Dagblaðið - 21.08.1978, Side 6

Dagblaðið - 21.08.1978, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. Skyndilegur eldur í gömlu timburhúsi: Eldtungumar stóðu út um glugga er að mÆ |f jfitiA Miklarannirhjáslökkviliðinu Val liOITIIO á laugardagskvöld Teg. 80 Litur: Natur leður Stærðir: Nr. 36—40 Stærflir: Nr. 41-46 Verð kr. 5.850.- Verflkr. 5.950.- Teg. 20 Litur Svart leflur Stærðir: Nr. 35-40 Kr. 5.150.- Nr. 41-46 Kr. 5.350.- Litur Rautt leflur Stærðir Nr. 35-41 Verfl afleins kr. 4.150.- r r FJALLAKONGULOIFIÆÐARM AUNU Veldur óróa meðal starfsmanna Vélsmiðjunnar Héðins Óróa varð vart meðal starfsmanna Vélsmiðjunnar Héðins, vestast við Vesturgötuna, í gærmorgun, er þeir urðu varir við kvikindi nokkurt í porti fyrirtækisins. Höfðu þeir þegar samband 'við DB vegna þessa. Þá er Dagblaðs- menn komu á vettvang varð mönnum ljóst að hér var um kónguló nokkra að ræða, allstóra. Lék hún þar í vef sínum innan um járnarusl og illgresi og veiddi listilega í hann alls konar flugur af ýmsum stærðum. Einn Héðinsmanna veiddi nú kvikindið i eldspýtustokk. Þótti það hreystiverk mikið, enda ekki að vita nema hér væri um erlenda eiturkónguló að ræða. Var hún siðan flutt fangin í hendur Erlings Ólafssonar, skordýra- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun íslands. Var hann ekki lengi að kveða upp dóm sinn, þ.e. að hér væri um alíslenzka fjallakónguló að ræða. Sú væri reyndar litið fyrir fjallgöngur, en héldi einkum til í bakgörðum húsa sem og i hraunum. En til þess bendir og dvalarstaður hennar í porti Héðins, skammt upp af flæðarmálinu. JÁ. Kóngulóin sem skaut járniðnaðarmönnum Héðins skelk i bringu. DB-mynd Ari. Teg. 03 Litun Svart leflur eða blðtt leflur Stærflir: Nr. 36-41 Verfl kr. 4.150.- Litur Rautt leður Stærflir: Nr. 36—41 Verfl aðeins kr. 3.350.- Skóveizlun Póstsendum S 'mi 14181 Kirkjustræti 8 v/Austurvöii. Eldur gaus upp í gömlu timburhúsi við Vesturgötu nr. 46 A laust fyrir klukkan átta á laugardagskvöldið. Er slökkvilið kom að húsinu stóðu eld- tungur út um glugga tveggja herbergja á fyrstu hæð og húsið orðið fullt af reyk. Reykkafarar voru sendir inn i húsið jafnframt sem ráðizt var gegn eldinum inn um gluggana. Allir í húsinu höfðu komizt út og enginn hlotið meiðsli. f húsinu bjuggu þrjár fjölskyldur, í kjallara, á hæð og í risi. Eldurinn kom upp á hæðinni og var mestur í stofu þar og herbergi við hliðina. Útbreiðsla eldsins varð gifurlega snögg og er enn ekki Ijóst hver var orsök þessa skyndi- Ný sending lega elds né hinnar skyndilegu útbreiðslu hans. Á hæðinni þarsem eldurinn kom upp bjó kona með þremur börnum sínum. Sluppu íbúar allir út án meiðsla. Mikið er brunnið í stofunni og herberginu og mikið sviðið og brunnið víðar i íbúðinni. Húsgögn eru að sjálfsögðu ónýt. Var eldurinn kominn í loftið milli hæðar og riss áður en tókst að slökkva. Miklar skemmdir urðu á húsinu öllu, reykskemmdir í risi og skemmdir af vatni og reyk í kjallara. Slökkvistarfið tók stuttan tíma og var lokið kl. rúmlega hálfníu. Meðan slökkviliðsmenn voru að störfum á Vesturgötu kom kall frá Sólheimum 40. Fór bill þangað og slökkti i þvottavél sem stóð i logum. Annað kall kom frá Seljavegi 3 A er slökkvibilar voru að fara af brunastað á Vesturgötu. Ástæða þess kalls var mögnuð reykjarlykt, sem í Ijós kom að barst vestur eftir frá Vesturgötunni. Síðar um kvöldið eða kl. 21.16 fór slökkviliðið að Söluturninum við Laugarásveg 2. Kveikt hafði verið i rusli slökkviliðið kallað að Flúðaseli 18. Þar við húshlið og var þil hússins tekið að hafði verið kveikt í rusli utanhúss. sviðan. Kl. 1.04 í sunnudagsnótt var ASt. Teg. 21 Litur Natur Stærflir 36-40 Kr. 5.975.- Stærflir 41—46 Kr. 6.100.- Litur Rautt Litur Svart Stærflir 36-41 Stærflir 41 -46 Kr. 4.350.- Kr. 4.950.- SEX MILU0NIR AFHENTAR ARKITEKTUM AÐ VARMÁ 14 tillögur bárust í skipulagssamkeppni Mosfellshrepps Samtals sex milljónir króna voru afhentar arkitektum og aðstoðarmönnum þeirra i íþróttahúsi Mosfellshrepps að Varmá, er úrslit voru kunngerð í samkeppni hreppsins um heildarskipulag fyrir næstu 20 ár. Fjórtán tillögur bárust, átta fóru verðlaunalausir frá samkeppninni. 1. verðlaun hlaut tillaga arkitektanna Björns H. Jóhannes- sonar, Hauks Viktorssonar og Jóhannesar S. Kjarvals. Höfðu þeir sem ráðgjafa verkfræðingana Jóhannes Guðmundsson og Ólaf Bjarnason og Narfa Hjörleifsson tæknifræðing. 2. og 3. verðlaun voru sameinuð og skipt i tvennt. Hlaut annan helminginn 1250 þúsund tillaga Einars E. Sæmundssonar, Stefáns Arnar Stefánssonar og Stefáns Thors en þeir eru allir arkitektar. Hinn helminginn hlaut tillaga arkitektanna Ormars Þórs Guðmundssonar og örnólfs Hall en samverkamaður þeirra var Þórir Helgason. Þá voru keyptar þrjár aðrar tillögur. Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts var keypt á 500 þúsund. Tillaga Gests Ólafssonar, Þórarins Þórarinssonar og Bjarka Jóhanns- sonar var keypt á 250 þúsund og fyrir sömu upphæð tillaga Geirharðs Þorsteinssonar arkitekts og fjögurra annarra. Um aðalverðlaunatillöguna sem hæst bar segir dómnefnd að höfundi hafi tekizt að ná megintilgangi sam- keppninnar, þ.e. að fella byggðina vel að landinu og finna raunhæfa lausn á umferðarvandamálunum. Tillagan er vel rökstudd og unnin og er að mati dómnefndar góður grunnur frekari skipulagsvinnu. Tillögurnar eru nú til sýnis almenningi í íþróttahúsinu að Varmá. Opiðer kl. 3—7 virka daga og kl. 1—7 um helgar til 27. ágúst. ASt. BIAÐIÐ

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.