Dagblaðið - 30.06.1978, Qupperneq 4

Dagblaðið - 30.06.1978, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978. DB á ne vtendamarkaði ÞAÐ KOSTAR LIKA PENINGA AÐ BÚA TIL SJÁLFUR Til er sá möguleiki að búa sjálfur til sína kartöflustöppu úr venjulegum soðnum kartöflum og þá snýr dæmið nokkuð öðru visi við. En í uppskrift- unum okkar er ekki reiknað með þeirri vinnu sem fer i að búa til kart- öflustöppuna og heldur ekki þvi raf- magni sem fer til þessaðelda hana. Sjá uppskrift með verði annars staðarhérásiðunni. A.Bj. [óAáfl yblað jaasgpgsg < \ci CVGT Á ÓSWjjí— í _ _ AF HVERJU GÁFU ÞEIR ÉKKÍ TÓMATANA FREKAR EN AÐ HENDA ÞEIM Á HAUGANA? Neytendasamtökin láta frá sér heyra Eftirfarandi fréttatilkynning barst i gær frá Neytendasamtökunum. Þaðer nánast óskiljanlegt að islenzkt fyrir- tæki skuli leyfa sér að henda góðri matvöru. Hefði ekki verið réttara að auglýsa hreinlega að hver sem hafa vildi gæti fengið tómatana ókeypis með þvi að koma og sækja þá? Það stendur ekki á okkur hér á islandi að hneykslast yftr eyðileggingu á matvælum erlendis þegar offram- leiðsla er, t.d. bæði á kaffi og hveiti. Við erum hreinlega ekki betri sjálfir. Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir- brigði hér á landi. Þetta er, að þvi er manni skilst, árviss atburður, að of- framleiösla á tómötum sé á ákveðnum árstíma hér á landi. Kannske er þarna skipulagsleysi um að kenna, en manni sýnist að óþarfi sé að henda góðri vöru sem enn er seld á hærra verði i verzlunum en margur treystir sér til að ráða við. -A.Bj. Reykjavik 29. júní 1978. „Vegna forsíðufréttar í Dagblaðinu í dag um eyðileggingu á tómötum vill stjórn Neytendasamtakanna leyfa sér að birta hér bréf, sem sent var Sölufélagi garðyrkjumanna, 21. júli 1977. Neytendasamtökin hafa tekið eftir fréttum i fjölmiðlum um eyðileggingu á gúrkum og tómötum. Sé tekið tillit til þess, að íslenzkur matur er heldur snauður af vítaminum og að verð á gúrkum og tómötum i verzlunum er svo hátt, að margar fjölskyldur geta ekki keypt nægilegt magn af þessum vörum, er eyðileggingin ekki forsvar- anleg. Þar að auki er nauðsynlegt að hafa í huga, að niðursoðið gúrkusalat og asiur á háu verði er flutt inn erlendis frá. Vilja NS þvi vinsamlega benda yður á eftirfarandi möguleika varðandi fullnýtingu þessara vara. 1. Selja aftur í verzlunum gúrkur og tómata 2. flokks á lágu verði eins og fyrr. 2. Frysta niðurskornar gúrkur og selja á vetri. 3. Selja á heildsöluverði og með af- slætti kassa af gúrkum og tómötum beint til neytenda og auglýsa slíka sölu vel. 4. Leiðbeina neytendum varðandi frystingu og niðursuðu grænmetis. Til hliðsjónar mætti hafa þær leiðbeining- ar, sem SG gaf út fyrir nokkrum árum um notkun og meðferð grænmetis, enda var sú hugmynd mjög til fyrir- myndar. Viljum við vinsamlegast biðja yður um skriflegt svar sem allra fyrst. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Neytendasamtakanna Reynir Armannsson, formaður”. SÆTAÁKLÆÐI fyrirliggjandi á Skoda Amigo bíla, margar gerðir. Efni: flauel, perlon, velúr og pluss. Valshamar, Lækjargötu 20, Hafnarfirði. Sími 51511. ÚTBOÐ Stjórn verkamannabústaða á Eskifirði óskar eftir til- boðum í smíði og uppsetningu innréttinga og hurða í „stallahús” á Eskifirði (8 íbúðir). Útboðsgögn eru afhent á verkfræðistofunni Hönnun hf. Höfðabakka 9, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þann 25. júlí 1978, kl. 14.00. hönnun hf Ráðgjafarverkfræðingar FRV • Höfðabakka 9 • Reykjavik. Það hefur löngum rikt eins konar „kalt strið” milli kaupmanna og kartöflueinkasölunnar. Kaupmenn vilja halda því fram að þeir fái ekki annað en „ruslið” frá einkasölunni og það i tilluktum pokum. Það er lika laukrétt að stundum verður maður undrandi þegar kartöflurnar eru teknar úr pokanum því stærð þeirra getur verið svo mismunandi; allt frá pinulitlum kartöflum, sem eru tilvaldar til þess að sykurbrúna og upp í stórar hlussur sem hentugast er að baka i ofni! En inni í einkasölunni getur hver sem er gengið og keypt sér valdar kartöflur, allar af sömu stærð og í hvaða magni sem er! DB-mynd Bjarnleifur. Nautasmásteik á borðum \ dag Verð rúmlega 600 kr. á mann 4—500 g beinlaust nautakjöt 3 matsk. olía 2 matsk. hveiti I/2 tsk. salt og I/8 tsk. pipar 1 laukur 2gulrætur kóngakrydd (meriaml 2 dl. kjötsoð (eða vatn og teningur) Kjötið er skorið i litla bita og þeim velt upp úr krydduðu hveitinu. Hreinsið laukinn og skerið hann smátt og gulræturnar í bita. Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjötið í olíunni á öll- um hliðum. Þá er grænmetið látið saman við kjötið og 2 dl af kjötsoði. Soðið við vægan hita þangað til kjötið er meyrt. eða i rúmlega klukkutima. Með þessu er gott að hafa kartöflu- stöppu. Kartöflustappa: l/2 kg kartöflur l/2 — l dl mjólk salt I/8 tsk. pipar l /4 tsk. paprika. Kartöflurnar eru soðnar, flysjaðar og marðar. Þær eru síðan hrærðar vel með mjólkinni og kryddinu, langbezt er að gera það í vél. Gætið þess að hita þær aftur við vægan hita, því kartöflu- stöppu hættir til að brenna við botn- inn. V erð: 2437 kr. eða 609 kr. á mann. Mismunandi verð á kartöf lustöppu í pökkum Allt f rá ca 19 upp í 86 kr. Kartöflu- stappa SS-Austur- veri Hag- kaup Vöru- mark. K.Þ. Húsavík Búrfell Yeoman 20 sk. 699 33 Yeoman 8 sk. _ 300 38 Betty Crocker 24 sk. 460 19 _ _ Erin, ca 4sk. 205 51 199 50 199 50 Maggi, 30 sk. 1132 38 1429 48 1130 38 Maggi 4 sk. — 205 51 207 52 Knorr, 8 sk. 245 31 Mielihyva 6 sk. 363 61 319 53 1 _ Sadon korjun 6 sk. 333 56 Toro, 3 sk. 259 86 _ _ Mills, 6 sk. — 313 52 i ' F.D.B., 8 sk. — 287 35.87 Coop, 6 sk. — _ 245 40.83 Hungry Jack, 4 sk. — — — — 159 39.75 — — Taffelmos, 4 sk. — — — — — — — — 255 64 Þegar við stöndum fyrir framan hil! una i stórverzlun og ætlum að kaupa okkur pakka af kartöflustöppu er okk- ur þó nokkur vandi á höndum ef við Þetta er langódýrasta kartöflustappan sem völ er á (I það minnsta fyrri hluta júnf), en einn skammtur kostar um 19 kr. — DB-mynd Bjarnleifur. ætlum að gerasem hagstæðust inn- kaup. Verðið á pökkunum hverjum fyrir sig er ekki ósvipað en innihald þeirra er ætlað fyrir mjög mismunandi marga, eða allt frá fyrir þrjá og upp í 30. Til þess að finna út hvað kartöfl- urnar kosta á hvern skammt verður þvi helzt að hafa meðferðis tölvu en það er vitanlega mjög óhentugt. Því höfum við nú reiknað út skammtaverð hinna ýmsu tegunda sem við fundum í þremur stórmörkuð- um i Reykjavik og tveimur verzlunum á Flúsavík. Á þessum samanburði sést að verðið á skömmtunum er ákallega mismunandi eða allt frá 19.16 kr. upp i 86.33 kr.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.