Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978. af 15 mögulegum er svo sannarlega of lítið fyrir stórmeistara. Mark Tajmanov hafnaði í 4. sæti og sannaði þar með, rétt eins og Bronstein, að aldur skiptir ekki máli í skák. Hér sjáum við eitt sýnishorn af tafl mennsku hans: Hvitt: Lars Aake Schneider Svart: Mark Tajmanov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 Tajmanov afbrigðið! 5. Rc3a6 6. Bf4 Algengari leikir eru 6. Be2 og 6. g3. Hvítur reynir hins vegar að slá hinn reynslumikla andstæðing sinn út af laginu. 6. —d6 7. Rf3 b5 8. Dd2Ha7l? Óvenjulegur leikur svo snemma tafls, en svartur undirbýr að valda d- peðið. 9.0-0-0 Hd7 10. g4?! Stórmeistarinn hefur enn ekki gefið sér tíma til að skipa út liði á kóngs- vængnum og ekki er að sjá að honum takist það i nánustu framtíð. Með síð- asta leik sínum býr hvítur sig nefnilega undir að reka alla þá menn á flótta, sem dirfast fram á völlinn. Þessi fram- rás er þó vafasöm, eins og framhaldið leiðir i ljós. 10. — Da5 11. Kbl Rf6! 12. g5 b4 13. Re2 Einmitt það sem fyrir hvitum vakti. Hann fórnar e-peðinu, en fær í staðinn sterka sókn gegn svarta kónginum, sem ekki á i nein hús að venda. En Tajmanov kærir sig kollóttan, enda kemur fljótlega í ljós, að hann hefur reiknað lengra en andstæðingurinn. 13. - Rxd4! 14. De3 d5 15. Rfd4 Rxd4 16. Rxd4 Bd6! 17. Bxd6 Rxd6 Ekki 17. — Hxd6 18. f3 Rc5 19. Rf5! Hvitur verður nú að bregðast hart við, þvi takist svörtum að hróka er ekki að sjá að hvitur hafi bætur fyrir peðið. 18. Rxe6?! fxe6 19. Dxe6+ Kd8 20. Hxd5 Ógæfuleg staðsetning svarta kóngs- ins virðist gefa hvitum næg færi fyrir manninn. Eflaust hefur Schneider talið að svartur yrði nú að leika 20. — He8, sem hann myndi svara með 21. Hxa5 Hxe6 22. Bh3 og hvítur hefur tvö peð fyrir skiptamun I endataflinu.* En margt fer öðruvísi en ætlað er... 20. — Dxd5! 1 Þar lá hundurinn grafinn. Vegna mátsins i borðinu vinnu svartur fljót- lega hinn hrókinn líka og hefur þá meira en nóg lið fyrir drottninguna. 21. Dxd5 Rb5 22. Df3 Bb7 23. Dg4 Bxhl 24. Bh3 Bc6 25. a4 bxa3 frhl. 26. Df4 Hb7 27. bxa3 Rc3 + Hvitur gafst upp. Hann tapar drottningunni eða verður mát. Að lokum sjáum við hvernig sovézki stórmeistarinn Lutikov fór með yngsta keppanda mótsins: Hvítt: A. Lutikov Svart: Z. Lanka Kóngsbragð 1. e4 e5 2. f4 Bc5 3. Rf3 d6 4. fxe5 dxe5 5. c3 De7?! Betra er 5. — Rf6 6. d4! exd4 7. cxd4 Bb6 Ekki 7. — Dxe4? 8. Kf2! og hótunin 9. Bb5+ ásamt 10. Hel ræður úrslit- um. 8. Rc3 Bg4 9. Da4+ Rd7 10. Bg5 f6 11. Bf4 Rh6 Nú lendir svartur í erfiðleikum. Skömminni skárra var 11. 0-0-0, þó svartur hafi eftir sem áður erfitt tafl. 12.0-0-0 Rf7 13. Rd5 Dd8 14. Da3! Svartur á greinilega ekki að fá að hróka í þessari skák! 14. — c6 15. Re3 Be6 16. Rf5! Hótar 17. Rxg7+ og mát! Svar svarts er þvingað, því eftir 16. — Bxf5 17. exf5, er hótunin 18. Hel + mjög óþægileg. 16. — Hg8 17. Bd3 Rf8 18. Hhel Bc7 19. Bxc7 Dxc7 20. e5 g6 Takist svörtum að hrekja þennan riddara á brott er mesta hættan liðin hjá. Auk þess hefur hvítur tækifæri til að falla í djúphugsaða gildru: 21. exf6? gxf5 22. Bxf5 Df4+ og biskupinn fellur. Samt sem áður fórnar hvitur riddaranum! 21. g4! Svartur er nánast^ neyddur til að þiggja fórnina, þvi 21. — 0-0-0 er svarað með 22. Re7 + og hrókurinn á g8 fellur. 21. — gxf5 22. gxf5 Bd5 23. exf6 + Kd8 24. De7 + ! Ef nú 24. — Kc8, þá 25. Hgl! og staða svarts er í molum. Svartur verður því að skipta upp á drottning um, en tapar þá manninum aftur og væntanlega líka endataflinu, sem fylgir. 24. — Dxe7 25. fxe7+ Ke8 26. exf8D+ Kxf8 27. Re5 Hg2 28. Rd7 + Kg7 29. He7 Sókn hvíts hefur síður en svo fjarað út, þrátt fyrir drottningakaupin. 29. - h5 30. h4 Kh6 31. Re5 Hf8 32. Rg6 Hc8 33. Rf4 Hg4 34. Re6 Rd6 35. f6 Re4 36. f7 og svartur gafst upp. „ÞEIR VITA ALLT UM HELVÍTI — ÞEHtHAFA VERIÐ ÞATV’ —spjallað við dr. Pirro um lífið og alkóhólið kemur á skemmtistaði. Ef látið er undan er haldið áfram að þrýsta á eitt og eitt glas i viðbót. En i rauninni er það þannig að fólk lætur ekki þrýsta sér nema til þess sem það langar að gera hvort sem er. Tökum dæmi. Þú kemur á skemmti- stað og menn byrja að suða í þér,”fáðu þér nú eittglas,” og þú lætur undan. En svo kemur upp að kynlífssvall verður haldið út í bæ eftir ballið. Og þá er ekkert i heiminum sem gæti fengið þig til að fara. Hversu mikinn þrýsting sem menn leggja á þig ferðu ekki. Þó að þrýstingurinn sé mun meiri en á það að þú fáir þér eitt glas. Þegar menn fara út að skemmta sér ætla þeir að fá sér vin. Og þeir hlakka til þess og flestir njóta þess. En svo er ekki með alkóhólista. Þeir geta aldrei látið eitt glas nægja. Þeir drekka fjögur, fimm, sex og svo framvegis þar til þeir eru útúrdrukknir. Ég hef ekkert, alls ekkert, á móti því að fólk drekki. Ef það er ekki alkóhólistar. Einn af hverjum tíu sem drekka er alkóhólisti. Hinir niu mega drekka eins og þeir vilja. En bara ekki þessi tíundi.” Þú varst ekki svona illa haldinn „Það versta er held ég þegar fólk segir við þá sem koma frá Freeport „Þú varst nú ekki svona illa haldinn”. En láttu þá vita það. Þeir hafa verið í helvíti og vita betur um þann stað en fólk sem hefur ekki komið þar inn. Þeir vita að þeir voru „svona illa haldnir” og jafnvel enn verri en það. Þó þeir hafi aldrei lagzt í strætið sannar það ekkert. Aðeins 3% af öllum alkóhólistum leggjast I strætið. Hinir eru húsmæður, prestar, læknar, - lögfræðingar og allir hinir. Menn koma alltaf með fáránlegar athuga- semdir þegar þeim er bent á að þeir séu alkóhólistar. Eins og „ég get ekki verið alkóhólisti, ég er læknir, eða prestur eða hver veit hvað”. Bezta afsökunin sem ég hef þó heyrt og hana hef ég hvergi heyrt nema á Islandi er: „Það er ekki ég sem drekk. Það er andi innra með mér.” Allt má nú segja manni.” DS. „ „Það er ekki ég sem drekk heldur andi innra með mér,” bezta afsökun- in.” Hvers vegna æ fleiri munu ferðast til Filippseyja og Thailands Þar er ýmislegt markvert aö skoöa — meðal annars hina sögufrægu borg Manila með hinum spánska bakgrunni og 20. öldina í Makati rétt við hliðina, eldfjallagígurinn í Týndadal þar sem baðast er í jarðhituðum laugum, spennandi báta- ferðir um gljúfur Pagsanjan-fossasvæðisins og hinn dýrlegi hitabeltisgarður Punta Balurte, musteri og borgarsýki Bangkok að ekki sé talað um múnaðinn allan á Pattaya-strönd. Nútímalegt en ósnortiö — alþjóðleg hótel (gædd litauðgi landanna beggja) ódýrar samgönguleiðir með vögnum, einkabílum, áætlunarbílum, nætur- klúbbar, sannkallað fjör (allir geta dansað eftir hljómfalli okkar Filippseyinga), samt er allt svo ósnortið. Þægindi vestursins ásamt austrænu andrúmslofti. Slíkt er ekki auðvelt að finna nú til dags. Austrið er ekki dýrt — Drykkur á hótelinu, að borða úti, leigubílar, minjagripir, og svo allt þetta aukalega, allt svo ódýrt að það verður næstum ánægjulegt að eyða peningum....Nokkuð sem ferðamenn í öðrum löndum eru löngu búnir að gleyma. Undirritaður vill gjarnan heyra meira um hin fjarlægu austurlönd, Filippseyjar og Thailand. Vinsamlegast sendið upplýsingar til: Nafn: Heimili: Sendið til Philippine Airlines, 10 Collingham Road, London SW5 ®Philippine Airlines tvisvarívikufrAevrOpu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.