Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. frfálst, úhád dagblað Útgefandv Oagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Rrtstjóri: Jónas Krístjónsson. Fróttastjórí: Jón Btrgir Pótursson. RKstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar. J6hannoa RsykdaL íþróttir Halur Símonaraon. AðstoSarfréttastjórar Atti Stetnarsson Ofl Ómar Valdimarsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, HaMur HaMsson, Helgi Pótursson, Jónqs Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson( Ragnar Lór., Ragnheiður Kristjónsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pólsson. Ljósmyndin Ari Kristinsson Ami Póll Jóhannsson, BjamleHur Bjamleifsson, Höröur VMhjólmsson,- Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mór E.M. HaUdórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeHd, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Áskrift 2000 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Myrxia- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Valdið, það er ekki ég Lesendabréf á annarri síðu Dag- blaðsins á fimmtudaginn er nærtækt dæmi um tillitsleysi hins opinbera í garð almennra borgara. Þar var lýst vand- ræðum manns, sem hafði ódrukkinn lent undir grun um ölvun við akstur. Ef hann hefði fengið að blása í blöðruna á staðnum, þar sem hann var tekinn, hefði allt farið vel. Hann og farþegar hans hefðu fengið að fara sína leið að lokinni smávægilegri töf. Hinar ómannúðlegu reglur lögreglunnar segja, að ökumenn verði að færa til stöðvar til að blása í blöðru. Slíkt kostar mikinn tíma, óþægindi og fjármuni, bæði fyrir ökumanninn og farþega hans. Umstang af þessu tagi ætti að þurfa að byggjast á meiri líkum en hugdettum 'ögreglumanna, sem halda, að einungis fuilir menn komi út úr matstofum, er hafa vínveitingaleyfi. Þegar umræddur borgari hafði sætt margsvislegum yfirgangi á lögreglustöðinni, ætlaði hann að afla sér blóðprufu á slysadeild Borgarsjúkrahússins, en gat það ekki. Réttu glösin voru ekki á staðnum og lögreglan neitaði að láta slík glös af hendi. Þegar yfirmaður í lögreglunni neitar að láta af hendi hlut, sem hugsanlega gæti orðið mikilvægt sönnunar- gang í þágu almenns borgara, sem hefur orðið fyrir aðkasti lögreglunnar, jafngildir það yfirlýsingu yfir- mannsins um, að hann sjálfur sé ekki fær um að gæta laga og réttar. Opinber þjónusta virðist vera of mikið setin af fólki með grilluna „Valdið,það er ég”. Lögreglan er alls ekki eina dæmið um slíkt. Við getum tekið dæmi af öðrum borgara, sem færir sér til frádráttar á skattskýrslu hluta af kostnaði við rekstur eigin bíls vegna starfa í þágu fyrirtækisins, sem greiðir honum laun. Þetta gerir hann í nákvæmu sam- ræmi við skráðar reglur á þar til gerðum eyðublöðum og prentaðar leiðbeiningar ríkisskattstjóra. Ekkert er við það að athuga, að þessi maður sé þrjú ár í röð beðinn um að senda nótur til sönnunar á upphæðum í skattskýrslu. Skattstofur eiga einmitt að fara ofan í saumana á úrtaki úr skattskýrslum. Hitt er alvarlegra, þegar umrædd skattstofa tekur ár eftir ár ekkert mark á gögnum þeim, sem hún biður um. Borgarinn verður að leggja fram eigia vinnu og kostnað við endurskoðanda til að fylgja kærumálum sínum eftir. Auðvitað endar þessi dans með því, að hið opinbera verður að viðurkenna, að eigin reglur skuli gilda, en ekki einhverjar hugdettur, sem aðgerðalitlir menn á skatt- stofum fá til að drepa tímann. Óteljandi eru dæmin af þessu tagi úr öllum greinum opinberrar þjónustu. Almennir borgarar eiga ekki lengur að þola ástandið, heldur snúast til varnar. Og það gera þeir með samtökum. Spurningin er sú, hvort starfandi samtök eins og Neytendasamtökin eða Réttarvernd eigi að færa út kvíarnar eða hvort stofna þurfi sérstök samtök til að létta af hinum almenna borgara ýmsu amstri, sem fylgir því að standa uppi í hárinu á mönnunum með grilluna: „Valdið, það er ég”. TÍU ÁR SÍÐAN S0VÉTRÍKIN VELTU DUBCEK-STJÓRNINNI í dag eru tiu ár frá því að herlið Varsjárbandalagsrikjanna réðust inn fyrir landamæri Tékkó- slóvakiu með Sovétmenn i broddi fylkingar. Var þar með lokið þeim tilraunum sem Tékkar höfðu gert til að beina stjórnarfari sínu í frjáislyndisátt. Hámarki þeirra tilrauna var náð á skömmu valda- skeiði Alexanders Dubceks sem var leiðtogi flokksins i átta mánuði fyrir innrásina. Sovétríkin og flest fylgiríki þeirra töldu sig ekki geta þolað slíka frjáisræðisþróun í kommúnistaríki. Því gripu þau til hernaðaríhlutunar eftir að tilraunir til að tala um fyrir tékkneskum ráðamönnum höfðu mistekizt. Pragágúst’68: Bandaríkin lofuðu að skerast ekki í leikinn árið 1968 — segir tékkneski andófsmaðurinn Zdenek Mlynar Skömmu áður en herir Varsjár- bandalagsríkja fóru inn í Tékkó- slóvakiu gekk Anatoli Dobrynin, sendiherra Sovétrikjanna i Washington, á fund Lyndons B. Johnson, forseta Bandarikjanna, og tilkynnti honum formlega hvað í aðsigi væri. Johnson lýsti þvi síðar yfir við fjöl- miðla að innrásin væri þungt áfall fyrir samvizku heimsins. Ráðizt væri á varnarlaust land til að bæla niður endurreisn almennra mannréttinda. Afsakanir Sovétríkjanna væru augljós uppspuni. Engin erlend öfl hefðu ógnað öryggi Tékkóslóvakíu. Hann skoraði á Rússa að kveðja hersveitir sinar burt úr landinu. „Það er aldrei of seint að beita skynseminni,” sagði hann. í sama streng tóku aðrir þjóðar- leiðtogar á Vesturlöndum og fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mörgum þótti þó að fregnin um fund þeirra Dobrynins og Johnsons i Hvita húsinu væri staðfesting á skiptingu heimsins i áhrifasvæði stór veldanna. Með aðgerðaleysi hefðu Bandaríkin viðurkennt að Tékkó- slóvakía væri á áhrifasvæði Varsjár- bandalagsins og þar gætu Rússar farið sínu fram. Tékkneski andófsmaðurinn Zdenek Mlynar hefur nýverið gefið þessum skoðunum byr undir vængi. Hann var einn af forystumönnum tékkneskra kommúnista á tímabili sósíaliska lýðræðisins 1968 og var ásamt Dubcek fluttur nauðugur til Moskvu eftir innrásina. „Rússar gortuðu af því við okkur í Moskvu að Bandaríkin hefðu lofað að skerast ekki i leikinn,” sagði Mlynar fyrir skömmu í blaðaviðtali. „í Moskvu fengum við að vita að ráða- menn í Washington hefðu lofað að stöðva ekki innrás sovézkra hermanna í Tékkóslóvakiu. Rússar sögðu við okkur að við skyldum ekki vænta hjálpar frá Vesturlöndum.” Mlynar býr nú í Vin en þangað flúði hann frá Tékkósióvakíu í fyrra. Hann hefur verið sviptur tékkneskum rikis- borgararétti. Mlynar sagði i fyrrnefndu samtali að Dubeck og samstarfsmenn hans hefðu i fyrstu neitað að undirrita uppgjafaryfirlýsingar í Moskvu, en það var sjálfur flokksleiðtoginn, Bresjnev, sem lagði þær fyrir þá. - „Það voru heitar umræður og að lokum sagði Bresjnev að Johnson Bandaríkjaforseti hefði fullvissað sig persónulega um að Bandaríkin mundu ekki standa í vegi fyrir innrásinni.” Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, og Johnson, forseti Bandarikj- anna, á velmektardögum sinum. Pragágúst’68: Reynt að bæta upp ófrelsið með auknum neyzluvörum — segir Stefán Hjálmarsson sem stundaði nám í landinu 1972 og 1973 „Rússar höfðu verið vel liðnir i Tékkóslóvakíu. En það breyttist á einni nóttu. Eftir 21. ágúst 1968 hafa Tékkar haft á þeim illan bifur og við það varð ég áþreifanlega var,” segir Stefán Hjálmarsson háskólanemi í samtali við DB. Stefán dvaldi við nám í 17. nóvember-háskólanum í Prag veturinn 1972—73 og lagði þar stund á tékknesku. Við spurðum Stefán hvernig andrúmsloftið hefði verið í landinu þennan vetur. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið þrúgandi og almennir borgarar virtust ekki óttaslegnir. Þess ber líka að geta að sovézku hermenn- irnir voru þá ekki lengur í borgunum heldur uppi í sveit þar sem fáir urðu þeirra varir. En auðvitað breyttist margt i kjölfar innrásarinnar. Kennsla i heimspeki og hugvísindum í háskólum lagðist t.d. alveg niður þvi prófessorarnir höfðu verið liðsmenn umbótaaflanna og voru reknir úr störfum sínum,” segir Stefán. „Það var annars mjög erfitt að fá Tékka til að ræða þessi mál. Þeir forðuðust það, nema um fámenna hópa væri að ræða.” Var reynt að bæta mönnum á einhvern hátt upp það áfall sem innrásin hlýturaðhafa verið? „Já, það var gert. Lifskjör bötnuðu upp úr 1968 því stjórnvöld unnu markvisst að þvi að auka og bæta úrvalið af neyzluvarningi,” svarar Stefán. Hefur þú fylgzt með andófinu eftir að þú fórst úr landi? „Ég hef gert talsvert að þvi. Sérstak- lega hef ég lagt mig eftir að hlýða á raddir hinna róttækustu i hópiandófs- manna. Hópurinn i kringum Charta 77 er mjög athyglisverður. Hann saman- stendur af ólikum aðilum, allt frá róttækum trotskistum til jafnaðar- manna á vestræna vísu. Flestir þessara andófsmanna vilja aö komið verði á lýðræðislegum sósíaÞ isma í Tékkóslóvakiu. Þeir vilja ekki endurreisa kapitalismann. Annars er meginkrafa Charta 77- hópsins að stjómvöld i Tékkóslóvakíu virði ákvæði Helsinkisamkomu- lagsins.” Hefur þú trú á að breytingar til lýðræðis eigi eftir að verða í landinu á næstunni? „Ég þori ekki að segja neitt um það hvenærslikar breytingar verða. Enég held að undanfari þeirra sé pólitísk bylting i Sovétrikjunum ogendurreisn sósialisks lýðræðis þar i landi. Og áður en til slíkra tiðinda dregur i austurvegi hljóta að hafa orðið miklar þjóðfélags- hræringar á Vesturlöndum.” segir Stefán Hjálmarsson að lokum. Stefán Hjálmarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.