Dagblaðið - 30.06.1978, Síða 24

Dagblaðið - 30.06.1978, Síða 24
Forstjórí efnagerðarinnar Vals um tómataofframleiðsluna: Ódýrara aö kaupa hráefni frá Kína vinn f remur úr off ramleiðslunni af metnaði en hagkvæmní Þrátt fyrir aðég fái 100 til 300 tonn af umframframleiðslu tómata árlega til vinnslu og þaðeðlilega á fnun lægra verði en heildsöluverði, er eftir sem áður ódýrara að flytja hráefni til tóm- atsósugerðar inn alla leið frá Kina. sagði Friðþjófur Þorsteinsson. for stjóri Efnagerðarinnar Vals i viðtali við DBí gær. Sagðist hann fremur gera þetta af metnaði fyrir að vinna úr íslenzku hrá- efni en af hagkvæmnisástæðum. Fyrir utan hærra hráefnisverð hér þyrfti að verulegu leyti að vinna úr islenzka hráefninu i næturvinnu og auk þess skamman tima ársins, eða á meðan framleiðslan er i hámarki. Verksmiðjan getur framleitt úr allt að fimm tonnum tómata á dag og hóf Friðþjófur þessa framleiðslu hér þar sem hann vildi ekki trúa að það væri ekki hægt á sínum tima. Bjóst Frið- þjófur við að það sem hent var i fyrra- dag hafi verið umfram það sem hann réð við að taka. Efnagerðin er um þessar mundir að flytja starfsemi sína í nýja verksmiðju í Hafnarfirði og þar áformar Friðþjófur að þróa þessa vinnslu til muna. Vonaðist hann jafn- framt til að með tilkomu þeirrar verk- smiðju þyrfti ekki framar að koma til þess að heilum tómötum væri kastað á haugana. -G.S. Almenningur grípinn réttlátri reiði vegna tómatamálsins Mikil og almenn reiði greip um sig meðal fólks i gær þegar það las DB fréttina um að tómötum hefði verið hent i stórum stil á haugana. Simi Neytendasamtakanna var rauðglóandi og í samtali við blaðið sagði Reynir1 Ármannsson, formaður samtaKanna, að fólk hefði ekki látið sér nægja að hringja heldur hefðu fjölmargir lagt leið sína á skrifstofuna til þess að lýsa vanþóknun sinni á aðgerðum Sölufé- lagsins. Reynir sagði að Neytendasamtökin vildu biðja fólk að vera á verði gagn- vart svona aðgerðum og láta vita ef það verður vart við að matvælum sé hent. Það er ósköp lítið sem hægt er að gera i málinu annað en að mótmæla kröftuglega. Neytendasamtökin sendu Sölufélagi garðyrkjumanna bréf í gær og létu jafnframt alla fjölmiðla fá afrit. Það má lesa á Neytendasíðu DB, sjá bls. 4. A.Bj. Flugleiðireigaaftur von í Sri Lanka-f lug: Viðræður við stjórn- völd þar í vikunni Flugleiðir eru enn í litlum hópi likleg- ustu flugfélaga til að taka að sér flug fyrir íbúa Sri Lanka i Afriku, áður Ceylon, en heimamönnum hefur ekki tekizt að vera sjálfum sér nógir i þeim efnum siðan rekstrargrundvöllur Air Ceylon brást. Sigurður Helgason, einn forstjóra Flugleiða, átti viðræður við stjórnvöld þar I landi nú i vikunni, en er ekki kom- inn heim úr ferðinni. Að sögn blaðafull- trúa Flugleiða hefur ekkert frétzt af við- ræðunum enn. Um tíma var talið að Flugleiðir kæmu ekki lengur til greina en einhver hreyfing í gagnstæða átt virð- ist vera nú. —G.S. Hafnarfjörður. Eldurínýju mannlausu húsi Um kvöldmatarleytið i gær kom upp eldur i mannlausu húsi að Vesturvangi 28 i Hafnarfirði. Fr þetta nýtt einlyft steinhús sem ætlunin var að fly tja inn i i dag. Eldsvoðinn hefur heldur betur sett strik i þá áætlun. Frumrannsókn bendir til að eldurinn hafi verið mestur i anddyri hússins en húsið allt er skemmt af hita og reyk. Ókannað er hve illa einangrun er farin. Flest bendir tii aðeldurinn hafi kvikn- að út frá rafmagni. ASt. Á SKÓDANUM BURTUR LEIKHUSINU Far vel Frans. Leikfélag Akureyrar stendur nú eftir leikaralaust og leik- hússtjórinn er farinn líka. Hér kveðja þau Brynja Benediktsdóttir leikhús- stjóri og Erlingur Gislason leikari leik- húsið og hverfa á brott í blæjuskódan- um góða, stöðutákni Erlings. Leikararnir fara hver I sína áttina. Sumir í framhaldsnám erlendis og Er- lingur og Brynja á skódanum suður í Þjóðleikhús, þar sem þau taka til við fyrri iðju. Þótt ekki horfi björgulega hjá L.A. í bili verður þó að vona að úr rætist. Félagið hélt í velheppnaða leik- för til Reykjavtkur i vor og vonandi verða þær fleiri. —JH/DB-mynd Fax. Flutt margbrotin og skorin til Reykjavíkur Alvarlegt umferðarslys í Suðursveit Alvarlegt umferðarslys varð undan bænum Sléttaleiti i Suðursveit í gærdag. Bifreið úr Reykjavik sem í voru tvær konur og karlmaður fór út af vegi og slasaðist allt fólkið mikið og var flugvél fengin til að flytja það til Reykjavikur. Tókst vél frá Vængjum að lenda skammt frá slysstaðnum og þótti mikið lán því erfitt hefði verið að flytja fólkið 70kmleið til Hafnar. Við útafaksturinn lenti litli billinn á stóru bjargi og varð af mikið högg. Kast- aðist billinn af steininum og sneri i öfuga átt við akstursstefnu er hann stöðvaðist. önnur kvennanna ók bílnum og var hún mikið sködduð á höfði. Maðurinn sem fram i sat var einnig mikið skorinn og fékk mikið högg á fætur. Tókst honum þó að ná báðum konunum út úr bilflakinu um framrúöugat. Konan sem aftur í sat brouiaði á báðum fótum og hlaut fleiri sár. í Borgarspítalanum fengust þær upp- lýsingar í morgun að fólkið væri ekki í lífshættu þrátt fyrir mikil meiðsli. ASt. VERÐUR ALÞYÐUBLAÐINU BREYTT UM HELGINA? „Það eru einkum tveir möguleikar sem ræddir hafa verið til lausnar á vandamálum Alþýðublaðsins. Annað hvort að breyta þvi i vikublað eða mjög litið (jagblað sem einbeitti sér að pólitiskum skrifum,” sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, i samtali við DB í morgun. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framtið blaðsins, en það getur orðið á hverri stundu. Jafnvel er hugsanlegt að blaðið komi út í breyttri mynd nú eftir helgina sagði hann enn fremur. DB er kunnugt um að fréttastjóri Alþýðublaðsins og nokkrir blaðamenn hafa látið af störfum. Árni Gunnars- son ritstjóri er erlendis en í fjarveru hans hafa Vilmundur Gylfason og Haukur Helgason skólastjóri haft rit- stjórn blaðsins á hendi í samvinnu við BenediktGröndal. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978, Ekkert varð af hjólreiðum bræðranna Cimarro sirkusbræðurnir komust ekki i hjólreiðatúr sinn frá Iðnskólanum upp í Hallgrímskirkjuturn í gærkvöldi. Enda þótt veður hafi verið bræðrunum hag- stætt í gær var ekki hægt að hjóla þar sem leyfi yfirvalda fengust seint. Tölu- verðan tima tekur að koma vírnum fyrir auk annars undirbúnings, þannig að tím- inn var ofnaumur. Hugsanlegt er þó að bræðurnir reyni aftur i næstu viku, ef veður leyfir og öryggiseftirlit ríkisins heimilar. En þeir sem misstu af glæfraferð þeirra bræðra upp í turn Hallgrímskirkju geta séð þá leika listir sinar upp undir rjáfri Laugar- dalshallar með öðrum listamönnum Sirkus Gerry Cottle. —JH. Ungum dreng bjargað úr Revkja- víkurhöfn Portúgalskur stýrimaður af þýzkum togara sem i gær Já við Ægisgarð sýndi snarræði er fjögurra til fimm ára gamall drengur féll í höfnina. Sáu skipsmenn þýzka togarans óhappið og stýrimaður- inn, sem er snaggaralegur maður um þrítugt, stakk sér eftir drengnum og var honum fljótlega kippt upp úr höfninni. Drengurinn var að vonum skelkaður eftir óhappið, vildi helzt ekki við nokk- urn mann tala og stakk svo af og hljóp heim. Sjómennirnir tilkynntu lögregl- unni um atburðinn en hún veit engin frekari deili á drengnum. —ASL Gjaldeyri, silfurborð- búnaðiog sjónvarpi stolið í gærkvöldi milli klukkan 8.30 og 9.00 var brotizt inn í mannlausa kjallaraíbúð að Túngötu 41. Þar létu óboðnir gestir heldur betur greipar sópa. Stolið ';ar þarna gjaldeyri, silfurborðbúnaði og sjónvarpi auk annars. Rannsóknarlögreglumenn unnu lengi nætur að rannsókn málsins. 1 morgun lá ekki fyrir nákvæmari lýsing á gangi mála eða upphæð hins stolna gjaldeyris. —ASt

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.