Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.06.1978, Qupperneq 12

Dagblaðið - 06.06.1978, Qupperneq 12
12 - _______________ DAGBLADID. ÞRIDJUDAGUR 6. JÚNl 1978. Tíu mörk Skallagríms Skailagrímur frá BorRarncsi vann stór- sÍRur á Óöni frá Reykjavík er iiðin mættust í 3. dcild íslandsmótsins í knattspyrnu á laugardap. 3. deildin hófst um helgina — og Skallagrímursigraði 10-2 i Borgarnesi. Þeir Gunnar Jönsson op Ævar Rafnsson skoruðu hvor um sig 3 mörk, Garðar Jóns- son 2 ok þeir Bergsveinn Simonarson og Ólafur Helgason 1 mark hvor. Fyrir Óðin skoruðu þeir Sigurður og Óskar. Skalla- grímur hóf þcgar sókn er lcikurinn hófst og hélt henni til loka. Þá fóru fram tveir aðrir leikir I c-riðli. Vikingur sigraði Leikni 3-1 í Ólafsvík og Afturelding lagði Snæfeli, Stykkishólmi, 4-1 í Mosfellssveit. Huginn og Einherji byrjuðu vel Einherji úr Vopnafirði sigraði Sindra frá llöfn í Hornafirði 4-1 I 3. deild á laugardag. Leikurinn fór fram í Vopnafirði. Fyrir Vopn- firðinga skoruöu Baldur Kjartansson 2, Steindór Sveinsson og Kristján Daviðsson. Á Egilsstöðum sigraði Huginn heima- menn, Hött, 3-1. Huginn frá Seyðisfirði hafði góð tök á leiknum. Magnús Guðmundsson skoraði eitt fallegasta mark er sézt hefur á Austfjörðum — þrumufleygur í samskeytin beint úr aukaspyrnu. Pétur Böðvarsson og Ölafur Már Sigurðsson bættu við mörkum. Snæbjörn Vilhjálmsson svaraði fyrir Hött. Selfoss byrjarvel Selfoss lék sinn fyrsta leik i 3. deild um langt árabil við Grindavík á Seifossi á laugardag. Selfoss sigraði 4-1 en ieikurinn var í A-riðli 3. deildar. Guðjón Arngrímsson, Eiríkur Jónsson, Tryggvi Gunnarsson og Sumarliði Guðbjartsson skoruðu mörk Sel- fyssinga. Víðir úr Garðinum sigraði Heklu á Hellu 5-1. Hekla skoraöi sjálfsmark en fyrir Viði skoruðu Guðjón Guðmundsson 2, Guö- mundur Knútsson 2 og Jónatan Ingimars- son. Þá léku í Þorlákshöfn Þór og USVS. Gestirnir sigruðu 7-2 — voru mun betri þó markamunur væri helzt til mikill. Þorkell Ingimarsson skoraði 4 af mörkum USVS, Sölvar Júliusson, Jón Júlíusson og Guð- mundur Einarsson bættu við mörkum USVS. Fyrir Þór skoruðu Páll Svansson og Sigurður Óskarsson. - SG Ósigur og jafntefli Stefnis Þrír leikir fóru fram í B-riðli 3. deildar. Eins og við sögðum frá í gær sigraði Njarð- vík lið Stefnis frá Suðureyri stórt, 6-1. Stefnir lék daginn áður, laugardag, við Létti, Reykjavík, og jafntellir varð þá, 3-3. ÍK sigraði Bolungarvík 4-2 í Kópavogi. ÖChummol é" Hummel æfingaskór til æfinga, í trimmið, I ferðalagið. Stærðir 33— 45. Mikið úrval. Fást í öllum helztu sport- vöruverzlunum landsins. Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klopparstíg 44 Siml 11783 Ódýrir en góðir æf inga- skór Litur Blátt m/tveim rauðum röndum. Stœrðir 27-33 kr. 3.100. Stœrðir 34-39 kr. 3.280.- Stœrflir 40-45 kr. 2.495.- PÓSTSENDUM neti Svlanna en welski dómarinn Clive Thomas hafði flautað leikinn af sekúndubrotum áður en Zico hafði náð að senda knöttinn I netið en hann liggur lengst til hægri. Á neðri myndinni rifst Zico við dómarann, en Thomas bendir einungis á úrið — „tlminn var búinn”. Revelino gengur að baki þeirra. „Þessisamningurer féíögunum hagstæður” Verzlun Ingólfs Óskarssonar hefur gert samning við Reykjavíkurfélögin Fram, KR og Val „Þrjú af Reykjavíkurfélögunum, Fram, KR og Valur, hafa gert samning við verzlun mina um sölu á búningum fyrir félögin með mcrkjum þeirra — og þessi samningur getur orðið á breiöari grundvelli I framtíðinni,” sagði Ingólfur Óskarsson, landsliðskappinn hér áður fyrr í handknattleiknum, sem nú rekur sportvöruverzlun á Klapparstignum í Reykjavík. „Hér er um íslenzka framleiðslu að ræða frá Henson-fyrirtækinu og nú er félaganna að koma með fleiri tillögur um hvað þau vilja gera á þessu sviði. Auk búninga með félagsmerkjum getum við látið framleiða flest fyrir þau. Við höfum þegar útbúið oddfána Vals — og hægt verður að gera félagsmerki úr taui eða málmi, hringi, fána, könnur, hatta og fleira, sem að minjagripum lýtur,” sagði Ingólfurennfremur. Þeir Bergur Guðnason, formaður Vals. Steinn Guðmundsson, formaður Fram, og Marteinn Guðjónsson, vara- formaður KR, voru á blaðamannafundi, sem Ingólfur efndi til í þessu tilefni á laugardag, ásamt Halldóri Einarssyni hjá Henson. Bergur sagði, að þessi samningur við verzlun Ingólfs Óskarssonar væri félögunum hagstæður. Þau fengju prósentur af sölunni. Félögin hefðu áður reynt slíkt sjálf en það hefði ekki gengið nógu vel — og Steinn sagði, að félögin hefðu heldur ekki efni á að liggja með slikt á lager. Marteinn taldi niun betra að ákveðinn aðili annaðist slika verzlun fyrir félögin — og það kom einnig fram hjá formönnunum, að iþróttafélögin hefðu verið full kærulaus á þessu sviði. Einstaklingar verið að selja ýmsa hluti i nöfnum félaga án þess að biðja um leyfi. Búningarnir, sem nú eru komnir á -markað, verða eingöngu til sölu i verzl- un Ingólfs og hjá félögunum þremur, sem mun bjóða ýmsa hluti, þegar fram í'. sækir, t.d. á heimaleikjum sínum. Schön setui sókn gegn M — Schön, þjálfari þýzka liðsins, gerði á liðinu f rá leiknum við Pó Helmut Schön hefur breytt v-þýzka landsliðinu mikið fyrir leikinn gegn Mcxíkó 1 kvöld. Hann hefur stillt upp 4- 3-3 liði en gegn Pólverjum var liðsupp- stillingin 44-2. Hann hefur sett mark- hæsta leikmann Bundesligunnar, Dieter Muller inn I liðið en Muller leikur með FC Köln. Þá setti hann kantmanninn snjalla frá Bayern Munchen, Karl-Heinz Rummenigge. í vörnina kom inn Berhad Dietz — sókndjarfur bakvörður. Það er greinilegt að Schön setur allt í sókn gegn Mexikó. Nú gegnir öðru máli en gegn Pólverjum, greinilegt að Schön lítur á Pólverja sem sina helztu and- stæðinga. „En ég álít okkur ekki eiga möguleika á að komast í úrslit. Hér i Argentínu eru mörg mjög góð lið og okkar lið er ekki eins gott og 1974 e; við unnum HM,” sagði Helmut Schön — einn litríkasti landsliðsþjálfari heims. Eftir HM í V-Þýzkalandi vildi Schön hætta — draga sig í hlé frá skarkala heimsins og vera ekki stöðugt í sviðsljós- inu. En hann var talinn á að halda áfram. Nú hins vegar er Helmut Schön staðráðinn i að hætta. „Der Lange” — sá langi, eins og hann er kallaður í Þýzkalandi vegna hæðar sinnar, 1,95 metrar, er núna staðráðinn i að hætta.” Það er kominn tími til að hætta. Mig langar að komast úr sviðsljósinu, úr pressunni. Nú hef ég verið í 14 ár í þessu starfi. Það sem mig langar nú til er einungis að vera góður eiginmaður.” Hvort hann sæi eftir einhverju eftir alla sigrana en hann hefur leitt V-Þýzkaland til gull-, silfur- og brons verðlauna í HM auk EM-sigra. „Já og nei. Ég fer hvort tveggja i senn hlæjandi og grátandi,” sagði hann. Lið heimsmeistara Þjóðverja er — Maier, Vogts, Kaltz, Russmann, Dietz,

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.