Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. 3 Skipun sendinefndarinnar er hneyksli: „Lystireisa fyrir útvalda” Marinus skrifar: Eins og fram hefur komið í Dag- blaðinu á að senda heilt fótboltalið, 11 manns, á hafréttarráðstefnu SÞ, sem á samkvæmt þvi sem útvarpið hefur eftir forseta ráðstefnunnar að ræða eingöngu um nýtingu hafsbotnsins utan 200 milna lögsögu strand- ríkjanna, það er um hinn „alþjóðlega” hafsbotn, þótt Jón Arnalds ráðuneytisstjóri láti skína í það i viðtali við Dagblaðið, að ræða eigi einnig um nýtingu þess hafsbotns, sem strandríkin hafa þegar fengið yfirráð yfir. Það er vitaskuld ekki rétt hjá ráðuneytisstjóranum. Nýting þess hafsbotns, sem strandríkin ráða yfir, er ekki umræðuefni alþjóðaráðstefnu, það er mál hvers og eins lands, en nýting hins „alþjóðlega” hafsbotns utan 200 mílnanna er umræðuefnið. Af hverju gefur ráðuneytisstjórinn villandi upplýsingar? Jafnframt þessu máli á að ræða um mengun sjávar upplýsir ráðuneytisstjórinn. Hann segir Dagblaðinu að „við vitum ekki hve rík setlögin eru hér við land eru”. Kannski finnst hér síðar olia i hafs- botni. í þessu sambandi vekur athygli, að enginn í fótboltaliðinu hefur vit á mengun sjávar né setlögum á hafs botni, þ.e. þeim málum- sem eru til umræðu. Þó eiga Islendingar sér- fræðinga á þessu sviði, þeir fá bara hvergi að koma nærri, þeir eiga að sitja heima til þess að misvitrir stjórn- málamenn og stjórar komist að. Vitað er að Hjálmar Bárðarson hefur verið forgöngumaður i mengunarvörnum sem Alþjóða Siglingamálastofnunin hefur staðið fyrir, og veit allt fótbolta- Fleiri bíómyndir Bjðrk hringdi og sagði, að sjónvarpið íslenzka væri mjög lélegt. Það vantaði fleiri „bíómyndir” sérstaklega á föstu- dögum og laugardögum. Alltof mikið væri af fræðslumyndum. Hún sagði, að kanasjónvarpið hefði verið langtum betra og íslenzka sjónvarpið þyrfti að taka sig mikið á. Hún vildi koma þeirri áskorun til sjónvarpsins að sýna kvik- mynd meðCliff Richard. Cliff Richard Ökukennsla Kennslubijreiðin er Toyota Cressida ’78 ógannaðekki Geir P. Þormar ökukcnnari Sknar19S96og 21772 (símsvarð. liðið til samans minna um mengun sjávar en hann einn. Jón Ólafsson magister, starfsmaður á Haf- rannsóknastofnuninni er sérfræðingur i efnafræði sjávar og fulltrúi Íslands i mengunarnefnd Alþjóða hafrann- sóknaráðsins. Dr. Kjartan Thors jarðfræðingur á Hafrannsóknastofn- Hjálmar Bárðarson. Bréfritari segir, að allt fótboltaliðið til samans viti minna um mengun sjávar en hann einn. Samt þótti ekki ástæða til að velja hann I liðið. Óliklegt er að þetta knattspyrnulið komist I knattspyrnuferðalag eins og það sem- sendinefndin á Hafréttarráðstefnuna hefur nú lagt upp i. un er sérfræðingur I jarðfræði hafs- botnsins, doktorsritgerð hans frá Oxfordháskóla er um setlög hafs- botnsins. Allir þessir sérfræðingar eiga að sitja heima. Væri nú ekki ráð, að yfirmenn Hafrannsóknastofnunar, Jón Jónsson, sérfræðingur í þorski og Már Elísson, sem er hagfræðingur, sætu sjálfir heima, i stað þess að sitja á hlut þeirra undirmanna sinna, sem hafa vit á þeim málum, sem ræða á? Hér virðist í öllu, að ekki sé hugsað um hag landsins heldur lystireisu fyrir útvalda menn, sem ekki hafa vit á þvi, sem ræða skal. Nú vantar bara mengunarsérfræðinginn Thor Vil- hjálmsson í liðið sem þjálfara. » „Mengunarsérfræðingurinn” Thor Vilhjálmsson verður illa fjarri góðu gamni að þessu sinni, og telur bréf- ritari hæpið að senda liðið þjálfara- laust I slika keppni. Mesta úrval landsins af reiðhjólum og þríhjólum, fæst hjá okkur. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Spurning dagsins Var gaman á land- búnaðarsýningunni? Sörli, happdrættishestur; Jú, jú, það var anzi gaman. Nema hvað ég var ekki nógu ánægður með happdrættið, vinningarnir voru frekar lélegir. Þá kann ég betur við mig úti undir beru lofti, a.m.k. yfir sumartímann. Göltur, frá Blesastöðum: Þegi þú, blaðasnápur, ég hef engan tima til þess að tala við þig, sérðu ekki allar gylturnar hérna, maður. Velfíeyg, aligæs, Kaldbak, Hruna- mannahreppi: Jú, það var bara gaman. Það var þá helzt til leiðinda hve aðsókn var dræm fyrstu dagana. En siðar rætt- ist nú úr þessu. Ég vona bara innilega að Búnaðarsambandið hafi ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjóni vegna sýning- arinnar. Hafur Bftill, Skálholti: Nei, það var svo sannarlega hrútleiðinlegt. Hvernig þætti þér annars að vera hafður inni I girðingu allan liðlangan daginn til sýnis einhverj- um landbúnaðarspekúlöntum og krakkaskril? Huppa, kviga, Laugardælum: Ef þú ert frá Dagblaðinu, maður minn, þá hef ég bara ekkert við þig að segja, eins og þið eruð búnir að ráðast á bændastéttina með óhróðri og lygum. Að mínu áliti er þessi snepill ykkar argasta sorpblað sem ætti að banna. Þú getur skilað þvi til rit- stjórans frá mér persónulega. Bölvaldur, Kaldbak: Jamrri, þú segir það, góði minn. Ég held ég vilji ekki tjá mig frekar um þetta atriði á þessu stigi málsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.