Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. Gullstraumur tilUSA — á heimsmeistara- mótinu í sundi íVestur-Berlín Eftir margra ára einveldi Austur- Þýzkalands í sundi kvenna hafa banda- risku sundkonurnar nú brotið ísinn. í fyrstu tveimur kvennagreinunum i heims- meistaramðtinu i Vestur-Berlin, sem hófst um hclgina, hlaut USA gullið. í fyrstu sex greinunum í keppninni hlaut USA fern gullverðlaun, V-Þý/kaland ein og Sovétrikin cin. Tracy Caulkins, USA, setti nýtt heimsmet í fjórsundi kvenna — 200 metrum. Úrslit á mótinu í gær urðu þessi. Keppt til úrslita í fimm sundum: 200 m fjórsund kvenna 1. Tracy Caulkins, USA, 2. Joan Pennington, USA, 3. UlrikeTauber. A-Þýzkal. 4. Klevakina.Sovét, 2:14.07 2:14.98 2:15.99 2:17.60 100 m bringusund karla 1. Walter Kusch. V-Þýzkal., 1:03.56 2. Graham Smith, Kanada, 1:03.60 3. Gerald Mörken, V.-Þýzkal., 1:03.62 4. Duncan Goodhew, Bretlandi, 1:03.77 5. NickNevid. USA. 1:03.84 6. S. Takahashi, Japan, 1:03.94 200 m skriðsund karla 1. William Forrester, USA, 2. Ambrose Gaines, USA, 3. S. Koplyakov, Sovét, 4. PeterSzmidt, Kanada, 1:50.02 1:51.10 1:51.33 1:51.94 lOOmbaksund karla 1. Robert Jackson, USA, 2. Peter Rocca. USA, 3. V. Kuznetsov, Sovét, 4. Gary Hurrin,», N-Sjál., 56.36 56.69 57.41 57.83 4X100 m fjórsuml kvenna 1. Bandarikin 2. A-Þýzkaland 3. Sovétríkin 4. V-Þýzkaland 4:08.21 4:09.13 4:14.91 4:15.25 Irina Kalinina, Sovét, hlaut fyrstu gullverðlaunin á HM — i dýfingum kvenna. hlaut 691.43 stig. Cynthia Pott- er, USA, varð önnur með 643.22 stig. Jennifer Chandler, USA, varð þriðja með 637.41 stig. Skagamenn gerðu það gott í Svíþjóð Fimmti tlokkur ÍA, Íslandsmeist- ararnir frá í f> rra, fóru til Svíþjóðar til þátttöku i ulþjóðlcgu unglingamöti i knattspvrnu nýlega. Mótið nefnist (■othia Cup og fór fram i sjötta sinn. Lið frá 20 þjóðum tóku þátt — l'rá fjórum heimsálfum. um það bil 7000 einstaklingar. í þeim aldursfiokki er ÍA keopti voru 67 lið og höl'nuðu Skagamenn í 5—8. Fvrirkomulag keppninnar var þannig að Ivrst var liðunum skipt í riðla og tvö efstu liðin komust áfrani á lokakeppnina, sem var úrsláttarkeppni. IA vann sinn riðil og i útsláttarkeppninni unnu strákarnir afSkaga þýzka liðið Bremen- vörder 3—0. í kjölfarið sigruðu þeir síðan Hammerbv 6—0. Þeir töpuðu hins vegar fyrir Frankfurt, 0—1. Þjóð- verjarnir áttu vart nteira en tvö umtals- verð tækifæri en Skagantenn sóttu mjög, áttu skot i stöng og slá auk þess að hjargað var á Hnu. Skozka liðið llutchinsons Vaie sigraði í keppninni mcxíkanska liðið Pumitas 2—0 í úrslitum. Gunnar Örn Kristjánsson, lengst til hægrí, skorar þríðja mark Vikings. Guðmundur Baldursson á enga möguleika að verja. DB-mynd Bjarnleifur. VIKINGAR SOKNDJARFIR UNDIR STJORN YOURI! — Víkingur sigraði Fram 3-0 í gærkvöldi. Fyrsti ieikur Víkings undir stjórn Youri llitschev landsliðsþjálfara Yourí Ilitschev, landsliðsþjálfarí, stjórnaði Viking i fyrsta sinn i gærkvöld er Vlkingur mætti Fram í 1. deild í Laugardal — og hvtlik breyting. Vík- ingar sýndu snjallan leik, yfirspiluðu Fram og 3-0 sigur var sízt of stór. Vik- ingar hefðu getað skorað 6 mörk, af tækifærum að dæma. Já, leyfðu sér þann munað að misnota vítaspyrnu. Það var sem allt annað lið léki, frá siðustu leikj- um Vikings, undir stjórn Englendingsins Billy Mavdock. Knötturínn gekk manna á milli, á samherja — langspörk og hlaup enska knattspyrnuskólans voru úr sögunni og áranguiinn lét ckki á sér standa. Youri Uitschev gerði miklar stöðu- breytingar á Vikingsliðinu og þrátt fyrir að hann hafi aðeins verið með Viking í tæpa viku mátti sjá að Vikingar höfðu numið lærdóm hans, knötturinn látinn ganga og tækifærin létu ekki á sér standa. Þegar ,á 15. mínútu átti Óskar Tómasson fast skot af 25 metra færi sem Guðmundur Baldursson, markvörður Fram, bjargaði vel í horn. Skömmu siðar fengu Víkingar vítaspyrnu. Upp úr homspyrnu átti Gunnar Örn fast skot af 20 metra færi. Knötturinn fór i hendi Kristins Atlasonar og dómarinn, Arnþór Óskarsson, dæmdi umsvifalaust vita- spyrnu. Gunnar Örn Kristjánsson tók spyrnuna en Guðmundur Baldursson markvörður gerði sér lítið fyrir og varði Youri var ánægður eftir Vikings- sigurinn. DB-mynd Bjarnleifur. Vikingar gerðu harða hríð að marki vnungar georu naioa nuu au marki Fram, aðeins minútu síðar átti Óskar Tómasson skalla í stöng. Það kom því ekki á óvart er Víkingar tóku forustu á 19. mínútu. Þeir fengu aukaspyrnu skammt fyrir utan vítateig Fram. Gunnar örn tók spyrnuna, lyfti fyrir vörn Fram og knötturinn skauzt i hálu grasinu, Guðmundur hálfvarði en Lárus Guðmundsson fylgdi vel, skoraði af stuttu færi, 1-0. Á 34. mínútu átti Róbert Agnarsson fastan skalla að marki Fram en Guðmundur bjargaði vel. Á 44. minútu juku Vikingar forust- una. Viðar Eliasson tók aukaspyrnu, lyfti vel inn i vitateig Fram. Guð- mundur Baldursson sló knöttinn frá en beint til Jóhanns Torfasonar sem var utan vítateigs. Jóhann gerði sér lítið fyrir og sendi knöttinn rakleiðis í net- möskvana, 2-0. Fram átti mjög i vök aö verjast i fyrri hálfleik en í siðari hálfieik komu Fram- arar meir inn i myndina en sóknarbrodd vantaði illa. Þó fékk Pétur Ormslev gott tækifæri á 7. minútu en Diðrik Ólafsson varði skalla hans frá markteig vel. Hinum megin voru Víkingar ágengir. Guðmundur varði skot frá Viðari Elís- syni af stuttu færi með fótunum og á 22. minútu skoruðu Víkingar sitt þriðja mark. Lárus Guðmundsson lék á vamarmann, gaf inn í eyðu. Sigurbergur Sigsteinsson hafði öll tök á að hreinsa en mistókst og Gunnar Örn var skyndilega á auðum sjó i vitateig Fram. Hann skoraði af öryggi, 3-0. Skömmu siðar komst Gunnar Örn i gegn en Guð- mundur bjargaði af tám hans. Þá fékk Fram gott færi á 28. mínútu er Ásgeir Elíasson komst i gott færi en Diðrik Ólafsson varði vel. Það sem eftir lifði fengu Vikingar tvö góð færi. Jóhann Torfason fékk knöttinn af vamarmanni fyrir innan vörn Fram — í stað þess að bruna upp skaut hann og Guðmundur varði. Lárus Guðmundsson fékk eitt bezta tækifæri leiksins á 45. minútu, aleinn á markteig en skallaði framhjá. Öruggur sigur Vikings, 3-0 — og allt annar bragur á leik liðsins, knötturinn látinn ganga á milli leikmanna, sóknar- leikurinn hraður og tækifærin létu ekki á sér standa. Víkingar uppskáru stærsta sigur sinn á Fram frá því jjeir komu upp i l.deild, 1970,og í fyrsta sinn sem Vík- ingur vinnur Fram tvöfalt, fyrri leikinn vann Víkingur 1-0. Síðustu fjögur árin hafa liðin skilið jöfn að stigum, sigur og tap. Fram átti ekki svar við sóknarleik Vikinga, og vörn liðsins átti mjög i vök að verjast, opnaðist iðulega illa. Þá vantaði allan brodd i sóknina. Leikmenn náðu sér aldrei á strik en bezti maður liðsins varGuðmundur Baldursson. Leikinn dæmdi Arnþór Óskarsson. - H Halls Nýtt vallarmet á Nesinu — Góðurárangur golfmanna í afrekskeppni FÍ Sveinn Sigurbergsson, GK, setti nýtt vallarmet á Nesvellinum I afrekskeppni Flugfélagsins um helgina. Lék 18 holurá 66 höggum eða fjórum undir parí vallar- ins. Þessi góði árangur nægði Sveini þó ekki nema í fjórða sæti 1 keppninni. Hann var ekki meðal þeirra fremstu eftir fyrri daginn. Fyrr i keppninni höfðu þeir Geir Svansson, GR, og Sigurður Thoraren- sen, GK, leikið á 68 höggum. Aliir beztu golfmenn landsins mættu til leiks og það stóð ekki á árangrí. Bezti árangur sem hér hefur náðst á golfmóti. Geir Svansson varð sigurvegarí í þess- arí 72 holu keppni. Lék á 281 höggi, sem er íslandsmet — en 36 holur voru leiknar hvorn dag. Björgvin Þorsteins- son, GA, varð annar á 285 höggum. Magnús Birgisson, GK, þriðji en síðan komu þeir Sveinn Sigurbergsson og Óskar Sæmundsson í fjórða og fimmta sæti. Þetta er boðsmót, þar sem 12 meisturum er boðið til keppninnar. HBK Nú stendur Isaf jörður vel að vígi ísfirðingar juku möguleika sina á sæti i 1. deild veralega með öruggum sigrí á Ármanni i 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu á tsafirði á laugardag, 3-0. Ísfirðingar hafa nú tapað fæstum stigum [ i -2. deild, fyrir utan KR. Eftir eru þrír leikir, allt útileikir. Leikurinn á Ísafirði var þokkalegur, ísfirðingar sóttu undan vindi i fyrri hálf- leik og sóttu mjög. þegar á 4. minútu náði ÍBÍ forustu með marki Kristins Kristjánssonar. Staðan í leikhléi var 1 -0 iBtívil. í síðari hálfleik léku ísfirðingar gegn vindi en þeir létu það ekki á sig fá. Jón Oddsson kom ÍBÍ í 2-0 á 5. mínútu og fjórum minútum siðar skoraði Örnólfur Oddsson þriðja mark ÍBÍ, 3-0. Á 17. minútu fékk Jón Oddsson mjög gott tækifæri, skaut yfir af 3 metra færi — með autt markið fyrir framan sig. Öruggur sigur ÍBÍ og liðið á nú góða möguleika á sæti i 1. deild. - KK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.