er hægt að nota aftur og aftur því ef hátíðin tekst vel á sannarlega að halda aðra næsta ár. Þetta á aðeins að vera fyrsti vísirinn að því sem koma skal. En það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að koma lífi i dauðan bæjar- hluta. Leyfi þarf að fá fyrir hinu og þessu og oft er það svo að hver vísar á annan. Þannig fékkst ekki leyfi til þess að hafa loftriffla til markskota nema fyrir menn sem hafa byssuleyfi. Loft- rifflar eru samkvæmt lögum skotvopn og ekkert þýðir að visa til þess að alls staðar erlendis skjóti menn af þeim tól- um í tívolí og þaðan af siður til þess að lögreglan hefur reynt loftriffla og komið hefur í Ijós að þeir eru svo hættulausir sem mest getur verið. Forráðamenn Skátafélags Reykja- vikur vonast eftir að ef tivolíið tekst vel verði fleiri aðilar með næst. Til- valið væri til dæmis að hafa hestaleigu fyrir krakkana, að leyfa þeim að mála myndir og fleira í þessum dúr. Allt byggist þó á þeim sem sækja eiga hátíðina og fer það liklega mest eftir veðrinu hversu margir láta sjá sig í miðbænum. En skátarnir eru tilbúnir til þess að halda áfram með sitt þó eitt- hvaðsullist úr lofti. Hátíðin hefst klukkan hálftvö á sumardaginn fyrsta með skrúðgöng- um frá Hlemmi og Melaskóla. Siðan verður miðbæjarsvæðið opnað þegar skrúðgöngurnar koma þangað. - DS DB-myndir R.Th. Sig. SNÚ-8NÚ, EIN ÞJÓÐAR- ÍÞRÓTTIN Einn þcirra leikja sem lifna með vor- arnir" eða snúningsfólkið var ekkert að inu er leikur sem löngum hefur verið snúa á minnsta hraða. Strákurinn hafði kallaður snú-snú. í blíðviðrinu i gærdag það naumlega — en ... æ.... stelpan var voru Reykjavikurkrakkar viða að iðka ckki eins heppin og festist i bandinu og þessa ..þjóðariþrótt” unga fólksins. fékk viðstadda til að senda frá sér sól- Sannarlega mátti sjá tilþrif því „rótar- skinshlátra. Aftur ríkir bjartsýni um austurhnuna: E/ff frostvika bjargaði málum — allt efnið komid upp á heiði „Vinna við uppsetningu hinnar svo- ■nefndu austurlinu fer nú senn i fullan gang og við erum bjartsýnir á að tak- ast megi að ljúka verkinu fyrir vetur- inn eins og upphaflega var keppt að,” sagði Kristján Jónsson forstjóri Rarik í viðtali við DB í gær. Eins og kunnugt er var allur undir- búningur að lagningu linunnar að komast í eindaga er Rafmagnsveitur ríkisins gátu ekki leyst úr tolli efni til línunnar vegna fjárhagsvandræða. Fjármálahnúturinn var svo leystur af yfirvöldum.' „Við vorum svo heppnir." sagði Kristján, „að frost gerði í vikutima á Austfjörðum. Þessi vika hentaði okkur mjögn vel, þó frostið hafi e.t.v. komið öðrum illa. Stóðst á endum að síðasti flutningabillinn með efni til lín- unnar var kominn upp á Fljótsdals- heiði á laugardaginn er aftur tók að hlýna en hlýindin hefðu tafið flutn- inga efnisins þar sem um mikinn þungaflutning er að ræða. Er nú allt tilbúið til línulagningarinnar sem mun fljótlega hefjast af fullum krafti og aftur ríkir bjartsýni í herbúðum Rarik varðandi þetta mál." - ASt. AUTO 78: Sérleyfis- hafargefa afslátt Greinilegt er að AUTO ’78 verður einhver bezt sótta vörusýh- ing sem hér hefur verið haldin. i- tilefni af sýningunni hefur Félag sérleyfishafa auðveldað utan- bæjarfólki að sækja sýninguna og veitir sérstakan sýningarafslátt af fargjöldum með bifreiðum sínum, allt að 15%. Sérleyfishafarnir sjá einnig um sölu á aðgöngumiðum að sýningunni og verða miðarnir seldir með 25% afslætti til þeirra sem ferðast með áætlunarbif- reiðum á sýninguna. Ólafsfjörður Vinstri menn og óháðir sameinaðir á Ólafsfirði Vinstri menp á ÓlaTsfirði hafá birt framboðslista sinn til fram- boðs I bæjarstjórnarkösningunum I vor. Er þetta sameiginlegur listi framsóknarmanna, alþýðubanda- lagsmanna, Alþýðuflokks og ann- arra vinstri manna og óháðra. List- inn er þannig skipaður: 1. Armann Þórðarson útibú- stjóri, 2. Björn Þór Ólafsson íþróttakennari, 3. Sigurður Jóhannsson húsvörður, 4. Gunnar L. Jóhannsson bóndi, 5. Stefán B. Ólafsson múrarameistari, 6. Bragi Halldórsson skrifstofumaður, 7. Ríkharður Sigurðsson bilstjóri, 8. Guðbjörn Arngrímsson verka- maður, 9. Sumarrós Helgadóttir húsmóðir, 10. Gísli Friðfinnsson sjómaður, 11. Jónína Óskarsdóttir, starfsmaður Einingar, 12. Sveinn Jóhannesson verzlunarmaður, 13. Ásgrímur Gunnarsson verka- maður og 14. Bjöm Stefánsson fyrrverandi skólastjóri. Í síðustu bæjarstjórnarkosning- um höfðu þessir sömu aðilar sam- starf og fengu þá fjóra fulltrúa kosna af sjö. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.