Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. Morgunblaðið, svikamyllan í Sjálfstæðisflokknum (II) 13 Það dylst engum að Morgunblaðið hefur öðrum blöðum fremur viljað láta kenna sig við hina helgu lýðræðishugsjón. Það hefur verið sá íslenzkur fjölmiðill, sem eytt hefur mestum tíma og rúmi að benda á hina ólýðræðislegu og ómannúðlegu meðferð á einstaklingum i löndum kommúnista. Slík framganga tvöfaldar ábyrgð þeirra aðila, sem að Morgun- blaðinu standa, bæði stjórnir Árvakurs og ritstjóranna, ef það skyldi nú verða uppi á teningnum, að einokunaraðstaða Morgunblaðsins sem blaðafjölmiðils í tengslum við Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið notuð til að lyfta undir og tryggja ákveðnum aðilum valdaaðstöðu innan Sjálf- stæðisflokksins og vinna á móti öðrum. Jafnvel hefur þetta gengið svo langt, að ímyndaður ótti við vinsældir ákveðins aðila vegna fagþekkingar á ákveðnum málaflokkum, i þessu tilfelli landhelgismálum. sem ritstjóm Morgunblaðsins treysti sér ekki til ræða á málefnalegum grundvelli, olli þvi að gripið var til þess ráðs af Morgunblaðsritstjórn að fá skítugan leigupenna til þess að setja saman níðgrein ásamt skrípamynd um undir- ritaðan til þess að kasta rýrð á hann persónulega. Morgunblaðið hefur talið sig byggja á traustum siðferðis- grunni, svo traustum að það hefur talið sig vera í þeirri siðferðislegu stöðu að kenna mönnum boðorðin bæði hérlendis og erlendis. Það helur talað með vand- lætingu um „gula pressu” og um eftirmiðdagsblöðin i niðrunartón. Svo langt hefur þetta gengið innan Sjálfstæðisflokksins, að Dagblaðið. sem staðið hefur opið á jafnréttis- grundvelli öllum forustumönnum Sjálfstæðisflokksins til tjáningar og kynningar á stefnu og störfum Sjálf- stæðisflokksins, hefur verið hundsað í síðustu kosningabaráttu. Það er eftir öðru nú i forustunni, að halda það. að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blátt áfram efni á því að hundsa fjölmiðil eins og Dagblaðið. Á þessu hefur ekki fengizt opinber skýring. En til að aðstoða viðkomandi aðila við uppgjörið á sið- fræðinni skora ég hér með á Morgun- Kjallarinn Pétur Guðjónsson Dtaoio aö birta aftur níðgreinina um mig og séra Árelíus Níelsson og gefa jafnframt skýringu á því, hver ber ábyrgð á því að greinarnar voru skrifaðar og hvernig á því stóð að þær voru birtar, og lagt meira að segja i þann kostnað að fá mjög hæfan lista- mann að teikna skrípamyndir til bragðbætis. Ef svo furðulega skyldi nú vilja til, að ritstjórninni fyndist ckkert athugavert við þetta, þá skora ég jafn- framt á ritstjórnina að láta sama aðila og niðgreinarnar skrifaði skrifa sams konar greinar um 10 helztu forustu- menn Sjálfstæöisflokksins með álika myndum til skreytingar. Nei. hér er á ferðinni versta tegund af sorpblaða- mennsku. Skora ég hér með' á alla forustu Sjálfstæðisflokksins að lesa greinarnar, ef það skyldi hafa farið fram hjá þeim er þær birtust, eingöngu til þess að glöggva sig á hvers konar siðalögmál eru gildandi á þeim blaða- fjölmiðli, sem þeir styðjast við. Sú hugsanlega skýring á framferði Morgunblaðsins gagnvart mér er auðvitað sú, að um slys hafi verið að ræða. En nægur tími hefur verið til að átta sig á þvi, og því hefði afsökun átt að berast frá ritstjórn og stjórn Árvakurs hf. cn hvorugt hefur skeð. Þvi situr ritstjórn Morgunblaðsins og stjórn Árvakurs hf. ennþá ppi með þá skömm að bera ábytgð á o.rtingu þess sóðaskapar. sem greinín um mig og séra Árelius var. Það er“orðið har;. þegar siðferðispostularnir á Morgun blaðinu ráðast af viðbjóði að kenni mönnum þjóðkirkjunnar gjörsamlega að ástæðulausu. í þessu tilliti er Morgunblaðið að innleiða þennan kommúnistiska austantjaldssið, þar sem allt er ráðizt á og rakkað niður er viðkemur kristinni trú og kirkju. Situr það sízt í Morgunblaðinu að vera i forustusveit fyrir slíkum kommaverknaði í íslenzku þjóðfélagi. En Morgunblaðið hefur tekið ómakið af Þjóðviljanum i þessu tilliti. Og þeg- ar höggið er látið riða, þá er veitzt að þeim manninum innan þjóð- kirkjunnar, sem sízt skyldi, þvi það er á almanna vitorði að enginn sannari sálusorgari fyrirfinnst innan þeirrar stofnunar i dag en séra Árelíus. Það verður ekki lengur vegið að al- mennum islcnzkum horgurum með viðbjóði úr blaðaeinokunarsátri Morgunblaðsins, svo lcngi sem Dag- blaðiðer við lýði. PéturGuðjónsson, form. Félagsáhugamanna um sjávarútvegsmál. Listfengar Um Gallerí langbrækur Þeim sem fylgjast með listum og liðstiðnaði eru eflaust kunn þau vandamál sem fylgja rekstri alls kyns fyrirtækja á því sviði, hvort sem um verslanir eða galleri er að ræða. Þeir sem standa i sliku verða að gera allt i senn, þroska smekk tilvonandi kaupenda, keppa við billega og oft ósmekklega fjöldaframleiðslu og reyna að hafa upp úr krafsinu mannsæmandi umbun fyrir þá lista- menn sem taka þátt i fyrirtækinu. Oft- ast er það einnig þannig að listamenn verða sjálfir að annast rekstur slikra fyrirtækja og verða því að fórna dýr- mætum tima sínum í alls kyns vafstur sem venjulegu fyrirtæki fylgir. Það eru þvi mörg Ijón í veginum og hafa reynst margri slikri starfsemi ofraun, sérlega þeirri sem haft hefur háan gæðaflokk og samvinnu- hugsjónina að leiðarljósi. Byrjunar- erfiðleikar Slík starfsemi á ótvírætt rétt á sér og sýnist mér sem ekki verði komið i veg fyrir eilífa byrjunarerfiðleika á þvi sviði, nema með einhverri aðstoð ríkisvaldsins. i Bretlandi er t.d. Arts Council sem m.a. rekur og styrkir verslana-galleri víða um landið, þar sem lögð er áhersla á að koma á fram- færi „orginal" vinnu listamanna á mörgum sviðum. í staðinn fær rikið ákveðna prósentu og þótt ekki sé af- raksturinn mikill er ekki verið að kasta verðmætum á glæ menningarlega séð. Þetta er langt frá því að vera fullkom- ið fyrirkomulag en er þó viðleitni. Hér á landi gæti dæmið litið svona út: Nokkrir listamenn leigja sér húsnæði til að sýna og selja framleiðslu sina. Húsnæði nálægt miðborginni gæti kostað nálægt 100.000 krónum á mánuði og ætli leigjendur sér ekki sjálfir að standa i endalausum reddingum þurfa þeir að fá sér fram- kvæmdastjóra sem gæti þurft u.þ.b. 200.000 krónur á mánuði I laun. Ofan á þetta kemur rafmagn, hiti, trygging- ar og annar kostnaður, t.d. við auglýsingar, prentun sýningarskráa og þvíumlíkt. Mannúðlegur rekstur Ætli aðstandendur að reka stofnun af þessu tagi á mannúðlegan hátt og taka aðeins 20% i sölulaun lætur nærri að selja þurfi listaverk og listiðn fyrir ca 2 milljónir á mánuði. Það er ansi há upphæð og hætt er við þvi að stofnaniraf þessu tagi muni leggja upp laupana eftir nokkra mánuði meðan almenningur er ennþá að venjast þeim. Það var ekki ætlunin að skrifa grein fulla af sút og svartsýni þvi tilefni þessa formála er nefnilega gleðilegt. Enn einu sinni hefur duglegt listafólk farið á stúfana og sett upp sýningarsal að Vitastíg 12, undir því ágæta nafni „Galleri Langbrók”. Aðstandendur eru 12 að tölu og allt listakonur — fyrir einskæra tilviljun að því þær segja. Ætlun þeirra er i stuttu máli sú að taka upp þráðinn aftur þar sem Galleri Sólon íslandus hætti en þó með einhverjum breytingum — þ.e. að blanda saman myndlist og listiðn og gefa listafólki af ýmsu tagi tækifæri til að koma á framfæri vinnu sinni. á þann máta, sem framleiðslu þeirra hæfir. Bróður- betrungur Húsnæðið er ekki stórt, ílangt og hvítmálað, nokkru minna en Sólon forðum. Þó er það vinalegt og öllu smekklega fyrir komið innan stokks. Mesta áherslu leggja þær langbrækur á textil, keramík og grafik eins og stendur en ætlunin er að vikka verk- sviðið síðar, verði viðtökur al- mennings jákvæðar. Það hefur lítið upp á sig að telja upp allt sem þarna er að sjá en þó virðast þrjár listakonur hafa blómstrað sérstaklega á þessum nýja vettvangi — þær Kolbrún Björg- ólfsdóttir. Sigrún Eldjárn og Guðrún Gunnarsdóttir. Kolbrún á þarna til sýnis og sölu einhverja bestu keramík sem ég hef séö frá hennar hendi, postulínsskálar og krúsir þar sem djarflegar skreytingar og hárfint form- skyn fara saman. Sigrún hefur losað sig við smágert nostur það sem æting hefur oft i för með sér og gerir nú sterkleg og einföld steinprent — „Stöðuhækkun” hennar er bráðfyndið og snarlega teiknað verk og Guðrún sýnir a.m.k. eitt veggteppi sem Ijómar af sannfæringu. Hér er vel farið af stað og við skulum vona að hún Langbrók verði betrungur Sólóns bróður sins, alltént langlífari. Skóg/ugginn hf., Rauðarárstíg 16 ítölsku sandalarnir komnir aftur. Stærö 37— 40. Verð kr. 8.995.- Verið velkomin í nýju verzlunina okkar í Rauðará, Rauðarárstíg 16. Sími 11788. Sérhæfum okkur / Seljum í dag: Saab 96 árg. 1975 ekinn Saab96árg. 1971 ekinn Saab99árg. 1974 ekinn Saab 99 árg. 1975 ekinn Saab 99 árg. 1975 ekinn Saab 99 árg. 1976 ekinn Saab 95 árg. 1974 ekinn Autobianchi árg. 1977 ekinn 55 þús. km 120 þús. km 70 þús. km 48 þús. km 68 þús. km 60 þús. km 77 þús. km 12 þús. km Látið skrá bí/a, höfum kaupendur að ýmsum árgerðum. s BJORNSSON Aco BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.