Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 11
Sumurn frystihúsum var lokað. ALLTAFAÐ TAPA ” Kjallarinn DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. Til er snilldarsaga eftir Einar skáld Hjörleifsson Kvaran, með þessu nafni. Ég var unglingur á Austurlandi er ég varð fyrir þvi láni að heyra höfundinn lesa þessa sögu upp. Þau svipaleiftur og breytingar á taltækni eru Ijóslifandi eftir 65 ár. Söguhetjan var alltaf að tapa á hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Byrjaði búskap blásnauður, átti samt eftir allt tapið er yfir lauk blómiegt bú og skuldaði engum neitt. Mér hefur oft komið þessi saga í hug á síðustu gullaldar áratugum. Það er likast þvi að skáldið hafi skrifað hana sem minnismerki þessa timabils. Hér á landi hafa allir atvinnuvegir verið reknir með tapi um áratugi. Sú blessun hefur samt fylgt tapinu, að enginn atvinnurekandi hefur lent á vonarvöl og þjóðarauður vaxið með hverju ári. Sem sagt atvinnurekendur hafa ekki tekið veiki Sigurðar Breiðfjörð né Sigurðar Guðmunds- sonar málara. Sjálfir hafa þeir búið vel utan húss og innan og haft tækifæri til að skoða sig um á hnettinum; einnig hefur allur þeirra ættarhringur blómg- ast að sama skpi og vaðið gæfuna milli hnés og kviðar. Þetta skilja ekki aðrir en hagfræðingar hinir spyrja likt og María: „hvemig má þetta ske?” Okkur er kennt að guð hafi skapað heiminn af engu, en mér sýnist þessir tapmenn engu siðri í verklagni. Þrátt fyrir tap á öllum atvinnuvegum hefur arður sá er keniur upp á yfirborðið bjargað okkur ásamt gjöfum og mútum, en nú virðist einhver óværð hafa komist inn í hagkerfið. Dekurbörnin Útvegurinn hefur frá byrjun haldið lifi i þessari þjóð hvað sem i bænda- sálmum stendur.Menn reru upp á sinn reikning og lögðu lifið að veði en slikt hefur nú breyst. Nú má segja að út- gerðarmönnum séu gefin skipin, hitt slegið sem til útgerðar þarf. Sú spurning hefur skotið upp kollinum um hvort þetta geti gengið svona endalaust. Ér lifið þá ekki annað en botnlaust tap? Félag frystihúsaeigenda hefur nú bundist tryggðaböndum. hópurinn kominn saman á Köllunar- kletti, kallar þar á mömmu og heimtar meira sparifé af almenningi, sem hirði allan arð. Enginn heldur því fram, að útgerðarmenn séu verri en fólk er flest, hitt ræður, að dekur- börnin,sem aldrei hafa verið vanin af brjósti, eiga þann helga rétt að fá allt sem þau biðja um. Frystihúsunum var lokað sumum. Þetta er allt ofur einfalt, bara segja fókinu upp í tíma. Frá bændavaldinu gamla hafa þeir fengið að erfðum að losa sig við vinnukraftinn þegar þeim hentar. Þetta fólk á engar kröfur á þá og það skiptir þá engu, það getur bara farið heim og haft það huggulegt. I þeirra auguni er það samstofna við ruslið sem keyrt er á haugana. Þræla- haldið hefur bara skipt um búning. Fólk þetta hefur sjálfsagt orðið til í ógáti en á þeirri skyssu bera at- vinnurekendur enga ábyrgð. En fer nú samt ekki að verða mál að stemma á ósi. Ég held að alþýðan verði að taka sér i niunn orð Hannibals hins púnverska: „Nú skal ég leysa Rómverja af þessum ótta.” Alþýðan á að segja brotalaust: við skulunt leysa þessa vangetlinga af hólmi og taka að okkur reksturinn. Sálarstríði þeirra verður að linna svo þeir sjái skil dags og nætur. Beri þá upp á sker, er til taks fram- færslustyrkur. sem löngum hefur verið rómaður, þó er ekki vist að slikt þurfi strax, því innansleikjan hefur verið talin drjúg. Menn hafa rekið augun i þá tilviljun, að stóreignir hafa hrúgast á þessa langþjáðu tapara, sem dæmi mæiti nefna lngvar Vilhjálmsson útgm. og frystihúseiganda. Hafa allar þessar milljarða eignir myndast af tapi. eða er þetta allt i skuld? Þetta er aðeins nefnt sent dæmi. þvi fleiri stór- laxar munu finnast á linunni. Samvinnuform Það sem gera þarf og nú þegar er, að fara ofan i sauma togaraútgerðar ogfrystihúsa. Til þessa mun þurfa enn eina nefnd, skelegga menn. sent bæði hafa vit og vilja til að gera rétt. Þótt víðar sé pottur brotinn er þetta spýtan sem mest hangir á. Það sem verst er rekið verður að gera upp og láta fólkið sjálft taka við rekstrinum. Þar verður að velja þau bestu samvinnuform sem við þekkjum. Jafnframt verður fólkinu að vera Ijóst að það beri ábyrgð á rekstrinum að vissu marki. Takist illa til er ekki verra fyrir það að deyja með fyrirtækjunum. en gera það fyrir at- vinnurekendur. Mér kæmi ekki á óvart þóeinhverjum hlypi kapp í kinn og vildi þá heldur falla á sjálfs sin verkum. Það er svo margt dularfullt i þessum taprekstri, að slikt verður að taka enda áður en þjóðfélagið allt er orðið helsjúkt. Með öðru formi kemur HalldórPjetursson kannski í Ijós, að það er ekki sama að tapa annarra eignum en sínum eigin, en að tapa sínu eigin fé hefur ekki þekkst hér i hálfa öld og lengur. Eitt verður að athugast með gaumgæfni, hvernig á því stendur, að allir vilja eignast togara og frystihús; hafa menn virkilega svo gaman af þvi að tapa? Þetta er gáta sem þarf að leysa og er I raun sjálfleyst. Bent skal á frystihúsa- kransinn á Suðurnesjum. Hefur ekki nógu lengi rekið á reiðanum? Hættum að gefa stóreignamömmum skip og frystihús. einnig þarf að skerða tekjur þeirra hæstlaunuðu og annarra miljóninga þangað hefur júgurbólgu- gróðinn runnið. Hér þarf sterk og viturleg átök við afturbatann Þjóð- lífið riðar til falls i faðni þeirra sem hafa lánað okkur út á frelsið. Halldór Pjetursson rithöfundur. I GESTS AUGAÐ (Höfundur er vestur-islenzkur blaðamaður. Málfari hans er haldið óbreyttu, enda merkilegt hversu maður, sem aðeins hefur komið til Íslands I tvær stuttar ferðir og aldrei búið á íslandi, getur spjarað sig í málinu). Beðinn af Dagblaðinu að láta í Ijós álit mitt á komu minni til íslands þann 19. ágúst og gera samanburð á komu minni fyrsta sinn I september 1972. Verð ég við þeirri bón með því að lýsa þeirri tilfinning sem ég hefi fengið — áhrifin á mig — en það er algerlega það sama og það, að koma heim til sín úr langvarandi fjarvist. Það er friðsamleg, kær og glaðleg tilfinning. Vonandi verða sem flestir Vestur- heims Islendingar fyrir sömu áhrifum, en til of mikils er ætlast að Islendingar á Fróni verði fyrir sömu áhrifum er þeir koma til Vesturheims, vegna þess að þar ríkir ekki þjóðar andi, heldur fjölþjóða andi^sem er allt öðru eðli gerður. Vestuíheimur er allra þjóða pottur. Varðandi samanburð á því, sem okkur hjónunum fannst vera hér 1972 og nú 1978. þá erum við Hermína einhuga um að framfarir með bygging- ar, bæði íbúðar og verzlana hafa verið ótrúlega miklar þessi sex ár, og eins hafa nýir vegir, margir verið gerðir út I, og gegn um, prýðileg ný hverfi. Hlutfallslega munu þessar framfarir á islandi jafnast á við hraðvaxta svæðin í Vesturheimi, bæði í Kanada, þaðan sem við erum, og i Bandarikjunum. Frænka mín, Sigurlaug Þorsteins- dóttir. að 30 Rauðalæk, hefir ekið okkur um mörg svæði i Reykjavík og má ég segja. að byggingarnar nýju eru góðar og fallegar. og traustlegar. Eins er að horfa á mikla fegurð þar sem eru svo víðtæk svæði af iðgrænu grasi, blómabeðum og trjám, sem ávallt heilla mann, og ekki sízt hér á íslandi, svona norðarlega á hnettinum. Þetta svipast mjög því, sem er vestur við Kyrrahafsströnd Kanada nú. en það er alkunnugt fegurðarsvæði. Við sjáum að Islendingar leggja mikla rækt við snyrtingu á staðnum, og munu niörg gestsaugu taka eftir því. Eigi virðist mér landsbúar eins glaðlegir á svipinn nú, eins og var árið 1972. jafnvel þótt landhelgisbaráttan væri þá rétt byrjuð, og viðhorfurnar voru ekki vænlegar. Sjálfsagt veldur þessu stjórnleysið. sem hefir ógnar þverrandi áhrif í- för með sér, og eru það alvarleg vandræði fyrir þjóðina I viðskiptum utanlands. Bílaumferð á ísland er mikil og er feiknamikið af nýjum og góðum bilum. Samt finnst mér að séu allt of ntargar bilategundir. Það hlýtur að vera ýkja kostnaður umfram verulega þörf að flytja inn á landið allt það. er þarf til viðhalds á svona mörgurn gerðum af bílum. fyrir svona fámenna þjóð. Börn hér eru falleg, og leynir sér ekki að þau njóta eftirlits foreldranna. Slíkt sýnir sig alltaf, og eins er með unglinga. En við dáumst að ungling- unum fyrir það, að þau virðast gegna skyldustörfum, og vinna — en þetta er ekki orðið algengt i Vesturheimi, þvi miður, og of margir unglingar þar flækjast eftirskóla. Gestir á Islandi verða fyrst fyrir áhrifum þjóðar og lands er þeim ráðgerast um ferðir, sem eru vitanlega flugleiðis. en Kanadaibúar verða að taka á sig mikinn og kostnaðarsaman krók suður I Bandarikin, annað hvort New York eða Chicago, til þess að komast norður til íslands. En þetta er ekki íslenzkum flugfélögum að kenna og ekki kanadískum almenningi heldur er þarna vitnað i meinsemis pólitík í Kanada. Svo mikill er áhuginn Kjallarinn MarlinJ. G. Magnússon vestra fyrir beinum flugferðum til Íslands, að ef það tækist' íslenzkum flugfélögum að fá lendingarleyfi I dag- legri umferð til Winnipeg, sem er fyrir miðju landi. þá er ekki tvísýnt um að islenzku flugfélögin yrðu að bæta við sig tveimur nýjum stórvélum, fyrst að það eru svo margar þjóðir manna, sem ferðast mundu þá leið, víðast hvar frá Kanada. Vinsamlegast. Marlin J. G. Magnússon.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.