Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 2
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. Hvað viltu Hvað er C-vítamín? Guðjon H. Patsson DB bað Magnús Jóhannsson lækni að svara neðangreindu bréfi. Guðrún Björk spyn Við erum hér þrjár vinkonur sem langar að vita hvaða efni eða efnasam- bönd eru í vitamíni sem nefnist C-víta- mín. Við höfum deilt nokkuð um þetta og segjum sína söguna!hverog enn er engin niðurstaða fengin. Okkur langar að spyrja þig, ekki af því að við getum ekki leitað til læknis eða í næsta apótek, vegna þess að það eru trúlega margir sem eru ekki vissir í því, hvað þeir eru að taka inn en vita að það er hollt og gott. C-vítamin er eitt ákveðið efnasam- band, sem einnig er nefnt i askorbínsýra. Við skort á C-vítamíni sést sjúkdómsástand sem nefnist skyrbjúgur og var mjög algengur á tslandi fyrr á öldum. Fyrstu einkenni skyrbjúgs eru venjulega eymsli og blæðingar frá tannholdi. Minnsta magn af C-vítamíni í fæðunni, sem þarf til að fyrirbyggja skyrbjúg, eru 10 mg á dag og mælt er með inntöku sem nemi 60 mg á dag. Vitneskja okkar um hlutverk C-vitamins i likamanum er mjög ófullkomin, þó eru þekktir einstakir þættir eins og t.d. að C-víta- min er nauðsynlegt fyrir myndun bandvefs (t.d. gróa sár illa við C-víta- mínskort). Á undanförnum árum hafa staðið miklar deilur um hugsanlega möguleika á því að yfirbyggja ýmsa sjúkdóma með stórum skömmtum af C-vítamini daglega. Hér er um að ræða dagskammta sem eru 500—1000 mg og þar yfir og er ekki hægt að útiloka að slikir skammtar geti verið skaðlegir. Sjúkdómamir sem C-víta- mín í þessum skömmtum gæti hugsan- lega fyrirbyggt eru kvef, vissar tegundir krabbameins, æðakölkun o. fl. Allt er þetta ennþá mjög óljóst, en í gangi eru rannsóknir sem væntanlega munu leiða hið sanna í liós. Þær fæðutegundir sem innihalda mest C-vítamín eru grænmeti og ávextir og þá sérstaklega allt kálmeti, appelsínur, sitrónur og paprika. Suða og steiking eyðileggur mestan hluta C- vitamínsins i allri fæðu. Hvaða hús erþetta? Forvitin augu okkar mannanna spyrja margs; þvi ætlar DB að reyna eftir beztu getu að svala þeirri forvitni er við förum fram hjá einhverri ný- byggingu og hugsum, hvað sé verið að byggja hér? Húsið sem við kynnum nú er eystra húsið á lóð númer 51 við Laugaveg. Okkar gamli rómaði unglingaástar- vegur, Laugavegur er að verða út sprunginn af stærðarinnar nýbygg- ingum, gömlu húsin eru að hverfa. Ein þessara nýbygginga er númer 51. Á þeirri lóð sem áður var númer 51 og 53 standa saman tvö hús, annað full klárað en hitt rétt óklárað svo ekki verður langt að bíða að starfsfólk, viðskiptavinir og ibúar geti farið að spássera þar inni. Húsið byggði og byggir maður nokkur, Kristinn heild- sali Bergþórsson að nafni. Það þarf marga sérfræðispekúlanta til að reisa svona hús og eru það Hallgrimur Benediktsson húsasmíðameistari, Einar St. Einarsson múrarameistari, pipulagningameistarinn Karl J. Karls- son og þeirra aðstoðarmenn sem unnu verkið eftir verkfræðiteikningum Tækniþjónustunnar Ármúla 1. Og ekki má gleyma útlitinu, (falleg hús á réttum stað geta verið skemmtileg) og það eru þeir Stefán Benediktsson og Pálmar Ólason sem hönnuðu „líkams- byggingu” hússins. Þetta er sá hluti hússins sem við kynnum i dag, 2294 m\ fjórar hæöir og kjallari, samþykkt i Byggingarnefnd 13. april 1978. OGr 6 *}£> fJOAC/OsO Gf AOCs' /v/e. ZTJÓfS' • • iíSwN-' Óttast stjórn Alþýðubandalags P.L. hringdi: Jón Jónsson dreginn fyrir rétt og á Mig langar að koma á framfæri sakavottorði hans stæði „Kaus grun mínum um það hvernig ástandið Alþýðuflokkinn í bæjarstjórnar- á Islandi yrði eftir 10 ár ef Alþýðu- kosningunum 1978”, bandalagið kæmist i stjórn. Þá yrði málninglf „Nýtt Kópal gæti ekki veriö dásamlegri málning. Ég fór með gamla skerminn, sem við fengum í brúðkaupsgjöf, niður í málningarverzlun og þeir hjáipuðu mér að velja nákvæmlega sama lit eftir nýja Kópal tónalitakerfinu." „Það er iíka allt annaö að sjá stofuna núna. Það segir málarinn minn líka. Ég er sannfærö um það, að Nýtt Kópal er dásamleg málning. Sjáðu bara litinnl" Þetta er aðeins hluti af úrvalinu. Haldgóðar skólatöskur Góð skólataska er hverjum nemanda nauðsyn. Við höfum meira úrval af töskum en nokkru sinni fyrr. Stórar, smáar, einlitar, marglitar, handtöskur, axlatöskur, baktöskur. Allt töskur, sem halda út hvert skólaárið af öðru. Komdu og veldu þér skólatösku tímanlega, eina sem hald er í. HALLARMÚLA 2

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.