Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.08.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGLÍST 1978. 7 Hörmulegasta slys sumarsins: ÞRJU UNGMENNI LÉTU UFH> í KROSSÁ í ÞÓRS- MÖRK tvö önnur björguðust á óútskýranlegan hátt 22 ára íslendingur. tæplega tvítug sænsk stúlka og tæplega 24 ára gamall Bandaríkjamaður í varnarliðinu hér biðu bana í Krossá í Þórsmörk aðfara- nótt laugardagsins. Annar Bandaríkja- maður, 19 ára, og önnur sænsk stúlka á 25. aldursári björguðust naumlega úr þessu hörmulegasta slysi sumarsins. Komst stúlkan sem bjargaðist að skála Ferðafélagsins í Langadal og náði i hjálp. Er að var komið var Bandaríkja- maður á hjólaútbúnaði bílsins, sem staðnæmzt hafði á hvolfi úti i ánni. Var honum bjargað i land á linu en hin þrjú komust aldrei út úr bilnum. Það var íslendingurinn sem ók bílnum sem var af Bronco gerð árgerð 1966. Höfðu fimmmenningarnir farið seint úr bænum áleiðis í Mörkina og komu ekki að Krossá fyrr en um tvöleytið. Þá er þar svartamyrkur á þessum árstíma. Mun ökumaður hafa lagt i ána án þess að athuga um vað og farið beint af augum eftir slóð er að ánni liggur. Áin var meiri vöxtum nú en nokkru sinni fyrr i sumar eftir rigningar dagana á undan slysinu. Lítið sem ekkert er vitað um atburða- rásina. Stúlkan sem bjargaðist sat i aftursæti og mun á einhvern hátt hafa getað spyrnt upp afturhlera á bílnum og komizt út. Á einhvern óskýranlegan hátt bar hana yfir aðalstraumál Krossár og komst á land Þórsmerkurmegin árinnar. Þrátt fyrir taugaáfall komst hún að skálanum og sá skálavörður til hennar er hún kom að hlaði skálans og var þá hlaupið til — en allt orðið um seinan, .enda þá liklega liðnar 30—45 mínútur frá þvi bíllinn fór i ána. Bandarikjamaðurinn sem bjargaðist gerir sér enga grein fyrir hvemig hann komst út úr bilnum, en hann hafði setið við hurð farþegarýmismegin. Billinn stöðvaðist talsvert fyrir neðan „vaðið” og sneru hjól þá upp og hjólaútbúnaður það eina sem upp úr stóð. Lögreglan á Hvolsvelli telur að öku- maður Broncobílsins hafi sem margir fleiri gert sér litla grein fyrir hættunni sem leynist við Krossá. Áin er ekki mikið vatnsfall en þeim mun viðsjár- verðari. Breytir hún sér frá helgi til RútubíHinn sigldi eins og skip á Krossá Er stórskemmdur eftir fífldjarfa tilraun til að koma honum tómum yfir ána Fimmtiu manna rútubíll stórskemmd- ist i Krossá í Þórsmörk aðfaranótt sunnudagsins. Hugðist bilstjórinn sem þá var staddur við skála FÍ í Langadal aðstoða við björgunina eftir slysið hörmulega sem varð i Krossá þá um nóttina. Ætlaði hann að aka yfir ána og bjóða aðstoð. Bíllinn, sem var tómur og aðeins eindrifa, hafði litið í Krossá að gera. Flaut bíllinn á ánni eins og stórt skip og bar niður á við. Bíilinn hálffylltist og flutu úr honum sætasessur niður eftir ánni. Um síðir tókst að draga bílinn til lands og mun kranabill hafa sótt hann á laugardag. Er bíllinn stórskemmdur eftir svaðilförina, en slys urðu ekki á mönnum, ASt. Útifundur Lýðræðissinnaðrar æsku: „Fyrir mannrétt- indum og lýðræði, gegn heimsvalda- stefnu kommún- ismans 11 Samtök, sem nefnast Lýðræðis- sinnuð æska, efna til útifundar á Lækjartorgi í dag til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá innrás Varsjár- bandalagsríkja i Tékkóslóvakiu. í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að alþýða Tékkóslóvakiu hafi mótmælt innrásinni af djörfung en orðið að lúta i lægra haldi fyrir ofur- eflinu. Aðgerðir Varsjárbandalagsrikj- anna hafi vakið mikinn óhug í löndum hins frjálsa heims, ekki hvað sízt hér á íslandi. Þess vegna og til að sýna hug íslendinga til valdniðslu af þessu tagi séefnt til fundarins. Ræðumenn á útifundinum verða Einar K. Guðfinnsson, Finnur Torfi Stefánsson, Jón Magnússon og Jón Sigurðsson. Tónlistarmennirnir Magn- ús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson o.fl. koma fram og flytja sérstaka hugleiðingu á hljóðfæri sin. Fundurinn hefst kl. 18. „Þeir sem vilja leggja lið baráttunni fyrir mannréttindum og lýðræði, gegn heimsvaldastefnu kommúnismans eru hvattir til að fjölmenna” segir að lokum í fréttatilkynningu Lýðræðis- sinnaðraræsku. GM helgar, jafnvel frá degi til dags. Hún vex mjög fljótt ef rignir. 1 myrkri eru hættumar að sjálfsögðu margfaldar á það sem í björtu er. Bandaríkjamennirnir tveir voru sjóliðar úr vamarliðinu og höfðu áður verið á ferð í Þórsmörk. Sænsku stúlk- urnar voru hér á ferðalagi og höfðu slegizt með i þessa för. ASt. 7 b ali ATLI STEINARSSON i v , J Þannig lítur út á slysstað — I björtu. Jepparnir sem á myndinni sjást ofan árinnar kdma bilveginn er að Krossá liggur. Þar þarf að athuga um „vað” á ánni því ekki er alltaf fært beint af augum eins og slóöin liggur að ánni. Næst á myndinni sést skáli FÍ í Langadal. DB-mynd Hilniar Þ. Sig. Bleiki pardusinn v/Bankastræti > :/: ;i ■ - _ - ujfflf'i auglýsir I)l .. ■ m l'í) Utsölu draumurinn efur rætzt og sá bleiki" er f í banastuði Glœsilegir nýir kakhi kjólar frá 3.900.- Fallegir flauels-samfestingar frá 3.900.- stœrðir 128—176 Töff kakhi smekkbuxur og flauelskjólar frá 3.900.- stœrðir 128—176 Ennfremur: Acryl skyrtur 990 Barnaflauelsbuxur Ungbarnasett 990 2190 Mittisjakkar 2890 Denim barnabuxur Gallabuxur 1500 2190 Myndabolir 700 Köfióttar skyrtur Aðrir bolir 1000 1290 PHs2000 Sá „bleiki" öskrar út alla vikuna: 'fteð verðbólguna u Verið öll velkomin 'JK'jFö Póstsendum — Sími 12900.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.