Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. SNYRTAR OG SNYRTI- SERFRÆÐINGAR — Athugasemd við grein í DB 25.8. sl. Vegna greinar í Dagblaðinu þann 25. 8. 1978 um nýútskrifaða snyrta vil ég biðja um leiðréttingu á því sem haldið er fram i greininni. Nefnilega „að snyrtisérfræðingar hafi aðeins hlotið bóklega menntun i líffærafræði en enga aðra bóklega menntun.” Þetta er alrangt því allir snyrtisérfræðingar hafa hlotið bóklega menntun í fleiri greinum, mismunandi mörgum eftir því hvar þær hafa hlotið sína menntun. Stór hluti félaga i FÍSS Ifélagi íslenzkra snyrtisérfræðinga) hafa stundað nám sitt erlendis í viður- kenndum skólum en þær sem hafa lært á íslandi hafa lært á snyrtistofum og fullnægt þeim lágmarkskröfum sem FÍSS hefur sett um bóklegt nám. Um afstöðu FÍSS til nýútskrifaðra snyrta úr Fjölbrautaskólanum i Breið- holti langar mig f.h. FÍSS að koma eftirfarandi á framfæri. Þess var farið á leit við FÍSS að hafa samstarf við skólann um kennslu i snyrtingu. Samþykktum við það með ánægju þvi erfitt er um vik að taka nema á stofur vegna aðstöðuleysis til að veita fullngæjandi bóklega kennslu. Þar sem FÍSS hefur barizt fyrir bættri menntun þeirra sem starfa við snyrti- störf fannst okkur þetta mjög jákvætt. Að beiðni Menntamálaráðuneytis var tillaga að námsskrá fyrir snyrtisér- fræðinga gerð. Voru þar hafðar til hliðsjónar alþjóða reglur varðandi nám snyrtisérfræðings, en FÍSS er aðili í alþjóðlegu félagi snyrtisér- fræðinga, Cídescó. FÍSS tók siðan að sér að,sjá um verklega kennslu i snyrtingu við Fjölbrautaskólann i r Bjössi á mjólkurbilnum. Bflvísur (Lag: Enginn , grætur Is- lending...) Bílakaup ráðhera hafa verið mjög til umræðu og nú hefur heyrzt að nýju ráðherrarnir ætli að afsala sér þessum fríðindum. Hér sjáurn við Halldór E. Sigurðsson. fyrrverandi sam- gönguráðherra, stíga út úr glæstum vagni sinum. Ráöherrann cr stór I stíl stendur margur efins. Gott er að eiga úrvals bil einkum næstum gefins. Bílnum hæfir herleg brú helzt á kunnum firði Ekki spillti yrði sú einnar Kröflu virði. Nýútskrifaðir snyrtar snyrta Dóru Stefánsdóttur, blaðamann Dagblaðsins. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Breiðholti. Kennslan hófst án þess að viðunandi aðstaða hefði verið sköpuð við skólann. Á þvi áttu fljótlega að verða breytingar, en þegar timinn leið án þess að nokkuð væri gert í að út- vega tæki eða að lagfæra aðstöðu til verklegrar kennslu, sáum við okkur ekki fært að veita fullnægjandi verk- lega kennslu á staðnum. Hættuin við þvi af þeim orsökum kennslu við skólann. Tóku þá fegrunarsér- fræðingar við kennslunni og hafa eflaust gert sitt bezta miðað við aðstæður. Þegar stúlkurnar útskrif- uðust í vor var ákveðið á fundi hjá FÍSS að ef þær sæktu um inngöngu í FÍSS þá fengju þær inngöngu með þeim skilyrðum að þær þyrftu að bæta við sig 6 mánaða starfsreynslu til að geta starfað sem fullgildir meðlimir FÍSS. En að mati FÍSS hafa þær rnjög góða bóklega menntun en of litla verk- lega reynslu. Ég veit ekki til að nein þeirra hafi sótt um inngöngu í FÍSS. en einhverjar niunu hafa kynnt sér þessa afstöðu og þótt hún óaðgengileg. Ég reikna með að stúlkurnar eigi eflir að koniasl að því að starfsreynslan er mikilvægasti þátturinn i nántinu. Ég óska nýútskrifuðum snyrtum góðs gengis i starfi sínu og vonast til að við mætumst einhvers staðar þegar um er að ræða málefni sem varða okkar fag. Revkjavik, 5. sept. 1978 Gunnhildur Gunnarsdóttir form. Félags ísl. snyrtisérfræðinga. Raddir lesenda FATAMARKAÐUR FYRIR ALLA í LAUGARDALSHÖLL Nú gefst einstakt tœkifœri til að gera góð fatakaup á sérstökum fatamarkaði á FÖT ’78. Glœsileg tízkusýning kl. 18 og 21. Snyrti- og hárgreiðslusýningar kl. 17.30 og kl. 20.30. Fjölbreyttur fatamarkaður fyrir alla. Aðgangsverð kr. 700.- (fullorðnir) kr. 300.- (börn) ÍSjENSK FOT/78 Stórglœsileg sýning, sem þú verður að sjá. Spurning dagsins Hvað finnst þér um afnám á bílafríðind- um ráðherra? Benedikt Steingrlmsson, vinnur hjá Rafmagnseftirlitinu: Mér finnst alveg sjálfsagt að afnema þau. Mér finnst þeir alveg geta keypt sér sina bíla eins og hver annar skattborgari. Halldór Sigurðsson bilstjóri: Það cr stórfint að þeir skuli ætla að gera það. Svoleiðis á það að vera. Þeir ættu ntiklu frekar að fella meira niður af okkar bilum. Sverrir Kristinsson, vinnur i blikksmiðju: Mér lízt vel á það. Mér finnst ekki sanngjarnt að þeir fái svona friðindiframyfiraðra. Björn Sigurjónsson bilstjóri: Mér finnst það sjálfsagt að þeir felli það niður. Þeii hafa ekki meiri rétt á því en hver annar. Pétur Björnsson flutningabílstjóri: Mér finnst skilyrðislaust að það ætti að afnema þessi bílafriðindi sem þeir hafa haft. Þeir geta keypt sína bila eins og hver vinnandi maður og borgað öll gjöld af þeim. Steindór Björnsson biistjóri: Mér lízt bara mjög vel á þá hugmynd. Þeir hafa það góðar tekjur að þeir hafa vel efni á því að fá sér eins og einn bíl án þessara friðinda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.