Dagblaðið - 17.05.1978, Side 11

Dagblaðið - 17.05.1978, Side 11
\ t DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978. 11 Efnahagsvandinn verður ekki leystur nema með virkri þátt- toku ríkisins í samningagerð Haraldur Guðnason skrifaði i Dag- blaðið þann 3. mai sl. og segir þar: „Stundum leikur vafi á því hvort hátt- virtum þingmönnum er alvara eður ei þegar þeir flytja sum mál á þingi”. Síðan ræðir hann nokkuð um þings- ályktunartillögu sem ég flutti ásamt Ingvari Gislasyni, um að ríkisvaldið verði á hverjum tima virkur aðili að heildarsamningum um kaup og kjör í landinu. Greinarhöfundur gerir þá villu að ræða flutning tillögunnar í sambandi við efnahagsaðgerðir núverandi ríkis- stjórnar sl. vetur. Þær aðgerðir voru afmarkað timabundið fyrirbæri er hefur verið gert oft áður af mörgum ríkisstjórnum. Þær ber þvi ekki að skoða i Ijósi þessarar tillögu, þar sem takmark hennar er að fyrirbyggja að til slíkra aðgerða þurfi að koma, með gerð heildarsamninga til langs tíma. Haraldur er eflaust það gamall maður að hann hafi fylgst með gerð kjarasamninga undanfarin ár. En framkvæmd þeirra hefur verið á þann hátt að stórum hópi Kæri Jónas! í leiðara þíns ágæta blaös í fyrri viku heldur þú upp á lagabreytingu á grunnskólalögunum með því að helga hann „stikk-fríríkinu” Hafnarfirði, sem þú nefnir svo. Þessi lagabreyting felur það i sér, svo sem kynnt hefur verið rækilega I fréttum í þinglokin, að menntamálaráðherra er heimilt að stofna sérstakt fræðsluumdæmi i sveitarfélagi með 10.000 íbúa eða fleiri. Þar með er opnuð leið til að Hafnarfjörður og önnur hliðstæð sveitarfélög verði sjálfstæð fræðslu- umdæmi að nýju. Þessi þarfa laga- breyting virðist af einhverjum ástæðum ekki vera þér að skapi og þar sem leiðarinn er ef til vill af þeim sökum fjær veruleikanum en skyldi, þá langar mig til að senda þér örfáar athugasemdir við skrif þín. Skipting landsins i fræðsluumdæmi samkvæmt grunnskólalögunum hefur alla tíð verið umdeild. Hvað Hafnar- fjörð snertir, þá var hann lagður niður sem sjálfstætt fræðsluhérað með grunnskólalögunum og lagður undir hið nýja Reykjanesfræðsluumdæmi. Þessu hafa Hafnfirðingar aldrei viljað una og haustið 1974 samþykkti bæjarstjórn einróma að óska eftir þvi að Hafnarfjörður yrði áfram sérstakt fræðsluumdæmi. Hafnarfjörður hefur í langan tíma verið sjálfstætt fræðslu- hérað. Árið 1969 var hér stofnuð sérstök fræðsluskrifstofa og ráðinn fræðslu- stjóri. Þetta átti hvort tveggja að taka af Hafnfirðingum með nýju grunn- skólalögunum 1974 og leggja stjórn- un skólamála þeirra undir hið nýja fræðsluráð Reykjanesumdæmis. Það fræðsluráð er kosið af Samtökum sveitarfélagá I Reykjanesum- dæmi, sem Hafnarfjörður er ekki aðili að og á því þar engan full- trúa. Það orkar líka tvímælis, hvort fræðsluráð Reykjanesumdæmis er lög- lega kosið, þar sem Hafnarfjörður er ekki þátttakandi i samtökum sveitar- félaganna í kjördæminu. Af þeim sök- um eru samtökin ekki bær um að koma fram fyrir öll sveitarfélög kjör- dæmisins og þvi vanhæf til að fara með það vald, sem þeim er fengið í manna hefur verið stefnt til Reykjavíkur til samningagerða bæði frá verkalýðsfélögum og at- vinnurekendum. Samninganefndirnar hafa siðan setiö og þjarkað og í sjónvarpi, útvarpi og blöðum hafa birst ótal viðtöl um gang samninga og horfur frá degi til dags. Rikisstjórn og einstakir ráðherrar hafa verið kallaðir til ráða. Vilja þeir gera vissar ráðstafanir, s.s. i skattamálum, hús- næðismálum, niðurgreiðslum á vöruverði o. fl. o. fl.? Áköll og brigsl- yrði um viðkomandi rikisstjórn hafa siðan gengið á víxl. Hún hefur verið of afskiptasöm eða afskiptalítil allt eftir þvi, hvor samningsaðili ræddi málið. Samningar hafa síðan ekki tekist nema ríkisvaldið leysti málið að mestu leyti, með ýmiss konar aðgerðiim, þar á meðal að hleypa hluta af kauphækkun út i verðlagið, og auka þannig verðbólgubálið. Sann- leikurinn er sá að frjálsir heildar- samningar vinnumarkaðarins, þar sem viðkomandi aðilar hafa staðið einir og óstuddir og án afskipta ríkisvaldsins, Kjallarinn GunnarSveinsson hafa ekki verið gerðir í áratugi. Með flutningi þessarar þings- ályktunartillögu vildum við flutnings- menn reyna að fá menn til að viður- kenna þessar staðreyndir og breyta þvi úrelta fyrirkomulagi, sem hefúr verið á samningagerð, að sá aðili sem mestu ræður um gerð og framkvæmd kjarasamninga, þ.e.a.s. rikisvaldið, sé þar ekki með frá byrjun, heldur sé talinn vera þar aukaaðili, sem aðeins eigi að kalla til þegar allt er komið í strand. Með virkri þátttöku rikis- valdsins í samningagerð alls vinnu- markaðarins, sem gerð yrði á sama tíma, þar á meðal við Stéttarsamband bænda, hefði ríkisstjórnin á hverjum tima aðstöðu til að semja við þessa aðila með getu og aðstöðu alls þjóðar- búsins að leiðarljósi. Inn i það dæmi kæmu eðlilega margir liðir. Fram- leiðsla, markaðsverð inn- og út- flutnings, stjórn peningamála, fjár- festing opinberra aðila og einstaklinga, tryggingar, skuldir o.fl. Þessi samningagerð hefði það í för með sér að þar væri verið að fást við allt dæmið í einu. Það væri verið að skipta köku þjóðarbúsins af öllum aðilum er þarættu hlutaðmáli. Þessi mál hafa verið mikið rædd að undanfömu. Þar á meðal hjá verðbólgunefnd, er skilaði áliti i febrúar. Sú nefnd gerir tillögu um samvinnunefnd allra mikilvægra sam- taka vinnumarkaðarins er fjalli um þessi mál. Aðrir tala um kjarasáttmála ' ríkis og verkalýðshreyfingar, eun aðrir um launa- eða kjararáð og að gera sáttasemjara virkari. Ailar þessar til- lögur fela í sér upplýsinga- og fræðslu- starfsemi um ástand og þróun vinnu- markaðarins og að haldið verði áfram þeirri viðleitni að tryggja samstarf launþega, atvinnurekenda og rikis- valds. En þær fela ekki í sér viður- kenningu á þvi að ríkið sé virkur aðili að heildarsamningagerð vinnu- markaðarins og beri á þeim fulla ábyrgð. Slíkt er nauðsynlegt ef við eigum að komast út úr þeim verðbólguvanda, er hefur þjakað okkur undanfarið, án þess að kalla yfir okkuratvinnuleysi. Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, Keflavik. FRÆDSLUMÁL OG „FRÍRÍKIД HAFNARFJÖRÐUR grunnskólalögum, það er að kjósa sameiginlegt fræðsluráð. Þessa skoðun hefur alþingi nú áréttað með þvi að fella breytingatillögu menntamálaráð- herra við grunnskólalögin, um að sýslunefndir og bæjarstjórnir geti kosið fulltrúa í fræðsluráð hinna nýju fræðsluumdæma, þar sent samtök sveitarfélaga hafa verið lögð niður. í Hafnarfirði eru um 12000 íbúar. Þar eru nú starfræktir 4 skólar, sem heyra undir fræðsluráð og sá 5. tekur til starfa i haust. Ekki er óeðlilegt, að svo fjölmennt byggðarlag sé sjálf- stætt fræðsluumdæmi og fari sjálft með stjórn sinna skólamála. Það getur heldur ekki talizt æskilegt að færa valdið í skólamálunum stöðugt á færri hendur og fjær fólkinu, svo sem orðið hefur með hinum nýju grunnskólalög- um. Eðlilegt er, að sérhvert byggðar- lag ráði sínum skólamálum sem mest sjálft. Vilji hin einstöku byggðarlög stofna til einhvers samstarfs um þessi mál, er eðlilegast að þau geri það að eigin frumkvæði og að það samstarf sé frjálst, svo sem átt hafði sér stað víðs vegar um landið fyrir gildistöku grunnskólalaganna. Lögþvingun i þessum efnum er varasöm. Með tilliti til þess, sem ég nú hefi rakið, hefur Hafnarfjörður neitað að beygja sig undir stjórn hins nýja Kjallarinn ÁmiGrétarFinnsson fræðsluráðs Reykjanesumdæmis eðta eiga við það samstarf. Þeir hafa eftir setningu grunnskólalaganna leyst sin skólamál með því að kjósa sitt eigið fræðsluráð, starfrækja áfram sina eigin fræðsluskrifstofu og haldið sínum fræðslustjóra. Það er því rangt, sem haldið er fram i ritstjórnargrein Dagblaðsins, að sú breyting, sem alþingi hefur nú samþykkt, muni hafa í för með sér verulega aukinn kostnað, þar sem öll þessi starfsemi er þegar. fyrir hendi. Alþingi hefur nú fallist á, að þetta sé eðlileg skipan, með því að samþykkja áðurnefnda breytingu á grunnskóla- lögunum. Hafa Hafnfirðingar þar með unnið sigur í baráttu sinni fyrir að vera áfram sjálfstætt fræðsluhérað og fá að stjórna sjálfir sinum skóla- málum. Eru Hafnfirðingar þakklátir bæði þingmönnum sinum og öðrum, sem stuðluðu að framgangi málsins. Um önnur hnýfilyrði, sem voru i umræddri forystugrein Dagblaðsins í garð Hafnarfjaröar, er ekki ástæða til að fara mörgum orðum. Ég vil þó benda á, að það geta ekki talizt fram- bærileg rök hjá Dagblaðinu gegn því að Hafnarfjörður verði sjálfstætt fræðsluumdæmi, að bæjarstjórn Kópavogs hafi einróma mælt þvi í móti. Það ætti að liggja í augum uppi, að málefni Hafnarfjarðar heyra ekki undir bæjarstjórn Kópavogs. Um úrsögn Hafnarfjarðar úr Sam- tökum sveitarfélaga í Reykjaneskjör- dæmi er það að segja, að ákvörðun um hana var tekin, þegar reksturs- kostnaður samtakanna var, gegn vilja Hafnarfjarðar, stóraukinn og kominn langt úr hófi fram og reynslan hafði sýnt, að áliti bæjaryfirvalda í Hafnar- firði, að þessi samtök voru vita gagns- laus. Enda þótt ég hafi ásamt mörgum öðrum beitt mér fyrir þvi, að Hafnar- fjörður yrði áfram sjálfstætt fræðslu- hérað og ekki verið reiðubúinn að eyða áfram nokkrum milljónum á ári úr bæjarsjóði til þátttöku i hinum gagnslausu Samtökum sveitarfélaga i Reykjaneskjördæmi, þá gengur þú. ágæti ritstjóri, einum of langt í stað hæfingargleði þinni, þegar þú dregur af þessu þá ályktun, að ég vilji gera Hafnarfjörð að „eins konar stikk-fri- ríki i þjóðfélaginu”. Ég vil að sjálf- sögðu sjálfstæði og veg Hafnarfjarðar sem mestan, en ég óska einnig öðrum byggðarlögum landsins þessa sama réttar. Ég er hins vegar á móti þvi að eyða peningum í gagnslaus samtök og ég er líka á móti þvi, að fáeinir embættismenn eigi að miðstýra og ráða einir öllum skólamálum sveitar- félaganna. Þetta hefði ég haldið að þú ættir að skilja, sem af miklum dugnaði hefur ráðist i og tekizt, sem flestir töldu ómögulegt — að stofna eigið dagblað. Ég hefði því átt von á því, að Dagblaðið legði sveitarfélögunum lið í baráttunni fyrir aukinni sjálfstjórn í eigin málum, en ekki hinu gagnstæða. Arni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.