Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 36
Neskaupstaður: Maður fangelsaður fyrír kvistbyggingu Bæjarst jórinn gekk sjálf ur f málið en byggingaf ulltrúi kom þar ekki nærri „Fyrst vildi ég ekki láta handtaka mig nema skv. handtökuheimild frá bæjarfógeta en er lögreglumennirnir komu aftur með þau skilaboð að slikt þyrfti ekki fór ég með góðu með þeim og var lokaður inni i fangaklefa frá kl. 16 til 21.30 gegn þvi loforði að aðhafast ekkert frekar í nótt og spara embættinu bakvakt mín vegna," sagði Pétur Óskarsson byggingameistari, Egilsbraut 9 á Neskaupstað, í viðtali við DB i morgun. Tildrög þessa rnáls voru þau að Pétur hugðist lyfta hluta af þaki húss síns til samræmis við hinn hluta þess. Slik leyfi hafa verið veitt á staðnum, en einhverra hluta vegna fær Pétur það ekki þrátt fyrir itrekaðar tilraunir. Þar sem þessi hluti þaksins er orðinn lélegur, beið Pétur ekki lengur eftir leyfi til endurbyggingar þess með áðurnefndum breytingum. Að sögn Péturs, var það bæjarstjóri sjálfur, en ekki byggingafulltrúi, sem fór fram á handtökuna, og linnti hann ekki látum fyrren Pétur var kominn á bak við lás og slá. Að sögn Péturs gekk hann svo langt að brigzla bæjarfógeta um að vera i vitorði með Pétri en fógeti vildi ekki strax ráðast i hand- tökuna. Er Pétur talaði við DB í morgun var hann ekki byrjaður að nýju á framkvæmdinni en var að kanna stöðu sína. -G.S. Hvaðeraðtarna? Spilverkið á floti. Ekki þótti Valgeiri Guðjónssyni vogandi að sleppa alveg sambandinu viö „meginlandið”. Það er hann sem rígheldur 1 planka en Sigrún Hjálmtýsdóttir ogSigurðurGarðarsson horfa á. . ...... DB-mynd Ari Kristinsson. LANDIÐ FYLGIR FORDÆMIGJALDMIÐILSINS Trióið vinsæla, Spilverk þjóðanna, brá sér á flot á Reykjavikurtjörninni i blíðskaparveðri í gær. Tilefnið var nokkuð stórt; þremenningarnir hafa lokið upptökum á fimmtu hljómpiötu sinni. Og til að minna á nafn nýju plötunnar, tsland, var fleki Spilverksins að sjálfsögðu hafður eins og gamla landið í laginu. Fróðir menn, sem hlustað hafa á nýjasta afrakstur Spilverks þjóðanna. segja að ísland sé hreint og beint frábær plata. Ætlunin var að bjóða fólki að hlýða á plötuna i Iðnó í gær en tilskilin leyfi bárust ekki i tæka tíð. Það verður þvi að bíða betri tima. Talsverður mannfjöldi safnaðist að Tjörninni í gær til að fylgjast með siglingu Spilverksins. Einhverjir i hópn- um höfðu á orði að landið hefði nú fylgt fordæmi gjaldmiðilsins, krónunnar, og brugðið sér á fiot. -ÁT- Skákmenn Flugleiða: ] Heimsmeistarar! Flugleiðir sigruðu i 1. þeims- meistarakeppni flugfélaga sem haldin var i Rio de Janeiro 9. til 12. ágúst. Teflt var í þriggja manna sveitum eftir Monrad-kerfi, sex umferðir, en hver skák tók eina klukkustund. Alls tóku þátt í mótinu sveitir frá fjórtán flug- félögum víða að úr heiminum en Flug- leiðasveitinni tókst að bera sigurorð af öllum sinum keppinautum, hlaut tólf og hálfan vinning, en næst komu Swissair, Lufthansa og Varig, með ell- efu og hálfan vinning en stigatala réð röðinni. Sveit Flugleiða skipuðu þeir Hörður Jónsson, sem tefldi á fyrsta borði, Hálfdán Hermannsson og Andri Hrólfsson, sem tefldu á 2. og 3. borði. Við náðum tali af Herði Jónssyni skömmu eftir heimkomuna í fyrradag: „Ferðin tókst mjög vel i alla staði hjá okkur. Við flugum til New York og þurftum ekki að bíða þar nema i tvo daga eftir að komast til Ríó — mest fyrir atbeina Baldvins Berndsen, stöðvarstjóra í New York, sem sýndi fádæma lipurð í sambandi við ferð okkar. Ekki er það sama að segja um ferðir hinna skáksveitanna sem þurftu að fara ótal krókaleiðir, á frímiðunum. til að ná áfangastað og sumir komust ekki alla leið í tæka tið. Fjögur félög misstu af keppninni af þeim sökum.” Hörður sagði framkvæmd mótsins hafa verið í alla staði til fyrirmyndar — skákmönnum tekið eins og konung- bornu fólki og eiginkonum þeirra sem voru einnig með í förinni. Lögð var áherzla á að hafa mótið ekki of strembið svo að menn gætu slakað á, farið í sólbað og sund. Að sigurlaun- um fékk Flugleiðasveitin stóra marm- arastyttu, en auk þess fengu þremenn- ingarnir, hver um sig, tvo verðlauna- peninga. Mótsstjóri var Gustaf Rodeck, formaður skákklúbbs Rio de Janeiro-borgar og gerði hann Flug- leiðasveitina jafnframt að heiðurs- félögum klúbbsins. Dómari mótsins var Felix Sonnenfeld, eini alþjóða- dómarinn í Suður-Ameríku, og stóð hann sig með miklum ágætum. -etnm fhugkiðasveitin sem sigraði f heimsmeistarakeppni flugfélaga, ásamt mótsstjóra, sem afhenti þeim sigurlaunin, marmarastyttu med videigandi skrauti. Talið frá v. Hálfdán Hermannsson, Hörður Jóns- son, Gústaf Rodeck mótstjóri og Andrí Hrólfsson. Myndin er tekin á Inter-Continental hótelinu en á þeim glæsilega stað var mótið haldið. Irjálst, óháð daghlað MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978, Landbúnaðarsýningin: Opnuðí gærmeð rafmögn- uðu hanagali — gestirnir urðu alls 71247 Rammíslenzkt hanagal rauf morgun- kyrrðina á Selfossi í gærmorgun og vakti til siðasta dags landbúnaðarsýningarinn- ar. Hanagalið var tekið á segulband og varpað út i magnara. „Nautin voru i ein- hverri fýlu svo það fékkst ekki hljóð úr þeim þegar til átti að taka,” sagði Sigurður Jónsson, blaðafulltrúi sýning- arinnar, í viðtali við DB i morgun. „Hér eru allir mjög ánægðir. Engin óhöpp urðu á þessari miklu sýningu. Aðsókn var góð. Þegar lokað var kl. 23.00 i gærkvöldi höfðu 71.247 manns séð sýninguna. Ekki var Ijóst i morgun hvort tekjur af miðasölu, happdrættum og veitingum standa undir miklum kostnaði við Landbúnaðarsýninguna 1978,” sagði Sigurður. Forstöðumenn eru þakklátir öllum þeim sem lögðu hönd að verki við sýn- inguna og gestum fyrir ánægjulega um- gengni og þátttöku," sagði Sigurður. - BS 71árs einbúa leitað und- an Barða- strönd — fór einn á sjó, bátur hans fundinn rekinn íHeiðnarey Mikil leit hefur verið gerð að Jóni Guðmundi Jónssyni sem bjó einn sins liðs að Deildará á Múlanesi á Barða- strönd. Fór hann til sjós að því er talið er á föstudagsmorgun en kom ekki að landi á eðlilegum tíma. Á sunnudagsmorguninn hófst leit að Jóni Guðmundi og nokkru síðar fann vél frá Landhelgisgæzlunni bát i fjöru við Heiðnarey á Breiðafirði, sem er all- miklu innar en Múlanesið. Reyndist þetta vera bátur Jóns. Leitað hefur verið mjög grannt i Heiðarey og froskmenn hafa kannað botnssvæði umhverfis bátinn án árang- urs. Slysavarnafélagsmenn á Barða- strönd og félagar þeirra á Patreksfirði hafa og leitað á stóru svæði án árangurs. Jón Guðmundur var 71 árs að aldri. Bátur hans var um eitt tonn að stærð og með utanborðsvél. - ASt. ? Kaupið®l TÖLVUR OGTÖLVyUR “ BANKASTRÆTI8 27^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.