Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. Augafyrirauga... /r Flugher Israels í hefndarárás =T“ Tilkynnt var í Tel Aviv i morgun að ísraelskar herþotur hefðu gert loftárásir á stöðvar palestínskra skæruliða suður af Beirut í Libanon I nótt. 1 fyrstu fregnum var ekkert sagt frekar af árás- inni nema að hún hefði verið gerð í hefndarskyni fyrir árás palestinskra skæruliða á strætisvagn ísraelska flug- félagsins E1 A1 í London í gær. Þar fórst ein flugfreyja og skæruliði sprakk í loft upp er sprengja sprakk i fangi hans. Sex vegfarendur særðust og vitað er að önnur israelsk flugfreyja liggur mikið særð á sjúkrahúsi í London og er óttazt um líf hennar. Þriðja flugfreyjan særðist einnig en ekki alvarlega. Gerðist þetta fyrir utan Hótel Evrópa í miðborg Lundúna er tuttugu og einn flugliði frá El Al kom í bifreið að hótelinu. Samkvæmt fregnum frá Beirut féllu niu manns í loftárásunum og nokkrir tugir særð- ust. Vestur- Þýzkaland: fíestar tankbifreiðar alvarlega bilaðar Nærri fjórar af hverjum fimm tank- verið rannsakaður i Vestur-Þýzkalandi, margar þessara bilana verið alvarlegar bifreiðum, sem að undanförnu hafa hafa verið bilaðar á einhvern hátt. Hafa að því er yfirvöld sögðu í sérstakri til- kynningu fyrir helgi. Rannsókn þessi var fyrirskipuð þegar hið mannskæða slys varð á Spáni fyrir nokkru. Þá fórust hátt á annað hundrað manns þegar gasflutn- ingabifreið hlekktist á. Af tvö hundruð sextíu og sjö tankbif- reiðum í eigu oliuhreinsunarstöðva og bensinsölufyrirtækja voru aðeins tuttugu og tvær af hundraði fullkomlega I lagi. Algengustu gallarnir voru að hjól- barðar væru slitnir (27%) og bremsur lélegar (22%). Af fjörutiu gasflutninga- bifreiðum, sem voru rannsakaðar, voru átta alvarlega bilaðar. Ein bifreiðanna var með þrísprungna grind. Var hún samstundis tekin úr umferð af lögreglu- yfirvöldum. Yfirvöld I Vestur-Þýzkalandi hyggjast auka mjög eftirlit með tankbifreiðum. Tékkóslóvakía: Prag tíkust dauðri borg Götur Prag, höfuðborgar Tékkóslóvakíu, voru nærri mannlaus- ar kvöldið og nóttina fyrir tíu ára af- mæli innrásar herja Varsjárbanda- lagsins. Er borgarbúar fóru til vinnu i morgun voru engin merki þess að til mótmæla hefði dregið af nokkru tagi. Ekki varð heldur séð, að lögreglan hefði aðhafzt nokkuð. Hún var aftur á móti við öllu búin, stórum vatns- byssum og brynvörðum og vopnuðum bifreiðum var komið fyrir á götunum fyrir helgina ef einhverjum skyldi koma til hugar að minnast innrásaraf- mælisins eða mótmæla stjórn Husaks, sem tók við af Alexander Dubcek níu mánuðum eftir innrásina. Sérstaklega hefur lögreglan haft eftirlit með Weneslastorgi og styttu heilags Weneslas, verndardýrlings landsins. Þar voru miklar óeirðir og bardagar á milli lögreglu og mannfjölda sem þar safnaðist saman á eins árs afmæli innrásar Varsjár- bandalagsherjanna. Sjá nánar um tíu ára innrás- arafmælið á bls. 10 og11. Þrír helgi. Á myndinni sést hvar mannfjöldi fagnar þeim er belgur þeirra jörð á Frakklandi skammt frá Paris. Asgeir Þ. Arnason skrifar um heimsmeistaraeinvígið: Algjört hran hjá Kortsnoj Viktor Kortsnoj varð heldur betur fyrir áfalli f heimsmeistaraeinvfgi sfnu við Karpov nú um helgina. Á laugar- daginn tefldi hann 14. skákina veikt og gaf Karpov fseri á skiptamunsfórn f enda- taflinu, sem færði heimsmeistaranum unnið tafl og þegar skákin fór f bið var sýnt hvert stefndi. En sunnudagurinn 20. ágúst 1978 rennur seint úr minni hans. Tvær biðskákir voru á dagskrá; i þeirri fyrri var Kortsnoj álitinn eiga alla möguleik- ana en Karpov að sama skapi i þeirri síðari. Samt fór svo að Karpov vann báðar skákirnar þá fyrri eftir mikinn afleik hjá Kortsnoj en þá síðari aðeins níu leikjum eftir bið, enda var Kortsnoj gersamlega niðurbrotinn maður. Karpov stendur því skyndilega með pálmann í höndunum. Staðan 3—1 og takist honum að vinna þrjár skákir i viðbót áður en Kortsnoj vinnur fimm verður hann áfram heimsmeistari næstu þrjúárin. Og þá eru það skákirnar: 14. skákin Spánskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rcó 3. Bb5 a6. 4. Ba4 Rfb 5. 0—0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3. Eins og i 2. og 4. skákinni. í einviginu hefur Karpov einnig reynt 9. De2 og 9. Rbd2. 9. - Bc5 10. Rbd2- 0-0 11. Bc2 Bf5 12. Rb3 Bg4 13. h3 í fyrrnefndum skákum lék heims- meistarinn 13. Rxc5 en komst lítt áfram gegn góðri vörn Kortsnojs. 13.—Bh514. g4! Teflt til vinnings! Með þessari peðsframrás vinnur hvitur fyrst og fremst tíma en veikir 1 staðinn peðastöðu sína kóngsmegin. Þess má geta til gamans að Kortsnoj, sem manna mest hefur skoðað opna afbrigðið, hefur skrifað að möguleikarnir vegi nokkurn veginn jafnt í þessari stöðu. 14. - Bg6 15. Bxe4 dxe4 16. Rxc5 exf3 17. Bd4 Dxdl 18. Haxdl Rd8! Nú hleypir Kortsnoj hvítum inn á „sjöundu reitaröð” sem kallað er, þ.e.a.s. gefur hvítum kost á að virkja hrók sinn á þeirri línu þar sem flest svörtu peðin eru. En hann ser fram á riddarakaup, sem myndu gera skákina jafnteflislega, ekki sist þegar tekið er tillit til hinna mislitu biskupa. 19. Hd7 Re6 20. Rxe6 fxe6 21. Be3 Hac8 22. Hfdl Be4 23. Bc5 Hfe8 24. H7d4 Bd5 25.b3a5. Og þegar hér var komið sögu hafði Kortsnoj notað 73 minútur en Karpov aðeins tuttugu. Af því tilefni sögðu gárungarnir á Filippseyjum að engu væri líkara en að Karpov væri að tefla í fjöltefli! 26. Kh2 Ha8 Áskorandinn leggur nú i heldur vafasamt ferðalag með hrókinn sinn, sem Karpov nýtir sér af stakri snilld. Hinn gerði leikur er að sjálfsögðu full- komlega eðlilegur, en kannski ekki þeir tveir næstu.. 27. Kg3 Ha6 28. h4Hc6 Við fyrstu sýn virðist staðan vera i jafnvægi en Karpov lumar á laglegri skiptamunsfórn sem í einu vetfangi hleypir miklu lífi i skákina og gerir aðstöðu svarts nánast vonlausa. Svona tefla heimsmeistarar! 29. — exd5 30. Hxd5 Hce6 31. Bd4 c6 32. Hc5 Hf8 33. a4 bxa4 34. bxa4 g6 35. Hxa5 Hee8 36. Ha7 Hf7 37. Ha6 Hc7 38. Bc5 Hcc8 39. Bd6 Ha8 40. Hxc6 Hxa4 41. Kxf3 h5 Karpov lék hér biðleik. Ekki verður annað sagt en hann eigi frábæra vinningsmöguleika, se.i. og varð. Skákin tefldist þannig áfram. 42. gxhS gxh5 43. c4 Ha2 44. Hb6 Kf7 45. c5 Ha4 46. c6 Ke6 47. c7 Kd7 48. Hb8 Hc8 49. Ke3 Hxh4 50. e6 og Kortsnoj gafst upp. Framhald 13. skákarinnar varð: Be5 Þannig hyggst Karpov verjast 1 þessari stöðu. Hann gefur c peðið eftir baráttulaust en vinnur þess í stað mikil- vægan tíma til þess að endurskipuleggja stöðu manna sinna og hindra hreyfifrelsi hvíta frípeðsins. 44. dxc6Kg7 45. Be4 Staðan er vitaskuld mjög vandtefld og hér byrjaði að saxast á hinn litla tima sem Kortsnoj hafði aflögu. 45. — Dg5+ 46. KD Bd6 En ekki 46. — Dxe3? 47. Dxf7 + ! og hvitur vinnur. Karpov teflir vörnina óaðfinnanlega, bíður átekta og lætur Kortsnoj stjórna ferðinni en slíkt getur veriðansi erfitt. 47. Bd5 He7 48. Bf3 h5 49. Bdl Df5 50. Ke2 He4 51. Dc3+ Df6 52. Db3 Drottningakaupin myndu ekki leiða til neins fyrir hvítan. Kortsnoj átti þegar hér var komið sögu aðeins fimm minútur eftir fyrir næstu fjóra leiki og enn á ný verður tímahrakið honum dýrkeypt. 52. — Df5 53. Db7 + Líklega var betra að vinna tíma með því að þráleika 53. - He7 54. Db2+ Kh7 55. Dd4 Bc6 Staða hvits er nú engu betri en áður og sé vinningur til þá er hann langsóttur. Kortsnoj leikur nú síðasta leiknum fyrir timamörkin og til þess að vinna tíma þá setur hann á óvaldaða svarta hrókinn. En hvilíkur afleikur... 56. Dh4 ?? He4! Það var og.t einu vetfangi breytir Karpov hvítu stöðunni í rjúkandi rúst. 57. f4 Þvingaður leikur. Drottningin átti sér enga undankomu en nú opnast flóðgátt innaðhvíta kóngnum. 57. — Bb6 58. Bc2 Hvítur er glataður. Tilraun til gagnárásar með 58. Re5 er snarlega brotin á bak aftur með 58. — Dxe5. 58. - Hxe3+ 59. Kd2 Da5+ 60. Kdl Dal+ 61.Kd2 He4! Nú á hvítur enga vörn gegn hótuninni 62. — Ba5 + svo Kortsnoj gafst upp. — Ægilegt áfall. Á.Þ.Á.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.