Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. Erlendar fréftir i REUTER London: Margrét prinsessa komin heim — erfjörutíu ogátta ára í dag Margrét prinsessg, systir Breta- drottningar, er komin aftur til London eftir hálfsmánaðar sumar- leyfi nærri borginni Napólí á Ítalíu. Þar dvaldi hún ásamt auð- ugum itölskum bankamanni, Mario d’Urso. Prinsessan var hin hressasta er hún sté frá borði á Heathrow flugvelli við London. I dag heldur prinsessan fertugasta og áttunda afmælisdag sinn hátíð- legan. Chicago: Jarðsett í dýragraf- reit við hlið hunds síns Lilian Kopp, sextiu og niu ára bandarisk kona, er liklega fyrsta mannveran sem jarðsett er I dýra- grafreit. Nýlega var aska hennar sett I einn slikan garð i Chicago að hennar eigin ósk. — Hún vildi fá að hvíla nærri hundinum sínum, honum Rinty, sem dó rúmlega fimmtán ára gamall árið 1972 — sagði dóttir hennar. Fjölskyldan á þrjá aðra hunda sem eru frá fimm til tíu ára. — Þeir munu allir verða jarðsettir við hliðina á mömmu og Trinity — sagði dóttirin enn fremur. — Svo verður einnig með mig sem er þrjátiu og eins árs, föður minn, sjötíu og tveggja ára, og bróður minn, fjörutíu og fimm ára. Danmörk: LosAngeles: Norömadurinn stakk afmeð milljón dalina —peningar byggingafyrirtækis lagðir inn á bankareikning hans Lögreglan I Los Angeles í Kaliforníu leitar nú ákaft að Norðmanninum Arne Ristol.Honum virðist nefnilega hafa tekizt það sem svo margir stefna að þar vestra eins og víðar. Liklegast er hann orðinn milljónamæringur. Lögreglan og banki Norðmannsins eru aftur á móti ekki ánægð með á hvern Arne Rostol náði i milljónirnar. Þau mistök voru gerð fyrir þrem mánuðum að tæplega ein milljón dollara var lögð inn á reikning Ristol hjá The United California Bank. Með réttu átti upphæð þessi að fara inn á reikning byggingafyrirtækis. Þegar mistökin voru uppgötvuð kom i Ijós að öll upphæðin, að undan- teknum ellefu hundruð dollurum, hafði verið tekin út. Hafði Arne Ristol gert það sjálfur og skipt upphæðinni niður á nokkrar úttektir. Er lögreglan mætti með hand- tökuheimild á heimili Norðmannsins var hann allur á bak og burt. Höfðu hann og eiginkonan farið daginn áður og skilið húsiö eftir i umsjá sonarins. Norðmaðurinn varekki fundinn þegar síðast fréttist. ? ~jL Á myndinni sjást frá vinstri Manfred Rommel borgarstjóri i Stuttgart, Hans Filbinger, fráfarandi formaður, og Lothar Spaeth á blaðamannafundi eftir að Lothar Spaeth hafði verið kjörinn formaður Kristilegra demókrata i Baden Wúrttemberg. Vestur-Þýzkaland: Sonur Rommels náði ekki formannskjöri Manfred Rommel, borgarstjóri í Stuttgart í Vestur-Þýzkalandi, náði ekki kjöri sem leiðtogi Kristilegra demókrata i Baden Wúrttemberg. Lothar Spaeth innanríkisráðherra og löngum hægri hönd Hans Filbinger, fráfarandi for- sætisráðherra, var kjörinn forustumaður flokksins og þar af leiðandi forsætisráð- herra. Rommel, sem er tæplega fimmtugur, er sonur Rommels hershöfðingja nasista í síðari heimsstyrjöldinni, sem neyddur var til að fremja sjálfsmorð eftir að upp komst um þátt hans i samsæri gegn Hitler árið 1944. Vakti Manfred Rommel fyrst á sér athygli er hann var kjörinn borgarstjóri árið 1974. Er hann talinn til frjálslyndari arms Kristilegra demókrata. 1 fyrra veitti hann fjölskyld- um þriggja hryðjuverkamanna, sem sagðir voru hafa framið sjálfsmorð i fangelsi, leyfi til að jarðsetja lík þeirra í almennum kirkjugarði. Sagði hann þá að við dauða hlyti allur fjandskapur að vera gleymdur. Verðimir laumuðu hassi til fanganna Tveir fangaverðir I fangelsi í Madrid á Spáni hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að smygla ýmsum fíkniefnum til fanga sem þeir áttu að gæta. Voru mennirnir tveir handteknir i gær eftir að aðrir verðir höfðu fundið með aðstöð lögreglunnar I fórum fanganna hass, LSD, nálar og ýmsar pípur sem notaðar höfðu verið til að reykja hass. Ránsfengnum rænt af Iran: Tæp fjögur hundruð fórust í bíóbruna — talið verk hermdarverkamanna er styðja ofsafengna áhangendur múhameðstrúar eða vinstri manna Lögreglan rannsakar nú eldsvoða sem varð í kvikmyndahúsi í Abadan, olíuborg I Vestur-íran á laugardags- kvöldið. Þar fórust þrjú hundruð sjötíu og sjö manns, mikið af þeim konur og börn. Yfirvöld telja að elds- voðinn sé af völdum hryðjuverka- manna sem mjög hafa látið að sér kveða að undanförnu í íran. Er þar bæði um að ræða vinstri sinnaða hópa eins og ihaldssama múhameðstrúar- menn sem telja allar nýjungar, svo sem banka og kvikmyndahús, af hinu vonda og svik við sanna trú. Svo virðist sem eldur hafi verið lagður að kvikmyndahúsinu á fjórum stöðum. Eldurinn varð fljótt svo magnaður að slökkvilið fékk ekki við neitt ráðið. Var barizt við eldinn í sex klukkustundir en er hann hafði verið slökktur var húsið fallið og nær ógjörningur að þekkja nokkurt likanna. Fregnum af þvi hve margir komust lífs af úr brunanum ber ekki saman. Í fregnum frá opinberri fréttastofu segir að aðeins tiu hafi sloppið út úr kvik- myndahúsinu. í blaðafregnum segir aftur á móti að um það bil eitt hundrað hafi sloppið ómeiddir, en tvu hundruð og tuttugu hafi særzt. Miklar mótmælaaðgerðir eru í Abadan og fleiri borgum vegna þessa bruna og fleiri hefndarverka. Er lög- regla á verði við moskur múhameðs- trúarmanna og annars staðar þar sem búast má við að óeirðir geti brotizt út. Eldur kom upp I öðru kvikmynda- húsi I gær. Ekki urðu slys á fólki. Nokkrum stundum siðar sprakk sprengja í veitingahúsi í Shirazborg. Einn starfsmaöur meiddist. Á laug- ardagskvöldið var kveikt i þekktu veitingahúsi i höfuðborg írans, Teheran. Viku áður sprakk sprengja á veitingahúsi I höfuðborginni. Þá særðust fjörutiu manns, þar af tíu Bandaríkjamenn. Rikisstjórn trans hefur tilkynnt að fjölskyldur þeirra sem bórust I brunan- um muni fá fjárhagsaðstoð. ræningjanum — á meðan hann lét klippa sig og raka afséryfirskeggið Dönskum bankaræningja hélzt ekki lengi á peningunum sem hann krækti sér í I sparisjóði einum í Kaupmannahöfn þó vel gengi að fá þá afhenta. Ræninginn, sem er tuttugu og sex ára gamall, gekk inn i sparisjóðinn og lagði plastpoka og skammbyssu á afgreiðsluborðið fyrir framan annan gjaldkerann. Var pokinn umyrðalaust fylltur. Siðan gekk ræning- inn að hinum gjaldkeranum sem fyllti annan plastpoka af seðlum. að jsessu loknu flúði ræningipn sem fætur toguðu og komst á brott með fjörutiu og sjö þús- und krónur, jafnvirði tveggja milljóna og þrjú hundruð þúsund íslenzkra króna. Ekki var hann þó frjáls nema í nokkrar klukkustundir þvi lögreglan hafði hendur í hári hans. Kom þá í Ijós að allir peningarnir voru horfnir og sjálfur gaf bankaræninginn þá skýringu að þeim hefði verið rænt frá honum. Sagðist honum svo frá að hann hefði farið til kunningjakonu sinnar sem klippti hár hans og rakaði af honum yfir- skeggið. Hefði hann greitt henni tvö þús- und krónur fyrir eða jafnvirði níutiu og fjögur þúsund íslenzkra króna. Á meðan á snyrtingunni stóð hefðu tveir menn skyndilega ruðzt inn og þrifið af honum alla peningana. Þar sem hann hefði ótt- azt að þeir ætluöu að misþyrma honum hefði hann lagt á flótta. Dönsku lögreglunni hefur tekizt að hafa uppi á tveim mönuum sem viður- kenna að hafa tekið tvö þúsund krónur af peningunum sem maðurinn var með. Þeim segjast þeir hafa eytt til hasskaupa en einhver annar hljóti að hafa tekið af- ganginn. Reyndar hafi peningar verið út um allt í herberginu þegar þeir komu að. Hua Kuo Feng, formaóur kinverska kommúnistaflokksins, hefur verið á ferð um Rúmeniu að undanförnu. Þar hefur hon- um verið fagnað vel og jafnframt sjálfur notað tækifærið og gagnrýnt erkióvininn I Moskvu dyggilega i ræðum. Allar hafa þó hinar eitruðu örvar verið undir rós, enda likast til betra fyrír Ceausescu, forseta Rúmeniu, að Sovétmenn reiðist honum ekki of rnikið. Ekki er vist hvað Rúmenum llðst lengi að standa uppi i hárinu á Moskvuvaldinu. í viðræðum forustumanna Kína og Rúmeníu hefur verið ákveðið að taka upp mjög nána samvinnu á sviði iðnaðar og tækni og auka mjög viðskipti milli land- anna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.