Dagblaðið - 30.06.1978, Side 1

Dagblaðið - 30.06.1978, Side 1
4. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1978 - 138. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI 27022. Forsetinn velur manninn upp úr miðri næstu viku: ALÞÝÐUBANDALAGD ÁHUGA- SAMT UM MHMHUJTASTJÓRN — en án hlutleysisyf irlýsingar Forseti íslands mun sennilega ekki fela neinum stjórnarmyndun fyrr en um miðja næstu viku eða jafnvel síð- ar. Hann mun aftur kalla formenn flokkanna fyrir sig, liklega ekki fyrr en á þriðjudag. Þar kemur meðal annars til að flokksstjórnir Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem eiga að ráða ferðinni, koma ekki saman fyrr en á mánudag. Ábendingar til forseta um hver reyna skuli að mynda stjórn, munu fyrst koma að marki eftir þá fundi. Þingmeno Alþýðubandalagsins hafa rætt í sínum hópi möguleika á að mynda minnihlutastjóm með Alþýðu- flokki, án þess að fyrir liggi ákveðin hlutleysisyfirlýsing frá Framsókn eða Sjálfstæðisflokki. Slík stjórn ætti, segja þeir, að semja við launþegasamtökin og „standa eða falla” með slíkum verkum sínum. Einkaviðræður stjórnmálamanna úr hinum ýmsu flokkum eru nokkuð komnar í gang. Lúðvík Jósepsson (AB) fer þó austur í dag til að mæta á sigur- hátíð G-listans í Austurlandskjör- dæmi, Hann kemur aftur i bæinn á morgun. I.úðvík og Bepedikt Gröndal (A) ræddust við í gær. Viðræðurnar voru óformlegar og var rætt almennt um málin en ekki ákveðið um stjómar- myndun þessara flokka. „Varla er hægt að segja að svo sé,” sagðsi Benedikt Gröndal i morgun þegar hann var spurður hvort viðræður um stjórnarmyndun væru komnar í gang. Um hugmyndir Alþýðubandalagsmanna um minni- hlutastjóm sagði hann að fyrst yrði þá að koma sér niður á hvað það væri sem slik stjórn gæti staðið eða fallið með. Hann kvaðst ekki vilja útiloka neinn möguleika. HH. Hvað kostaraðfaraí sólskinið fyrir norðan? Hvað kóstar að borða og gista á dag. Ferðin byrjar i Hrútafirðinum og ferðalagi um tsland. Dagblaðið byrjar síðan er farið austur úr. í dag förum kynningu á verði á hótelum og við til Akureyrar. matsölustöðum umhverfis landið í sjábls. 16 Frönsk blómarós, sem firéttamaður DB á Akureyri, Friðgeir Axfjörð, hitti fyrir I gær I sólskininui Fnjóskadabtum.Hón ferðast á ódýran hátt, alein, um landið. I „Samningar eru sið- f — segirVilmundurGylfason í föstudagskjallara — sjá bls. 10-11 „Meira fyrir mánaðarlaunin” Við eigum að venja okkur á að reikna út einingarverð hinna ýmsu hluta sem við þurfum að kaupa til heimilisins. 1 dag gerum við saman- burð á verðinu á kartöflustöppum V í pökkum, og reiknum út eininga- verð. Sá ódýrasti er ekki alltaf ódýrastur þegar allt kemur til alls. tdagborðum viðnautasmásteik! Sjá bls.4. Kona var f ráskilin og hjónabandið dæmt Ógilt — sjá erléndar f réttir bls. 6-? Borgin hætt að borga á föstudögum: „PENINGALEYSI ER EKKERT NÝn” — segirborgargjaldkeri „Það er einfaldlega peningaleysi sem veldur því að verktökum og öðr- um kröfuhöfum borgarsjóðs er ekki alltaf borgað á föstudögum, eins og venjan hefur verið,” sagði Jón Rós- mundsson borgargjaldkeri í samtali við DB i morgun. Blaðinu hafa borizt ábendingar um að siðan nýi borgarstjórnarmeirihlut- inn tók við hafi orðið áberandi mis- brestur á að staðið væri við greiðslur úr borgarsjóði á föstudögum. Jón Rósmundsson sagði að engin breyting hefði orðið á í þessum málum með tilkomu nýs borgarstjórnarmeiri- hluta. „Þetta hefur verið svona af og til í mörg ár,” sagði hann. „í janúar og byrjun febrúar var ástandið eins og nú. Þegar greiðslubyrðin er mikil verð- ur einhver að verða útundan, en alltaf er reynt að gera einhverja úrlausn. Útivinnan er helmingi meiri á sumrin en á vetrum og það reynum við að borga, en svo hitt eftir því sem pening- ar koma inn. Þetta er alls staðar svona i verðbólgunni, enda eru allar áætlanir miðaðar við tölur sem mjög fljótlega verða óraunhæfar.” —ÓV.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.