Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 19

Dagblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978. 19 ÁRBLIK — Að öllum Ukindum koma þeir saman aftur i haust undir nýju nafni. DB-mynd Árni Páll. Eina svidshljómsveitin leggur upp laupana Hljómsveitin Árblik hefur sungiö sitt síðasta — í bili að minnsta kosti. Svanasöngurinn fór fram á fyrstu hæð Klúbbsins siðasta’'fimmtudags- kvöld. Síðla nætur aðfaranótt föstu- dagsins flugu tveir meðlimir Árbliks siðan áleiðis til Danmerkur þar sem þeir ætla að eyða sumrinu. Ekki er loku fyrir það skotið að meðlimir Árbliks, Reynir Sigurðs- son, Sigurður Hannesson, Jón Guð- jónsson, Ingólfur Guðjónsson og Sigurður Gröndal, eigi eftir að koma aftur saman í haust og rifja upp gömul kynni — þó væntanlega undir öðru samheiti en Árbliki. Ingólfur og Sigurður Gröndal, sem verða við byggingavinnu i Danaveldi i sumar, hafa fengið það hlutverk að kaupa ný hljóðfæri fyrir hljómsveitina, svo að tæpast er neinn uppgjafarhugur í mönnum. Ekki er hægt að segja að nein lognmolla hafi ríkt i kringum Árblik þau þrjú ár sem hljómsveitin var starfrækt. Þann tíma var hún eina raunverulega sviðshljómsveitin hér á landi og skilur því eftir sig ómannað rúm, þegar hún hættir nú. Siðustu mánuðina bar þó ákaflega litið á Árbliki. Hljómsveitin var sára- sjaldan auglýst í blöðum og skortur á æfingahúsnæði háði starfseminni mjög. Erfiðleikarnir voru þó greini- lega fleiri og stærri en húsnæðis- leysið eitt, en um þá voru meðlimir Árbliks ákaflega sagnafáir, við fjöl- miðla að minnsta kosti. Grunur leikur þó á, að þar hafi fyrrverandi umboðsmaður hljómsveitarinnar, upprennandi fjárglæframaður, átt stóra sök á. Jarðarför Árbliks í Klúbbnum á fimmtudaginn var var ekkert sérstak lega átakanleg. Enginn klökknaði, en nokkrir góðglaðir kumpánar, ný- búnir með vorprófin, héldu uppi hrópum um stuðmúsík milli laga hjá Árbliki. Ekki var laust við að með- limir Árbliks væru hálffeimnir á sviðinu, þar sem þeir stóðu og léku frumsami'.i jafnt sem erlend lög. En kvöddu Árbliksmenn og þökkuðu öll pína tekur enda og um síðir fyrir sig — í síðasta sinn. -ÁT GEIMSTEINN Á GEIMFERÐ OG FLUGI Geimferð nefnist ný hljómplata með hljómsveitinni Geimsteini. Það má með sanni segja að skammt sé 'stórra högga á milli í herbúðum Geimsteins, því að síðasta plata hljómsveitarinnar, Geimtré, kom út á jólamarkaðinn. En síðan þá hafa talsverðar breytingar orðið á liðs- skipan Geimsteins. Athygli vekur, er hlustað er á Geimferð, hversu hestar koma oft fyrir í textum, allt frá spretthörðum fákum til kviðsiginna rugguhesta. Á blaðamannafundi I tilefni af útkomu plötunnar sagði Rúnar Júliusson að í febrúar síðastliðnum hefði ár hestsins byrjað samkvæmt .tjörnumerkjakerfi Kinverja og vildi hljómsveitin minnast þess á veg- legan hátt. Rúnar kvað fleiri hljóm- sveitir vera í hestahugleiðingum, til dæmis Brimkló. Alls eru tiu lög á Geimferð, sem var tekin upp í Hljóðrita á rúmlega fimmtíu timum undir stjórn Jónasar R. Jónssonar. Allir meðlimir Geim- steins koma við sögu við gerð laga og eða texta og jafnframt eiga nokkrir utanaðkomandi hlut að máli. Má þar meðal annars nefna Steingrim Thor- iteinsson, en Vignir Bergmann gítar- leikari Geimsteins hefur gert lag við Ferðavísur hans. Geimferð er þriðja plata Geim- steins. Allt fram að nóvember síðastliðnum var hljómsveitin eingöngu stúdíóhljómsveit, en nú leikur hún opinberlega á fullum krafti. Að sögn Rúnars heldur hljómsveitin sig aðallega við Suður- nesin, bæði samkomuhúsin þar og einnig Keflavíkurflugvöll. í marz siðastliðnum lagði hljóm- sveitin land undir fót og hélt til Bandaríkjanna. Þar var hún í þrjár vikur og lék lengst af á nætur- klúbbum á Long Island. Á döfinni er önnur heimsókn til Bandarikjanna í byrjun ágúst. Þá verður haldið svo- nefnt Scandinavian-American Festi- val i Kaliforníu og stendur Geim- steini til boða að leika þar. Rúnar Júlíusson sagði að ferð þessi væri ekki endanlega afráðin. Það er útgáfufyrirtækið Geim- steinn, sem gefur Geimferðarplöt- una út. í ráði er að þrjár til fjórar plötur til viðbótar komi út hjá fyrir- tækinu á árinu. Rúnar Júlíusson vildi ekki á þessu stigi málsins gefa upp með hverjum þær plötur yrðu. Hann sagði þó að hugsanlega tæki hljómsveitin Geimsteinn upp aðra plötu, ef Geimferð seldist vel. „Annars eru nokkrar breytingar að verða á rekstri Geimsteins," sagði Rúnar. „Þórir Baldursson er nú orðinn stór hluthafi í fyrirtækinu og kemur til með að hafa nána sam- vinnu við okkur hin." Þórir er sem kunnugt er meðlimur i Munic maskínunni frægu. Fyrir stutto kom út plata með honum og sænska gítarleikaranum Mats Björk- lund. — Þórir er sem stendur staddur í Bandarikjunum við upp- tökustjórn. ÁT. GEIMSTEINN — Léku um þriggja vikna skeið á næturklúbbum á Long Island. DB-mynd: Ragnar Th. ÝR FRÁ ÍSAFIRÐIVÆNTANLEG í HÖFUÐBORGARHEIMSÓKN Hljómsveitin Ýr frá ísafirði er nú sem óðast að búa sig undir kaup- staðarferð. Hún verður á ferðinni í höfuðkaupstaðnum, Reykjavik, aðra helgina i júní og leikur þar í tvö kvöld. Þriðja kvöldinu verður varið á Suðurnesjum. „Við höfum haft nóg að gera hérna fyrir vestan allt frá því i febrúar,” sagði Rafn Jónsson trommuleikari í Ýr, er Dagblaðið ræddi við hann í síðustu viku. „Hljómsveitin hætti i nóvember, en eftir að háveturinn var að baki komum við saman aftur.” Auk Rafns leika í Ýr þeir Reynir Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Vilberg Viggósson sér um allan hljómborðsleik og bassisti er Örn Jónsson. Rúnar Þórisson, sem áður lék meðal annars með hljómsveitunum Dögg, Dínamit og Haukum, er aðalgítarleikari í Ýr. Á ísafirði eru nú-starfandi fjórar hljómsveitir, sem að sögn Rafns hafa allar nóg að gera. Auk þess að leika fyrir dansi í vetur kom Ýr fram á( nokkrum jazzkvöldum ásamt fleirum. Hljómsveitarmeðlimirnir ' stóðu reyndar fyrir einu slíku sjálfir. Fyrir jólin 1975 kom út LP plata með Ýr. Nú er hljómsveitin byrjuð að æfa efni á aðra slíka. Rafn sagði, að fjögur frumsamin lög væru nú á prógrammi hljómsveitarinnar. „Að undanförnu hefur lítill tími gefizt til æfinga á frumsömdu efni, þvi að Vilberg hefur verið i prófum,” sagði Rafn. „Vonandi gefst okkur þó færi á að taka upp þráðinn fljótlega. Nei, við erum ekki búnir að fá útgef- anda — framkvæmdir við plötuna eru ekki komnar svo langt á veg ennþá. Það hefur jafnvel komið til álita að taka plötuna upp og bjóða hana síðan til útgáfu.” í höfuðborgarheimsókn sinni leikur hljómsveitin Ýr dagana átt unda og niunda júní i veitinga- húsinu Klúbbnum. Laugardaginn 10. júní verður hún í samkomu- húsinuStapa. Ýr er ein af sárafáum lands- byggðarhljómsveitum, sem hefur sýnt höfuðborgarsvæðinu einhverja ræktarsemi á undanförnum árum. Þróunin er ennþá öll í hina áttina, að Reykjavikurhljómsveitirnar ferðast um landið þvert og endilangt. Engar breytingar eru sjáanlegar á þessum gangi mála — því miður. ÁT.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.