Dagblaðið - 21.08.1978, Síða 23

Dagblaðið - 21.08.1978, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. Þrír hafa sagt upp i hljóm- sveitmm Tivoli Hún starfar þó mánuð í viðbót ..Ég. Eyþór Gunnareson og Andrés Helgason erum búnir að segja upp i Tívoli frá og með máriaðamótunum september/októ- ber. Ég get engu svarað um hvað þau þrjú sem eftir eru ætla að gera eftir það." sagði Friðrik Karlsson git- arleikari er hann var inntur eftir þrá- látum orðrómi þess efnis að hljóm- sveitin Tívoli væri hætt. Friðrik kvað sér lífsins ómögulegt að starfa i hljómsveit i vetur þar eð hann væri á kafí i tónlistarnámi. Auk þess lýkur hann verzlunarprófi frá fjölbrautaskólanum i Breiðholti næsta vor. Ástæða hinna tveggja er hin sama og Friðriks. Eyþór stundar mennta- skólanám og Andrés er í Tónlistar- skólanum i Reykjavik. Hljómsveitarstjórinn i Tivoli, Ólafur Helgason, er á sólarströndum þessa dagana og hvilir sig eftir anna samt sumar. Væntanlega skýrist framtið Tivolis þegar hann kemur heim siðar í þessum mánuði. „Ég neita því ekki að litilsháttar þreytu var tekið að gæta hjá okkur undir það siðasta,” sagði Friðrik Karlsson i samtalinu sem Dagblaðið átti við hann á föstudag. „Við höfum haft gifurlega mikið að gera siðustu mánuði. Tívoli er ekki at- vinnuhljómsveit svo að við verðum að sinna daglegum störfum auk spilamennskunnar. Ég vil hins vegar leggja áherzlu á að uppsögn okkar þriggja er engan veginn til komin vegna ágreinings eða óánægju. Við höfum einfaldlega ekki tima til að sinna spilamennskunni.” Friðrik hefur auk þess að leika meö Tivoli starfrækt jazzrokkhljóm- sveitina Mezzoforte. Hann kvað allt óljóst um framtið hennar, en sagði þó ekki ómögulegt að eitthvað ætti eftir að heyrast til hennar á vetri komanda. — Friðrik fer utan ein- hvern næstu daga en kemur aftur heim 3. september. Þá verður tekið til við æfingar hjá Tivoli og lcikið á dansleikjum strax helgina á eftir og allt til mánaðamóta. -ÁT- TÍVOLÍ — Eyþór Gunnarsson er lengst til vinsti á myndinni. Þá kemur Andrés Helgason, en Fridrik Karlsson er lengst til hægri. Þeir hafa allir sagt upp i hljómsveitinni. DB-my nd: RagnarTh. Ný Mannakornsplata er komin vel á veg Jón Cortes leysir Pálma Gunnarsson afhólmi Vinna við nýjustu hljómplötu hljómsveitarinnar Mannakorns er komin vel á veg. Er Dagblaðið ræddi við Magnús Eiriksson um helgina taldi hann að upptakan væri unt það bil hálfnuð. „Ég neita þvi ekki að mér finnst nýja platan aðeins frábrugðin fyrri , plötunum okkar tveimur. músiklega séð," sagði Magnús. „Maður gerir aldrei sama hlutinn viljandi tvisvar. Annars er mér lífsins ómögulegt að tjá mig um tónlistina, ég læt mér nægja að semja hana." Veigamikil breyting hcfur orðið á Mannakornum siðan siðasta platan. I gegnum tiðina. kont út. Pálmi Gunnarsson er hættur en i hans stað kontinn Jón Kristinn Cortes. Hann var i rauninni fyrirrennari Pálma í hópnum. sem nú kallar sig Manna korn. Við brottför Pálma verða einnig talsverðar breytingar á söng- skipaninni. Magnús sagði að Guðmundur Haukur söngvari All'a Bcta og Ellen Kristjánsdóttir i Tivoli syngju sem gestir á nýju plötunni og sömuleiðis heyrðist ntun meira i Baldri Má Arngrimssyni en áður. •„Baldur söng mjög mikið þegar við spiluðum á böllum i gamla dagá undir nöfnunum Lísa og hljómsveit Pálma Gunnarssonar." sagði Magnús. Lesendur muna ef til vill eftir þvi að hann söng lagið Lilla Jónsá fyrstu Mannakornsplötunni. Það er Fálkinn sem gefur þriðju Mannakornsplötuna út eins og tvær þær fyrstu. Að sögn Magnúsar Eirikssonar gerði það fyrirtæki hljómsveitinni aðgcngilegasta tilboðíðogvarþvitekið. -ÁT- MAGNÚS FIRÍKSSSON — Hann lofar bcztu Mannakornsplótunni til þessa. Ljósm. Jim Smart. í takt við tímann Hér að neðan gefur að líta nokkrar valdar plötur sem margir hafa að undanfömu látið freistast til að eign- ast. Trúlega ert þú í þeim hópi, og kannski viltu auka hlutdeild þína. Því ekki, fátt veitir meiri ánægju en góð plata á fóninum. Popp: □ Billy JoekTheStranger Gerry Rafferty: City to City Kate Bush: The Kick Inside Marshall Hain: Free Ride Andy Gibb: Shadow Dancing Willie Nelson: Starclust Umberto Tozzy: Ti Amo Úr kvikmyndum: Peter Frampton, Bee Gecs o. fl.: Sgt. Peppers Loncly Heart Club Band. Olivia Newton John & John Travolta: The Grcasc r Ýmsir rokkaran FM Mel Brooks o. fl.: Mel Brooks Greatest llits Jerry Reed o. fl.: Smokey & TheBandit Rose Royce: Carwash Ýmsir gamlir: American Graffiti H Bee Gees o.fl.: Saturday Night Fever Rokk: Boston: Don’t Look Back Santana, Heart o. fl.: California Jam Bob Seagen Stranger in Town Bob Welch: French Kiss Ýmsir: Akron Motors: Approved by Burton Cummings: Dream of a Child Bruce Springsteen: Darkness on the F.dgc of town Tom Robinson: Power in the Darkness Bob Dylan: Street Leagal Gullaldarplötur Buddy Holly: Buddy Holly Lives F.lvis Presley: 40 bestu rokklög Beach Boys: 20 Golden Greats Hollies: 20 Golden Greats □ Ýmsir: 20 Great Heartbreakers Ýmsir: Juke Box Stevie Wonder: Anthalogy íslenzkar plötur Brimkló: F.itt lag enn Fjörcfni: Dansað á dekki Randven Það stendur mikið til llalli & l.addi: Hlunkur cr þetta Mannakorn: í gcgnum tiðina Gylfi Ægisson: Blindhæð, Upp í mnti. Disco Soul: KC & The Sunshinc Band: Who Do Vou Love Peter Brown: Fantasy Love Affair Fmotions: Sunshine Johnny Malhis & Dcnicc Williams: Ný plata Commodores: Natural High Commodores: Live Krossaðu við þær plötur sem hugur þinn girnist og sendu okkur listann eða hringdu, við sendum sam- dægurs í póstkröfu. Kamabær Laugavegóó Sími 28155

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.