Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — LAUGARDAGUR 9. SEPTEM BER 1978. - 198. TBL. . RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022.
f^
Og nú kemur lækkunin!
Með 40 króna aukningu nið-
urgreiðslna lækkar mjólkur-
lítrinn um tólf krónur
Mýntiólk J HýmiólK
TS50ST
Nýmjólk
iíiíiííi'iíkiiiiil
'
—f lestar mjólkurvörur lækka í verði
Mjólk og mjólkurvörur lækka í
verði á mánudaginn með auknum
niðurgreiðslum. Mjólk í lítrafemum
lækkar úr 155 krónum í 143 krónur.
Niðurgreiðslurnar eru um leið
auknar úr 46,60 krónum á lítra upp í
86 krónur á lítra, eða um nærri 40
krónur.
Sú aukning niðurgreiðslna veldur
þannig aðeins 12 króna verðlækkun á
litra. Án hennar hefði verðið sem sé
hækkað um nærri 30 krónur á lítra.
Mjólk í tveggja lítra fernum lækkar
úr 309 í 284 krónur. ; Rjómi í lítra-
fernum lækkar úr 1093 krónum í 887
kr. Skyrkílóið lækkar úr 306 í 204 kr.
kílóið. 45% ostur hækkar aftur á móti
úr 1546 krónum kílóið í 1623 krónur
.þrátt fyrir niðurgreiðslur. Undanrenna*
hækkar í verði úr 121 krónu í 134
krónur lítrinn þrátt fyirir niður-
greiðslur.
Áður voru niðurgreiðslurnar 578
krónur á smjörkílóið en hækka nú í
hvorki meira né minna en 1550
krónur á kílóið. Af þessu leiðir mikil
verðlækkun á smjöri, úr 2240 krónum
1 1274krónurhvertkíló.
Nýjar niðurgreiðslur verða 300 kr.
á rjómalítrann, 110 krónur á kíló af
45% osti, 178 krónur á kíló af skyri og
20 krónur á lítra af undanrennu.
Mikil verðhækkun
búvara ella
Án mikillar aukningar niður-
greiðslna hefði verðið á mjólkur-
vörum hækkað mikið. Þetta stafar af
samkomulagi í sex manna nefndinni,
sem ákveður verðlagsgrundvöll
búvara, um miklar breytingar til
hækkunar á ýmsum þáttum grund-
vallarins. Meðal þess er launaliðurinn
sem hækkar um 17,44 prósent. Hús-
freyjum og unglingum verður hér eftir
reiknað „karlmannskaup” en ekki
lægra kaup eins og verið hafði.
-HH
6% á 3,7
milljónir
eftirfrádrátt
Samkvæmt bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar verður 6%
viðbótartekjuskattur lagður á
skattgjaldstekjur, þ.e. tekjur eftir
frádrátt, sem nema 3,7 milljónum
eða meira hjá hjónum og 2,8 millj.
hjá einstaklingum.
Mestar tekjur gefur 6% skattur
á nettótekjur fyrirtækja áður en
fyrnjng er reiknuö.
Eignaskattar verða hækkaðir
um 50% hjá einstaklingum og
100% hjá fyrirtækjum.
Vörugjald verður hækkað upp i
24 eða 30% á margs konar
svonefndum munaðarvörum, þar
með taldar snyrtivörur, útvarps-
og sjónvarpstæki, hljómtæki,
sportvörur o.fl.
10% gjald verður lagt á allan
ferðamannagjaldeyri.
HH
Gjaldeyrir
tvöfaldast
Skemmtiferðamenn til út-
landa munu 1 framtíðinni fá öllu
riflegri skammtaf gjaldeyri í vega-
nesti. Viðskiptaráðuneytið
tilkynnti 1 gær að yfirfærslur
hækki úr 90 þúsund krónum 1215
þúsund á mann. -JBP-
AU YNGSTU ALEIÐISKOLAMN
■ -m ** '***' ... . . ÍjL __.. A JBBIMÍÉN
>
u ■ >
■H
Umferðarráð hefur beint þeim tibnælum til
ökumanna að taka tiliit til barnanna, sem mðre hver
eru enn óvön gönguieiðinm frá heimili til sköla.
Gefinn hefur verið út bæklingur um það h
bezt sé að fara í skólann. Foreldrar ættu að
sér efni bæklinesins oe firæða börnin um hættu
umferð framandi uinhverfis'. ,
var
—...
Flugleiðir auka
spennuna á nauta-
kjötsmarkaði
— Sjá baksíðu
Einokunin
á grænmetismarkaðnum hér:
Margfalt hærra ktftöflu-
verð en á heims-
markaðinum - sjá bis. 7
ÍSLAND ÚR LEIKÁNM!
Islenzku kytfingamir þrír, Ragnar, Björgvin og Geirtöpuðu
allir sinum leikjum i fyrstu umferð I úrslitakeppninni á
Norðuriandamótinu igolfi. Björgvin háði harða baráttu við
Jan Rube, bezta mann Svia en tapaði á 20. holu, er Svíinn
fór á „birdie”. — Nánará mánudag.
HBK.
I
!
J