Dagblaðið - 21.08.1978, Page 5

Dagblaðið - 21.08.1978, Page 5
DAGBl.AÐIÐ. MANUDACiUR 21. ÁíiÚST 1978. 5 Rætt um verA- bætur í krónutölu fremur en pró- sentum á „hærri laun" Launamismunur mundi þá minnka hratt á fáum árum í stjórnarmyndunarviðræðunum síðustu daga hefur verið rætt um möguleika á, að „hinir hærra launuðu’’ fengju verðbætur, sem væru í krónutölu hið sama og menn með lægri laun. Við þetta mundi launa- mismunur i prósentum minnka mikið á nokkrum árum, ef verðbólga væ'ri mikil, eins og eftirfarandi saman- burðursýnir. Hér á eftir eru sýnd áhrif verðbóta, sem eru ákveðin krónutala á „hærri laun”. Launþegi A hefur nú 120.000 krónur á mánuði en launþegi B 180.000 krónur. M iðað er við að A fái fullar verðbætur en B fái sömu krónutölu og A. Reiknað er með 50% verðbólgu á ári. Launamismunurinn mundi minnka hægar. cf verðbólgan væri minni. Þvi meiri sem verðbólgan er þcim mun minna verður hlutfallið milli launaflokkanna með þessu verðbótakerfi. Þá er til einföldunar gert ráð fyrir, að launahækkanir verði ekki aðrar en hækkanir vegna verðbóta. Ágúst 1978. A hefur 120.000 kr. Bhefur 180.000 kr. B hefur 50% hærri laun en A. Verðbætur á næsta ári verða samtals 60.000 kr„ sem eru 50% af launum Avegna 50% verðbólgu. 1979 Eftir það hefur A 180.000 kr. B 240.000 kr. B hefur 33% hærri laun. Munurinn hefur minnkað svo mikið. Verðbætur á næsta ári verða 90.000 kr„ 50% af launum A. Eftir það: 1980 A 270.000 kr. B 330.000 kr. B hefur þá 22% hærri laun en A. Verðbælur næsta ár verða 135.000 kr. 1981. A hefur 405.000 kr. B hefur 465.000 kr. B hefur nú aðeins 15% hærri laun en A. Verðbætur næsta ár 202.500 kr. 1982 A hefur þá 607.500 kr. B hefur þá 667.500 kr. Bhefurnú 10% hærri launen A. Verðbætur næsta ár 303.750 kr. 1983 A hefur eftir það 911.250 kr. B hefureftir það 971.250. kr. B hefur nú einungis 7% hærri laun en A. Þá er einnig eftirtektarvert, að með 50% verðbólgu á ári verða þessir laun- þegar komnir með nærri milljón á mánuði, þótt kaupið muni þá aðeins samsvara þvi. sem 120.000-180.000 krónur á mánuði gefa í dag i kaupmætti. HH ÓDÝRAR HAUSTFERÐIR TIL Vegna mikiHar eftirspurnar bjóðum við nú hagkvæmar haustferðir ti/ MALLORCA. Dvaiið á hinum vinsæ/u gisti- stöðum SUNNU, svo sem PORTONOVA, ROYAL MAGALUF, ROYAL TORRENOVA, TRIANON, VILLAMAR og HEL/OS íbúðum og hóteli. Allir gististaðir með einkasund- laugum og góðri sólbaðsaðstöðu. Skrifstofa SUNNU með íslenzku starfsfó/ki á MALLORCA. Kynnið ykkur hið ótrú/ega hagstæða verð og kjör á haust- ferðum. Dagflug á sunnudögum: 10. sept 1,2 og 3 vikur 17. sept 1,2 og 3 vikur 24. sept 1,2og3 vikur 1. okt 1,2 eða 4 vikur 29. okt 4 vikur 26. nóv. 3 112 viku MALLORKA Athugið að októberhitinn á MALLORCA er 25—30 stig og vetrarhrti algengastur 20—28 stig, appe/sinuuppskeran er í janúar á MALLORCA. Pantið strax, því að ferðirnar fyl/ast fljótt NÚ ERU ÖLL SUNNUFLUG AÐ SELJAST UPP. ATH. ENGIN ÞREYTANDI NÆTURFLUG í SUNNUFERÐ. MALLORCA dagflug alla sunnudaga. COSTA DEL SOL dagflug alla föstudaga. COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum. KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum og laugardögum allan ársins hring. GRIKKLAND AÞENUSTRENDUR - RHODOS - SKEMMTISIGLING. Dagflug á þriðjudögum beint til Aþenu, án millilendinga með stórri og rúmgóðri Boeingþotu. Laus sæti í eftirtöldum flugferðum: 29. ágúst 1 eða 3 vikur. 5. sept. 2 eða 3 vikur. 19. sept. fullbókað eða biðlisti. 3. okt. 1 vika Sunna hóf fyrsta íslenzka farþegaflugið til Grikklands í fyrra. Þá fóru mörg hundruð ánægðir farþegar, margir þeirra fara aftur í ár. Spyrjið þá sem reynt hafa Grikklandsf erðir Sunnu og sannfærist um það að Sunnuferðir eru í sérflokki. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér velheppnaða Grikklands- ferð í ár — pantið strax — og njótið þess heillandi ævintýris og fegurðar sem Grikkland veitir. Frjálst val um dvöl i glæsilegum ibúöum eða hótelum i eftirsóttasta tizku- og baðstrandar- bænum á Aþenuströndum, Glyfada, 3 bað- strendur — óteljandi veitingahús og skemmtistaðir, eða þér getið valið að dvelja i baðstrandarbænum. Voullagmeni, kyrrlátu bústaðarhverfi Grikkja. kjörið fyrir þá sem vilja halda sér fyrir utan skemmtana og veitingahúsalíf. Athugið, allir gististaðir Sunnu, íbúðir og hótel eru i fyrsta gæðaflokki og að sjálfsögðu eins og öll hótel og ibúðir Sunnu í sólarlöndum, með sundlaugum, görðum og sólbaðsaðstöðu. Í Grikklandsferðum Sunnu njótið þér aðstoðar og leiðsagnar starfsfólks Sunnu á Aþenuströndum og blómaeynni Rhodos, þér getið skipt Grikklandsvölinni milli þessara staða og tekið þátt i heillar viku ævintýra- siglingu með 17000 smálesta skemmtiferða- skipi. Viðkomustaðir: Aþena — Rhodos — Krit — Corfú — Dubrovnik í Júgóslaviu og Feneyjar lítaKa). Allar ibúðir á skipinu með þægindum og einkabaði, næturklúbbar með skemmtiskrá á hverju kvöldi — Casinó — stór sundlaug, verzlanir með tollfrjálsum varning, kvik- myndasalir, setustofur, rúmgóð sólbaðsþilför fyrir750 farþega. Draumasigling sem allir þrá. Lúxusævintýri á viðráðanlegu verði. Listahátíð í Aþenu í ágúst ogseptember. Skrifstofur Sunnu / Grikklandi annastum aðgöngumiða Heimsfrægur listaviðburður. Coventgarden ba/let ríkish/jómsveit Grikklands Þjóðleikhús Grikklands, forn og ný grísk /eiklist heimsfrægir h/jóðfæraleikarar og söngvarar. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆT110. SÍMI29322

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.